Fyrirlestur haldinn í Norræna húsinu 9. nóvember 2002
Margir spyrja sig hvort geislun frá fjarskiptaloftnetum geti verið hættuleg eða varasöm í ljósi þess að GSM loftnet eru nú orðin mjög víða á háhýsum og möstrum. Það er hægt að færa rök fyrir því að rafsegulöldur í umhverfi okkar aukist dag frá degi vegna þessarar tækni. Rafsegulsvið stafar frá mjög mörgum tækjum sem við notum eins og örbylgjuofnum, eldavélum, ryksugum, útvarpstækjum og sjónvörpum svo eitthvað sé nefnt. Atvinnumenn í byggingariðnaði nota mikið hverskonar rafmagnstæki og raflagnir húsa geta valdið talsverðu rafsegulsviði í umhverfi okkar.
Það er því ljóst að ef rafsegulsvið hefur áhrif á okkur þá er mikið í húfi og margt að skoða. Rannsóknir hafa ekki sýnt óyggjandi að rafsegulsvið geti haft áhrif á okkur en þó eru til rannsóknir sem eru svo sláandi að það er ekki hægt annað en að staldra við. Það eru þó ekki öll kurl komin til grafar og ef fræðimenn eru spurðir þá gera þeir yfirleitt lítið úr þessu og telja þetta nánast bágbylju. Þeir sem hafa fylgst með þessum málaflokki hér á landi eru flestir á því að ekki sé allt sem sýnist. Hugsanlegt er að rafsegulsvið af ákveðnum tíðnum hafi áhrif á líðan fólks. Einnig eru hugsanlegt að til séu kraftar sem við ekki skiljum og vísindin hafa aldrei skilgreint.
Rannsóknir endurteknar
Þegar spurt er hvort rannsóknir hafi verið gerðar sem sýni svart á hvítu hvort rafsegulsvið hafi áhrif á fólk eða ekki þá er fátt um svör. Það eru til margar faraldsfræðirannsóknir sem sýna einhverja aukningu hvítblæðis hjá börnum, aukningu Alzheimers og brjóstakrabbameins þar sem gildi rafsegulsviðs eru í hærri kantinum. Það eru líka til rannsóknir sem sýna hið gagnstæða. Hinsvegar eru þær rannsóknir til sem ekki hefur tekist að hrekja þrátt fyrir að búið sé að endurtaka þær nokkuð oft. Ein þeirra er rannsókn sem sýnir hvernig áhrif rafsegulsviðs eyðir áhrifum melatonins og krabbameinslyfsins Tamoxifens á ákveðið gen brjóstakrabbameins.
Niðurstöður þessara rannsókna eru alveg skýrar. Í öllum tilfellum hætta þessi efni að vinna á krabbameini ef styrkur rafsegulsviðs liggur í 1200nT. (riðstraumsrafsegulsvið á 60 riðum) Þessi rannsókn hefur verið endurtekinn 6 sinnum alltaf með sömu niðurstöðu. Það sem meira er, virkni þessara efna dvín við hækkandi styrk. Áhrifin byrja strax við 600nT og eru orðin alger við 1200nT. Styrkur rafsegulsviðs í híbýlum getur orðið allmikill. Það er reynsla mín að innan við ca. 5% heimila hafi styrk rafsegulsviðs yfir 200nT að jafnaði. Þau heimili eru til þar sem rafsegulsvið fer upp fyrir þessa tölu og hef ég mælt allt að 15000nT í rúmstæði barns.
Freiburger Appeal
Nýlega sendu starfsmenn heilbrigðisstétta í Þýskalandi frá sér áskorun til stjórnvalda þar sem skorað er á ráðamenn að taka tafarlaust ábyrga afstöðu gagnvart rafsegulmengun frá fjarskiptamöstrum og stafrænum fjarskiptabúnaði. Í áskoruninni segja þessir starfsmenn heilbrigðissviða, þar á meðal um 100 læknar, að þeir telji sig hafa séð svo áreiðanlega svörun milli heilsu fólks og búsetu í nábýli við sendiloftnet að þeir velkist ekki í vafa um áhrif þessara tækja. (sjá http://www.simnet. is/vgv) „Við höfum séð undanfarin ár dramatíska aukningu á mörgum krónískum sjúkdómum hjá sjúklingum okkar. Minnkuð námsgeta og einbeiting ásamt hegðunarvanda óeðlilegar sveiflur í blóðþrýstingi, hjartsláttartruflanir, hjartaáföll tíðari meðal yngra fólks, aukningu á alzheimer og hvítblæði.
Einnig er aukning á tíðni höfuðverkjakasta, mígreni, síþreytu, svefntruflunum, eyrnasuðu og tauga- og vefjatengdum verkjum. Við teljum okkur sjá tengsl milli þessara sjúkdóma og mikillar notkunar farsíma, búsetu í nágreni við sendiloftnet og notkun þráðlausra innanhússíma, allt kerfi sem nota púlsaðar örbylgjur.“ (Lauslega þýtt brot úr áskoruninni). Það er deginum ljósara að þessu fólki er dauðans alvara. Greinin, sem hægt er að nálgast á vefslóðinni hér að ofan, er á tveimur blaðsíðum og eru færð veigamikil rök fyrir þessum ótta við örbylgjusendingar símkerfa.
Sumir hafa sagt að farsímavæðingin sé stærsta líffræðitilraun sem framkvæmd hefur verið. Það hefur aldrei verið sannað að örbylgjur hafi ekki áhrif á okkur, frekar er það á hinn veginn og því er þessi þróun, þ.e. fjölgun símkerfa, með ólíkindum. Læknarnir krefjast reglna um notkun farsíma og farsímasenda og fara fram á að settar verði skýrari reglur um hættumörk. Þeir segjast jafnframt vilja að börnum verði bannað að nota farsíma. Farsímanotkun verði bönnuð á skólalóðum, sjúkrahúsum og á almenningi. Jafnframt fara þeir fram á að DECT staðallinn fyrir innanhússímtæki verði endurskoðaður.
DECT staðallinn er allsráðandi hér á landi. Öll þráðlaus símtæki sem seld eru í dag eru af þessari gerð. Þessi ótti er ekki ástæðulaus. Sex rannsóknir hafa staðfest að farsímageislun geti skaðað bindingu DNA sameinda. Það hefur jafnframt verið sýnt fram á að áhrif farsíma á heila barna vara mjög lengi. Þetta hefur verið myndað með sérstakri tækni. Einnig hafa rannsóknir sýnt svo ekki verði um villst að svokallaður blóðheilaþröskuldur, það er varnarráðstöfun heilans gagn- vart efnum í blóði, verður fyrir áhrifum af bylgjum frá farsímum og lekur hann efnum inn í heilann, efnum sem geta reynst heilanum skaðleg.
Michael Klieeiesen rannsóknin.
Nú hafa niðurstöður Ítalskra vísindamanna leitt í ljós að farsímageislun getur örvað frumuskiptingu krabbameinsfrumna og valdið þannig hraðri stækkun illkynja æxla. Mikla athygli vakti rannsókn Michael Klieeiesen sem notaði svokallaðan EEG skanna til að mæla áhrif farsíma á heila unglings. Myndin hér að ofan sýnir heila 13 ára unglings, Jennifer. Áður en hún varð fyrir geislun frá farsíma. Þetta er svokallað EEG skan. Þessi skönnun sýndi að áhrif farsímageislunar á heilann voru ótvíræð. Hvaða afleiðingar þetta hefur er ekki ljóst en áhrifin eru greinilega mælanleg. Jennifer talaði í síma í 15 mínútur. 50 mínútum seinna greindust enn áhrifin sem komu fram á meðan á símtalinu stóð. Eins og sést þá dökkna bæði heilahvelin, ekki bara annað eins og mætti ætla að gerðist. Það leið rúmur klukkutími áður en heilinn náði eðlilegum blæ aftur. (Heimildir: Expressen.se 7. nov. 2002.)
Nýjar rannsóknir frá háskólanum í Lundi
Nú í janúarlok komu niðurstöður rannsóknarhóps frá Svíþjóð fram í skýrslu þar sem áhrif farsímageislunar var rannsökuð á rottum. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að eftir tveggja tíma geislun frá farsíma þá lak blóðheilaþröskuldur og hleypti í gegn eggjahvítefninu albumin. Þetta segja þeir að geti valdið heilahrörnunarsjúkdómum og að einkennin geti komið fram mörgum árum eftir að farsímanotkun hefst. (Frétt og rannsóknarskýrsla eru á ofangreindri heimasíðu).
Hvað er til ráða?
Það einfaldasta er að nota yfirhöfuð ekki þráðlausa síma. En það er ekki hægt að segja slíkt við nokkurn mann. Þessi tæki eru orðin svo ómissandi að fáir geta án þeirra verið. Nokkur ráð má þó hafa í huga. Í fyrsta lagi: Notið handfrjálsan búnað. Það er ráð flestra sérfræðinga á þessu sviði. Í öðru lagi: Ekki nota farsíma í óþarfa blaður. Í þriðja lagi: Forðist langtímaspjall í þráðlausa innanhússíma (DECT) Notið frekar gamlan síma með snúru. Ófrískar konur ættu að forðast alla notkun þráðlausra síma. Látið börn ekki hafa GSM síma nema þá með handfrjálsum búnaði eða verju eins og t.d. Microshield.
Umræðan hérlendis
Í umræðunni um rafsegulsvið og slíkar mælingar hérlendis hefur fólk títt talað um að eftir mælingu á heimili hafi heilsan batnað. Höfuðverkir og þreyta hafa horfið. Hjartsláttartruflanir hafa minnkað ásamt pirringi, ofnæmi og tíðum marblettum. Einnig hefur fólk talað um minna ryk inni í íbúðinni og að íbúðin sé hlýrri. Bændur sem hafa Myndirnar eru frá EEG skanna á heila unglings sem notaði farsíma í 15 mínútur. Roðinn í seinni myndinni er afleiðing farsímageislunarinnar. látið mæla fjós hafa margir talað um lægri frumutalningu í mjólk kúa.
Þessi upptalning er ekki alveg einleikin. Sumt af því sem þarna er talið upp hefur ekkert með rafsegulsvið að gera. Þar má nefna minna ryk og að íbúð sé hlýrri. Því er svo við að bæta að þessar svokölluðu mælingar á rafsegulsviði voru unnar með prjónamælingu eða spákvisti. Engin vísindi á ferðinni heldur heiðarlegt kukl. Því má bæta við að þegar þessi umræða byrjaði hér á landi þá voru farsímar sjaldgæfir. GSM kerfið var ekki til og DECT kerfið ekki heldur. Var þá raunverulega um rafsegulsvið að ræða í þessum tilfellum sem umræðan snerist um?
Það er ýmislegt sem bendir til að svo sé ekki. Heldur verði að leita skýringa í svokölluð jarðárufræði. Jarðárur voru fyrst skilgreindar af þýskum vísindamanni, Gustav von Pohl. Hann kortlagði stórt svæði við Vilsbiburg í þýskalandi árið 1916 og fann ótrúlega sterkt samspil milli legu jarðgeisla og illkynja sjúkdóma eins og krabbameins. Því má bæta við að þeir sem stundað hafa prjónamælingar og það með góðum árangri hafa notað einkennilegan búnað til að eyða því sem þeir kölluðu gjarnan „rafsegulsvið“. Settar voru upp spólur eða kefli nú eða eitthvað dót í poka var grafið út í garði og átti það að eyða „rafsegulsviði“ í 20 metra radíus.
Stundum virkaði þetta hreint ótrúlega. Nú er kannski rétt að taka það fram að fullyrðingar um að svona dót virki á rafsegulsvið eru út í hött. Eðlisfræðilega séð er þetta útilokað. Því er ljóst að áhrif jarðgeisla hafa lítið með rafsegulsvið að gera. Það má vera að ofantalin búnaður geti eytt áhrifum jarðgeisla en útilokað að hann hafi áhrif á rafsegulsvið. Því er það ljóst í huga þess er þetta talar aðef marka má umræðuna í þjóðfélaginu þá eru kraftar á ferðinni sem ekki er hægt að skilgreina sem rafsegulsvið. Það sem meira er:
Engar vísindalegar skilgreiningar eru til á þessum öflum en sterkar vísbendingar um að þau séu til í raun og veru. Þessi öfl, sem við köllum jarðgeisla, geti haft mjög sterk og afdrifarík áhrif á líðan manna og dýra. Svefnleysi, þreyta, höfuðverkur, pirringur, hjartsláttartruflanir, tíð myndun marbletta, óeðlilegt ryk í híbýlum, óeðlilegur kuldi í híbýlum og tíðar bilanir vél- og tækjabúnaðar eins og rafeindatækja og tölva. Þessi mistúlkun á orðinu rafsegulsvið hefur gefið ráðamönnum tækifæri til að hunsa almannaróm sem bágbylju og því þurfa þau ekkert að aðhafast í málinu þar sem þó er þörf fyrir rannsóknir alvöru vísindamanna.
Um þessi mál má lesa í bókum og ritum erlendis frá og má nefna heimasíðuna http://www. dulwich health.co.uk/ . Við sem áhuga höfum á óhefðbundnum læknisfræðum, leiðum oft hugann að kínversku nálastunguaðferðinni. Kenningin á bak við hana er sú að um mannslíkamann streymi orka eftir brautum sem ekki eiga sér samsvörun í hefðbundinni læknisfræði. Með því að hafa áhrif á orkustreymi þessara brauta má hafa áhrif á framgang sjúkdóma. Þetta þekkja þeir sem hafa leitað til nálastungulækna.
Orkubrautirnar og virkni þeirra er hinsvegar mönnum hulin ráðgáta þó vísindamenn hafi reynt að komast til botns í henni. Því má spyrja sig: Er einhver skyldleiki milli jarðgeisla og orkubrauta líkamans? Margir vísindamenn hafa í gegn um tíðina lagt fram kenningar um líforku og líforkuflæði og má þar helstan nefna Bar-on von Reichenbac en hann lagði fram rannsóknarniðurstöður um orku sem hann kallaði „OD“ en hér á Íslandi myndum við kalla þetta fyrirbæri líforku. Rannsóknir hans staðfestu sýnir sjáenda varðandi orkulíkama mannsins og útgeislun frá hlutum. Það væri þjóð okkar sem og öllum öðrum til mikilla hagsbóta að þessir kraftar verði rannsakaðir af alvöru og einlægni.
VGV