Snefilefnaskortur

Skortur á Ziki hefur mjög alvarleg áhri á líkamlega og sálræna velferð manna, og það sem verst er, að hætt er við rangri sjúkdómsgreiningu. Dæmi eru til þess að fólki hafi verið gefin inn röng lyf árum saman gegn allt öðrum sjúkdómi. Nokkuð er um að fólk fái exem vegna zínkskorts. Auðvelt á að vera að lækna það með zínkinntöku en það tekur þó nokkurn tíma, vikur eða mánuði, eftir því hve skorturinn er orðin mikill. Í huga þarf að hafa að zínk er svo óstöðugt í blóðinu að blóðprufum er ekki  fyllilega treystandi. Zínk-blóðprufa getur verið há þrátt fyrir zínkskort. Ef þú verður fyrir því að fá sár á sköflung, kálfa eða mjóalegg getur zínkmagn blóðsins fallið meðan þau eru að gróa, skaltu þá til öryggis tafarlaust auka zínkinntöku t.d. í 150 milligrömm á dag og halda því áfram í nokkra mánuði. Ef að þú færð fiðring í fætur og náladofa, ættir þú að taka inn 600 milligrömm af E vítamíni á dag í hálfan mánuð.

Seleníumskortur
Fyrir nokkrum árum vakti það furðu hve hjartadauði var tíður í Austur-Finnlandi (Kirjálasvæðinu). Nú hafa þessi dauðsföll verið skýrð a.m.k. að hluta til með seleníumskorti. Jafnframt hefur verið sannreynt að hætta á blóðtappa eykst mjög hjá karlmönnum á aldrinum 35-39 ára, ef seleníummagnið í blóðvökvanum fer niður fyrir 45 míkrógrömm í lítra og eykst því meir sem magnið verður minna.

Krómskortur
Líði fólk vegna krómskorts getur insúlínið frá brisinu ekki borið blóðsykurinn inn í frumurnar. Dag þörf króms er talin vera 125 míkrógrömm.

Kólín
Sá hluti ,,lecithins“ sem virkar eins og hjálparvítamín, kallast kólín. Hænur verða að fá kólín til að verpa. Rannsóknir hafa sýnt að ef rottur, naggrísi, hunda og kanínur skortir kólín fá þau skorpulifur. En lifrarskemmdir koma ekki fram ef nóg er af kólíni í fæðunni. Kólínskortur virðist stuðla að æðakölkun hjá fólki. Kólín hefur viss áhrif á taugavef. Það hjálpar fólki sem ekki hefur vald á hreyfingum sínum. Sé því gefið eitt gramm kólínklórið 4 sinnum á dag, fær það greinilega betra jafnvægi, göngulag og vöðvastjórnun. Hópur gamals fólks, sem farinn var að missa minnið, fékk tífaldan hámarksskammt af kólín, eða 10 grömm áður en hópurinn gekk undir minnispróf. Það kom ótvírætt í ljós að fólkið varð minnugra. Mest hjálpaði það þeim sem voru hvað minnislausastir. Dagsþörf á kólín liggur á milli 0.14 til 1 gramm og það magn fær fólk úr venjulegu blönduðu mataræði. Helstu kólíngjafar eru egg og lifur, minna er í kjöti og fiski.

Endursagt úr bókinni Okholms hollráð til langlífis og heilsu, útg. 1985

Höf:  Ingibjörg Sigfúsdóttir.



Flokkar:Fæðubótarefni