Ilmolíumeðferð fyrir barnshafandi konur og við fæðingu

Meðferð með ilmkjarnaolíum á meðgöngu er mjög áhrifarík á marga vegu. Ilmkjarnaolíurnar auka blóðflæði líkamans og þar með eykst bæði næring til fósturs og móður. Um leið eykst frásog til sogæða og minnkar þar með vatnssöfnun í líkamanum. Burðarefni olíanna hjálpar til við að mýkja vöðva og sinar svo að líkaminn á betra með að aðlagast þeim breytingum sem verða á meðgöngunni. Ekki síst er virkni olíanna á bakteríur mjög áhrifarík og þess vegna hjálpa þær til við að halda hvers konar hversdagslegum kvillum í lágmarki og einnig hafa þær áhrif á stærri kvilla. Þar sem þær fara inn í blóðið hafa þær einnig mikil áhrif á fóstrið og vernda það. Olíurnar eru oftast settar í burðarefni og er hægt að setja blönduna síðan m.a. í böðin.

Olíunni er nuddað á líkamann t.d. á þá staði sem fyrst og fremst eru í hættu á að slitna á meðgöngunni og hún er einnig notuð við hverskonar nudd sem konan fær. Ég hef áralanga reynslu af nuddmeðferð á meðgöngu og get fullyrt að hún er mjög áhrifarík til að halda líkama og sál móður og barns í mikilli vellíðan. Það er stór hluti meðferðar að notaðar séu réttar ilmkjarnaolíur í öllum þessum meðferðum. Það er nauðsynlegt að uppfræða ykkur um það, að ekki eru allar ilmkjarnaolíur æskilegar á meðgöngu. Þær ilmkjarnaolíur sem alls ekki skal nota eru olíur sem örva mjög líkamsstarfsemina. Það eru engin eiturefni í þessum olíum og það er því ekki þess vegna sem þær eru óæskilegar heldur vegna örvunarvirkni þeirra, sem meiri hætta er á að þau fóstur sem hafa ekki fest sig nógu vel, færu að losa sig hættulega mikið. Ég legg því mikla áherslu á að vanfærar konur fari aðeins eftir ráðleggingum lærðra og viðurkenndra ilmolíufræðinga  Þær olíur sem eru mjög óæskilegar á meðgöngu eru aftur á móti þær olíur sem eru bestar til að létta fæðingu.

Olíurnar sem ég hef notað fyrst og fremst í gegnum árin við meðferð á meðgöngu eru :

Bergamo     CITRUS AURANTIUM VAR.BER GAMIA
Chamomile CHAMOMILA RECUTICA (GERMAN)
Chamomile ANTHERNIS NOBILIS (ROMAN)
Eucalyptus  EUCALYPTUS CLOPULUS
Eucalyptus  EUCALYPTUS CITREODORA
Lavandin    LAVANDULA HYBRIDA ABRIAL
Lavender    40/42 LAVENDULA ANGUSTIFOLIA,
LEMON    CITRUS MEDICA
Ravensara  RAVENSARA AROMATICA
Rosemary  ROSMARINUS OFFICINALIS
Rosewood  ANIBA ROSAEVODORA, sem er kölluð rós fátæka mannsins,
Tea-tree    MELALEUCA ALTERNIFOLIA

Aftur á móti nota ég alls ekki eftirtaldar olíur á meðgöngu:

Basil            OCIMUM BASILICUM
Cedarwood  CEDRUS ATLANTICA
Clary-sage   SALVIA SCLAREA
Peppermint   MENTHA PIPERITA
Sage             SALVIA OFFICIALIS
Thyme red   THYMUS VULGARIS

Þær olíur sem ég nota fyrst og fremst til að hjálpa til við fæðingu eru:

Basil            OCIMUM BASILICUM
Clary-sage   SALVIA SCLAREA
Lavender     LAVENDULA ANGUSTIFOLIA
Peppermint   MENTHA PIPERITA

Hér eru nokkrar uppskriftir að ilmkjarnaolíum sem ég nota í meðgönguolíu eða meðgöngukrem. Ég persónulega er mjög hrifin af jarðhnetuolíu sem burðarolíu. Hún fer vel inn í húðina og er mjög bætiefnarík. Gæta þarf samt að hvort viðkomandi hafi ofnæmi fyrir jarðhnetum. Hægt er að nota hvaða hreinsaða olíu sem er en alls ekki matarolíu. Einnig er mjög gott að nota góð næringarkrem sem burðarefni.

Meðferðarolíunni eða kreminu er nuddað á brjóstin frá fyrstu tíð meðgöngu, yfir magasvæði, rasskinnar og læri allt um kring.
250 ml Burðarefni
20 dr. Lavandín         LAVANDULA HYBRIDA ABRIAL
sem er blendingur af LAVENDULA ANGUSTIFOLIA og LAVANDULA LATIFOLIA
Vísindaleg rannsókn hefur sýnt að þessi blanda er mjög áhrifarík.

Eða: 20 dr. af LAVENDULA ANGUSTIFOLIA.
10 dr. Bergamot CITRUS AURANTIUM VAR.
BERGAMIA, sérstaklega ef konan er frekar niðurdregin eða áhyggjufull.
Eða 10 dr. af Lemon CITRUS MEDICA LIMONUM ef óskin er að skýra huga sinn og styrkja.
Nota má allar citrusolíurnar eftir smekk.
10 dr. Tea-tree MELALUCA ALTERNIFOLIA
10 dr. Rosewood ANIBA ROSAEVODORA
10 dr. Chamomile roman ANTHERNIS NOBILIS
Það má breyta tegund ilmolíanna en gæta skal þess að nota aðeins þær olíur sem talið er að séu öruggar í meðgöngu.

Olíur sem létta fæðingu
250 ml. Jarðhnetuolía eða önnur hreinsuð burðarolía.
30 dr. Clary-sage SALVIA SCLAREA
10 dr. Basil          OCIMUM BASILICUM
10 dr. peppermint MENTHA PIPERITA
10 dr. Lavender    LAVENDULA ANGUSTIFOLIA

Fimm dögum fyrir áætlaða fæðingu er byrjað að bera þessa olíu á magastöðina, rasskinnar og innanlærs og neðra bak. Gott er að nudda þétt á þessa staði. Á meðan á fæðingu stendur er mjög gott að nudda þessa staði. Gott er að bera vel á fæðingarganginn milli hríða og þar með að mýkja, róa og auka blóðflæðið. Þessa olíu á að bera á sömu staði eftir fæðingu og hefur það sannast að það hjálpar mjög við að líkaminn nær sér fljótar þar sem samdrættir eru örari. Ég tek það skýrt fram að þessar leiðbeiningar eru aðeins fyrir þær olíur sem ég nota, þar sem efnafræði olíanna er mjög misjöfn eftir vinnslu og fráhvað stað þær koma. Ég vona að þessar leiðbeiningar geti létt einhverjum á meðgöngu og við fæðingu.

Greinin er skrifuð árið 2007 en Selma lést árið 2014.Flokkar:Kjörlækningar, Meðferðir

%d bloggers like this: