Arfi kælir, mýkir og græðir. Arfaseyði mýkir bólgur og þrota; ef hann er nýr heitur í potti hefur hann sömu verkun. Ef nýtekinn arfi er lagður við hörund, stillir hann og kælir hita, verk og bólgu. Sé 1 peli af seyði úr nýjum arfa drukkið, mýkir það vallgang og eyðir iðrabólgu, það græðir ennfremur sár í lungum og örfar matarlyst; ef lögur hans er borinn á augu, tekur hann slím af þeim. Arfafræ er gott fóður fyrir hænsn á vetrum; líka má hafa það til brauðgjörðar með mjöli. Endursagt úr Lítilli ritgjörð um nytsemi nokkurra íslenskra jurta, eftir Jón Jónsson garðyrkjumann,fráárinu 1880.
Salísýlsýruofnæmi
Margt fólk þjáist af stöðugum kláða, helmingur þess er með salísýlsýruofnæmi sagði B. Kellmann árið 1979. Þetta er merkileg staðhæfing því að áður var bókstaflega ekkert um það vitað. Salísýlsýra (ASA) finnst víða í litlu magni í náttúrulegum matvælum, en er samsafnað í miklu magni í aspiríni, magnýl, kódifeni og í mörgum öðrum verkjalyfjum.Endursagt úr bókinni Okholms hollráð til langlífis og heilsu, útg. 1985
Lífrænt garðaeitur
Þegar vorar leita margir að skaðlitlu eitri til að verja gróðurinn. Hér er uppskrift að eitri sem oft hefur gagnast vel.: 200 gr. grænsápa – 100 ml. Spritt – 10 lítrar vatn