Nú verður skrifað um gagnsemi ákveðinna ilmolía á barnasjúkdóma. Mikillar varúðar er þörf þegar ilmolíur eru notaðar á börn og alls ekki má nota sterkar olíur á ungabörn. Ef fólk kýs að beita ilmolíumeðferð er eindregið bent á að leita læknis sé um alvarleg veikindi að ræða. Til skýringar í byrjun er; heiti jurtarinnar í fremri dálkinum, en latínuheitið í þeim seinni. Burðarolía er olían sem ilmolíunum er blandað í. Alltaf eru notaðar mjög vandaðar burðarolíur og aðeins frá völdum fyrirtækjum, lífrænt ræktaðar eða mjög vel hreinsaðar. Ólífuolía er mikið notuð fyrir börn og eldra fólk en möndluolía er einnig góð og laxerolía þar sem það á við. Í Yggdrasill fást þýskar 100% lífrænt ræktaðar olíur sem eru vítamínríkar, með mjög góðri fitu,framleiddar undir miklu eftirliti og vottaðar. Laxerolía fæst í apótekum.
Olíur sem má nota á ungabörn
Í stað þess að nota sápu ættu öll börn strax við fæðingu að fá eina teskeið af hreinni lífrænt ræktaðri ólífuolíu með Rose (Rosa Damascena) ilmolíu út í baðvatnið, hlutföllin eru: 100 ml. Ólífuolía
10 dropar Rose – Rosa Damascena
Þessa olíublöndu má nota á kornabörn í stað sápu, rose ilmolían er bakteríudrepandi, mjög róandi, styrkir uppbyggingu og jafnvægisstillir líkamann Höfuð barnsins er baðað úr því sama og nuddað mjúklega. Hárið er skolað á eftir en ekki líkaminn, ekki er barnið þurrkað eftir baðið heldur handklæðinu vafið um það og beðið þar til olían hefur síast inn í líkamann og síðan er allur líkaminn nuddaður vel með handklæðinu. Ég legg áherslu á að börn séu nudduð frá fæðingu t.d. að iljar og lófar séu nudduð mjúkt mörgum sinnum á dag. Mörg börn fæðast með ófullkomnar maga- og ristilstöðvar og fá því loft og verki í kviðinn og jafnvel hægðatregðu. Því er þörf að nudda kvið og maga, byrja niður við nára hægramegin, strjúka upp og svo hring í kring um naflann. Einnig að hreyfa fætur barnsins eins og það sé að hjóla og þrýsta hnjám að kviði nokkrum sinnum. Ef nýfædd börn fá magakrampa, sem algengt er, þá hefur reynst árangursríkt að setja hreinsaða laxerolíu á fingurna og nudda kviðinn á sama hátt og áður var lýst, ásamt fótaæfingum í hvert skipti sem skipt er á barninu. Í sumum tilfella dugar þetta ekki til og þá þarf að leita læknis.
Magakrampi eftir 3 mánaða aldur
Ef barnið er ekki laust við magakrampann við 3 mánaða aldur þarf að halda áfram með nuddið og fótaæfingarnar eins og áður sagði, þá má nota eftirfarandi blöndu:
100 ml. Laxerolía
1 dr. Fennel- Foeniculum vulgare
1 dr. Anisseed- Pimpinella anisum
1 dr. Cumin- Cuminum cyminum
Hægðatregða ungbarna
50 ml. Laxerolía
3 dr. Rose- Rosa Damascena
3 dr. Lavender- Lavendula Angustifolia
Nuddað og æft eins og áður sagði.
Hægðatregða barna frá 6 mánaða upp í 2-3 ára
50 ml. Laxerolía
2 dr. Peppermint- Mentha piperata
3 dr. Rose- Rosa Damascena
eða Rosewood- Aniba rosaevodora
3 dr. Lavender- Lavendula Angustifolia
Olíunni nuddað létt í kringum naflann eins oft og þurfa þykir. Einnig undir iljar.
Jafnvægisstyrkir ónæmiskerfi barna frá 6 mánaða aldri
100 ml. St. John’s wort- Hypericum perforatum
2 dr. Cajeput- Melaleuca leucadendra
1 dr. Ravensara- Ravensara aromatica
1 dr. Niaouli- Melaleuca virdiflora
1 dr. Grapefruit- Citrus Paradisi
1 dr. Firtree- Abies alba
Setja dropa á fingur og bera fyrir neðan nef á hverjum morgni. Ekki má gefa þessa blöndu börnum sem eru á hjartalyfjum, vegna þess að hjartalyf eiga að fara hægt út í blóðið. St. John’s wort olían eykur virknina þannig að lyfin brotna of hratt niður. Sama gildir um blóðþrýstingslyf hvort sem um er að ræða börn eða fullorðna. Þá á að nota aðrar burðarolíur.
Fyrir börn eldri en 2 ára
sem kvefast oft á ári má gefa eitthvað af eftirfarandi olíum og miða við áður gefin hlutföll. Nota má góð krem eða burðarolíur fyrir burðarefni.
Chamomile roman- Athemis nobilis
Bitter orange- Citrus aurantium var.amar
Bergamot- Citrus bergamia
Lavender- Lavendula Angustiftifolia
Tea tree- Melaeuca alternifoli
Niaouli- Melaleuca viridiflora
Rosemary- Rosmarinus officinalis/Verbennon
Sandalwood- Santalum album
Aðeins má nota red thyme (thymol)- Thymus vulgaris í byrjun slæms kvefs og aðeins í tvo daga. Þá eru settir 2 dropar í 5 millilítra af grunnolíu en skipt svo yfir í Thyme white- Thymus linalool. Mikill styrkleikamunur er á þessum olíum. Rose- Rosa Damascena.
Lungnabólga
100 ml. St. John´s wort- burðarolíu- Hypericum perforatum
15 dr. Tea tree- Melaeuca alternifoli
15 dr. Thyme- Thymus linalool
15 dr. Ravensara- Ravensara aromatica
Nota má aðra burðarolíu. Blandan er borin á brjóstkassann og ofarlega á bakið, einnig dropi settur á fingur og borinn fyrir neðan nefið. Gott er líka að setja olíuna í baðvatnið ásamt sjávarsalti. Lungnabólgusýkill (pneumococcus) myndar ónæmi fyrir lyfjum. Því á alltaf á að tala við lækni ef grunur er um þessa sýkingu.
Kvef
Ef mikill hósti er að næturlagi má nota Lavender spica /Lavandula latifolia til innöndunar.
Magn Heiti Latínuheiti
30 ml. Burðarolía, t.d. ólífuolía.
30 ml. St. John´s wort-burðarolía-
Hypericum perforatum
8 dr. Thyme- Thymus linalool
9 dr. Ravensara- Ravensara aromatica
10 dr. Firtee- Abies alba
10 dr. Lavender- Lavendula Angustifolia eða dr. Lavandin- Lavandula hybrida
Ef hósti er líka er gott að bæta við 5 dr. af Spice Lavender- Lavandula latifolia.
Fyrir börn með hósta eða bronkítis
50 ml. Burðarolía
6 dr. Mandarin- Citrus Nobilis
2 dr. Benzion- Styrax benzoin
3 dr. Myrte- Myrtis communis
2 dr. Sandalwood- Santalum album
Eða Cedarwood- Cedrus Atlantica
Ef sýking er mikil má setja til viðbótar 1 dropa af Ravensara -Ravensara aromatica. Nudda þessu á bringuna og mjóbakið kvölds og morgna, helst þrisvar á dag fyrstu dagana. Þessar olíur gagnast einnig fullorðnum en blandan er þá höfð þrisvar sinnum sterkari.
Barnaastmi
Barkabólga er stundum kölluð barnaastmi og kemur oftast á nóttunni.
3 dr. Lavender- Lavendula angustfolia
2 dr. Lavandin- Lavandula hybrida
5 dropar settir í klút sem settur er rétt hjá vitum barnsins eða sett í brennslulampa. Lampar fást t.d.í Skipholts apóteki. Nýjustu vísindin segja að eucalyptol, sem er mest í eucalyptus clopulus hafi mjög mikil áhrif á astma og er farið að setja þetta í hylki og taka inn en það fæst ekki enn á Íslandi. Verið er að kanna möguleikana að fá þetta til landsins.
Eyrnabólga
30 ml. burðarolía
5 dr Cajeput- Melaleuca leucadendra
5 dr. Tee tree- Melaleuca alternifolia
5 dr. Lavander- Lavandula latifolia,(spice)
Eingöngu notað fyrir eyru, höfuðbólgur og skútabólgur. Varúð, má alls ekki fara í augu. Ef um er að ræða eyrnabólgu vegna sveppasýkingar þá er notað. Palmarosa-Cymbopogon martini Fyrst er hvítlaukur kraminn og olían sett í bómull eða kúlu sem búið er til úr fingurbindi (fingurgrisja er þétt og auðvelt að móta í kúlu) síðan er smá olíublanda bætt í bómullina/kúluna sem sett er í eyrað á barninu. Síðan er hvítlaukur kraminn með fingrunum svo olía sitji á fingrunum og ilmolíublanda sett í viðbót á fingurna, þetta er svo borið vel á með puttunum framan við, neðan við og á bak við eyrun og nuddað vel, einnig borið á hálsinn fyrir neðan eyrun. Þetta má gera mörgum sinnum á dag.Einnig má gefa barninu þrjá dr. af blöndunni í mola eða rjómateskeið og láta það sjúga, þá fer olían inn í eyru og munn. Gott er að gera þetta einu sinni á dag. Hægt er að fá hentuga eyrnatappa fyrir fullorðna hjá Heyrnartækni Álfheimum 74. Ilmolíumeðferð hefur hjálpað fólki með eyrnasuð. Nánari upplýsingar má fá hjá Selmu í síma 5577070 netfang: lifsskolinn@simnet.is
Höfundur: Selma Júlíusdóttir ilmolíufræðingur , grein skrifuð árið 2007. Selma lést árið 2014.
Flokkar:Fjölskylda og börn