Hráfæðis uppskriftir

Þegar ég var lítil stelpa man ég hvað var alltaf gaman að koma í heimsókn til ömmu minnar og nöfnu. Það var mikið ævintýri að koma í eldhúsið til hennar. Hún kenndi mér að nota grös og láta spíra. Árið 1915 fór amma til Kaupmannahafnar að læra hjúkrun. Þar bjó hún hjá fólki sem aðhylltist mataræði sem það kallaði lifandi fæði. Fyrirmynd margra á þessum tíma var svissneski náttúrulæknirinn dr. Bircher-Benner sem hélt því fram að næringin væri þýðingarmesti þátturinn í sjúkdómavörnum líkamans.

Hann vildi meina að maturinn ætti að vera sem minnst meðhöndlaður. Amma tók alla tíð mið af kenningum manna og kvenna á hans línu og ber þar helst að nefna Kristine Nolfi, danskan lækni sem skrifaði margar bækur og greinar um lifandi fæði og heilsuvernd. Hún kom m.a. til Íslands sumarið 1950 og flutti fyrirlestra á vegum Náttúrulækningafélags Íslands. Amma var að rækta grænmeti, láta spíra, leggja í bleyti hnetur, möndlur og fræ þegar aðrir voru að taka slátur og sjóða bjúgu.

Foreldrar mínir voru og eru bæði mikið náttúrufólk sem hafa alltaf ræktað sitt lífræna grænmeti og kryddjurtir, voru með safnhaug á heimilinu þegar ég var að alast upp 1960 og voru sérstaklega dugleg að útbúa allskonar hollusturétti. Fyrir vikið vorum við skrýtna fjölskyldan í hverfinu. Enda keyrðum við um á heimasmíðuðum Willis jeppa. Þegar ég lærði að matbúa lærði ég að búa til tófú og láta spíra. Ég þótti líka bæði skrýtin og sérvitur, en fyrir vikið þá kipptu vinir mínir sér aldrei upp við að koma að mér standandi á haus með adúkíbaunamaska í andlitinu og brenninetlubrauð í ofninum.

Fyrir um 10 árum síðan fór ég utan og lærði það sem kallað er lifandi fæði. Spírukrukkunum fjölgaði og allskonar tól og tæki fylltu eldhúsið sem minnti frekar á gróðurhús en eldhús. Þetta hefði þótt afar róttækt á mörgum heimilum en ég var löngu orðin „löglegur grænn sérvitringur“ og hætt að koma fólki á óvart. Ég var með orkusúpu og kornsafa og hveitigras og hráfæðirétti til sölu á Grænum Kosti, en viðskiptavina-hópurinn var frekar fámennur, við vorum ekki alveg tilbúin.

Nú er 25 ára dóttir mín búin að stofna heimili. Vúúpppssss – hún hitar ekki matinn. Hún leggur í bleyti og lætur spíra. Er hún fyrsti ættliðurinn sem þykir ekki skrýtin, „hún er bara meðvitað krútt sem spáir í það hvað hún lætur ofan í sig.“ Í dag þykir ekkert tiltökumál að vera með sérvisku í mataræðinu sínu. Allt er leyfilegt og það þykir eðlilegt að spá í hráefnið og eldunaraðferðirnar. Í uppskriftunum hér á eftir er maturinn ekki hitaður upp fyrir 47°C. Þar sem ég nota þurrkofn í uppskriftunum er líka hægt að nota venjulegan bakaraofn og stilla á 0°C og blástur. Þetta tekur lengri tíma. Suma ofna er hægt að stilla á 45 – 50°C sem er mjög gott. Enn aðrir nota stofuofninn. Um að gera að nota hugmyndaflugið.

Vatnsmelónusafi – morgundrykkur
1 væn sneið vatnsmelóna
smávegis mynta – fjarlægið hýðið af vatnsmelónunni og skerið hana í bita
Allt sett í blandara og blandað vel – þessi þykir vera mjög hreinsandi og vatnslosandi

Gulrótar og engifersúpa
1/2 ltr nýpressaður gulrótarsafi
1 – 2 avókadó (allt eftir hvað þú
vilt hafa súpuna þykka)
safi úr 1 límónu
1 – 2 cm fersk engiferrót, fíntsöxuð (hvað á súpan að vera sterk?)
smávegisvegis sjávarsalt, smávegisvegis ferskt kóríander
Allt sett í blandara og maukað þar til kekkjalaust – þessi er bæði góð köld og hituð upp í 45°C

Blómkálssúpa
1 lítið blómkálshöfuð
um 1/2 l vatn (meira ef þið viljið hafa súpuna þynnri)
1-2 dl kasjúhnetur
1 hvítlauksrif eða smávegisvegis vorlaukur
safinn úr 1/2 – 1 límónu
smávegisvegis múskat
smávegis sjávarsalt
Allt sett í blandara og maukað þar til kekkjalaust – þessi er góð bæði köld og hituð upp í 45°c

Græn og guðdómleg súpa
4 dl spínat
2 dl klettasalat
1 dl kasjúhnetur
1 avókadó
1-2 vorlaukar
2-3 dl vatn (meira ef þið viljið hafa súpuna þynnri)
safi úr 1/2 -1 límónu
1/2 tsk gott karrý
1/4 tsk cuminduft
smávegis sjávarsalt
Allt sett í blandara og maukað þar til kekkjalaust – þessi er góð bæði köld og hituð upp í 45°c

Spínat og vatnakarsa salat
100g spínat, t.d. frá Fresh Quality
1 búnt vatnakarsi frá Lambhaga
nokkrir kirsuberjatómatar, skornir í tvennt
1 avókadó, afhýtt + steinhreinsað og skorið í hæfilega munnbita
1/4 rauðlaukur, fínt skorinn
smávegis kaldpressuð lífræn ólífuolía smávegis límónusafi – Allt sett á fat eða í skál – smávegis olífuolíu og límónusafa skvett yfir

Sprikklandi spírusalat
1 hnefi klettasalat
Mungbaunaspírur, snjóbaunaspírur , rauðrófuspírur, laukspírur, grænar sólblómaspírur, bláber – allt sett á fat eða í skál

Dressing:
safi úr 1 sítrónu
1/2 dl græn og lífræn ólífuolía
1 hvítlauksrif
1 daðla – smátt söxuð
smávegis ferskur kóríander
smávegis fersk mynta
smávegis biti af ferskum engifer.
Allt sett í blandara og blandað þar til silkimjúkt – hellt yfir salatið og borið fram

Gulrótar og rauðrófusalat
2 dl rifnar gulrætur
1 dl rifnar rauðrófur
1 dl fínt rifið hvítkál
1/2 dl útbleyttur iziki eða arame þari
3 cm biti af ferskri engiferrót, afhýddur og saxaður í mjög þunnar eldpsýtur
2-3 msk útbleytt sesamfræ
nokkrar snjóbaunaspírur (fást í Hagkaup)
Það er snjallt að setja sesamfræin í bleyti yfir nótt eða í um 8 klst og mér finnst mjög gott að láta eins og 1-2 msk af tamarisósu í útbleytivatnið- allt sett í skál eða á fat

Dressing
1/2 dl græn og lífræn ólífuolía
safi úr 1/2 límónu
1-2 msk nýkreistur appelsínusafi
2 msk tamarisósa
1 msk safi úr ferskum engifer
1 daðla, söxuð mjög smátt
Allt hrist saman í glasi eða í blandara og skvett /yfir salatið

Möndlu pizza m/kasjúkremi og tómatsósu
botn:
4 dl möndlur lagðar í bleyti í sólarhring og afhýddar
1 dl rifnar gulrætur
1 tómatur
1 hvítlauksrif
smávegis salt
1 msk þurrkað oreganó
2 dl fínt möluð hörfræ
Setjið allt í matvinnsluvél nema hörfræin og maukið – bætið hörfræjunum útí og látið allt blandast vel saman. Ég bý vanalegast til litlar pizzur og set ég 4 stk á hverja hillu í þurrkofninum – hver pizza er 1 ískúluskeið að stærð sem ég dreifi úr með sleikju þangað til þetta verður þunnur hringur um 15 cm í þvermál – stillið þurrkofninn á 105°F þurrkið í um 8 klst hvora hlið

Kasjúkrem
2 dl kasjúhnetur – lagðar í bleyti í 8 klst
1 dl möndlur – lagðar í bleyti í sólarhring og afhýddar
1-2 vorlaukar
1 hvítlauksrif
2 dl vatn
2 msk límónusafi
Smávegis sjávarsalt fyrir pizzu er smart að setja smávegis ferskt basil útí. Allt sett í blandara og blandað – ef þið viljið hafa kremið þykkara þá setjið meiri hnetur útí en ef þið viljið hafa það þynnra þá bætið vatni útí

Fljótleg tómatsósa
4 meðalstórir tómatar eða plómutómatar – skornir í bita
1/4 rauðlaukur – gróft saxaður
3-4 döðlur smátt saxaðar
50 gr sólþurrkaðir tómatar – t.d. þessir litlu frá La Selva eða óútbleyttir,lagðir í bleyti yfir nótt
1 msk tamarisósa
1 msk nýpressaður límónusafi
1 hvítlauksrif
2 tsk oreganó
1/4 tsk kanill
smávegis sjávarsalt og cayenne pipar.  Allt sett i matvinnsluvél og maukað

Grænmeti ofaná
tómatar í sneiðum, kirsuberjatómatar, avókadó, ólífur,rauðlaukur, sólþurrkaðir, tómatar létt þurrkaðar, kúrbítssneiða,  klettasalat, fersk basilblöð. Láttu hugmyndaflugið ráða- fyrst er kasjúkreminu smurt ofaná pizzuna, síðan tómatsósunni og svo endað með að setja ýmiskonar grænmeti ofaná.

Grænmeti og guacamole í tacoskel tacoskel:
2 dl spíruð sólblómafræ (í bleyti í 8 klst og spíra í sólarhring)
1 tómatur, skorinn í bita og græni „stilkurinn“ fjarlægður
1/2 dl smátt skorinn rauðlaukur
1 hvítlauksrif, pressað
1 tsk cuminduft
1/4 tsk cayenne pipar
smávegis sjávarsalt
4 dl möluð hörfræ
smávegis vatn
Allt nema möluð hörfræ og vatn sett í matvinnsluvél og maukað – hörfræjunum bætt útí ásamt nægilegu vatni til  að gera þetta líkara þykku deigi en mauki – ég set 4 stk tacoskel á hverja hillu í þurrkofninum – hver tacoskel er 1 ískúluskeið að stærð sem ég dreifi úr með sleikju þangað til þetta verður þunnur hringur um 15 cm í þvermál – setjið í þurrkofninn á 105°F í um 5-7 klst. – takið skeljarnar út og snúið þeim og brjótið þær í tvennt svo þær verði að ekta tacoskel og þurrkið þær áfram í 10 – 12 klst eða þar til þær /verða stökkar og flottar

Guacamole
1 avókadó – skorið í litla bita
1 tómatur – skorinn í litla bita (græni stilkurinn
fjarlægður)
1 msk smátt saxaður rauðlaukur
1 hnefi ferskt kóríander – smátt saxað
2 msk límónusafi
1 lítið hvítlauksrif – smátt saxað
smávegis sjávarsalt
Skerið niður grænmetið og setjið í skál – kryddið og blandið öllu vel saman

Baunamauk
2 dl spíraðar linsur eða aðrar baunir (fást í Hagkaup)
1/2 búnt ferskur kóríander
1 daðla – smátt skorin (má sleppa)
1 hvítlauksrif – pressað
3 msk tahini
1 vorlaukur eða
1 msk smátt saxaður rauðlaukur
2-3 msk límónu eða sítrónusafi
1/2 – 1 tsk cumin duft smávegis sjávarsalt og cayennepipar –
Allt sett í matvinnsluvél og maukað kryddið og aðlagið bragðið að ykkar bragðlaukum

Grænmetið í skelina
smávegistt skornir tómatar fullt af græna litnum t.d. spínat eða klettasalat agúrkur í bitum litlir paprikubitar brokkolíbitar (sem búnir eru að liggja í smávegis ólífuolíu og límónusafa í 10 mín) fullt af spírum – t.d. alfalfa, mung, snjóbaunaspírum o.fl – fyrst vel ég mér grænmeti til að setja í skelin – svo set ég smávegis baunamauk ofaná – og enda með guacamole – ég set alltaf smávegis alfalfa eða aðrar góðar spírur efst – hlakkið til að borða

Kaka – grunnuppskrift
1 hluti þurrkaðir ávextir (t.d. döðlur – aprikósur – fíkjur – sveskjur – ananas) 2 hlutar hnetur/möndlur (t.d. heslihnetur – valhnetur – pekanhnetur – furuhnetur – brasilíuhnetur – kasjúhnetur – makademíuhnetur – pistasíur – möndlur) smávegis vökvi (t.d. ávaxtasafi eða spírusafi eða vatn eða útbleytivatn af þurrkuðu ávöxtunum) krydd (t.d. vanilla – kanill – múskat – kardimommur – karob – mynta – sítrónumelissa – límónulauf – sítrónugras – sítrónu/appelsínu/límónu börkur) – setjið ávextina í bleyti í kalt vatn (ekki yfir 47°C) í 1/2 – 8 klst Setjið hneturnar í bleyti í um 4-8 klst og malið þær síðan í matvinnsluvélinni og setjið í skál – hellið vatninu af þurrkuðu ávöxtunum og maukið þá í matvinnsluvélinni og setjið svo í skálina ásamt möluðu hnetunum – bætið því kryddi útí sem ykkur langar til og hnoðið þetta saman, annað hvort í höndunum eða í hrærivél – ef deigið er of þurrt þarf að bæta smávegis vökva útí – svo þjappið þið deiginu ofan í form og þá er botninn tilbúinn – mér finnst best að geyma hann í frysti ef ég ætla ekki að nota hann strax

Ofaná
ferskir eða frosnir ávextir til að gefa ykkur hugmynd þá geri ég oft eftirfarandi: 2 dl frosin hindber, bláber, mangó, ananas, 2-3 döðlur, smávegis vökvi – ef með þarf – sett í matvinnsluvélina og maukað smurt á botninn
2-3 bananar
1/2 – 1 box fersk jarðaber
safi úr 1/2 límónu
smávegis fersk mynta

Skerið bananana í þunnar sneiðar og raðið ofaná Hindberjamaukið – skerið jarðaberin í báta eða sneiðar og veltið þeim upp úr smávegis límónu og sítrónusafa og setjið ofaná bananana – best að geyma kökuna í kæli í nokkrar klst áður en hún er borin fram – einnig er hægt að frysta hana Notið hugmyndaflugið og það sem ykkur finns.

Höfundur: Sólveig Eiríksdóttir 2005Flokkar:Uppskriftir

%d