Enn um Pyrithion zink

Þeir sem lesið hafa Heilsuhringinn í nokkur ár minnast þess e.t.v. að undirritaður sagði frá því í haustblaðinu 1997 að líkur bentu til þess að efnið „Pyrithion zink“ gæti læknað, eða að minnsta kosti dregið úr einkennum húðsjúkdómsins psoriasis. Efnið er selt í úðabrúsum undir nafninu „Skin-Cap“ og framleitt hjá verksmiðjunni Cheminova í Madrid. Fljótlega fóru að berast viðvaranir um að í úðabrúsunum væri öflugt steralyf clobetasol propionat, sem ekki var getið um á innihaldslýsingu þeirra.

Framleiðendur neituðu þessu alfarið en sögðu að önnur efni í úðabrúsunum gæfu „falska vísbendingu“ um að sterar væru í efninu. Þó var hætt að selja Skin-Cap í Bandaríkjunum á meðan endanlega væri gengið úr skugga um hvaða efni eru í því. Undirritaður ráðlagði því fólki að nota ekki Skin-Cap, sem það gæti keypt á Spáni, á meðan óljóst væri hvort í því væru sterar eða ekki. Þannig horfði málið við þar til fyrir nokkru, að ég fór að fá mjög slæma flösu. Hún var ekki aðeins í hársverðinum heldur einnig á mestöllu andlitinu. Það varð eins og hálf hreistrað og ef ég nuddaði hreistrið af varð húðin undir rauð.

Ég reyndi að skipta um sjampó og reyndi einnig að þvo hárið aðeins úr hreinu vatni, án neins árangurs. Þá var mér ráðlagt að prófa að nota „Head and Shoulders“ sjampó sem ég gerði. Raunar mætti segja að það hafi gerst hálfgert kraftaverk á mér. Strax eftir einn þvott hvarf öll flasa og ekki nóg með það. Hreistrið sem verið hafði á mestöllu andlitinu hvarf líka og hefur ekki komið aftur Ég fór nú að lesa utan á glasið með sjampóinu, til að sjá hvað væri í þessu töfra flösumeðali. Þar stóð skýrum stöfum að virka efnið í því væri, ykkur hefur sjálfsagt verið farið að gruna það Pyrithion zink. Auk þess voru í því sápuefni ilmefni og efni til að gefa rétt sýrustig og hindra að hárið ofþorni o.fl.

Flasa hefur af sumum verið talin eitt afbrigði psoriasis. Því væri gaman ef einhver með psoriasis vildi prófa að þvo psoriasis-blettina upp úr Head and Shoulders, blönduðu með vatni og lofa því að liggja svolitla stund á húðinni, áður en það er þvegið aftur af með hreinu vatni. Vilji einhverjir lesendur reyna þetta þætti mér afskaplega gaman af að vita um árangur. Einnig þó hann sé neikvæður. Þá gæti sú staðreynd að pyrithion zink læknar flösu bent til að virka efnið í Skin-Cap sé pyrithion zink en ekki sterar og að verksmiðjan Cheminova í Madrid haf verið höfð fyrir rangri sök

Höfundur: Ævar JóhannessonFlokkar:Úr einu í annað

Flokkar/Tögg, , , , ,

%d bloggers like this: