Niemaelä er greindur með rafmagnsóþol og MS.
Þetta segir fyrrum starfsmaður tæknideildar Nokia í Finnlandi Matti Niemaelä. Saga hans birtist fyrir nokkru í fréttablaðinu Satakunnankansa skrifuð af Anne Nikka blaðamanni og birtist síðar í þýðingu Henrik Eiriksson á vefnum: http://betweenrockandhardplace.wordpress.com/. Sagan er að mörgu leyti merkileg og vekur til umhugsunar hve víðtækur skaði virðist geta hlotist af mikilli notkun farsíma og annars rafeindabúnaðar sem gefur frá sér örbylgjugeislun.
Líf Matti Niemalä var algert ævintýri þegar hann sem ungur maður var ráðinn sem stjórnandi við þróunardeild Nokia árið 1997. Hann tók þátt í þróun fjarskiptatækni tengdum farsímum og þráðlausum netkerfum. Tíu árum eftir að hann hóf störf fyrir fyrirtækið varð hann fyrir verulegum heilsubresti og í dag getur hann ekki hreyft sig nema í göngugrind. Hann þráast við að fara í hjólastól en það virðist einsýnt að hann endar þar. Kaldhæðni örlaganna hagar því þannig að Niemalä getur ekki notað tæknibúnaðinn sem hann tók þátt í að þróa vegna rafsegulóþols á háu stigi. Niemalä segir að á starfstíma sínum hafi hann verið útsettur fyrir mjög mikilli geislun frá alls kyns fjarskiptabúnaði sem hann vann við að þróa. Hann ferðaðist um allan heim vegna starfs síns og var, eins og hann segir sjálfur, baðaður geislun frá þessum tækjum allan sólarhringinn.
Fyrstu einkenni sjúkdómsins komu fram ári eftir að hann hóf störf fyrir Nokia. Þá tók hann eftir að þegar hann spilaði badminton tókst honum ekki að hitta boltann í uppgjöf jafnvel þó hann væri vanur að spila badminton. Hann hafði áhyggjur af þessu en þorði ekki að tala við lækna því hann óttaðist heilakrabbamein, eins og hann segir sjálfur. Einkennin versnuðu sífellt. Hann átti í erfiðleikum með að tala í farsíma og ganga samtímis því þá upplifði hann samhæfingarörðugleika og hann varð þvoglumæltur. Jafnframt hitnaði honum ótrúlega mikið á eyranu alveg þar til að hann missti alla tilfinningu í húðinni. Þá ákvað hann að fara til læknis.
Árið 2001 sýndu MRI myndir og sýnishorn úr mænuvökva að hann var haldin Multiple Sclerosis eða MS. Læknar þorðu ekki að taka afstöðu til þess hvort farsímanotkun hefði valdið MS en frumrannsóknir sýna þó að tengsl geti verið á milli farsímanotkunar og MS. Hann segist ekki geta fullyrt neitt um orsök og tengsl MS við farsímanotkun en segir þó að farsímanotkun ýkti öll einkennin sem hann hafði.
Þegar Niemalä er heimsóttur blasa við skilti sem banna farsímanotkun. Engin farsímageislun er leyfði því pínulítið er of mikið. Ég get ekki lengur farið í bíó segir hann né verið á stöðum þar sem verið er að nota farsíma nema þá í örstutta stund. Heimili hans er orðið hans fangelsi. Sjúkdómurinn hefur tekið frá honum vinnuna og hjónabandið. Hann óttaðist að segja sögu sína af ótta við að vera talinn galinn. Hann telur að skynsamleg farsímanotkun sé ekki hættuleg fyrir heilbrigt fólk en hefur miklar áhyggjur af farsímanotkun barna. Innan veggja Nokia var sá möguleiki ræddur að geislun frá farsímum gæti verið hættuleg heilsu fólks en enginn þorði að tala um það af ótta við að missa vinnuna. Læknir Niemalä hefur sagt honum að þó nokkrir séu haldnir samskonar einkennum og því er saga hans ekki einsdæmi. Opinberlega fullyrða fyrirtækin Nokia og Microsoft (sem er eigandi Nokia) að framleiðsla þeirra samræmist alþjóðlegum kröfum um hámarks geislun og því séu tækin ekki hættuleg.
Það alvarlegasta við þessa sögu Niemalä er sennilega tengslin við MS. Jafnvel ungt fólk er að greinast með MS. Þetta er taugahrörnunarsjúkdómur sem ekki er læknanlegur en hægt að einhverju leyti að halda einkennum í skefjum. MS er því varanlegt vandamál þeirra sem fá þann sjúkdóm og líklegt má teljast að aukaverkanir af lyfjum dragi enn frekar úr lífsgæðum þeirra.
Þýtt og endursagt af vefslóðinni: http://betweenrockandhardplace.wordpress.com/2014/10/18/former-nokia-technology-chief-mobile-phones-wrecked-my-health/
Greinin á frummálinu: http://www.satakunnankansa.fi/Satakunta/1194934030776/artikkeli/entinen+nokiapomo+kannykka+vei+terveyteni.html
Það er vert að bæta því við hér að engar reglur gilda um notkun farsíma, þráðlausra tækja og annars slíks búnaðar því yfirvöld halda því fram að geislun frá þessum tækjum sé hættulaus. Mörg börn nota spjaldtölvur mjög mikið og við innleiðingu spjaldtölva í skólum er einsýnt að geislun í skólastofum verður mikil þegar nálægt 20 spjaldtölvur eru í stöðugri tengingu við þráðlaus net innan veggja skólastofunnar. Bylgjurnar endurkastast frá veggjum og getur styrkurinn því magnast verulega upp. Einnig er rétt að benda á að sumir eru svo grandalausir gagnvart þessu að þeir hafa sett rátera undir eða við barnarúm. Þráðlaus búnaður getur leynst á bak við milliveggi og eru veggir úr viði eða gifsi engin vörn. Á meðan við vitum ekki meira um áhrif þessarar geislunar væri rétt að fara varlega í sakirnar. Fjöldi einstaklinga er í verulegum vanda vegna rafmagnsóþols. Þessir einstaklingar geta ekki sótt kvikmyndahús, leikhús né farið í verslanir með góðu móti og margir þjást verulega. Þetta fólk talar ekki um sín vandamál vegna þess að það kostar neikvætt viðmót og niðurlægingu af hálfu flestra þeirra sem hlusta.
Valdemar Gísi Valdemarsson
19.10.2014
Flokkar:Annað, Reynslusögur, Umhverfið