Getur magnesíum komið í stað geðlyfja?

Upplýsingar af veraldarvefnum

Tveir frumþættir þess að heilinn starfi eðlilega eru þeir að líkaminn fái hæfilegt magn orku- og lífefna til að geta sent taugaboð um líkamann. Magnesíum er lífsnauðsynlegt bæði til framleiðslu orku og taugaboðefnis, einnig til viðhalds varnarveggja milli blóðs og heila. Kjarni vísindanna tengir magnesíum við taugafræðilega sjúkdóma. Giska má á að magnesíumskortur bandarísku þjóðarinnar (skráður 70%) geti verið orsök þess að ofbeldistengdir glæpir hafa aukist verulega mikið í borgunum: New York, Miami og Los Angeles, á meðan þeim hefur fækkað annarsstaðar í Bandaríkjunum.

Frá þessu er skýrt í febrúarhefti tímaritsins New York Times árið 2006 og talið að glæpir tengist þeim einstaklingum sem verst eru settir af magnesíumskorti. Í grein sem birtist í The Washington Post í júní 2005 segir, að þó að margar og flóknar orsakir séu fyrir líkamlegri-, tilfinningalegri-, geðrænni- og andlegri líðan sé hægt að kenna næringarskorti um megnið af ofbeldi og þunglyndi samtíðarinnar. En það sé jafnframt auðveldast að lagfæra með bættu mataræði.

Eftir rannsóknir sem gerðar voru í Pomeranian lyfjaháskólanum er staðhæft að jafnvel vægur skortur á magnesíumi geti valdið viðkvæmni gagnvart hávaða, taugaveiklun, pirringi, þunglyndi, ruglingi, viprum, skjálfta, kvíða og svefnleysi. Einnig að magnesíum skortur geti leitt til truflandi hegðunar, þannig eigi efnasnautt mataræði mikinn þátt í orsök ofvirkni með athyglisbresti (ADHD). Margar rannsóknir sem gerðar hafa verið á stofnunum fyrir vandræðabörn og unglinga hafa sýnt að ofbeldi og alvarleg andfélagsleg hegðun minnkar næstum því um helming þegar skipt er yfir í næringarríkari fæðu.

Aftur á móti hefur sjálfsmorðshugsunum-og hegðunarvandamálum ekkert fækkað undanfarin 10 ár þrátt fyrir gífurlega aukningu á meðhöndlun geðsjúkdóma, skv. rannsókn sem Geðheilbrigðisstofnun Bandaríkjanna borgaði fyrir. Ljóst er að skortur eða ójafnvægi á magnesíumbirgðum líkamans á stóran þátt í skapgerðarsjúkdómum. Sjúklingar sem höfðu reynt sjálfsmorð höfðu áberandi minna magn af magnesíumi í heilavökva sama hvaða sjúkdóm þeir höfðu greinst með.

Magnesíumskortur veldur serótónínskorti sem getur leitt til afbrigðilegrar hegðunar, þar með töldu þunglyndi, sjálfsmorðum og óraunhæfum ofbeldisverkum. En magnesíumskortur er ekki eina næringarefnið sem getur valdið vandamálum tengdum huga og tilfinningum. Zink er líka mikilvægt og er tengt geðrænum sjúkdómum. Yfir 90 stein-, málmefni og ensím þurfa á zinki að halda og starfsemi heilans byggir á nægjanlegu magni þessara efna. Skortur á zinki getur valdið minnisleysi, sinnuleysi, þunglyndi, pirringi, þreytu, geðsjúkdómum og ofsóknaræði. Skortur á snefil- og steinefnum getur valdið ýmsum kvillum. En magnesíum og sink eru mikilvægust. Árið 2000 skráði heilbrigðisstofnun Bandaríkjanna (National Institue of Health (NIH) þunglyndi sem einkenni magnesíumskorts. NIH skiptir einkennum magnesíumskorts niður í flokka:

Byrjunareinkenni eru: Pirringur, kvíði (ásamt þráhyggju), Tourette heilkenni, anorexía, þreyta, svefnleysi og vöðvakippir. Seinni einkenni eru: Hraður hjartsláttur, óreglu legur hjartsláttur og aðrar breytingar á hjarta- og æðakerfinu (sumar lífshættulegar). Alvarleg einkenni eru: Stingir um allan líkamann, dofi, stöðugir vöðvasamdrættir ásamt ofskynjunum og óráði, einnig vitglöp (Alzheimer sjúkdómur). Vægur magnesíum skortur virðist vera algengur meðal fólks með taugasjúkdóma eða sjúkdóma sem hefta starfsemi líkamans. Það getur valdið þreytu, svefnvandamálum, pirringi, ofurörvun, vöðvakrömpum og oföndun.

Venjulega eru gleði, depurð og sorg hluti af daglegu lífi. Stutt tímabil þunglyndis sem viðbragð við vandamálum daglegs lífs er eðlilegt, en langt tímabil þunglyndis eða depurðar er óeðlilegt. Flestir þunglyndiskaflar eiga uppruna sinn í streituvaldandi persónulegu áfalli eins og ástvinamissi eða breytingum á högum. Þunglyndi í skamman tíma er hluti af því að komast í gegnum slíkt áfall. Langtíma þunglyndi er hinsvegar oftast vegna þess að magnesíum skolast úr líkamanum vegna streitunnar og fellur niður í hættulega lítið magn. Með því að bæta líkamanum upp tap á magnesíumsöltum, annaðhvort með inntöku þess eða að baða sig í þeim, eykur strax viðnám gegn streitu.

Ástralski læknirinn Michael Sichel, D.O., N.D. (Chittaway Bay, Nýju Suður Wales, Ástralíu), segir frá því að allir sem hafi komið til sín með maníu, þunglyndi og geðklofa hafi læknast er þeir tóku inn stóra skammta af B-3 (nikotínamíð), magnesíum, C vítamíni og sínki. Vitnisburður Georges Eby: George segist hafa verið á Zolofi (þunglyndislyf) frá 1987 sem virtist halda þunglyndinu niðri. En í september 1999 hætti það að virka.

Þunglyndið orsakaðist af margra ára streitu vegna of mikils vinnuálags, kvíða, minni háttar maníu, vefjagigt, fáum kvíðaköstum, reiði, streitu, lélegu mataræði, yfirþyrmandi tilfinningaflóði, vöðvakrömpum, ofsóknaræði, astma, náladofa í höndum, handleggjum, bringu og vörum. Helst vildi hann sofa allan daginn og átti mjög erfitt með að fara á fætur á morgnana. Stundum fannst honum varirnar á sér ætla að titra út úr andlitinu á sér.

Fyrir um það bil 10 árum fékk hann kvalafullt kalk oxalat nýrnasteinakast sem er þekkt einkenni magnesíumskorts. Nú telur hann geðrænu einkenni sín hafa orsakast af skorti á magnesíum eða kalkeitrun. Honum voru gefnar allar tegundir geðlyfja sem þekktust á þeim tíma. Þeim fylgdu alvarlegar aukaverkanir og honum leið sífellt verr.

Ekkert þeirra virkaði og hann léttist, fékk óreglulegan hjartslátt og harðlífi. Útlit hans var mjög slæmt. Á endanum tók geðlæknirinn hann af öllum lyfjum og setti hann á lithium carbonat í örlitlu magni (150mg. tvisvar á dag). Stuttu seinna barst George eintak af Nutrition Almanac, McGraw-Hill Book Company, New York frá árinu 1975. Þegar hann af rælni opnaði blaðið hitti hann á grein um magnesíum. Honum fannst athyglisvert að lesa um að fólk yrði þunglynt og fengi sjálfsmorðshugsanir ef lítið væri af magnesíum í blóðvökva þess.

Í greininni sagði að magnesíum hefði verið notað með góðum árangri gegn þunglyndi. Því að manneskju sem skorti magnesíum ætti til að vera ósamvinnuþýð, draga sig í hlé, vera sinnulaus og taugaveikluð, vera með skjálfta og yfirleitt mörg einkenni þunglyndis. Nokkrum mánuðum áður en George fékk þunglyndið var hann lagður inn á spítala vegna brjóstverkja og hjartsláttaróreglu. Hann hafði ekki getað andað meira en 1/5 af eðlilegum andardrætti. Það fannst ekkert að hjartanu, en læknanemi gaf honum magnesíumsúlfatblöndu í æð.

Nokkrum klukkustundum seinna hurfu öll einkenni eins snöggt og þau birtust. Þá áttaði hann sig á að næstum öll sjúkdómseinkenni fullorðinsára hans voru tengd skorti á magnesíum. Hann ákvað að byrja að taka inn magnesíum í þrisvar sinnum stærri skammti en ráðlagður dagskammtur er í USA eða 400 mg þrisvar á dag að morgni, um miðjan dag og háttatíma. Hann notaði magnesium-glycinate blöndu frá Carlson (200 mg frum-magnesíum) og fór að líða mun betur að nokkrum dögum liðnum. Þunglyndið minnkaði en hann fékk smávegis niðurgang. Innan 10 daga var hann nærri heill heilsu. Eftir því sem batinn jókst minnkaði hann skammtinn en þegar skammturinn varð of lítill komu einkennin strax í ljós. Að lokum fann hann hæfilegan dagskammt er hann tók 200 mg töflur af magnesíum glycinate fjórum sinnum á dag. Þunglyndið hvarf og hægðir urðu eðlilegar.

Eftir að George Eby læknaðist af þunglyndinu með magnesíum stofnaði hann: http://www.coldcure.com Stefanía Arna Marinósdóttir þýddi af veraldarvefnum: http://www.arna.is

Þýtt og endursagt : Stefanýja Arna Marinósdóttir 2006Flokkar:Fæðubótarefni

%d