Næring og árstíðir

Allir þeir sem hafa áhuga á heilsu, mat og óhefðbundnum læknisaðferðum vita áhrifamátt matar á líðan okkar og líf. Mikilvægt er að hafa nokkur atriði í huga í sambandi við matinn. Hráefnið þarf að vera það besta sem völ er á hverju sinni og þar sem það er allaf að verða auðveldara að nálgast lífræna matvörur að velja þær fram yfir annað sem er i boði. Annað sem er áhugavert er að fylgjast með hvað vex í sambandi við árstíðir og hanna uppskriftir af mat og drykkjum eftir því. Líkaminn kallar á hreinsun eftir hverja árstíð og núna eftir veturinn er það lifrin sem þarf að hreinsa sig.

Helga Mogensen

Hjá Manni lifandi leggjum við áherslu á að skipta út eftir árstíðum á salat-safabar. Mikil áhersla á að skipta út hráefni á salat og safabar T.d. núna þegar vetur er að kveðja og vorið að bresta á er gott að vera meðvitaður um líðan okkar og afla sér upplýsinga um hvað best sé fyrir hvern og einn að gera til að við halda góðu jafnvægi og losna við flensur og aðra kvilla sem fylgja hreinsunum líkamans. Til að gefa ykkur lesendur góðir smá innsýn í mismunandi fæðu eftir árstíðum byrjum við á vorinu. Ásamt því að efla inntökur af góðu grænmeti og ávöxtum er svo dásamlegt að búa til góða og ferska safa til að hjálpa til og auðvelda líkamanum með hreinsun og bæta meltinguna.

Og svo má nú ekki gleyma góða vatninu . Borðið mikið af grænu og góðu laufguðu salati, spínati, steinselju, basil og öllu því sem biturt er á bragðið til að hjálpa lifur og galli ásamt því að drekka hreinsandi te (grænt) eða mistiltein . Sumarið kallar meira á ávexti t.d. jarðaber og epli eitthvað sem kælir líkamann og síðan allt það flotta grænmeti eins og t.d. brokkóli, blómkál og kóriander ásamt því að drekka svalandi piparmynntute. Þegar náttúran byrjar að fella lauf og draga sig saman fyrir veturinn gerist það sama hjá okkur. Við leitum í þyngri mat og kryddaðri sem dregur okkur aðeins meira saman eins og gulrætur, sætar kartöflur, lauk og hvítlauk.

Að síðustu er það veturinn þá er um að gera að velja sér mat sem yljar og heldur okkur heitum Meira af kjöti og fiski ásamt auðvitað baunum sem tengjast öllum árstíðum af grænmeti má nefna gulrætur, kartöflur og annað rótargrænmeti. Og þar kemur rósmarín sterkt inn. Þessi upptalning er einungis örlítið brot svona til að hafa til hliðsjónar.En her á eftir koma svo nokkrar hugmyndir af uppskriftum sem hægt er að leika sér með til að fylgja vorinu. Gangi ykkur vel og verði ykkur að góðu Helga Mogensen

Vorsalat með marineruðu tofú
Mjög gott er að byrja á því að pakka tófúinu inn í eldhúsrúllu og fjarlægja allan vökva úr með því að leggja eitthvað þungt á .Síðan að skera niður í munnbita

Marinering
Olía
Sítrónusafi 2-3 msk
Salt og pipar eftir smekk
1 msk karrý
Örlítið af cayennapipar
Paprika rauð í strimla
Fullt af vorlaukur til skreytinga
Basil ferskt til að bæta saman við

Hristið vel saman og hafið vel af vökvanum til að setja yfir tófúið. Leyfið að marinerast í 2 klst. En ef þið kjósið að hafa tófúið hrátt þá að hafa það í vökvanum í allt að 6 klst. Það er undir hverjum og einum komið hvort heldur þið viljið hafa tófúið (hrátt) í salatið eða létt steikið. En mörgum finnst gott að létt steikja tófúið og þá er það einföld aðferð einungis að skella því á heita pönnuna og hrista það í nokkra mínútur eða þar til að fallega brúnn litur er komin. Eftir að þið eruð búin að kæla niður tófuið þá að blanda því varlega saman við græna salatið sem er Veljið flott salat eins og arugula,spínat og rautt salat og skreytið með papriku strimlum, vorlauk og fersku basil. Hér kemur ein rosaleg létt enn góð

Blómkálsréttur fyrir sumarið er gott með öllu
1 stk blómkálshöfuð Létt soðið með saltinu.
Hræri vel saman
150 gr thaini
2 msk tamari
2 tsk vatn
2 tsk sítrónusafi
Örlítið af cayenapipar
Smá af steinselju og örlítið af salti Hrærið vel saman í matvinnsluvél og setjið yfir soðna blómkálið blandið.

Kókós-tofú súpa
1 butternut grasker
4 tsk roasted sesamolía
1 bolli smátt saxaður laukur
2 smátt saxaðir hvítlauksgeirar
4 cm ferskur engifer rifinn Kreistið safa úr einum lime ávexti
2 msk af grænmetiskrafti
Örlítið af cayennapipar
1 tsk turmerik
Sjávarsalt eftir þörfum
1/2 box af kóriander saxaður
6 lauf af basil söxuð
1 dós af kókósmjólk
1 pk af silki tófú

Bryrjið á því að afhýða graskerið og fjarlægja fræin síðan að skera niður í munnbita Hita olíuna setja lauk og hvítlauk saman við ásamt salti. Leyfið að malla smá tíma við lágan hita bætið síðan graskerinu saman við og kryddum ásamt 1/2 bolla af vatni og bragðbætið með salti. Komið upp suðu , lækkið suðuna og leyfið að malla í 20 mín

Undirbúið tófuið og fersku kryddvörurnar
Kókósmjólkin er næst ásamt tófúinu leyfið súpunni að malla við lagan hita. Núna smakkið súpuna til og sjáið til hvort vanti meira af kryddum. Annars er hún tilbúin til að bera fram með flottu salati og nýbökuðu brauði.Verði ykkur að góðu

Höfundur: Helga Mogensen 2005Flokkar:Uppskriftir

%d bloggers like this: