Er þinn meðferðaraðili skráður græðari

Hvað er skráður græðari?
Bandalag íslenskra græðara er regnhlífasamtök þeirra er vinna í heildræna geiranum.  Innan bandalagsins er að finna svæða- og viðbragðsfræðinga, höfuðbeina- og spjaldhryggsmeðferðaraðila, hómópatar og heilsu- og lithimnufræðinga. Bandalag íslenskra græðara var stofnað árið 2000, og er félagi í norrænum reglhlífasamtökum sem heita Nordisk samarbeidskomitén for complimentar og alternative medicin (NSK) www.nsk-center.org.

Þegar skjólstæðingur leitar að meðferðaraðila þarf að hafa í huga að meðferðaraðili sem er skráður græðari er með góða grunnmenntun sem og faglega menntun að baki. Skráðir græðarar er að finna á heimasíðu BIG www.Big.is.  Þar er að finna vel menntaða meðferðaraðilar innan þeirra aðildarfélaga er sameina BIG.

Þann 2. maí 2005 var stór dagur fyrir okkur græðara. Lög um græðara voru samþykkt á Alþingi. Þetta var stór sigur fyrir græðara heildræna meðferðar á Íslandi því nú voru verkin okkar loks búin að öðlast viðurkenningu stjórnvalda. Við hlutum skilgreiningu sem heilsutengd þjónusta utan hins almenna heilbrigðiskerfis en sjúkratryggingar greiða ekki eða né taka þátt í kostnaði einstaklinga, sem leita þjónustu græðara.  Lögin eiga því fyrst og fremst að stuðla að öryggi þeirra sem nýta sér þjónustu græðara.

Starfsemi græðara byggist fremur á hefð og reynslu en gagnreyndum vísindalegum niðurstöðum. Slík þjónusta felur í sér meðferð með það að markmiði að efla heilsu fólks, lina þjáningar, draga úr óþægindum og stuðla að heilun.

Er þetta orðalag viðhaft í skýrslu velferðaráðherra. Frjálsu skráningarkerfi græðara yrði komið á fót en lögin ná engu að síður til allra græðara, skráðra sem óskráðra. Skýrt er tekið fram í lögunum að Bandalagið komi til með að halda utan um skráningarkerfið og að skráningarkerfið  verði hluti af  rekstri Bandalagsins.  Að vera skráður græðari er okkar viðurkenning, okkar löggilding. Skráningarkerfi græðara er hluti af rekstri Bandalangs íslenskra græðara. Bandalagið kom skráningarkerfinu á legg árið 2005 og sér um það í samræmi við Lög Alþingis um græðara nr. 34/2005

Með lögum um græðara felst gríðarlega mikil viðurkenning á græðurum sem starfsstétt heilsutengda þjónustu/ viðbótarmeðferð,  stétt sem vinnur við heilsutengda þjónustu. Lögin voru ákaflega mikill áfangasigur fyrir græðara sem starfshóp, þetta er löggilding á ákveðinn hátt, og yfirvöld hafa með lögunum og skráningarkerfinu sýnt græðurum mikið traust og stuðning. Þetta er mikilvæg viðurkenningu frá heilbrigðisyfirvöldum, en samt sem áður halda græðara sínum sveigjanleika og frjálsræði í hinum fjölmörgu mismunandi störfum sem öll lúta að þjónustu á heilsusviði og heildrænum meðferðum.

Áður en græðarar gátu hafið að skráð sig í frjálsa skráningakerfið urðu aðildarfélögin að senda velferðarráðuneytinu og landlæknisembættinu allar upplýsingar um menntun, siðareglur og reglugerð fagfélaganna. Þegar fagfélag hafði sent inn Eins og áður hefur komið fram gilda lögin um alla græðara, sem eru félagar í aðildarfélögum BIG, skráða sem óskráða, og allir löggildir félagar í sínu fagfélagi geta kallað sig græðara en þeir sem skrá sig í skráningarkerfið kallast skráðir græðarar.gögn sín til ráðuneytis voru þau yfirfarin og borin saman við lögin um græðara og síðan samþykkt ef þau samræmdust lög. Þegar það var frágengið gátu félagsmenn í því félagi sótt um skráningu í skráningarkerfið.  Það er ekki skylda að skrá sig í frjálsa skráningakerfið en meðferðaraðilar eru hvattir til þess.

Eitt af markmiðum BIG er að ná fram niðurfellingu á virðisaukaskatti og þeir einir sem eiga að geta nýtt sér það verði skráðir græðarar. Enn sem komið er hefur BIG ekki náð því fram að virðisaukaskatturinn verði niðurfelldur en sú vinna er í fullum gangi. Norðmenn hafa verið mjög duglegir í því að fá virðisaukaskattinn á heildrænum meðferðarformum niðurfelldan.

Vegna þess hve hópurinn er breiður og stundar mismunandi heilsumeðferðir er ekki hægt að veita hefðbundna löggildingu en sannarlega má líta á lög um græðara sem viðurkenningu með lögum.  Þetta er viðurkenning á því að þeir sem vinna við heilsuvernd þurfi ekki endilega að vera hluti af heilbrigðiskerfinu, sem lýtur öðrum reglum og notar aðrar starfsaðferðir.  Það er ljóst að lögin ná til allra græðara hvort sem þeir eru í skráningarkerfinu eða ekki, hins vegar má víst telja að skráðir græðara standa betur að vígi vegna þess að með græðara innan skráningarkerfis getur löggjafinn verið vissu um að lágmarksmenntun sé tryggð og að græðari hafi löggildar tryggingar í starfi sínu.

Saman erum við sterkur hópur sem getur komið miklu og góðu til leiðar á heilsusviði, bæði með fræðslu og fyrirbyggjandi meðferðum, til stuðnings og hjálpar þeim sem kljást við heilsuleysi og vilja styrkja sig og stuðla að heilsubót. Á síðastliðnum 5 árum hafa aðildarfélögin hvert af öðru fengið úttekt á menntunarkröfum sínum hjá velferðarráðuneytinu og eru nú öll aðildarfélögin orðin virk í frjálsa skráningakerfinu. Erum við því að verða meira og meira sýnilegri í dag eru 175 skráðir græðarar.

Anne May Meidell Sæmundsdóttir formaður BIG, skráður græðari.



Flokkar:Kynningar

Flokkar/Tögg, , , , , , ,

%d bloggers like this: