Fyrir aðeins uþb. 400 árum trúði fólk því almennt, að jörðin væri flöt. Það var einfaldlega vegna þess, að það hentaði þeirri heimsmynd, sem þáverandi heimsvaldakerfi, með miðstöð í Vatíkaninu í Rómarborg, studdist við til eigin viðhalds og tekjuöflunar. Rómarborg var þar með töldu menn í miðju jarðarinnar og í miðju alheimsins í framhaldi þess. Án efa var grunnur Vatíkanska valdsins byggður á góðum ásetningi í byrjun, en í gegnum 850 ára sögu þess breyttist hann í allt annað og rann glettilega til hliðar, ansi langt frá upphafinu. Því þegar allt kemur til alls, snúast öll valdakerfi um það sama á endanum, þ.e. um fullnægingu peningagræðginnar og um leið um misnotkun á almenningi í öllum hugsanlegum myndum. Það tók síðan töluverða baráttu að geta viðurkennt og meðtekið hið rétta, sem sé að jörðin er augsýnilega hnöttur og reikistjarna og aðeins ein af ótalmörgum.
Réttmæt uppreisn Marteins Lúthers gegn ótrúlegri spillingu í Vatíkaninu á hans tíma, hjálpaði nokkuð til þess að breyta þessu viðhorfi í rétt horf. En árið 1600, brenndi svo valdaklíkan í Vatíkaninu, Giorgiano Bruno á báli fyrir það eitt, að hann dró þá skynsamlegu ályktun útfrá þessari nýju sýn á alheiminn, að ótalmörg mannkyn byggðu þennan feiknstóra alheim á mismunandi reikistjörnum.
Hér má vel bæta því við til áréttingar vegna þeirra misgjörða fortíðarinnar, byggðum á ,,hagsmunastaðreyndum“ þess tíma eða ,,dogma“ Vatíkansins sem hér eru nefndar til samlíkingar við nútímann, að í dag er Vatíkanið sú eina opinbera ,,stofnun“ hnattarins, sem fullyrðir án gamans, að það sé í besta lagi, að alheimurinn sé fullur af óþekktum mannkynjum, vegna þess, að þeir hafi sannfrétt, að þetta séu eingöngu hreintrúuð mannkyn! Þar með skarar Vatíkanið í dag í raun óvart framúr á sviði raunverulegra vísinda, sem skipta máli fyrir framtíð litlu hnattmenningarinnar. Öfugt við það sem áður var!
Sagan endurtekur sig
Samlíkingin við nútímann er augljós: Læknavísindin, sem skara á margan hátt framúr í því viðfangsefni, sem þau hafa á sínum snærum, dragnast samt sem áður með nokkur mikilvæg, en óleyst verkefni. Já, þau hafa í raun meðtekið, að við þau verði ekki ráðið, endaþótt þau reyni sitt besta á sinn hátt og láti ávallt líta svo út sem ekkert sé að. Þetta viðhorf kallast á fagmáli: ,,business as usual“. Illkynja frumubreytingar í mannslíkamanum, öðru nafni krabbamein, er eitt af þessum óleystu verkefnum.
Allt í kringum þennan velþekkta vágest blasa við ,,dogmu“ læknastéttarinnar og sterk tengsl hennar við peningavald alþjóðlegu lyfjarisanna. Hér má aðeins leita nýrra leiða í samræmið við þá ,,farmasísku flatjarðarsýn“, sem er þannig tengd þessu fyrirbæri. ,,Óvinurinn“ skal hrakinn út með illu, á meðan raunverulegur skilningur á fyrirbærinu er ekki endanlegur. Óvinurinn skal hrakinn út með eitri: með kemótþerapíu, eða lyfjameðferð; hrakinn út með hnífnum eða skurðaðgerðum; og með geislum, með meira eða minna nákvæmari eyðingu á líkamsfrumum. Þetta samsvarar særingum og útrekstri illra anda fyrri tíma.
Valdakerfið á bak við þessa blindgötu-stefnu, eru svo vitaskuld alþjóðlegu lyfjarisarnir í föstum hagsmunatengslum við ,,vísindin“. Munurinn er þó sá, að nú eru vísindin ef unnt er að nota það orð hér um þetta fyrirbæri ekki notuð til upplýsingar almennings heldur til blekkingar hans. Eiginlegar hagsmunastaðreyndir þessarar valdaklíku snúast um það eitt, að viðhalda þessu ástandi í lengstu lög. Ástæðan er einfaldlega peningagræðgi og um leið virðingarleysi fyrir tilveru almennings. En þetta er einmitt sameiginlegt einkenni allra valdaklíka jarðarsamfélagsins. Sem sé, það er alls ekki hagur þessa samsulls úr ,,vísindamennsku“ og peningamaskínu, að fram komi ný þekking á þessu sviði.
Ný þekking, sem opnar augu almennings fyrir því, að ,,jörðin er hnöttur“ eftir allt saman! Ástæðan fyrir því, að þetta er tekið til umtals hér í blaðinu, er sú, að það eru líka til vísindamenn, sem vinna að því hörðum höndum, að leysa þetta gamla vandamál læknastéttarinnar. En það mun vera vegna þess, að þeir hafa séð framá það, að lausn er ekki í sjónmáli með gömlu aðferðunum. Þeim hefur sem sé hugkvæmst, að þetta gamla vandamál felist í misskilningi vísindanna á forsendum illkynja frumubreytinga eða krabbameins. Og þar með, að ný þekking sé skárri kostur en dulbúin fjárplógsstarfsemi,hverju nafni sem hún nú nefnist.
Þetta er alls ekki nein ný saga í hnattmenningunni okkar. Þessir sönnu vísindamenn, sem ég vil nefna svo, eru vitaskuld í algerum minnihluta í sinni stétt. Þeim finnst sem sé, að menn þurfi að hugsa málið uppá nýtt og fremur að leita sannleikans sjálfs, heldur en burðast áfram með gamla og útslitna hagsmunastaðreynd einhverra valdaklíka, sem skoða vandamálið eingöngu í gegnum skráargat peningageymslunnar. Dr. Med. Heinrich Kremer er einn af þessum vísindamönnum. Í enda janúar í árið 2007 flutti hann erindi um niðurstöður sínar á ráðstefnu í Bad Kissingen í Þýskalandi. Thomas A. Hein segir frá þessu í tímaritinu ,,Raum und Zeit“ Nr.146. Kremer byggir að nokkru á kenningum Otto Wartburg, sem hefur með sjálfskipulag (Autopoesie) lifandi vera að gera.
Kenningar Kremers
Kremer dugar ekkert minna, en líta í kenningum sínum aftur til frumlífs á jörðinni. Þegar frumur og frumuklasar lífvera þess tíma, urðu að vinna sér orku án súrefnis, enda var þá ekkert súrefni á jörðinni. Þetta var augsýnilega gerlegt, þannig að grunnurinn undir allri síðari þróun lífs og frumum tengdum því sem að sjálfsögðu vinnur nú orku sína með súrefni voru frumur sem lifðu og þróuðust án súrefnis. Kremer telur einnig, merkilegt nokk, að þessi veigamikla breyting frá súrefnisfrírri orkuvinnslu yfir í súrefnistengda orkuvinnslu, hafi átt sér stað með samruna baktería og fruma í lífverum.
Vitaskuld er þetta algerlega í andstöðu við viðteknar vísindakenningar, byggðar á kenningum Darwins um tilviljanakenndar stökkbreytingar og ,,úrval tegundanna“. Kremer telur þannig, að þær frumur líkamans, sem í dag breyta skyndilega starfsemi sinni aftur í átt til frumstigs lífs á jörðinni þ.e. frumur, sem skipta aftur yfir í súrefnisfría orkuvinnslu eins og krabbameinsfrumur gera séu því aðeins að reyna að komast af vegna slæmra súrefnisaðstæðna í því líffæri, sem þær eru hluti af. Þetta ástand orsakast því mikið til af utanaðkomandi aðstæðum, vill hann meina.
Kremer telur einnig, að það sé þá þessi umræddi forni umskiptaferill frum-fruma lífs á jörðinni, sem geri þeim kleyft að svissa aftur yfir í súrefnisfría orkuvinnslu. Enda þótt þetta sé mjög rökrétt hugsun, er þetta 180° gráður andstætt við nútímavísindi. Þetta þýðir í raun, að viðtekin kenning um ill kynja frumubreytingar, er röng. Sem sé, kenningin um það, að frumurnar sem breytast þannig, séu algerlega og endanlega umbreyttar. Þær séu þess vegna orðnar löggiltir óvinir viðkomandi líkama.
Þessi skilningur er rangur, samkvæmt Kremer. Þetta þýðir um leið, að umrædd breyting frumanna er aðallega á litlu sviði, þ.e. vinnslusviði, sem þýðir aftur, að mögulegt væri að snúa vinnsluferlinu tilbaka til súrefnistengdrar orkuvinnslu. Kenning Kremers mælir vitaskuld með því að fara þá leið. Þessi, að því er virðist, hárfíni mismunur skilnings á þessu tvennu, er á hinn bóginn algerlega afgerandi fyrir það, að finna nýja leið, sem gæti leitt til raunverulegrar lausnar á illkynja frumubreytingum.
Í lausninni felst vitaskuld einnig það, að leggja niður geysiöfluga peningamaskínu og andstaðan verður því gífurleg innan hnattmenningarinnar, rétt eins og flatneskja jarðarinnar var varin til hinsta blóðdropa. Sagt með öðrum orðum: Kremer fullyrðir, að jörðin sé hnöttur eftir allt saman. Með það viðhorf að leiðarljósi ,,gætu fundist nýjar sjóleiðir um hnöttinn“, þ.e. lausn á vandamáli sem herjar á heilt mannkyn. Flatlendingasjónarmið illkynja frumubreytinga sem áður segir, tengt geysilega umfangsmikilli peningamaskínu álykta hins vegar sem svo, að fari þeir í svo veigamikla sjóferð, gætu þeir á endanum dottið útaf jörðinni! Þess vegna sitja þeir sem fastast.
Hið óvænt er hér, að Kremer er raunar alls ekki einn um þessa skoðun. Á alþjóðaráðstefnu í Bandaríkjunum árið 2006, þar sem fylgismenn hefðbundinna læknavísindi komu saman, var staðfest opinberlega, að illkynja frumubreytingar leysast ekki úr læðingi vegna endalega skaðaðra DNA erfðagreina. Praktískt séð nægir slík niðurstaða málþingsins hins vegar ekki, ef að eftir það er haldið áfram að meðhöndla þennan illkynja sjúkdóm á sama hátt og hann væri tilkominn af endalega sköðuðum DNA erfðagreini! En þetta er samt staðan í dag.
Ný sýn
Þó að erfitt sé að draga þá ályktun af þessu einu, segir Kremer samt í þessu framhaldi, að þetta þýði einfaldlega, að kemótþerapía, eða lyfjameferð, sé ekki bara hreint út sagt gagnslaus, heldur mjög varhugaverð heilsu almennings sem er augljóst. Hann segir ennfremur, að vegna eðli málsins frá hans bæjardyrum séð, geti þetta eitur sem kallað er lyf, alls ekki náð til umræddra illkynjaðra fruma, sem nú vinna orku tímabundið án súrefnis. Það þýði, að eitrið sem tekið er inn í góðri trú, eða vegna vísindastimpilsins á umbúðunum, drepi aðeins heilbrigðar frumur, en vinni ekki á hinum! Kremer tekur enn stærra upp í sig og nefnir einnig fleira, sem hann kallar ,,meginmisskilning læknavísindanna“.
Þar á meðal eru ,,mitókondríur“ frumanna, sem hann telur hafa mun stærra hlutverk í raun, en það eitt að sjá um orkuvinnslu þeirra. Hann gengur jafnvel svo langt að segja, að á meðan fullur skilningur læknavísindanna á starfsemi mitókondría sé ekki fyrir hendi, sé hægt að fullyrða, að ,,frumskilningur nútíma læknavísinda sé rangur og þá, að þessi staðreynd muni leiða til hruns heimsmyndar læknavísindanna innan nokkurra ára.“ Þetta eru nokkuð bjartsýn tímamörk, en án efa er smá sannleikskorn í þessu samt. Á umræddri ráðstefnu í Bad Kissingen fluttu nokkrir aðrir vísindamenn erindi og etv. gefst tækifæri á að segja nánar frá þeim seinna. Þar var m.a. rætt um leiðir til að færa líkamsfrumunum meira súrefni, svo verjast megi illkynja frumubreytingum. Rætt var og um notkun skalarbylgja í læknisfræði og um fleira á sviði orkulækninga.
Íslenskt samfélag
Það er vafalaust réttmætt að spyrja í þessu samhengi, hvort nokkur tilgangur felist annars í því að segja frá átökum um meginstefnu læknavísindanna í litlu tímarit, sem nær í hæsta lagi til tíu þúsund manns? Og þar af eru sennilega aðeins innan við 20 læknar! Á svæði þar sem sjúklingar með einkenni illkynja frumubreytinga geta ekki snúið sér eitt eða neitt með sín vandamál, annað en til hefðbundinnar inntöku á eitri? Eitri sem löggilt lyfjanefnd íslenska ríkisins hefur samþykkt, á meðan hún bannar alls kyns náttúruleg heilsubótarefni.
Er þetta svartur húmor eða hvað? Er nokkur vegur að fjalla um slíkt í eyjaþjóðfélagi, þar sem engin sjálfstæð stefna verður mörkuð í læknavísindum hvort eða er, en öll viska kemur að utan? Viska, ef unnt er að nota það orð hér, sem er kerfisbundið matreidd af erlendum auðhringjum; viska sem miðar að því einu að halda markaðnum rólegum, svo að allir sem þar eiga hagsmuna að gæta, geti slappað af með sína eigin litlu peningamaskínu? Og innfæddu vísindamennirnir geti búið sig með tilhlökkun undir næstu borguðu heimsóknina á erlenda grund á kostnað lyfjarisanna; ,,enda þótt maður sé nú búinn að fá helv. nóg af þessum heilaþvotti“, eins og einn kunningi minn í læknastétt orðaði það.
Er vert að vera að hræra í þessum og álíka umfjöllunaratriðum, sem skipta heilsu þrjúhundruð þúsund manns máli? Heilsuhringurinn svarar þessari spurningu játandi, nema hvað? Og frá mínum bæjardyrum séð, tel ég óverjandi að byggja hvaða hnattmenningu sem vera skal, á ófullkomnum, já alröngum skilningi af hvers konar tagi.
Aftur umfjöllun um Aspartam
Fyrir um 15 árum síðan fjallaði ég um aukefnið Aspartam í grein í tímariti N.L.F.Í . Viðbrögð við því voru næsta lítil, enda þótt ég hefði gert mér það ómak að afla gagna hjá Erik Millhouse prófessor í vísindasögu við Háskólann í Sussex í Suður-Englandi. Hann taldi þetta eitt ljósasta dæmið úr nútímasögunni um gróft samspil opinberra stofnana FDA og vísindanna og stjórnlausra fjáraflamanna, allt á kostnað heilsu og lífs almennings. Tók Háskóli Íslands þetta viðurstyggilega mál upp; nei ekki aldeilis. Birtu íslenskir fjölmiðlar varnaðarorð til almennings; sömuleiðis ekki.
Hins vegar fékk ritstjóri N.L.F.Í. blaðsins upphringingu frá gosdrykkjaverksmiðju á Akureyri, sem áður hafði auglýst nokkuð í blaðinu og fór fram á jafnlanga grein á móti minni um sama efni, ef frekari auglýsingar ættu að birtast. Ritstjórinn afþakkaði og blaðið fór á hausinn ári seinna. Nú fæst Aspartam líka í íslensku skyri! Aspartam og önnur eiturefni eru enn eitt dæmið um umfjöllun úr íslenskum veruleika, sem eru alla jafna afgreidd ,,bortforklared“, segir danskurinn með trúarbrögðunum ,,Hreintland-Fagurtland“. Sem sé: ,,þetta er bara til útí heimi, en ekki á Íslandinu góða“! Þetta er eitt af mörgum málefnum, sem venjulega má afgreiða að fullu með einu orði: ,,Samsæriskenning“.
Trúgjarnir, íslenskir hreintland-fagurtlandsinnar segja þetta einmitt vera samsæriskenningu, enda þótt um veruleika sé að ræða. Það gladdi mig að sjá, að Aspartam er aftur komið í umræðu hjá Heilsuhringnum, vonandi verða viðbrögðin meiri nú en fyrir 15 árum. Gamall sannleikur er nefnilega ekkert verri en nýr sannleikur. Mig langar einmitt að benda á það í þessu samhengi, að það er til lítils að vinna úr líkamsgöllum eða almennri velgengni barnanna okkar eins og einnig er fjallað um í síðasta blaði Heilsuhringsins, af framúrskarandi hljómlistarmanni, ef við leyfum svo að þau drekki heilsuspillandi gosdrykki.
Hvaða skynsemi er í því, að loka augunum fyrir hinu stóra og veigamikla, en vera vakinn og sofinn yfir hinu smáa? Ekki vil ég spá því, að auglýsingatekjur Heilsuhringsins muni eitthvað breytast á næstunni, en tel hitt víst, að höfundur umræddrar greinar, Haraldur Magnússon, muni nú í kjölfarið eignast nokkur óprenthæf sannindi úr samfélagsumræðunni, sem hann er nú vissulega meiri hluti af en áður. Alla vega var það mín reynsla.
Getum lagt gott til málanna
Sú gamla skilningsumbreyting, að jörðin sé ekki flöt en hnöttur, var greinilega bara eitt lítið skref í rétta átt. En íslensk menning meðtók þau breyttu viðhorf umyrðalaust, enda þetta óviðkomandi atburðum á eylandinu Ísland. Eylandi með menningu, sem er einkennilega tvíbent, þegar umræðan fjallar um mannlega ókosti eða brotthvarf frá meðalmennskunni. Í gegnum tíðina hefur slíku ávallt verið vísað frá, en seinna komið í ljós, að eyjaþjóðfélagið var einmitt góður jarðvegur fyrir slíkt og þvílíkt.
Ég man eftir sögulegum frávikum eins og samkynhneigð, misnotkun barna, heimilisofbeldi, eiturlyfjaneyslu, klámsöfnun, svo fátt eitt sé upptalið frávikum, sem eiga ekkert sameiginlegt utan það, ,,að slíkt þekkist ekki hér“ í huga hins óörugga, hreinþenkjandi landa. Ein, þjóðsagan í viðbót er ,,eyland án mútna og spillingar“, en það mun einnig verða upplýst innan tíðar, verum viss! Peningaausturinn bendir beinlínis til þess arna. Þessi óvelkomnu hegðunarmynstur hafa svo öll komið á daginn og fólk verður vitaskuld að sætta sig við það, að íslensk menning er löngu orðin hluti af heimsmenningunni. Nú eða að heimsmenningin verður til á útskerjum mannsandans. En er þá ekkert, sem ,,lítil þjóð á mörkum hins byggilega heims“ getur lagt gott til málanna?
Lagt til heimsmenningarinnar, til dæmis á sviði heilsubótar? Sé litið til einstaklingsins hlýtur svarið að verða jákvætt. Einstaklingurinn hefur ávallt lagt það til málanna með hugmyndum sínum og lifnaðarháttum, sem seinna er talið til mestu framfara mannkynsins. Án einstaklingsins gerist ekki neitt, en á hinn bóginn er hver einstaklingur svo nátengdur samfélaginu, sem hann elst upp í, að það þarf töluverða aukaorku og einbeitni til að geta slitið sig frá því, í þau fáeinu augnablik, sem hann virkar eins og innleggjari í framtíðarþróun mannkynsins. Dæmin um úlfabörnin segja okkur einmitt, að það sem maður elst upp við, verður maður.
Ef maður elst upp með úlfum, verður maður dýr, það sem eftir er ævinnar. Hrein aðlögun að samfélaginu er vitaskuld einn kosturinn, en ekki sá besti fyrir framþróun þess svosem. Viljinn til að nota meðfædda sköpunarhæfileika á hvaða sviði sem er, er einnig nauðsynlegur. Já, afgerandi þáttur fyrir heimsmenninguna. Og hann leiðir beint til nauðsynlegs, tímabundins aðskilnaðar einstaklingsins frá samfélaginu. Vandinn er hins vegar að skilja, hvað er hér raunverulega á ferðinni og rata veginn, sem liggur á milli meðalmennsku og framúrstefnu.
Síðast en ekki síst, er það svo túlkunin á nýja innsæinu, ef nokkuð er, fyrir heildina, sem er afgerandi. Aukinn skilningur er því sennilega lykilorðið hér, því öll erum við jú óendanleg uppspretta fyrir það sem koma skal. Já, við erum öll fullkomin innst inni, endaþótt langoftast notum við ekki það, sem inni býr, en sökkvum okkur niður í tilgangslausa ávana. Sækjumst eftir blekkingum og skiljum ekkert eftir okkur nema fleiri vandamál. Ef eitt lítið samfélag gæti skilið samhengið allt, sem hér um ræðir og sett það inní daglega lifnaðarhætti sína, gæti eylandið Ísland vissulega lagt margt gott til hnattsamfélagsins. Og mannfæðin er einmitt einn kosturinn hér. Að öllu jöfnu eiga þrjúhundruð þúsund einstaklingar hér betri kost, en nokkrar milljónir eða hundruð milljóna.
Ef þú, lesandi góður, ert á aldrinum 5 til 15 ára, þá skaltu hugsa málið vel. Þú átt einmitt sénsinn. Aðrir sem fá lífsmátt sinn úr aðlöguninni, draga væntanlega sínar venjulegu öryggislausu, sandkassaniðurstöður nú sem að venju. Berlín nóvember 2007
Höfundur: Einar Þorsteinn Ásgeirsson
Flokkar:Greinar og viðtöl