Skýr augu

Þetta var fyrirsögnin í lesendabréfi sem kom í janúarmánuði 2010 í bandaríska tímaritinu Townsend Letter.  Þar er talað um augnsjúkdóminn „Cataract“ eða „starblindu“, sem þetta er stundum nefnt á íslensku, en starblinda leiðir oft til blindu, sé ekkert aðhafst.  Áætlað er samkvæmt lesendabréfinu að 42% allra í heiminum, sem hafa misst sjónina hafi misst hana vegna afleiðinga starblindu og 28 þúsund ný tilfelli séu skráð daglega.  Stundum dugar þó aðgerð en ekki nema í fá ár og áætlað er að um 2% aðgerðanna mistakist.  Því væri afar mikilvægt ef hægt væri að lækna starblindu án þess að gera þyrfti skurðaðgerð, eins og nú er sennilega oftast gert.

Síðan fer höfundur lesendabréfsins að lýsa sjúkdómnum sem stafar sennilega af próteini (eggjahvítu) sem bregst ekki rétt við áreiti frá stakeindum (free radicals) og andoxunarefni ná ekki að verjast fullkomlega.  Við þetta breytir prótein í augasteininum um lit og verður brúnleitt og er ekki lengur gegnsætt nema að hluta og að síðustu ógegnsætt.  Þetta ferli nefnist „glycotion“ eða „glycasylation“.  Það gerist þegar ofgnótt sykurs er efnafræðilega bundinn við prótein.  Það verður því aðeins að skortur verði á andoxunarefnum, sem þá veldur aukinni streitu af völdum stakeinda.  Gnótt oxunarvarnarefna getur dregið úr eða jafnvel hindrað þetta ferli.  Það á sér stað miklu víðar en í augunum og er allstaðar til vandræða og er m.a.gild ástæða til að nota sætindi í hófi.

Höfundur bréfsins segist hafa fundið að minnsta kosti eina rannsókn sem sýnir að sykur sé beinlínis skaðvaldur fyrir þá sem þjást af starblindu.  Sú könnun fór fram í Pakistan og sýndi að aukinn ávaxtasykur (frúktósi) í blóði leiddi af sér minna af oxunarvarnarefnum og skapaði þannig ástand sem leiðir af sér líkur á að fá starblindu.
Þrátt fyrir þetta er þó ekki víst að þeir sem hætta að nota sykur séu öruggir um að fá ekki þennan sjúkdóm.  Hvað er þá til ráða?

Miklar rannsóknir hafa verið gerðar á oxunarvarnarefninu L.carnosin og afleiðum af því til að nota sem dropa til að bera í augu.  Tilraunir hafa leitt til þess að best hefur reynst að nota N-acetyl carnosin, því að það brotnar hægar niður í histamín en sumar aðrar afleiður af carnosini og getur því lengur varið augasteininn fyrir árásum stakeinda.  Sé 1% upplausn af N-acetyl carnosin látið drjúpa í augun, að minnska kosti tvisvar á dag, kemur það í veg fyrir að brúnleita efnið sem nefnt er glycotion, og áður er lýst, myndist.

Efnaformúla sem kölluð er Con-C hefur fengist í Bandaríkjunum og einnig önnur sem nefnd er „Bright Eyes“.  Við langvarandi daglega notkun á öðru hvoru þessara efna, ganga til baka oxonarverkanir sem augasteinninn hefur orðið fyrir í áranna rás og sjón lagast smátt og smátt.  Ekki má þó gera ráð fyrir að sjónin byrji teljandi að lagast fyrr en eftir meira en þrjá mánuði.

Rannsóknir benda til að við að nota þessi efni batni sjón allra með þessa tegund sjóndepru um meira en 80%, jafnvel þó að sjúkdómurinn hafi varað í 20 ár eða jafnvel lengur og án neinna hliðarverkana.

Höfundur lesendabréfsins segir að lokum að allir með vandamál frá augum eigi fyrst að ráðfæra sig við augnlækni áður en farið sé að prófa annað.

Nancy Appleton, ph.d. og G.H. Jacobs
http://www.nancyappleton.com
Þýtt og endursagt Ævar JóhannessonFlokkar:Greinar

Flokkar/Tögg, , , , , , ,

%d