Sjúkraþjálfum fyrir hross og amerískir orkudrykkir

Ellen Jordan lærði sjúkraþjálfun fyrir hesta í Svíþjóð og í Þýskalandi og starfaði við það um tíma, nú býr hún á Dalvík og leggur stund á iðjuþjálfunarfræði í Háskólanum á Akureyri. Ellen hefur fengist við margt fleira t.d. lært og unnið við ilmolíumeðferðir, nudd, reiki o.fl.. Hér fer á eftir viðtal við Ellen um hin mörgu afbrigði sem notuð eru við sjúkraþjálfun hrossa og einnig um veikindi sonar hennar sem læknar kunnu ekki skil á. Drengnum fór að batna eftir að hann byrjaði að drekka ameríska heilsudrykki.

Ég spurði Ellen  fyrst um veikindi barnsins síðan snérum við okkur að sjúkraþjálfun hesta.

Nú gef ég Ellen orðið:

Drengurinn minn fór í margar rannsóknir á sjúkrahúsi en ekkert fannst að honum. Hann var búinn að vera mjög lasinn í tvo mánuði kastaði upp 5 til 7 sinnum á dag og var búinn að fá margs konar lyf m.a. tvö magalyf, innöndunarpúst,o.fl.. Hann léttist mikið og mér var ráðlagt að kaupa handa honum rándýra næringardrykki sem voru pantaðir frá Reykjavík, en barninu fannst þeir vondir og gat ekki drukkið þá.

Í júní fórum við mæðgin til Svíþjóðar og fjórum dögum seinna hættu uppköstin. Þá byrjaði ég að gefa honum ,,Vemma“ ameríska, lífræna vítamín- og orkudrykki til að styrkja hann. Öfugt við hina drykkina áðurnefndu finnst honum þessir ,,Vemma“ drykkir mjög góðir og hann minnir á þá á hverjum morgni svo að hann fari ekki á mis við þá. Honum finnst þeir svo góðir að stundum nota ég þá sem viðurkenningu.

Amerísku Vemma heilsu- og orkudrykkirnir eru lífrænir og án allra aukefna. Þeir fást í mörgum löndum og nú hefur Ísland bæst í hópinn.  http://ellenjordan.vemma.com/profile.html   Mér lýst mjög vel á þessa vöru og vil stuðla að því að hún komist í sölu á Íslandi. Sjálf hef ég ekki mikinn tíma til að sinna sölumennsku vegna margra annarra verkefna. Ég ætla þó að reyna að taka mér smá tíma til að byrja með til að kynna þá og mig langar að komast í samband við fólk sem vill taka að sér að selja.

Það er gott fyrir hestaeigendur að kynna sér sjúkraþjálfun hrossa

Hægt er að grípa til margs konar heildrænna meðhöndlana eins og hreyfiþjálfunar fyrir liði og hryggsúlu ef úthald og vellíðan hests hefur minnkað. T.d. ef hann er með sár, bólgur, eymsli í vöðvum eða stirðleika í hrygg og liðum. Einnig má nota hefðbundið nudd, álagspunktameðferð, teygjur, hitameðferð, segulsviðsmeðferð, losandi hreyfingar, reikimeðferð og þrýstipunktameðferð.

Keppnishestar og þau hross sem mikið eru notuð við íþróttaiðkan þurfa á slökun að halda til að viðhalda getu sinni, úthaldi og heilsu. Hestar þurfa á sjúkraþjálfun og aðhlynningu að halda rétt eins og fólk. Ekki má gleyma andlegu álagi og spennunni sem keppnishestar verða fyrir. Það sama á við um hross og fólk ef vöðvar eru ekki teygðir eftir æfingar verða þeir stuttir og spenntir.

Af hverju leita hestaeigendur til þín?

Þá er alltaf eitthvað að sem þarf að laga. Oft er það vegna þess að eigandanum líka ekki eitthvað sem hrossið gerir eins og til dæmis ef það liggur í taumnum og beygir hausinn alltaf til sömu hliðarinnar, eða það er spennt í bakinu o.s.frv. Í slíkum dæmum koma teygjuæfingar að gagni en þær eru af ýmsu tagi.  Æfingarnar fara eftir því hvaða vöðva er verið að meðhöndla. Ef við tökum dæmi um þá hestar sem setja kryppu á bakið og eru með spennu í hryggnum. Þá þarf ég að vinna við að losa vöðvaspennuna í hryggnum/bakinu, einnig þarf að vinna með magavöðvana svo að hesturinn strekki magavöðvana og beri sig betur.

IMG_8592

Yfirleitt er ekki hægt að breyta hegðan hests með örfáum meðferðum. Það fer eftir því hvað þarf að laga og hverjir eiginleikar hestsins eru. Þess vegna legg ég áherslu á og finnst mikilvægt að kenna hestaeigendunum handtök og æfingar til að laga svona.

Sjúkraþjálfun hesta felst í ýmiss konar hreyfiþjálfun, vöðvateygjum, losun og liðkun ýmissa vefjakerfa. Tilgangur þjálfunarinnar er að blóðflæði um vöðvana hestsins verði sem allra best og einnig að starfsemi tauga verði sem fullkomnust því að þær liggja um alla vefi hestsins. Fjölmargar aðferðir eru notaðar til að bæta hreyfingar og auka þar með almenna vellíðan hans. Meðferðin örvar blóðflæði og efnaskipti, eykur hreyfigetu og liðleika hestsins.

Við hreyfiþjálfun hesta eru liðir og vöðvar hreyfðir og spennuhnútar losaðir með markvissum aðferðum. Á meðan þjálfuninni stendur beitir hesturinn engum vöðvakrafti. Æfingarnar teygja á liðum og vefjum við það eykst hreyfigetan og kemst aftur á eðlilegt stig. Ef vöðvaspenna hrjáir hest getur sjúkraþjálfun hjálpað t.d. ef hestur er með bak- og hálsóþægindi, eða höfuðburðurinn er ekki réttur, eða ef að hann á í vandræðum með takt og sveigjanleika. Ef hestur hefur orðið fyrir meiðslum eða slysi og þarfnast hvíldar- eða hlífðartímabils næst endurbati fyrr með sjúkrameðferð og þjálfun.

Hitameðferð er mjög áhrifarík við vöðvaverkjum og langvinnum liðvandamálum. Hitinn eykur slökun, örvar sjálfvirka taugakerfið, blóðflæðið, efnaskiptin og losar spennu úr vöðvum. Margir hestar eru mjög spenntir í lendum og baki, við meðhöndlun þeirra er gott að byrja á að setja á þá stóra hitabakstra og teppi yfir í 20 mínútur til hálftíma. Hitinn mýkir og dregur úr sársaukanum og þá kemst maður dýpra í vöðvann og meðferðin hefur meiri áhrif.

Segulsviðsmeðferð: Hjálpartækið Blái galdurinn (Blue Magic) frá Þýskalandi lítur út eins og nuddrúlla og er mjög gott til að losa um vöðvaspennu. Aðalhluti tækisins er nuddhnúður með smánöbbum en inni í honum eru tveir sléttslípaðir seglar. Þeim er komið þannig fyrir að plús-og mínuspóll liggja hvor á móti öðrum. Segulsverkun tækisins hjálpar til að minnka vöðvaspennu örva efnaskiptin. Tækið reynist vel við að meðhöndla ör, kippi- og hnúta í vöðvum, og vefjasamherping.

Nám og störf Ellenar Jordan:

Ellen Jordan hóf nám í iðjuþjálfunarfræði í Háskólanum á Akureyri á síðasta ári en áður hafði hún lokið diplómanámi í ilmolíumeðferð og nuddi frá ,,Aromainstitutet“ í Svíþjóð árið 2005. Einnig er hún með nám í reiki-meðferð og japanskri lækningaaðferð frá  ,,Michael Dinuri, Inner source“ í Svíþjóð síðan árið 2006.

Nám í hesta-sjúkraþjálfun: Árið 2008 tók hún diplómanám í hestanuddi hjá  ,,Axelsons Animal Massage School“ í Sviþjóð. og árið 2010 lauk hún diplómanámi í hestasjúkraþjálfun frá ,,Deutsches Institut für Pferdeosteopathie“ í Þýskalandi.  Árið  2011  lauk hún  námi í meðferð bein- og liðskekkjukvilla hjá hestum við ,, Institut für Tierheilkunde“ í Þýskalandi.

Heimasíða: http://www.hestanudd.com,

Vemma:  http://ellenjordan.vemma.com/profile.html

Netfang: ellen_jordan@hotmail.se   Sími: 6925957.Flokkar:Greinar og viðtöl

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , ,

%d bloggers like this: