Nýuppgötvaður hormón stjórnar blóðþrýstingi

Dr. Jonathan Wright átti viðtal í tímaritinu Nutrition and Healing, janúar 1996, við dr. Peter H.T. Pang, fyrrverandi yfir-prófessor og forstöðumann Lífeðlisfræðideildar Alberta-háskóla Edmonton) í Kanada. Dr. Pang og samstarfsmenn hans uppgötvuðu, þegar þeir voru að kanna kalkmagnið í líkamanum, nýjan hormón eða boðefni sem þeir nefndu blóðþrýstings þátt kalkkirtlanna (parathyroid hypertensive factor, PHF). Þeir uppgötvuðu að of mikið af þessu efni kom á undan hækkuðum blóðþrýstingi, sérstaklega þeirri tegund háþrýstings, þar sem lítið renín er í blóði. Heildarupplýsingar um þetta voru birtar í Journal of Hypertension 1996, 14:1053-1060. K

alkmagnið í vessunum umhverfis frumurnar í líkamanum er venjulega tíuþúsund sinnum meira en er inni í frumunum. PHF opnar rásir í frumuhimnunum (calcium channels) svo að kalk geti komist inni í frumurnar. Þessi flutningur á kalki utan frá inn í frumur í hjartavöðvanum og sléttum vöðvum annarsstaðar, t.d. í æðaveggjum, fær þessa vöðva til að dragast saman, sem svo aftur veldur því að blóðþrýstingur lækkar. Calcium blokkerar (blóðþrýstingalyf) hindra þetta að vissu marki og lækka þannig blóðþrýsting. Þótt undarlegt megi virðast lækkar gnægð af kalki í fæðu blóðþrýsting. Viðbótar kalk hægir á starfsemi kalkkirtlanna og dregur þannig úr magni PHF og þarmeð að kalk berist að utan inn í frumurnar. Lítið kalk í fæðu, aftur á móti hvetur kalkkirtlana til að mynda aukið magn af PHF og þar með hækkar blóðþrýstingurinn.

Við dýratilraunir fundu dr. Pang og félagar, að blóðþrýstingur margra dýra með háþrýsting lækkaði, væru kalkkirtlarnir teknir og PHF hvarf úr blóðinu. Væru aftur á móti kalkkirtlar úr dýrum með háþrýsting græddir í dýr með eðlilegan blóðþrýsting, hækkaði blóðþrýstingur þeirra. Rannsóknarmennirnir fundu líka ákveðið samband á milli mikils PHF í blóði, insúlín viðnáms og sykursýki af II gerð <sykursýki II> eða svokallaðri fullorðinna-sykursýki. Dr. Pang segir að mikið PHF í blóði valdi miklu af kalki inni í frumum sem nýta sér insúlín. Það dregur úr næmi þeirra fyrir insúlíni og meira þarf af því en ella. Dr. Pang hefur rannsakað og staðlað fæðubótarefni úr hákarlabrjóski sem hann kallar Cell-FX til að lækka of mikið PHF í blóði. Annað fæðubótarefni sem nefnt er Pressure-FX lækkar blóðþrýsting, sérstaklega hjá þeim sem hafa lítið renin í blóði.

Heimild: Townsend Letter for Doctors and Patients, ágúst-september 2002 Æ.J:

Höfundur: Ævar Jóhannesson árið 2004

 



Flokkar:Úr einu í annað

%d bloggers like this: