Raflækningar

Haustfundur Heilsuhringsins14. nóvember 2004
Komið þið sæll mig langar að byrja á því að kynna mig og hvað ég stend fyrir, ég hef haft í mjög langan tíma áhuga fyrir leiðum til betri heilsu án þess að nota lyf. Ég hef tekið þátt í ýmsu því tengdu en tíminn hefur leitt mig út í raflækningar sem er nátengt minni menntun þar sem ég er rafeinda-tæknifræðingur. Ég hef grúskað í og búið til rafeindapúlstæki í nokkurn tíma og eftir að ég komst að því að skýrslurnar og fræðin sem ég hafði lesið um þessi mál voru ekki bara einhver ímyndun heldur virkar þessi tækni eins og sagt var.

Þá ákvað ég að kafa dýpra ofan í þessi mál og kynna mér enn frekar hvernig þessi fræði hafa þróast. Með mínum hætti lít ég svona á þessi mál. Í gegnum aldirnar hefur rafmagn verið notað til lækninga og tilgangur þessa og fyrirlestrar kynna þessa gleymdu og ódýru tækni. Króatíski uppfinningamaðurinn og verkfræðingurinn Nikola Tesla (1856-1943) náði mjög góðum árangri í að meðhöndla sjúkdóma með nota rafsegulbylgjur með hátíðnisveiflugjafa. Á sama tíma vann félagi hans Georges Lakhorsky (1869-1942) að samskonar málum og fékk reyndar vin sinn Nikola til að aðstoða sig við uppsetninguna á tækjunum svo þær virkuðu rétt.

Georges vann líka að meðhöndlun sjúkdóma á þessum tíma einnig með mjög góðum árangri. Þeir uppgötvuðu rafflutninga í lífverum og að þær sendu og tækju á móti hátíðnisveiflum. Fyrirspurn kom á fundinum um hvernig tækið hans Lakhorsky virkaði þar sem sendarnir voru tveir en það voru tveir vírar tengdir báðum sendum þannig að innsti hringur og ysti hringur voru með tengingu við senditækið.
.
Multi wave oscillator í notkun.
Á þessum tíma í sögunni með tilstuðlan þeirra þróaðist ákveðin tækni sem kölluð er Radionics þar sem með hjálp þessarar tækni er hægt að senda og taka á móti sérstakri tíðni til lækninga en til þess að geta sent einhverjum þá þarf að liggja fyrir DNA upplýsingar frá viðkomandi. Til að mynda þá er einnig hægt að finna týnt fólk og dýr ef DNA upplýsingar eru til staðar eins og hár eða munnvatn. Ég fann t.d. hest sem hafði verið týndur í viku með þessu tæki og þá þurfti gott landakort, hársýni og stilla sérstakt forrit inn og hefja leit.

Royal Reymond Rife (1888-1972) er einn af merkari mönnun sögunnar í raflækningum hann fann upp nýja leið til að lækna krabbamein með rafpúlstækni þar sem ákveðin gasfyllt pera var notuð til að gefa púlsana. Fólk sat fyrir framan hana og tók á móti þeirri tíðni sem hentaði við meðhöndlun á ákveðnum sjúkdómi. Hægt var að meðhöndla marga í einu. Rife náði mög vel til lækna þar sem hann var menntaður lífefnafræðingur og stundaði nákvæmar rannsóknir á því sviði.

Hann fékk til liðs við sig marga kunna lækna til að gera ýtarlega meðferð á 16 krabbameinssjúklingum með aðferðinni sem hann hafði þróað árið 1934. Eftir 90 daga höfðu 14 læknast og með smá breytingum á tíðni og 4 vikur til viðbótar höfðu allir læknast 100%. Í kjölfarið komst bandaríska læknafélagið (AMA) að þessum niðurstöðum og vildi kaupa uppfinninguna en Rife vildi ekki selja og þá hófust miklar ofsóknir á hendur þeim sem voru farnir að vinna með þessa tækni og lækna fólk. Gögnum var stolið, tæki eyðilögð og stofur voru brenndar.

Þrátt fyrir ofsóknir þá hélt Rife ótrauður áfram og fór í samstarf við John Crane sem innleiddi nýja leið í meðhöndlun og það voru elektróður sem festar eru á líkamann og þá var hægt að lækka tíðnina og með þessari tækni var tíðnin ekki eins mikilvæg þar sem mínus hlaðnar jónir streymdu um líkamann og unnu á bakteríum og vírusum sem eru plúshlaðin. Þess má geta að hvítu blóðkornin senda frá sér mínushlaðna púlsa þegar þau ráðast á sníkjudýr.

Heilbrigðar frumur eru mínus hlaðnar og þar af leiðandi styrkjast við þetta. Það má geta þess að heilbrigð fruma hefur spennu milli frumuveggjanna frá 70mV – 90mV, veik fruma hefur 40mV-50mV og sjúk fruma hefur 15mV- 20mV á milli frumuveggja (eins og t.d. krabbameinsfruma). Mörgum þótti árangur R.R.Rife mjög merkilegur og einn þerra var Barry Lynes sem var bókmennta og sagnfræðingur hann vild að heimurinn fengi að vita að þessu og gerði mikið í því að kynna þessa tækni fyrir umheiminum en það var eins og enginn vildi hlusta. Hann komst síðan að því að Matvæla og lyfjastofnum bandaríkjanna (FDA) verndaði hagsmuni lyfjaframleiðenda. Barry Lynes skrifaði bækur um þessi mál The Cancer Cure that worked og The Cancer Conspiracy .

Hulda Clark er mörgum kunnug og hefur starfað að lækningum í meira en hálfa öld hún hefur skrifað margar bækur um hvernig má lækna hina ýmsu sjúkdóma og þar á meðal er bókin The cur for all diseases. Hún er upphafsmaður af Zapperum en það eru lítil tæki sem vinna á svipaðan hátt og tækin frá Rife og Crane nema hvað hennar útfærsla var einfalt og lítið tæki sem allir gátu notað. Það sendir frá sér kassapúlsa og er tengt við líkamann ýmist með elektróðum eða handföngum sem haldið er á. Þegar komið var að fræðum Dr. Bob Beck þá var eins og áhugi fólks hafi fengið mikinn kipp því hann lagði sig í líma við að þróa tæki fyrir venjulegt fólk til að geta meðhöndlað sig heima á ódýrann og auðveldan hátt. Aðferðina kallaði hann The Beck Protocol sem er 4 mismunandi skref og þau eru:

1. Rafpúlsa blóðið til að eyða sveppum, Bakteríum og sjúkdómsvaldandi bakteríum.
2. Rafsegulpúlsa sogæðakerfið og líffærin.
3. Silfurjóna vatn til drykkjar.
4. Ozonera vatn til drykkjar.

Blóðflögur fyrir og eftir rafpúlsun
Þess ber einnig að geta læknarnir Dr. Steven Kaali og Dr. William Lyman fengu einkaleyfi (1991) fyrir aðferð til að rafpúlsa blóð þar sem þeir gerðu HIV vírusinn óvirkan og seinna kom í ljós að rafpúlsarnir höfðu sömu áhrif á önnur sníkjudýr. Dr. Bob beck fékk þá hugmyndina að silverpúlsaranum sem er lítið tæki til heimanota og gerir það sama og sá útbúnaður sem læknarnir höfðu notað. Ásamt því að þróa þessi tæki sem hann notaði í þessum protocol til að ná heilbrigði hafði hann einnig mikinn áhuga fyrir andlegu ástandi fólks og hafði unnið mikið á því sviði. Hann kynntist skoskum skurðlækni Dr. Meg Patterson sem hafði verið í kína og starfað með Dr. Wen í Tung Wa í Hong Kong Hospital.

Hann notaði ákveðna rafpúlsa á nálar og náði undraverðum árangri með sjúklinga með margs konar vanda svo sem fíknir, streitu, ofvirkni, kvíða, þunglyndi, svefnleysi, lesblindu og síðan hafði þetta góð áhrif á minni, athygli, sköpunargleði og fl. Með þessar upplýsingar þróað Dr. Bob Beck Brain Tunerinn ( Bio Tuner) sem er einstaklega áhrifaríkt tæki á þessu sviði og hefur hjálpað mörgum hér á landi Hægt er að lesa um reynslu nokkra íslendinga sem hafa notað þessi tæki.má sjá á: http://www.puls.is. Einnig er hægt að heyrafyrirlestra um mörg af þessum tækjum á eftirfarandi síðu :http://www.se-5.com/news.htm com.

Höfundur: Júlíus Júlíusson



Flokkar:Greinar og viðtöl