Grein nr. 1 (Skrifað árið 2004)
Saga raflækninga á sér langan feril eða allar götur frá því 46 eftir Krist en þá notaði rómverski eðlisfræðingurinn Scribonius Largus rafála eða sérstakan flatfisk (Torpedo), sem gefur rafstraum til að meðhöndla ýmsa sjúkdóma. Dr. Norman Shealy greinir frá því að raffiskar hafi verið notaðir af og til gegn ýmsum sjúkdómum allt til ársins 1745 þegar tilbúið rafmagn eins og við þekkjum það í dag kom til sögunnar. Á nítjándu öld var mikil gróska í þessum málum.
Í því sambandi má nefna verkfræðinginn og vísindamanninn Nikola Tesla sem var mikill uppfinningamaður á sviði rafmagns og fann t.d. upp flúorljósið, rafspólur, mótora og margt fleira eða um 700 aðra hluti. Tesla hafði einnig áhuga á málum sem tengdust heilsufari fólks. Hann þróaði m.a. sérstakt tæki sem sendi frá sér rafsegulbylgjur með hátíðnisveiflugjafa og notaði það til að meðhöndla fólk með alls konar sjúkdóma með góðum árangri. Á tímabili var hann í samstarfi við rússneska verkfræðinginn George Lakhorsky sem einnig var mjög áhugasamur um slík mál og gerði ítarlegar rannsóknir á krabbameini í plöntum og meðferð þeirra í Frakklandi 1925. Lakhorsky skrifaði bókina The Secret of life sem var þýdd á ensku, spænsku, ítölsku og þýsku. Árið 1941 fékk hann að meðhöndla krabbameinssjúklinga á stórum spítala í New York í 7 vikur og náði þar góðum árangri, en ári síðar lést hann óvænt og rafsegulmeðferðinni var hætt í kjölfarið.
Um svipað leyti þróaði maður að nafni Royal Reymond Rife, sem var lífefnafræðingur og mikill uppfinningamaður, einnig raftæki til lækninga. Þau voru eitthvað frábrugðin þeim sem á undan komu þar sem hann notaði ljóspúlsa með mikilli tíðni. Rife fann m.a. upp sérlega magnaða smásjá (1920- 1933) sem gat stækkað örverur allt að 60.000 sinnum án þess að þær dræpust. Hann notaði til þess útfjólublátt ljós með sömu tíðni og örverurnar hafa, en með því að auka styrk þessarar tíðni, sem er kölluð hermitíðni (resonance), var hægt að skemma próteinhjúp þeirra og gera þær þannig óvirkar og varnalausar fyrir ónæmiskerfinu. Með nútíma smásjá er þetta ekki hægt án þess að örverurnar drepist. Rife starfaði með mörgum mikilsmetnum læknum og var heiðraður og hlaut 14 sinnum viðurkenningar fyrir sitt starf á þessu sviði. Hann var fyrstur manna til að greina krabbameinsveiruna árið 1920. Rife eyddi miklum tíma í að finna dauðatíðni fyrir ýmsar bakteríur og veirur. Hann kallaði þessa tíðni Mortal Oscillatory Rate (M.O.R).
Árið 1934 stóð dr. Millbank Johnson sem var mikilsmetinn læknir og forstöðumaður á stórum spítala í Kaliforníu fyrir krabbameinsmeðferð á rannsóknar og meðferðarstofu Rifes. Þangað voru fluttir 16 krabbameinssjúklingar frá Pasadena Country Hospital í Kaliforníu. Eftir 90 daga meðferð voru 14 sjúklinganna orðnir alheilbrigðir, og með smávægilegum stillingum á tækjum og 4 vikur til viðbótar náðist 100% árangur þannig að allir höfðu fengið bata. Í kjölfarið komst Ameríska læknafélagið að þessu og vildi fá einkaleyfi á þessari tækni en Rife neitaði. Eftir það hófust miklar ofsóknir á hendur þeim læknum sem störfuðu við iðju af þessu tagi. Stofur voru brenndar, gögnum stolið og tæki eyðilögð. En þetta var ekki hægt að gera opinberlega þar sem umheimurinn mátti ekki vita hvað var í raun að gerast þar sem um var að ræða frábæra leið til lækninga án lyfja, sem kostaði margfalt minna en þær leiðir sem notaðar eru í dag og virka ekki nema að takmörkuðu leyti en halda viðskiptavinum í lengri tíma.
Rife hóf svo samstarf við John Crane sem fann upp aðra leið til að meðhöndla krabbamein. Crane notaði elektróður sem límdar voru á líkamann sjúklings og jafnframt fann hann út lægri tíðnir en Rife hafði notað, sem voru viðráðanlegri þegar kom að rafeindatækjum til útsendingar. Þó var þetta ekki ný hugmynd þar sem aðrir höfðu áður notað slíka tækni. Á næstu árum eftir þetta mátti Rife þola enn meiri ofsóknir. Ákveðið lyfjafyrirtæki kostaði málsókn á hendur honum þar sem starfsmaður hans fór í mál við hann og á þeim grundvelli að hann ætti þær uppfinningar sem hér um ræðir, en slíkt var alveg fráleitt. Samt sem áður þurfti Rife að fá sér lögmann og ganga í gengum allt það ferli sem málarekstri fylgir. Það reyndist mjög kostnaðarsamt og gerði hann nánast gjaldþrota.
Maður að nafni Barry Lynes, bókmennta- og sagnfræðingur að mennt, fékk áhuga á því sem Rife var að gera og notaði sín sambönd til að kynna fræði hans ötullega fyrir yfirvöldum. Lynes var m.a. blaðaútgefandi og skrifaði bækur um þann árangur sem Rife hafði náð. Ein þeirra ber titilinn The cancer cure that works (Krabbameinslækningin sem virkar) og kom út 1987. Fimmtán árum síðar eða 2002 gaf hann síðan út bók sem bar titilinn The cancer conspiracy (Krabbameinssamsærið) en þá hafði hann komist að því að bandaríska matvæla- og lyfjastofnunin (FDA) studdi málstað lyfjafyrirtækjanna og tók þátt í bælingunni á kjörlækningum.
Á svipuðum tíma hafði náttúrulæknirinn Hulda Clark náð góðum árangri í meðferð alnæmis og krabbameins með tæki sem er kallað Zapper, en það vinnur á nokkur þúsunda riða tíðni. Segja má að Hulda sé upphafsmaður Zappera sem er lítið tæki og auðvelt í notkun og getur sent út kassabylgjur frá ca 1000 Hz og upp í 30.000 Hz. Hún notar einnig jurtir til lækninga. Zapperinn sendir lítinn straum um líkamann sem gefur mínushlaðnar jónir og vinnur þannig á bakteríum og veirum þar sem þær eru plús-hlaðnar, en heilbrigðar frumur eru einmitt mínushlaðnar þannig að þeim er gefin meiri hleðsla. Hulda hefur einnig þróað tæki sem hún kallar Syncrometer sem gerir mögulegt að greina ástand líkamans og einstakra líffæra og jafnframt sjúkdóma á frumstigi.
Merkur læknaprófessor í Svíþjóð, dr Björn E.W. Nordenström M.D., hefur einnig notað raflækningar með góðum árangri. Hann hefur skrifað bækur um efnið og fengið viðurkenningar fyrir starf sitt á þessu sviði. Björn var stjórnarformaður Nóbels Akademíunnar. Þá er komið að dr. Robert C. Beck (Bob Beck). Hann hefur haft mikinn áhuga á þessum fræðum og sérstaklega eftir að þeir dr. Steven Kaali og Peter Schwolsky fundu upp leið til að gera alnæmisveiruna óvirka með rafpúlsum og fengu einkaleyfi (United States Patent 5,188,738 Kaali, et al. * Feb. 23, 1993) á þeirri aðferð, en hana þurfti að framkvæma á spítala. Síðan kom í ljós að aðferðin var einnig mjög árangursrík til að eyða öðrum vírusum og bakteríum. Bob fannst þetta áhugavert og þróaði einfalt tæki (Silver Pulser) sem gerir það sama en er ætlað almenningi til heimanota. Hann þróaði einnig aðferð sem hann kallar the Beck protocol og skrifað bók um allar þessar leiðir. Um 4 skref er að ræða:
1. Rafpúlsa blóðið með Silver Pulser en það eyðir sníkjudýrum í blóði.
2. Rafsegulpúlsa sogæðakerfið sem losar sníkjudýr úr eitlum og sogæðum.
3. Silfurjóna vatn til drykkjar en þar hafa silfurjónirnar þann eiginleika að éta ensímin frá bakteríum og veirum þannig að þær drepast. Og að lokum
4. Ozonera vatn til drykkjar þar sem súrefnismettað vatn er banvænt fyrir bakteríur og veirur. Bob Beck lét ekki þar við sitja heldur þróaði hann einnig tæki fyrir hina andlegu hlið málsins og kallaði hann það Brain Tuner (Bio Tuner).
Það gerðist eftir að hann sótti fyrirlestur hjá dr. Meg Patterson sem kynnti þá hlið þessara fræða í Vesturheimi eftir að hafa unnið með kínverskum lækni dr. Wená Tung Wa spítalanum í Hong Kong. Wen hafði náð góðum árangri í meðhöndlun fíkla með því að rafpúlsa nálastungupunkta. Sú aðferð hefur einnig reynst mjög vel við þunglyndi, kvíða, svefnvandamál, minnisleysi, lesblindu, ofvirkni og mörgu fleira. Þó nokkrir samtímamenn okkar hafa fengist við að kynna þessi fræði og legg ég til að þú lesandi góður kynnir þér þessi mál með opnum huga og takir þína ákvörðun í kjölfarið af því. Og eins og Bob Beck sagði: „Heilsan er í þínum eigin höndum. Taktu vald þitt til baka.“
Höfundur: Júlíus Júlíusson, tæknifræðingur, áhugamaður um heilsufar.
Heimildir:
http://educate-yourself.org
http://www.rife.org/index.html Science & Vie Magazine, Issue #972, September 1998, pg. 44
http://www.excel.net/~jaguar/index.html Electricity for Health in the 21st Century by Carul Punt The Beck Protocol by Robert C. Beck
http://www.se-5.com/news.htm Dr. Steven Kaali and Peter Schwolsky United States Patent 5,188,738 Kaali, et. al. * Feb. 23, 1993
http://www.Sharinghealth.com
Flokkar:Greinar og viðtöl