Besta leiðin til að léttast á fimmtugsaldri

Með hverju árinu sem líður eftir fertugt virðist vera erfiðara og erfiðara fyrir konur að léttast. Þrátt fyrir að þær minnki matarskammtinn, afþakki eftirréttinn og skrái sig í líkamsrækt. Það er eins og tölurnar á vigtinni haggist ekki og orkan fari stöðugt niður á við. Þökk sé hormónum og öðrum áhrifum, fer líkaminn í gegnum syrpu af breytingum sem hafa áhrif á fitusöfnun og brennslu líkamans.

Brennslan hægist um 5% við hvern ára tug eftir breytingar aldurinn svo það er engin furða að það sé auðveldara að þyngjast eftir fertugt. Rannsóknir sýna að konur bæta við sig að meðaltali 5-8 kílóum, á þessu tímabili lífsins, sem sest aðallega á kviðinn.

Við vitum öll að yfirþyngd hefur neikvæð áhrif á heilsu okkar og eykur meðal annars líkurnar á sykursýki og myndun brjóstkrabbameins.

Ekki eru þó allar konur sem þyngjast eftir því sem þær eldast og þú þarft ekki að örvænta þrátt fyrir að þú hafir bætt örlitlu á þig. Því að þú getur enn sagt skilið við auka kílóin til frambúðar ef þú tekur réttu nálgunina.

Þær konur sem breyta lífsstíl sínum og matarvenjum skref-fyrir-skref í daglegri rútínu geta lést. Margar fullþroskaðar konur hafa náð árangri með slíkri breytingu og fundið slíka nálgun vera þá bestu á þessu stigi lífsins.

Fimm hollráð Júlíu að þyngdar tapi eftir fertugt

1. Drekktu meira vatn

Fleiri og fleiri rannsóknir sýna okkur að aukin vatnsdrykkja hefur beiná hrif á þyngdartap.  Þinn daglegi vatnsskammtur eru jafn marga rúnsur og samsvara þinni þyngd. Dæmi: Ef nú verandi þyngd þín er 60 kg, drekkur þú 60 únsur á dag (fyrir um breytingu í lítra, margfaldaðu þá 60 með 0,0296 sem eru þá um 1,8 lítrar).

2. Útrýmdu undirliggjandi ástæðum

Einn af hverjum fimm einstaklingu meftir 40 ára aldur glímir við sjaldkirtils vandamál. Algengast er vanvirkur skjaldkirtil log er það ein ástæða þess að konur eftir fertugt á erfitt með þyngdartap. Láttu því athuga skjaldkirtilinn hjá lækni og ekki óttast ef uppkemur að þú glímir við vandamál í skjaldkirtlinum, því hægt er að bæta það með mataræði og lífsstílsbreytingum.(sjá rannsóknir varðandi fitusöfnun og skjaldkirtil dr. Ulrich: http://www.nbcnews.com/id/36716808/ns/health-diet_and_nutrition/t/when-you-lose-weight-gain-it-all-back/#.UgDa0WTfz2B  )

3. Borðaðu í takt við náttúrulega brennslu líkamans

Þegar þú borðar á morgnana er brennsla líkamans á háustigi og líkaminn því líklegri til að brenna þeirri fæðu á skilvirkari hátt. Eitt af lykilatriðum sem sérfræðingar segja einkenna fólk í kjörþyngd er að langflestir borða morgunmat. Aftur á móti segja sérfræðingar að snarl eftir klukkan 9 á kvöldin sé það sem hleðst einna mest á okkur og þá helst á mjaðmir og maga. Þá er einmitt kominn sá tími dagsins sem að hægist á brennslunni eftir daginn.

4. Sofðu meira til að brenna meira

Vegna þess að svefn hefur áhrif á tvenn mjög mikilvæg hormone sem stjórna svengd og matarlöngunum er góður nætursvefn lykilatriði í þyngdartapi. Afleiðing lítils svefns er sá að þú hefur meiri matarlöngun og upplifir minni seddu. Oft eigum við það líka til að reyna að sækja okkur snögga og ódýra „orku” þegar við erum þreytt. Líkami þinn brennir meiru þegar hann sefur svo settu þér það markmið á hverju kvöldi að ná góðum nætursvefni. (SjáMichelle May, M.D rithöfund Eat what you love, love what you eat: http://amihungry.com/eat-what-you-love-book.shtml )

5. Prófaðu aðra nálgun á sætindaþörfina

Ef þú ert að farast úr sykurlöngun, láttu það eftir þér, en þó með annarri nálgun en vanalega. Sætubitar geta verið sektar lausir þegar þú notar náttúrulega sætu sem innihaldsefni og á sama tíma færð þú næringu og fyllingu.

Ástæðan fyrir því að svo auðvelt er að klára heilan poka af nammi er að næringar gildi þess er svolítið. Skiptu því út sætu bitum þínum fyrir næringarríkara sælgæti og gefðu líkamanum það sem hann raunverulega kallar eftir. Þurrkaðir ávextir, 70% lífrænt súkkulaði, kókosolía og möndlur eru dæmi um náttúruleg sætindi. Prófaðu fleiri sætubita frá mér á http://www.lifdutilfulls.is

Hráfæðissúkkulaðidraumur (Brownie)

  • 1 bolli pecanhnetur
  • 1/2 bolli döðlur
  • 1/2 bolli gráfíkjur
  • 5 matskeiðar lífrænt kakóduft
  • 2 matskeiðar kókosmjöl
  • 2 teskeiðar hunang eða agave sýróp
  • 1/2 teskeið salt
  • 1. Settu pecan hnetur í matvinnsluvél þartil þær eru vel muldar
  • 2. Bættu þá við döðlum og sameinaðu vel
  • 3. Bættu þá við restinni af innihaldsefnum og blandaðu þar til deigið er mjúkt
  • 4. Pressaðu deigið í form, svo að botninn verði um 1 ½ – 2 cm þykkur og geymdu í frysti.

Syndsamlegt brownie krem~ ekkinauðsyn en alveg hrikalega got með

  • 1 bolli döðlur
  • 1/4 bolli lífrænt kakó
  • 1/4 bolli kaldpressuð kókosolía
  • 2/4 bolli vatn (upp að 3/4 ef þarf)
  • 1. Sameinaðu öll innihaldsefni í blandara eða matvinnsluvél þar til orðið silkimjúkt
  • 2. Helltu ofan á súkkulaðikökuna og geymdu í frysti

Grein skrifuð árið 2013 höfundurinn: Júlía Magnúsdóttir, heilsumarkþjálfi, lífsstílsráðgjafi og stofnandi Lifðu Til Fulls hjálpar þér að taka heilsusamlegar ákvarðanir og ná árangri í markmiðum þínum til lífstíðar. Júlía hefur hjálpað konum að gera heilbrigði að lífsstíl svo þær hafa lifað sáttar í eigin skinni með jafnvægi, öryggi og ánægju. Heimasíða Lifðu til fulls er: http://www.lifdutilfulls.is/



Flokkar:Annað, Ýmislegt

Flokkar/Tögg, , , , , ,

%d bloggers like this: