Fræðsla um líkamann – hvers vegna höfum við botnlanga?
Almennt er talið að hluti ónæmiskerfisins og eitlar í meltingarvegi hjálpi til að eyða skaðlegum efnum sem koma í hann með mat. Háþróað kerfi líkamans getur aðgreint gagnleg næringarefni frá úrgangs efnum. Sum hugsanlega skaðleg úrgangsefni eða náttúruleg eiturefni í mat eins og plöntumótefni hreinsast út í gegn um sogæðakerfið. Flest næringarefni fara í gegnum veggi smáþarmanna í blóðrásina sem bera þau til lifrarinnar til frekari vinnslu, dreifingu og frumu umbrots. Sérstök önnur næringarefni frásogast þó aðeins í gegnum veggi ristilsins. Þeim næringarefnum er ætlað að næra og viðhalda taugakerfinu. Ristillinn þrútnar rétt ofan við botnlangann við öll næringarefni, steinefni, vatn og úrgangsefni sem þarmarnir ná ekki að hreinsa út.
Í hefðbundinni indverskri og kínverskri læknisfræði er bent á að botnlanginn gegni afar mikilvægu hlutverki. Hann inniheldur mikið af lífrænum bakteríum sem auðvelda ristlinum og öðrum líffærum meltingarvegarins að gera skaðleg efni óvirk. Staðsetning botnlangans auðveldar gagnlegum örverum að blandast vökva í saurnum á leið sinni í gegnum ristilinn. Meira en 400 jákvæðar bakteríur lifa í meltingarveginum. Með því að festa sig í slímhúð meltingarvegarins geta þær hugsanlega ýtt út neikvæðum bakteríum, svo sem sveppasýkingu (Candida albicans).
Jafnvægi virkra lífrænna baktería í meltingarvegi koma í veg fyrir sýkingar í leggöngum og þvagfærasýkingar. Það dregur einnig úr æxlismyndun og krabbameinsvexti í ristli. Þessar lífrænu bakteríu gefa frá sér verndandi efni og hamla framleiðslu krabbameinsvaldandi efna. En fækkun þeirra af völdum sýklalyfja, áfengisnotkunar eða neyslu ruslfæðis fóðra mörg eiturefni í meltingarfærum. Það eykur álag á ónæmiskerfið og veldur astma, ofnæmi og exemi.
Þar til nýlega hafa læknar staðið í þeirri meiningu að stafsemi botnlangans skipti ekki máli. Árið 2005 voru 321.000 Bandaríkjamenn á spítala með botnlangabólgu og botnlanganám er nú eitt af algengustu skurðaðgerðunum.
Vísindamenn; skurðlæknar og ónæmisfræðingar við Duke læknaskólann (Duke University Medical School) segja að botnlanginn verndi magann. Samkvæmt rannsókn þeirra virkar þetta ormlaga, útbungaða líffæri eins og bakteríuverksmiðja í ræktum góðra gerla. ( Journal of Theoretical Biology. October 2007.)
Greinilegt er í samræmi við þessa ,,nýju“ uppgötvun (sem Ayurveda hefur þekkt yfir 6.000 ár) , að virkni botnlangans tengist gríðarlegt magn baktería í meltingarkerfinu. Flestar bakteríur í líkamanum eru gagnlegar og hjálpa við meltingu matar. En stundum deyr bakteríuflóra þarmanna eða hreinsun er yfirtekin af eyðileggjandi bakteríum. Í ljósi þessa er nú algengt að ristlar fólks séu stíflaðir og botnlangar bólgnir.
,,Botnlanginn virkar sem gott öruggt hús fyrir bakteríur“, sagði Bill Parker prófessor í skurðlækningum. Einnig virkar maginn eins og bakteríu verksmiðja í ræktum góðra gerla. Starf botnlangans er að endurræsa meltingarkerfið.
Gall úr lifur styður starf botnlangans við að halda ristlinum snyrtilegum og hreinum. Ef stór hluti næringar inniheldur ómeltanleg matvæli sem koma í þennan hluta þarmanna, veldur það þrengslum. Þarmaþrengslum fylgja örverur og eyðileggjandi bakteríur, sem geta leitt til þykknunar á slímhimnu og sári í þörmum. Ef örveruvöxtur eykst frekar getur botnlanginn bólgnað og jafnvel sprungið, það spillir fyrir úthreinsun í framtíðinni. Ef botnlanginn er fjarlægður getur það haft langtíma afleiðingar fyrir heilsu ristils og einnig heilsu alls líkamanns. Í flestum tilvikum bólgins botnlanga, dugar að fasta í nokkra daga og hreinsa út ristilinn.
Samfelldar hreyfingar smáþarmanna þrýsta saurnum inn í digurgirnið (þarmana) með þéttum reglubundnum hreyfingum. Þessar þéttu hreyfingar koma 1-3 sinnum á dag í síðasta hluta meltingarvegarins. Þegar þær hafa náð endaþarmi teygir saurinn á taugaendum í endaþarmi og veldur hvöt til losunar. Á þessu stigi meltingarinnar eru þarmarnir hættir að brjóta niður fæðuna en gleypa vítamín sem eru búin til af bakteríum í ristlinum. Þarmarnir soga til sín vökva og þétta þannig hægðirnar.
Í heild ætti ferli meltingar frá neyslu matar til hægðalosunar helst að taka um það bil 20-24 klukkustundir, allt eftir því hvað etið var og á hvaða tíma dags matarins var neytt. Hinsvegar tekur ferli meltingar hjá meirihluta fólks um 25 klukkustundir eða meira. Það ástand er kallað hægðatregða.
Höfundur greinarinnar er Andreas Moritz, hann segir: ,,Ég hef fengið fjölda sjúklinga sem segjast hafa hægðir aðeins einu sinni á 2-5 daga fresti. Í sumum tilfellum einungis einu sinni í viku eða á 10 daga fresti. Á hinn bóginn hafa margir hægðir 3-4 sinnum á dag, og í sumum einstöku tilfellum getur fólk ekki haldið fæðu í líkamanum lengur en 3 til 12 klukkustundir. Í slíkum tilfellum meltist fátt almennilega af því sem neytt er, en brotnar niður með hjálp eyðileggjandi baktería. Slíkt ertir þarmaveggina og líkaminn losar það út eins hratt og oft og mögulegt er. Þar af leiðandi er úrgangurinn alltof mikill og tíður“.
Að hafa reglulega hægðir einu sinni eða tvisvar á dag gefur heldur ekki endilega til kynna góða meltingu. Það eru gæði úrgangsins sem skipta máli. Í því sambandi virðist botnlanginn sjá um að úrgangurinn verði ekki eitraður eða mengaður og skaðaði þarmana.
Greinin er útdráttur úr bókinni: Timeless Secrets of Health & Rejuvenation sem má þýða sem: Sígild leyndarmál, heilsa og næring. Greinin var tekin af Internetinu af slóðinni: http://ezinearticles.com/?Learning-About-Your-Body—Why-We-Have-an-Appendix&id=6516163 og er hér þýdd, stytt og endursögð árið 2003 af Ingibjörgu Sigfúsdóttur.
Andreas Moritz er rithöfundur og sérfræðingur á sviði heildrænna lækninga. Hann hefur skrifað 13 bækur: http://www.ener-chi.com/book.htm ) on various subjects pertaining to holistic health, including ‘The Amazing Liver and Gallbladder Flush’, ‘Heart Disease, No More’, ‘Diabetes, No More’ and ‘Cancer Is Not a Disease, it’s a Survival Mechanism’.
Eitranir þjóðarinnar: Vaccine-Nation, Poisoning the Population, One Shot at a Time’ is his most recent book.
Moritz er einnig höfundur Ener-Chi Art og Sacred Santémony. Mikið af vinnu hans hefur legið í því að skilja og meðhöndla rót og orsök veikinda, og hjálpa líkama, huga, anda og hjarta til að lækna á náttúrulegan hátt.
Flokkar:Líkaminn