Hvernig lifandi fæða getur breytt lífi þínu.

Hér fer a eftir grein eftir dr. Gillian McKeith næringarfræðing. Hún er vel þekkt Bandaríkjunum og Evrópu fyrir ritstörf og sjónvarpsþætti um næringu og heilsu. …

Fyrir fimmtán árum var ég mjög veik. Ég þjáðist af krónískum veikindum, verkjum í andliti og maga, vindgangi, bjúg, meltingatruflunum, stanslausri ógleði, ofnæmi, fyrirtíðarspennu sem gerði mig þróttlausa og mjög slæmu mígreni sem var viðvarandi. Ég var rúmliggjandi lungann úr hverjum degi. Þrátt fyrir ástandið var ég meðstjórnandi útvarpsþáttarins, ,,Heilsufar í Bandaríkjunum“ sem var útvarpað frá New York, þar sem ég tók viðtöl við sérfræðinga og sérstaka gesti um náttúrulega heilsu. Mér líkaði þátturinn svo vel að ég dröslaði sjálfri mér fram úr rúminu, keyrði í vinnuna í hljóðverið til þess að gera þáttinn, fór síðan strax heim aftur til þess að komast í rúmið. Hugsið ykkur kaldhæðnina: ung stúlka stjórnar útvarpsþætti er varðar heilsu, en er sjálf útkeyrð, veikluleg og alltaf sofandi!

Mygla og kraftaverk
Þegar einkenni mín versnuðu, byrjaði ég að taka inn lyf sem varð fljótt að vítahring. Ég heimsótti ótal sérfræðinga, hver og einn þeirra skrifaði uppá fleiri lyfjategundir en sá sem ég hafði farið til á undan. Ég varð jafnvel enn vanmáttugri. Loks hitti ég heilaskurðlækni sem grunaði að ég væri með lífshættulegt heilaæxli. Læknirinn sá vildi leggja mig inn á spítalann og setja mig í heilaskan. Þó undarlegt megi virðast, þá var bróðir minn í kunningsskap við stúlku sem var með heilaæxli og hún hafði sömu einkenni og ég! Ég bjó mig undir dauðann. Ég naut hverrar stundar.

Ég þefaði af hverri rós og dró að mér angan þeirra. Ég reyndi að sannfæra sjálf a mig að ég gæti þurft að sætta mig við þau örlög að ég myndi hvorki eignast börn né eiginmann og deyja ung. Svo heppilega vildi til næsta dag að andlegur orkuheilari, kona, var sérstakur gestur útvarpsþáttarins. Eftir þáttinn spurði ég hana hvort hún gæti litið á mig. Með einfaldri snertingu létti hún af mér mígreniverknum í fyrsta sinn svo mánuðum skipti. Hún sagði mér að ég hefði alls ekki heilaæxli og að það væri alger óþarfi að fara í heilaskan. Í stað þess krafðist hún þess að ég væri prófuð gegn alvarlegu ofnæmi fyrir geri og myglu.

Treglega gaf ég eftir; eflaust hafði hún rétt fyrir sér. Lífefnafræðileg próf sýndu það að ég þjáðist af hömlulausum ofvexti gersveppa í blóðinu, sem er nú þekkt fyrirbæri sem ,,candida albicans“. Einnig greindist ég með ofnæmi fyrir myglu á mjög háu stigi. Ég eyddi næstu árum í að endurmennta og endurþjálfa sjálfa mig, náði mér í doktorsgráðu í klínískri næringarfræði (PhD) og leitaði nýrra ævintýra til þess að finna leiðina til bættrar heilsu á ný. Að lokum vann ég í meira en tíu ár í Ameríku að rannsóknum á ,,kjörfæðu“ (e. superfoods) – sem ég kýs nú að kalla ,,Lifandi fæðu“. Fyrir sjö árum, sneri ég síðan aftur til fæðingarlands míns til þess að koma á fót „McKeith Lækningastofu“ í London.

Kostir lifandi fæðu
Lifandi fæða getur aukið orku, styrkt blóð, nært líffærin og endurlífgað frumurnar. Þetta er sú fæða sem læknaði mig og heldur mér ungri. Lifandi fæða er m.a. lifandi vaxandi spírur, ofurkorn s.s. hirsi eða quinoa, fræ, jurtir, sjávarþang, ómissandi fitusýrur, bygg-gras og aðrar plöntur og jurtir ásamt villtum blágrænum þörungum. Ég borðaði þessa lifandi fæðu á hverjum degi, og þetta var eina leiðin til þess að ná bata af veikindum mínum. Nú borða ég þessa lifandi fæðu vegna þess að það eykur mér lífsorku og vellíðan og til þess að öðlast þrótt.

Lifandi fæða eykur lífsorku, styrkir ónæmiskerfið, kemur jafnvægi á þyngd og hægir á öldrun. Fæðan er þrungin af vítamínum og steinefnum, hún inniheldur gnægð af próteinum en lítið af fitu. Fæðan er ríkuleg af hæguppleysanlegum kolvetnum sem eykur orku og vegna þess að lifandi fæða hefur almennt mikið vökvainnihald, er hún kjörin til afeitrunar. Fæðan er einnig auðug af trefjum. Uppleysanlegar trefjar minnka blóðfitu, og fjarlægja þungmálma s.s. blý og kadmíum úr líkamanum. En hinn sanni undraverði þáttur lifandi fæðu, sér í lagi ósoðinnar lifandi fæðu, eru ensím.

Ensím eru lykillinn að góðri upptöku næringarefna úr fæðunni, þau losna um leið og við byrjum að tyggja. Allt okkar líkamlega ferli er einnig háð ensímum. Ensím eru byggingarefni lífsins, því án þeirra getum við ekki starfað né lifað. Ensím koma meltingu af stað, afeitrunarferli, ónæmi og öllum öðrum efnaskiptum og endurnýjunarferlum. Gæði ensíma okkar endurspeglast í styrk okkar eigin orkustigs og lífskrafts.

Hvað eru ensím?
Ensím eru til staðar í öllum lifandi lífverum, þau eru sameindir sem melta fæðuna okkar, þau gera fæðuna nógu smáa til þess að komast í gegnum hin örsmáu op meltingarfæranna og út í blóðið. Þau eru vinnuafl líkamans. Auk þess sem þau melta fæðuna, eyðileggja ensím eiturefni, brjóta niður fitu og sellulósa, og efnabreyta sterkju og próteinum. Vísindamenn hafa fundið meira en 2500 mismunandi ensím í mannslíkamanum.

Ensím eiga þátt í allri lífefnafræðilegri og lífeðlislegri virkni. Allt sem við gerum sem lifandi fyrirbæri krefst ensíma. Þessi ensím eru hvatinn fyrir allri lífeðlislegri virkni. Allt lífsferlið er gert úr flóknum vef efnaskipta. Á máli vísindanna er talað um þetta sem efnaskipti. Ensím eru einmitt sá lífefnahvati sem koma efnaskiptunum af stað. Þannig að hvatinn, eða ensímin í þessu tilfelli í manninum, er hið líffræðilega efni sem kemur nauðsynlegum efnaskiptum af stað til þess að líf sé mögulegt. Afleiðingin er sú að, ensím eru hvatinn að öllum lifandi ferlum.

Magn ensíma sem fæðan inniheldur er enn mikilvægara málefni. Styrkur ensíma virkninnar er ómissandi fyrir styrk okkar, heilsu og velfarnað. Á McKeith læknastofunni, gerum við nokkur lífefnafræðileg próf til þess að meta virkni ensíma. Mesti vandinn sem ég hef séð hjá sjúklingum sem þjást af lítilli virkni ensíma, lítur að maga og þarmakvillum s.s: meltingartruflanir, ónógrar upptöku næringarefna, brjóstsviða, rop, vindverkir, uppþemba, bjúg, krampa, harðlífi, ertingu í ristli og síþreyta. Þegar virkni ensímanna er komið í lag eða endurbætt, er þessum kvillum næstum alltaf útrýmt. Öll lifandi fæða, sér í lagi ósoðnir ávextir, hrátt grænmeti, hrá fræ, hráar hnetur, er ákveðinn lykil ,,kjörfæða“, sér í lagi lifandi spírur sem eru fæðuuppspretta fyrir meltingarensím.

Hrátt kjöt og fiskur innihalda einnig ensím. Hins vegar banna ég algjörlega neyslu á hráu kjöti og hráum fiski af þeimsökum að það hýsir oft sjúkdómsvaldandi snýkjudýr, sem ég hef ekki tíma né rúm til að skýra hér. Kjöt og fiskur eiga að vera vel eldað hráefni. Þannig að þegar ég tala um eða vísa í ‘hrátt lifandi fæði’, í þessari grein, þá er ég að tala um fæði sem eingöngu er grundvallað á grænmeti. Enga að síður, er til gnægð grænmetis og hrá lifandi fæða sem er rík af ensímum fyrir okkur, sem viljum sniðganga fæðu úr dýraríkinu.

TAKTU ENSÍMA PRÓFIÐ -Þekkir þú sjálfa þig?
Ef að þú þjáist af einu eða fleirum að eftirfarandi einkenna, þá gæti verið að þú þyrftir ensímríkari fæðu í mataræði þitt.
* Borðar þú unna matvöru, skyndimat, örbylgjufæðu, oftar en þrisvar í viku?
* Inniheldur mataræði þitt mikinn unninn sykur?
* Borðar þú eldaðan mat oftar en 3 x í viku?
* Er lítið um hráa ávexti og grænmeti í mataræði þínu?
* Drekkur þú alkohól reglulega?
* Drekkur þú kaffi eða koffeinte daglega?
* Gleypir þú matinn þinn eða borðar þú t.d. hratt? (Maturinn þarf að vera vel tugginn; maginn   hefur ekki tennur.)
* Drekkur þú kolsýrða drykki meira en 3 x viku.
* Finnst þér þú vera þreytt/ur eftir að þú hefur borðað?
* Ertu með harðlífi?
a) Hefur t.d. hægðir aðeins 1 x á dag þegar þú borðar 3 máltíðir á dag
b) Hefur hægðir sjaldnar en 1 x dag
c) Hægðir eru erfiðar
d) Eru hægðir þínar tíðar
* Hefurðu niðurgang reglulega? Ertingu í endaþarmsopi.

Fyrir næstu spurningar, þarftu að skoða hægðirnar þínar.
* Eru hægðir þínar slímkenndar?
* Eru hægðir þínar þannig að það er varla hægt að sturta þeim niður! Halda áftam að fljóta.
* Sérðu ómelta fæðu í hægðum þínum?

Líttu á neglurnar:
* Hefur þú rákir í nöglunum?
* Eru hvítir blettir á nöglunum?

Findu spegil og rektu út tunguna:
* Er lína niður miðja tunguna?
* Eru tannför með hliðum tungunnar?
* Eru einhverjar sprungur á tungunni?
* Þjáist þú af einhverju af eftirfarandi: psoriasis exem ofsakláða
* Þjáist þú af ofnæmi?
* Þjáist þú af þróttleysi?
* Reykir þú? Skammastu þín!
* Ertu nýbökuð móðir eða faðir?
* Ertu undir álagi?
* Ertu með mikið hárlos?

Ef þú svarar JÁTANDI mörgum spurningunum, þá þarft þú að bæta við meira af lifandi fæði í mataræði þitt. Ef þú sýnir eitt til átta af einkennunum hér að ofan, þá þarftu að nota meira ensímríkari fæðu. Ef þú sýnir níu til sextán af einkennunum hér að ofan, þá þarftu að auka birgðir líkamans af ensímríkri fæðu. Þú þarft að taka meltingarensím með öllum elduðum máltíðum. Borðaðu meira hráa fæðu og spírur. Hafðu steinefnaríka fæðu í mataræði þínu. Ef að þú sýnir sautján til tuttugu og fimm af einkennunum hér að ofan, þá verður þú að auka verulega magn ensímríkrar fæðu í mataræði þitt. Borðaðu meira af hráum spírum, ávöxtum og grænmeti. Bættu einnig við annarri lifandi fæðu í mataræði þitt sem inniheldur mikið að steinefnum.

Taktu 2 meltingarensím með hverri máltíð. Af klínískri reynslu minni, hef ég komist að því að lág eða lítil virkni ensíma er e.t.v. algengasta vandamál meðal nútíma vestrænna manna í dag. Hraður lífsmáti, ásamt skyndifæði, hefur gert það að verkum að fjöldi manna er raunverulega gjörsneyddur af meltingarensímum. Þessar vísbendingar eru langsóttar og alvarlegar, þó er hægt að lagfæra þetta ástand. Mitt starf hér er að breyta og leiðrétta hið slæma, og síðan fá fólk til að breyta á betri veg – yngjast upp, blása í það nýju lífi, ná algjörri vellíðan og fullkominni heilsu. Allt þetta er innan seilingar.

Fullkomið jafnvægi, fullkomin heilsa
Í klínískum tilraunum á sjúklingum mínum á heilsuhælinu, notaði ég duft úr lifandi fæðu sem er fullkomlega samverkandi og samstillt til þess að stuðla að lífefnafræðilegum bata fyrir hvert líffæri, orkubrautir og hverja frumu líkamans. Ég er e.t.v. haldin þráhyggju varðandi ‘jafnvægi’ vegna þess að í stjörnuspekinni er ég Vog, sem er merki jafnvægis í dómum. Ég segi að það sé vegna þess að ég sé skuldbundin því að hjálpa fólki að ná heilsu. Ég þróaði duftið úr lifandi fæðunni (mæli frekar með að fólk borði raunverulegt lifandi fæði) til að öðlast fullkomið jafnvægi. Vesturlandabúar eru sífellt að leita að prótein innihaldi, vítamínum, steinefnum, ensímum o.s.frv. í fæðunni.

Austurlandabúar reyna hins vegar að taka tillit til gæða orkunnar sem fæðan sér líkamanum fyrir og síðari áhrifum hennar á allt sálfræðilega kerfið eftir að fæðan hefur verið melt. Ég reyni að skapa jafnvægi á milli vesturs og austurs, varðandi bæði læknisfræðilegar, lífefnafræðilegar og heimspekilegar vangaveltur til þess að skapa sameindajafnvægi. Á McKeith heilsuhælinu og á heimili mínu þegar maturinn er undirbúinn, sameina ég þessa tvo hugmyndaheima. Á meðan ég velti fyrir mér næringargildi fæðunnar, gef ég einnig gaum að því að mismunandi fæða inniheldur ólíka orku og gerir mismunandi gagn í líkamanum.

Sum fæða hitar okkur upp; önnur kælir okkur niður. Sem dæmi má nefna að ef við borðum aðallega sterkkryddaða fæðu, þá þurfum við að fá jafnvægi með því að nota kælandi fæðu s.s. agúrku. Ef við gerum það ekki brennum við upp hið viðkvæma innra vökvajafnvægi. Hitandi fæðu (sem er oft sú sterkkryddaða) þarf að jafna með kælandi fæðu. Hér er ekki átt við sama hita og kulda og þegar átt er við stofuhita. Til dæmis getum við bætt við hlýjandi jurtum s.s. basil, engifer og kanil í salat til þess að hita það upp. Allar frumur og sameindir, og þ.a.l. öll fæða líka, inniheldur  eiginleika til að mynda orku. Hvert líffæri og hver sameind fæðunnar skilar einnig orku eða eiginleikum til þess að mynda orku.

Þegar við skiljum þessi orkusvið, getum við betur stjórnað og komið jafnvægi á fæðið til að öðlast bætta heilsu og meiri endurnýjunaráhrif. Þ.a.l. þróaði ég samsetningu á duftinu úr lifandi fæðunni í þeim tilgangi að nota á heilsuhælinu á sérstakan hátt til að skapa jafnvægi á slíkum orkusviðum. Raunar inniheldur duftið ákveðnar fæðutegundir sem ‘hita’ líkamann, á meðan aðrar ‘kæla’ hann. Sum fæða gefur raka, á meðan önnur þurrkar eða ‘dregur úr’ slímmyndun, o.s.frv. Þetta er besta leiðin til þess að borða hollt fæði. – í fullkomnu jafnvægi. Tökum dæmi, villti blágræni þörungurinn í duftinu aðstoðar við að ‘þurrka’ eða draga úr ástandi eins og slímmyndun, kvefslími og slímhúðarþrota. Á sama hátt og lifandi spírandi hirsi sem duftið inniheldur, hjálpar til að ‘kæla’ líkamann, hjálpar lifandi spírandi ‘quinoa’ til við að ‘hita’ líkamann á meðan enn annað innihald duftsins gefur raka.

Til viðbótar því að hirsispírur næra sérstaklega miltað, en það er meginlíffærið sem sér um upptöku næringarefna úr fæðunni og að umbreyta þeim í orku. Þá hjálpa þessar spírur einnig til við að jafna blóðsykur, um leið og þær minnka þörfina fyrir sætindi og sykurfíkn. Hirsispírur hindra einnig sveppavöxt, innihalda mikið magn af járni, magnesíum og kísil sem byggir upp frumuvefi sem styrkja bein, hár, húð, neglur og tennur. Spírað quinoa, sem er ofurkorn frá Ameríku, styrkir nýrun. Þetta er afar næringarrík korntegund sem inniheldur mikið af járni, E vítamíni, og B komplex. Spírað quinoa inniheldur meira kalk heldur en mjólk og meira af nothæfu próteini heldur en kjöt! Hörplantan vinnur þannig að hún smyr líkamann með ríku innihaldi af ómissandi fitusýrum.

Þær nauðsynlegu fitusýrur, sem eru í duftinu mínu, koma reglu á starfsemi hvers líffæris, kirtils og frumu. Þessar ómissandi fitusýrur, fengnar úr hágæða hörplöntu, sólblómum og sjávarþangi, eru nauðsynlegar til: (1) að byggja upp heilbrigt blóð, (2) að næra nýrnahetturnar svo að við getum höndlað betur streitu, (3) að næra skjaldkirtilinn til að ná þyngdarstjórnun, (4) að viðhalda frjósemi (5) að koma í veg fyrir hjartasjúkdóma. Græna bygg-grasið í duftinu úr lifandi fæðunni inniheldur óvenjumikið magn af SOD (superoxið dismútasi), lykil andoxunar ensím sem hjálpar frumunum til þess að hreinsa sig af geislavirkni, kemískum eiturefnum og öðru eitri.

Ég hafði steinselju með vegna þess að hún inniheldur meira af C vítamíni en sítrus ávöxtur! Steinselja virkar einnig á miltað og lifrina. Duftið inniheldur einnig aloe vera, alfalfa og söl. Nokkrir sjúklingar mínir sem eru of þungir hafa sagt frá að þeir hafi grennst og náð stjórn á þyngdinni á meðan þeir notuðu duftið. Samt sem áður mæli ég ekki með því að duftið komi í stað máltíðar. Ég er núna í sambandi við einn offitusjúkling frá Yorkshire sem notar duftið og hefur jafnt og þétt misst u.þ.b. þrjú kg. í hverjum mánuði síðustu fjóra mánuði, heildar þyngdartap alls er yfir 12 kg. Nokkrir aðrir sjúklingar hafa reynslu af miklu þyngdartapi eða hafa náð stjórn á þyngdinni.

Þróaðasti næringargrundvöllurinn
Það hefur tekið mig alla ævina við klínískar rannsóknir, rannsóknir á sjúkdómstilfellum og læknaskýrslum og að skapa með umhyggju og kærleika, fullkomna lifandi fæðublöndu sem væri frambærilegur næringargrundvöllur, með réttu samstilltu jafnvægi fyrir alla vefi, líffæri, frumur og himnur mannslíkamans. Ég er sannfærð um að þetta er ein vísindalegasta uppskriftin til gagns fyrir mannkynið í heild. Mér finnst ég njóta blessunar að geta deilt þekkingu minni á lifandi fæðu með öðrum. Mikilvægt er að hafa það hugfast að þessar 11 kjörtegundir sem eru innihald duftsins og fjallað er um hér að neðan, ná svo sannarlega ekki utan um allar tegundir heilsusamlegs lifandi ofurfæðis.

Þessu er einungis þannig háttað að þessar tilteknu tegundir voru ákjósanlegastar til þess að lækna og styrkja mig og síðan sjúklinga mína. Þegar þetta er síðan tekið saman, til þess að hamla eða vinna gegn menningarlegum, loftlags og nútíma umhverfis áhrifum, næra þau líffæri okkar og frumur og gefa líkamanum nýtt líf. Þessi samsetta fæða hefur sérstakt starfsmagnandi samspil. Eina ástæðan fyrir því að ég nefni duftið úr lifandi fæðu hér er vegna þess, að það var duftið sem klíníska rannsókn mín var grundvölluð á. M.ö.o. duftið gerði það mögulegt að stjórna könnuninni betur. Ég hefði kosið að tilraunirnar hefðu verið grundvallaðar á því að sjúklingarnir hefðu borðað raunverulega lifandi fæðu.

En sjúklingarnir sjálfir sýndu ekki þann samstarfsvilja sem þurfti. Þegar ég bað þá um að rækta sínar eigin spírur, borða þara, baunir og korn, gáfust svo margir upp á fyrirætlun sinni. Hins vegar þegar ég útbjó duftið úr lifandi fæðu sjálf fyrir sjúklingana til þess að fara heim með og blanda útí vatna eða safa, urðu sjúklingarnir móttækilegir, sýndu vilja og samstarf. Með þessum hætti gat ég betur fylgst með niðurstöðunum. Mitt besta ráð til þín er að nota fæðutegundirnar sjálfar eins mikið og hægt er.

Þ.a.l. gætir þú talið að allur sá árangur sem sjúklingarnir sem notuðu duftið náðu, myndi fölna í samanburði við þær niðurstöður sem þú gætir náð með því borða raunverulegu fæðuna. Hin samstillta formúla hinna 11 lifandi fæðutegunda, sem er sérsniðin til lækninga og styrkingar fyrir hinn nútíma vestræna heim, innihalda: spírað hirsi, spírað quinoa, alfalfa, aloe vera, grænt bygg-gras, villta blágræna þörunga, hör, steinseljulauf, þang, þara og söl og sólblómafræ. Þetta eru kjörfæðutegundirnar sem í sérstöku samsettu jafnvægi læknuðu mig að lokum, og síðan styrktu líffæri mín, blóðið og allan líkamann.  Ég nota nú þessar sömu lifandi fæðutegundir til þess að lækna, yngja upp og blása nýju lífi í sjúklinga mína á læknastofunni.

HIN HEILÖGU 11
Hér á eftir er LISTI þeirra 11 tegunda LIFANDI FÆÐU sem læknuðu mig, síðan endurlífguðu, endurnýjuðu og styrktu frumur mínar blóð og innyfli. Þetta eru sömu tegundir ofurfæðu sem einnig gera kraftaverk fyrir sjúklinga mína á heilsuhælinu, í samsetningu sem er samstillt og í jafnvægi. Nú getur þessi lifandi fæða einnig nýst þér:
1.HIRSI
2.QUINOA
3.ALFALFA
4.ALOE VERA
5.GRÆNT BYGG-GRAS
6.HÖRFRÆ
7.STEINSELJA
8.SÖL
9.ÞARI
10.SÓLBÓMFRÆ
11. VILLTIR BLÁGRÆNIR ÞÖRUNGAR
Höfundurinn, Dr. Gillian McKeith er næringarfræðingur, skosk að uppruna. Hún er vel þekkt Bandaríkjunum og Evrópu fyrir ritstörf og sjónvarpsþætti um næringu og heilsu. …

Þýðandi: Birna Rún Björnsdóttir árið 2003Flokkar:Næring

%d