Bowen tækni

Mikið hefur verið skrifað og spekúlerað um árangur af hinum svokölluðu óhefðbundnum lækningum. Ekki liggja nógu miklar rannsóknir að baki þeirra í samanburði við nútíma lækningar, sem eru fjármagnaðar að miklu leyti af stórum fjárfestum og þar af leiðandi greitt fyrir stærri rannsóknir en þær ,,óhefðbundnu“. Þó er talið að rúmur helmingur nútíma lækninga hafi enga ,,sönnun“ á bak við sig! Við sem stundum Bowen tækni höfum verið að gera hinar ýmsu kannanir, rannsóknir eru of stórt orð á árangri Bowen, við hinum ýmsu kvillum, s.s. frosinni öxl, astma, aftanlæris meiðslum, ofvirkni, o.s.frv. Sumar eru nokkuð yfirgripsmiklar og aðrar smærri, en árangurinn er alltaf sá sami.

Fólki líður oftast betur og eignast betra líf, heilsufarslega séð. Ekki alltaf fullkominn bati en. Tom Bowen upphafsmaður Bowen tækninnar hefði ekki einu sinni látið sig dreyma um útbreiðslu og árangur á meðferðinni sem hann fann upp. Þessi lítilláti, óskólagengni maður sem með elju og sjálfsaga menntaði sig í líf- og líffærafræði og hvað líkaminn stendur fyrir. Hann virðist hafa verið langt á undan sinni samtíð, því enn þann dag í dag eru menn að reyna að sanna hvernig meðferð hans virkar; að litlar tiltölulega mjúkar hreyfingar geti skilað svona góðum árangri er mönnum óskiljanlegt.

Kenningar um að bandvefur, minni hans og leiðni spili þar stóra rullu, eru sterkar. Einnig að hluti taugakerfisins sé þarna að verki. Hver sem ástæðan er, þá virkar meðferðin; og það vel. Kannski er auðveldast að útskýra þetta á tölvumáli og segja að við endurforritum líkamann við Bowen meðferð. Fólk úr öllum stéttum hefur lært Bowen tækni með góðum árangri, allt frá læknum til húsmæðra í vesturbænum. Hver sem bakgrunnurinn er þá er árangur góður. Reynslusögur eru oft of ótrúlegar til að segja frá en skjólstæðingar meðferðinnar finna allflestir fyrir mikið betri líðan, ekki bara því sem þeir komu í meðferð út af.

Mjög margir sem hafa þjáðst af leiðinda sjúkdómum finna hvernig líf þeirra breytist mikið til batnaðar, þannig að árangri er náð. Bowen tæknin læknar samt engan heldur hjálpar einstaklingnum til að heila sjálfan sig með ,,endurforritun“ þannig að líkamleg lífsgæði batna. Við erum mjög heppinn hér á landi að starfandi eru Bowen tæknar í öllum landsfjórðungum og ætti því ekki að vera um langan veg að fara til að hitta einn. Ekki er búist við að ein heimsókn dugi, heldur er miðað við þrjár til að sjá hvert stefnt er. Sumir eru óþolinmóðir og ætlast til að hlutir gerist hratt en þannig er það ekki. Við höfum kannski haft ákveðinn verk í mörg ár þannig að gefum honum tíma til að fara. Ekki tekin pilla og alltbatnar, lífið er ekki svo einfalt.

Eins og sagt var í upphafi ,,sannanir“ í læknavísindum eru ekki fullkomnar. Ekki heldur í ,,óhefðbundna“ geiranum Þannig að hver sú meðferð sem þú ferð í hvort sem það er hjá Jóni lækni eða Jóni ,,skottulækni“ er tilraun til að láta þér líða betur.

Eldhússkápurinn!
Hálka er oft hér á þessum árstíma (febrúar)og fólk dettur á hausinn. Marblettir út um allt með þeim óþægindum sem því fylgir. Hvað er hægt að gera við marblettum og hrufli? Dýr krem eru óþörf því flest höfum við eitthvað ódýrt við höndina sem virkar betur.
SMJÖR, gott er að vita að það er til einhvers nýtilegt! Smyrja svæðið og loka svo yfir með plastfilmu eða plástri, eftir nokkra klukkutíma er aðeins gulur bjarmi þar sem marið var. Verði ykkur að góðu!

Höfundur: Margeir Sigurðsson skrifað árið 2008Flokkar:Meðferðir

%d