Líkamsstellingin; að sitja á hækjum sér með hæla á gólfi setur ökkla hné og mjaðmir í fulla virkni. Stellingin teygir á flestum vöðvum frá iljum til hnakka. Yfirleitt er ekki þörf á mjaðmaliðaskipta aðgerðum í löndum þar sem setið er á hækjum sér við hægðalosun nema ef um slys er að ræða. Sérfræðingar segja að vestræn salernis-menning hafi útrýmt réttu leiðinni við hægðalosun.
Vísindamenn í Stanford háskóla (Scientists at the Stanford University Pelvic Floor Clinic ) benda á að mannslíkamanum sé eiginlegt að húka við að kúka (sitja á hækjum sér) en sé ekki ætlað að sitja í vinkilstellingu á salerni. Rannsóknir hafa sýnt fram á að röng og óeðlileg stelling við losun hægða veldur botnlangabólgu, krabbameini í ristli, bólgusjúkdómum í þörmum, kviðsliti, poka eða totum og gyllinæð. „Gyllinæð er einn af algengustu kvillum sem hrjá mannfólkið“ sagði Jóhannes Gunnarson læknir í viðtali í Heilsuhringnum árið 1989. http://heilsuhringurinn.is/index.php?option=com_content&view=article&id=444:fimmtiu-prosent-fimmtugra-og-eldri-fa-gyllinaee&catid=6:likaminn&Itemid=19
Mörg önnur heilbrigðisvandamál tengjast rangri stellingu.
Árið 2003 gerði hópur vísindamanna rannsókn á áhrifum líkamastöðu við hægðalosun. Þátttakendur voru 28 sem skipt var í þrennt. Einn hópur var látinn nota lág salerni, annar hópur notaði há salerni og þriðji hópurinn sat á hækjum sér við að kúka. Vísindamennirnir komust að því að auðveldast var og mínútu styttri tíma tók fyrir þátttakendurna sem húktu að hægja sér.
Að sitja á hækjum sér við hægðalosun auðveldar og hraðar útskilnaði.
Þegar fólk stendur ýtast þarmarnir upp á móti endaþarmsvöðvanum eins og sést á þessari mynd. Endaþarmsvöðvinn myndar ól í kringum þarmana á mótum endaþarms og bakraufar. Að setjast niður slakar aðeins að hluta til á þessum vöðva. En að húka á hækjum sér slakar að fullu á endaþarmsvöðvanum og þá réttist úr ristlinum svo að fullkomin losum getur átt sér stað.
Það er eðlileg lífeðlisfræðileg stelling að húka á hækjum sér við að kúka segir Anish Sheth, MD, sérfræðingur í meltingarsjúkdómum. Það einfaldlega skilar saurnum beint út úr ristlinum og:
• Kemur í veg fyrir að uppsafnaður úrgangur valdi hættu á krabbameini.
• Varnar því að úrgangurinn leiti til baka og mengi mjógirnið.
• Verndar fyrir álagi á blöðruhálskirtil, þvagblöðru og taugar í nára.
• Hjálpar konum við eðlilega fæðingu og varnar álagi á móðurlíf.
Anish Sheth er höfundur bókanna: What‘s Your Poo Telling You? og What´s Me Pee Telling Me?
Margt sem hér hefur komið fram er endursagt úr grein af síðunni: ,,Healthy Food House your sours for optimal Healt“ slóðin er: http://www.healthyfoodhouse.com/what-is-the-proper-way-to-poop/
Hér er tveggja mínútna vídeó sem sýnir vel áhrif húka stellingarinnar á líffæri neðst í kviðarholi: https://www.youtube.com/watch?v=s7arvdcLWkY
Fleiri síður skrifa um sama efni: What Is The Proper Way To Poop?
Á þessari slóð eru myndir af skammelum til að setja fyrir framan klósett svo hægt sé að sitja í húka stellingunni sem talað er um í greininni: https://www.etsy.com/listing/190601782/high-poop-stoop-13-toilet-squat-stool?utm_source=OpenGraph&utm_medium=PageTools&utm_campaign=Share
Hér er önnur gerð af fótaskammelum í sama tilgangi: http://www.squattypotty.co.uk/.
Flokkar:Ýmislegt