Miltað

Miltað er líffæri vinstra megin í líkamanum á milli maga og þindar, (sjá mynd) það tilheyrir vessakerinu. Vessakerfið samanstendur af vessaæðum, vessa (sogæðavökva), eitlum, hóstakirtli og milta. Miltað vegur um 200g í fullorðnum einstaklingi og er stærsta líffæri líkamans úr eitlavef. Líkja má miltanu við hylki sem inni í eru mörg hólf gerð úr þéttum bandvef. Í miltanu eru margar gerðir af blóðfrumum: rauðkorn, átfrumur og hvítfrumur. Í holrúmum hólfum miltans geymir líkaminn blóð, en það er einmitt eitt meginhlutverk miltans að geyma blóð. Við mikinn blóðmissi losar líkaminn blóð úr miltanu.

Við áverka á kvið er hætt við að miltað skaddist t.a.m. brotin rifbein geta stungist í miltað og rifið það í sundur. Við slys þar sem miltað skaddast er það oft fjarlægt til að koma í veg fyrir mikla blæðingu. Ef miltað er fjarlægt taka aðrir líkamshlutar við starfi miltans t.d. blóðmergur. Einstaklingur getur lifað án milta en verður viðkvæmari fyrir sýkingum. Miltað er hluti ónæmiskerfisins og myndast B-eitilfrumur í miltanu, en B-eitilfrumur mynda mótefni gegn sýkingum. Hlutverk miltans er einnig að eyða gömlum blóðkornum og blóðflögum og sundra bakteríum. Ef miltað er heilbrigt og sterkt er minni hætta á að fá kvef og flensu.

Miltað og Dr. Gillian McKeith
Hefðbundnar og óhefðbudnar lækningar sjá starfsemi miltans frá mismunandi sjónarhorni. Samkvæmt Dr. Gillian McKeith (You are what your eat) vinnur miltað með maganum við að vinna næringu úr fæðunni. En hvernig sjáum við eða verðum vör við að miltað starfi ekki vel? Við eigum að skoða tunguna. Tannaför meðfram brúnum tungunnar benda til þess að upptaka næringarefna sé ekki nógu góð. Meltingin slök og ekki nægilegt magn af næringarríku blóði fer til miltans. Þreyta og slen sækir á fólk. Dr. Gillian kallar miltað orku-batterí líkamans. Hæg starfsemi miltans er mjög algeng, meðal einkenna er uppþemba og vindgangur. Viðvarandi niðurgangur er einnig merki um að miltað starfi illa. Þá gefur Dr. Gillian eftirfarandi ráð:

  • Borða meira af soðnu grænmeti, minna af hráu grænmeti. Venjulega ráðleggur hún mikið af hráu grænmeti, en þreytt milta á erfitt með að vinna orku úr hráu og köldu grænmeti.
  • Bæta lauk, graslauk, engifer, kanil, hvítlauk, fennel og negul við fæðuna.
  • Borða graut úr korni (hrísgrjón, hafrar, hirsi, spelt) í morgunverð.
  • Taka mjólkursýrugerla.
  • Borða heitan mat og drekka jurtate, sérstaklega þegar kalt og rakt er úti, ef þú vilt borða hrátt salat hafðu þá heitan mat með eða rífðu engifer yfir salatið, rifinn engifer hefur hitandi áhrif og  auðveldar miltanu að vinna orku úr fæðunni.
  • Fæða sem er góð fyrir starfsemi miltans er: aduki baunir, mung baunir, nýrna baunir, bygg, hirsi, rauðrófur, hafrar, gulrætur, steinselja, grasker, rótargrænmeti, sætar kartöflur, fiskur, kjúkling ur.
  • Krydd: hvítlaukur, svartur pipar, engifer, cayenna pipar, gingsen, kanill, piparrót, dillfræ, (You are what you eat, bls. 34 og 47) Þessi ráð eiga einnig við ef bæta þarf starfsemi miltans.

Miltað og kínverskar lækningar
Það er munur á því hvernig kínversk- og vestræn fræði líta á fæðuna og hvernig hún hefur áhrif á líkamann. Vestræna viðhorfið er að skoða hvaða efni eru í fæðunni, er fæðan fitandi og hvað er mikið af próteini, kolvetnum, fitu, vítamínum og hitaeiningum í fæðunni. Kínversk fræði horfa aftur á móti á hvernig orkan er í fæðunni (t.d.heit, köld) og hvaða áhrif orkan hefur á líffærin. Þá er horft á það hvernig við getum notað fæðuna til að meðhöndla einkenni t.d. niðurgang, kvef, hósta, exem o.fl..Tökum sem dæmi sæta bragðið sem styrkir maga og milta samkvæmt kínverskum fræðum. Bæði kínverskum- og vestrænum fræðum ber saman um það að sæt fæða er orkurík og þar af leiðandi fitandi í óhóflegu magni.

Vestræn fræði horfa á hitaeiningarnar en kínversk fræði horfa á að sætt styrkir og veitir orku til milta og maga, en þau líffæri sjá um meltinguna og vinna orku úr fæðunni. Í kínverskum fræðum er talað um frumöflin fimm, sem eru: málmur, vatn, eldur, viður og jörð (sjá Tímaritið Heilsuhringinn vor 1998, bls.14-20). Það frumafl sem við skoðum nánar er jörð. Þau líffæri sem tilheyra jörð eru magi, milta og bris. Jörð stendur fyrir hlutleysi og stöðugleika. Eiginleikar jarðarinnar eru raki og umbreytingar. Tilfinning jarðar er hugsun og einbeiting. Árstími jarðar er tíminn á milli árstíðanna, það er að segja þegar ein árstíð breytist í aðra, t.d. er ágúst og september árstími jarðarinnar. Tími miltans er kl. 9-11 á morgnana. Hlutverk miltans er að vinna hreina og tæra orku úr fæðunni sem nýtist öðrum líffærum og losa slím og raka úr líkamanum.

Ef starfsemi miltans er slök leiðir það til þreytu og mikil þörf er fyrir að hvíla sig. Líkaminn kallar á hvíld og sæta fæðu til að ná upp orku. Þá er átt við sætu eins og er í ávöxtum og grænmeti. Sætt er bragð jarðarinnar og styrkir miltað. Gulur og appelsínugulur litur nærir maga, milta og bris. Við þurfum að leggja áherslu á sætt grænmeti allt árið, (sjá lista Dr. Gillian). Olía dregur fram sætubragð grænmetisins og því er gott að steikja grænmetið í olíu (1/2 tsk.) áður en það er er soðið.

Einnig er gott að borða margar smærri máltíðir yfir daginn til að halda blóðsykri jöfnum. Mikið álag er á jarðarlíffærin hér á landi vegna óstöðugleika í veðri. Kuldi er slæmur fyrir jarðarlíffærin og þurfum við þess vegna að borða heitan og styrkjandi mat. Kaldur mjólkurmatur er slæmur ef jarðarlíffærin eru ekki sterk. Engifer er hitandi og góður fyrir miltað. Gott er að strá engiferduft yfir ávexti og þá á miltað auðveldara með að vinna orku úr köldum ávöxtum. Ytri merki um veikleika í jarðarlíffærum eru samkvæmt kínverskum lækningum dökkir skuggar í augnkrókum og bláleit slikja á hvítu augnanna. Jurtir sem styrkja jarðarlíffæri er: kamilla, mjaðurt, fjallagrös.

Orkurás miltans
Orkurás miltans byrjar við stóru tá og liggur upp innanverðan legg, upp magann að handarkrika (sjá myndir). Gott er að nudda miltapunkta til að örva starfsemi miltans. Miltapunktar sem er gott að nudda eru á innanverðum legg frá ökkla. Byrjað er á að leggja 3 fingur fyrir ofan kúlu á ökkla og nudda, gera þetta fjórum sinnum, þ.e. fjórir punktar með millibili sem samsvarar breidd þriggja fingra á innanverðum legg.
Heimild: Lu, Henry C: Chinese system and food cure. Sterling Publishing Co.1986, Mckeith, Gillian dr.: You are what you eat. Penguin Books. England 2004. Tímarit Heilsuhringsins vor 1998 og haust 1998, ýmis fróðleikur.

Krydd: hvítlaukur, svartur pipar, engifer, cayenna pipar, gingsen, kanill, piparrót, dillfræ, (You are what you eat, bls. 34 og 47) Þessi ráð eiga einnig við ef bæta þarf starfsemi miltans.

Miltað og kínverskar lækningar
Það er munur á því hvernig kínversk- og vestræn fræði líta á fæðuna og hvernig hún hefur áhrif á líkamann. Vestræna viðhorfið er að skoða hvaða efni eru í fæðunni, er fæðan fitandi og hvað er mikið af próteini, kolvetnum, fitu, vítamínum og hitaeiningum í fæðunni. Kínversk fræði horfa aftur á móti á hvernig orkan er í fæðunni (t.d.heit, köld) og hvaða áhrif orkan hefur á líffærin. Þá er horft á það hvernig við getum notað fæðuna til að meðhöndla einkenni t.d. niðurgang, kvef, hósta, exem o.fl..

Tökum sem dæmi sæta bragðið sem styrkir maga og milta samkvæmt kínverskum fræðum. Bæði kínverskum- og vestrænum fræðum ber saman um það að sæt fæða er orkurík og þar af leiðandi fitandi í óhóflegu magni. Vestræn fræði horfa á hitaeiningarnar en kínversk fræði horfa á að sætt styrkir og veitir orku til milta og maga, en þau líffæri sjá um meltinguna og vinna orku úr fæðunni. Í kínverskum fræðum er talað um frumöflin fimm, sem eru: málmur, vatn, eldur, viður og jörð (sjá Tímaritið Heilsuhringinn vor 1998, bls.14-20). Það frumafl sem við skoðum nánar er jörð. Þau líffæri sem tilheyra jörð eru magi, milta og bris. Jörð stendur fyrir hlutleysi og stöðugleika.

Eiginleikar jarðarinnar eru raki og umbreytingar. Tilfinning jarðar er hugsun og einbeiting.  Árstími jarðar er tíminn á milli árstíðanna,
það er að segja þegar ein árstíð breytist í aðra, t.d. er ágúst og september árstími jarðarinnar. Tími miltans er kl. 9-11 á morgnana. Hlutverk miltans er að vinna hreina og tæra orku úr fæðunni sem nýtist öðrum líffærum og losa slím og raka úr líkamanum. Ef starfsemi miltans er slök leiðir það til þreytu og mikil þörf er fyrir að hvíla sig. Líkaminn kallar á hvíld og sæta fæðu til að ná upp orku. Þá er átt við sætu eins og er í ávöxtum og grænmeti. Sætt er bragð jarðarinnar og styrkir miltað. Gulur og appelsínugulur litur nærir maga, milta og bris.

Við þurfum að leggja áherslu á sætt grænmeti allt árið, (sjá lista Dr. Gillian). Olía dregur fram sætubragð grænmetisins og því er gott að steikja grænmetið í olíu (1/2 tsk.) áður en það er er soðið. Einnig er gott að borða margar smærri máltíðir yfir daginn til að halda blóðsykri jöfnum. Mikið álag er á jarðarlíffærin hér á landi vegna óstöðugleika í veðri. Kuldi er slæmur fyrir jarðarlíffærin og þurfum við þess vegna að borða heitan og styrkjandi mat. Kaldur mjólkurmatur er slæmur ef jarðarlíffærin eru ekki sterk. Engifer er hitandi og góður fyrir miltað. Gott er að strá engiferduft yfir ávexti og þá á miltað auðveldara með að vinna orku úr köldum ávöxtum. Ytri merki um veikleika í jarðarlíffærum eru samkvæmt kínverskum lækningum dökkir skuggar í augnkrókum og bláleit slikja á hvítu augnanna. Jurtir sem styrkja jarðarlíffæri er: kamilla, mjaðurt, fjallagrös.

Orkurás miltans

Orkurás miltans byrjar við stóru tá og liggur upp innanverðan legg, upp magann að handarkrika (sjá myndir). Gott er að nudda miltapunkta til að örva starfsemi miltans. Miltapunktar sem er gott að nudda eru á innanverðum legg frá ökkla. Byrjað er á að leggja 3 fingur fyrir ofan kúlu á ökkla og nudda, gera þetta fjórum sinnum, þ.e. fjórir punktar með millibili sem samsvarar breidd þriggja fingra á innanverðum legg. (sjá mynd) Heimild: Lu, Henry C: Chinese system and food cure. Sterling Publishing Co.1986, Mckeith, Gillian dr.: You are what you eat. Penguin Books. England 2004. Tímarit Heilsuhringsins vor 1998 og haust 1998, ýmis fróðleikur

Höfundur Berglind Guðmundsdóttir skrifað árið 2007.Flokkar:Líkaminn

%d bloggers like this: