Rauðrófan

Á okkar tímum erum við undir stöðugum ytri áhrifum sem geta valdið sjúkdómum. Hvað er hægt að gera með næringunni til að vinna gegn þessum skaðlegu áhrifum? Hér kemur almennt svar við þessari spurningu: Hinar lífrænt ræktuðu afurðir og þá sérstaklega demeter, vaxa og þroskast undir áhrifum frá kröftum jarðarinnar og frá kosmos. Þess vegna geta þær þjónað sem næring og sjúkrafæði til að jafna út spennu og kvilla í líkama mannsins.

Með einu ákveðnu dæmi, rauðrófunni, viljum við sýna fram á hvaða áhrifum er hægt að ná með einfaldri næringarjurt. Um er að ræða fyrirbyggingu ákveðinna menningarsjúkdóma og lækningu á þeim. Fyrst skulum við reyna að gera okkur mynd af rauðrófunni: Nafnið rauðrófa eða rauðbeða kemur úr latínuheitinu yfir tegundina og villiplöntuna Beta vulgaris, stranda- og saltjurt sem á heima á miðjarðarhafssvæðinu. Út frá henni urðu til menningarjurtirnar mangold, sykurrófa og rauðrófa á eldri tímum. En það var fyrst um miðja 16. öld sem rauðrófan breiddist út í Mið-Evrópu. Í dag er hún almennt þekkt og metin grænmetis-og salat jurt. Rót rauðrófunnar er þykk og kjötmikil. Hún er gegnsýrð af blóðrauðu til fjólulituðu litarefni og hefur sætan keim.

Það sem venjulega tilheyrir blóma-ávaxtasvæðinu hefur færst til rótarinnar. Sundurskorið ávaxtahnýðið lítur líka út eins og ávöxtur. Sætt bragðið líkist líka meir ávexti eða blómi heldur en rót. Bragð rótar er yfirleitt meira í átt að söltu og bitru, sem stendur fyrir saltpól jurtarinnar. Jafnvel rauðrófan hefur haldið þessari viðleitni í rótinni: kröftugt saltferli yfirgnæfir sykurferlið. Þess vegna er auðvelt að skilja að þessi jurt er góð fyrir sykursjúka, vegna þess að saltferlið yfirgnæfir sykurferlið. Við verðum auðvitað að reikna með kolvetnunum, en vegna þess að sykurinn er bundinn steinefnunum næst ákveðin örvun í meltingunni sem bætir nýtinguna á sykrinum. En það er ekki bara það að saltferlið sé sterkara en sykurferlið; því er einnig öfugt farið sykurinn bremsar saltferlið af.

Þetta skiptir máli þegar notuð er sjúkrafæðismeðferð við gigtarsjúkdómum, þar sem það skiptir máli að hindra að efni safnist upp og að leysa upp efni sem hafa sest fyrir. Ávaxtakrafturinn sem streymir um rauðrófuna örvar uppbyggjandi blóðkrafta hjá manninum. Þetta er mikilvægt fyrir vöxt barnsins. Á fyrstu árum ævinnar er vöxturinn mikið tengdur kröftum höfuðsins, þ.e.a.s. saltpólnum. Þess vegna getur maður skilið að Rudolf Steiner skuli hafa í fyrirlestri 5. maí 1923 mælt með að gefa barni með veikan vöxt, rauðrófur fyrir 7 ára aldur til að örva vöxtinn. Í þessu samhengi bendir hann á eitt atriði í viðbót: Það eru tunglkraftar sem gefa rót jurtarinnar vaxtarkrafta og geta þannig í gegnum næringuna verkað á manninn. Rudolf Steiner mælir sérstaklega með að borða rauðrófur við fullt tungl því þá séu vaxtaráhrifin sterkust.

Steiner mælir einnig með því að nota rauðrófuna við sníkjudýrum í þörmum. Þess vegna er gott að gefa börnum með njálg rauðrófur því efni í rauðrófunni minnka líkur á að sníkjudýrin fjölgi sér. Rauðrófan hefur einnig áhrif á blóðið og gott er að nota hana sem blóðaukandi lyf. Nútíma mælingar geta skýrt þetta því rauðrófan er auðug af steinefnum sem innihalda kalíum, magnesíum, fosfór, kalk, brennistein, járn, kopar, og steinsnefilefni (rubidium, cesium o.fl. ). Hún inniheldur vítamín (B-1, níasín, B-4, C og P ) ásamt litarefnum – s.k. flavoníðum. Vegna þess hve góð áhrif hún hefur á blóðferlið, hefur hún einnig góð áhrif á lágan blóðþrýsting og hjarta-og blóðrásartruflanir. Reynslan hefur sýnt að rauðrófan styrkir mótstöðukrafta líkamans og er því gott fyrirbyggjandi lyf gegn flensu, kvefi og hálsbólgu.

Rauðrófan nýtt í krabbameinsmeðferð
Sem viðbót við það sem nefnt hefur verið um notagildi rauðrófunnar, kemur annar mikilvægur þáttur. Í bók sem kom út hjá Hang forlaginu í Heidelberg með titlinum Rote Bete in Zusatstherapie bei Kranken mit bösartigen Neubildungen (Rauðrófan sem viðbótarmeðferð við illkynja æxlum) eftir Ferency, Seeger og Trüb, lýsa þessir þrír læknar áberandi bata hjá krabbameinssjúklingum við ungverskt sjúkrahús, með hjálp sjúkrafæðis með rauðrófum. Sjúklingarnir fengu daglega 200-250 g af rauðrófum í mörgum skömmtum. Rauðrófurnar voru annaðhvort fínrifnar hráar eða pressaður úr þeim safinn.

Hin virku efni voru einnig til staðar í soðnum rauðrófum. Það sem skipti öllu máli til að fá góðan árangur var að þetta mataræði héldist óslitið og að ekki væri sleppt rauðrófum allan tímann. Við rannsóknina var álitið að litarefnið í rauðrófunni væri virkasta efnið. Rauðrófan getur, eins og Seeger gat sýnt fram á, stutt við frumuöndunina. Þetta er mjög mikilvægt þegar æxlismyndun á sér stað. Í þessu samhengi er mikilvægt að benda á mjólkursýrðan rauðrófusafa. Mjólkursýrðar afurðir hafa góð áhrif á frumuöndunina. Auk þess bragðast mjólkursýrðar rauðrófur vel og eru auðmeltanlegar, þannig að hægt er að neyta þeirra í ríkulegum mæli, sem er nauðsynlegt í sjúkrafæði.
Eftir Udo Renzenbrink (þýskur læknir)

Höfundur: Hildur GuðmundsdóttirFlokkar:Líkaminn, Næring

Flokkar/Tögg, , , , , , , , , , , , , ,

%d bloggers like this: