Komið er á markað magnesíum í duftformi, sem óhætt er að segja að hafi slegið í gegn á Íslandi. Það er í jónísku formi og leysist alveg upp þegar það kemst í snertingu við vatn sem þýðir að frumur líkamans eiga afar auðvelt með að taka upp og nýta þetta þýðingarmikla steinefni. Þessi formúla er þróuð af Dr. Peter Gillham frumkvöðli í rannsóknum á fæðubótaefnum. Náttúrleg slökun er mest selda magnesíum fæðubótaefnið í Bandaríkjunum samkvæmt sölutölum heilsuverslana þar í landi (SPIN 2007). Hefur þú nægjanlegt magnesíum í líkamanum? Flestir fá ekki nægjanlegt magn af magnesíum, jafnvel þeir sem eru nú þegar að taka inn magnesíum. Það eru tvær ástæður fyrir þessu. Það magn sem líkaminn þarf af magnesíum er meira en fólk heldur og flest magnesíum hylki og töflur nýtast líkamanum ekki nægjanlega vel vegna takmarkaðrar upptöku.
Magnesíumskortur getur verið afleiðing af margs konar álagi á líkaman sem getur komið fram með mismunandi hætti. Sem dæmi má nefna að of lítið af magnesíum í fæðunni, mikil streita, lyfjaneysla (sýklalyf, insúlín), of miklar líkamlegar æfingar, meltingarvandamál, koffínneysla, mikil sykurneysla og of mikið af kalki í fæðunni. Ofneysla kalks getur nefnilega valdið magnesíumskorti þar sem það ýtir magnesíum úr líkamanum.
Helstu einkenni magnesíumskorts: Lítil orka og þróttleysi. Kvíði, streita og pirringur. Veik bein. Hormóna ójafnvægi. Svefnleysi og svefntruflanir. Vöðvakrampar, kippir og spenna. Óreglulegur hjartsláttur. Magnesíum hjálpar ekki aðeins vöðvum og taugum að starfa eðlilega, það hjálpar líkamanum einnig að viðhalda stöðugum hjartslætti, eflir heilbrigði ónæmiskerfisins og styrkir bein. Magnesíum hjálpar við að viðhalda blóðsykursjafnvægi, eðlilegum blóðþrýstingi og gegnir ákveðnu hlutverki til að auka orku. Það er auðvelt að skilja hvers vegna svo margir næringarráðgjafar leggja áherslu á mikilvægi magnesíum. Jafnvægi: Ef kalk og magnesíum eru ekki í jafnvægi verður líkaminn uppiskroppa af magnesíum, sem getur leitt til mismunandi óæskilegra einkenna af uppsöfnuðu ónýttu kalki. Fyrir utan þau fjölmörgu fæðubótaefni sem innihalda kalk er kalki bætt út í ýmsar tegundir morgunkorns, kex og ávaxtasafa.
Flestar þessara vara innihalda ekki magnesíum til jafnvægis við kalkið. Magnesíum er jafnmikilvægt og kalk til þess að vinna gegn beinþynningu og er auk þess afar þýðingarmikið til þess að auka beinþéttingu. Enda er eitt einkenni kalkskorts það að það kalk sem fyrir er í líkamanum er ekki nýtt til fulls vegna skorts á magnesíum. Náttúruleg slökun plús kalk inniheldur 3 hluta af magnesíum á móti 2 hlutum af kalki sem kemur í veg fyrir að umframmagn kalks ræni lífsnauðsynlegu magni af magnesíum úr líkamanum fyrir utan að vinna gegn þeim einkennum sem orsakast af lágu magni af magnesíum í líkamanum. Þessi formúla inniheldur einnig kalíum, C, D og K vítamínum ásamt bóron sem hjálpa til við upptöku og dreifingu kalks í líkamanum.
Höfundur: Víðir Sigurðsson árið 2008
Flokkar:Meðferðir