Sjálfsheilunarkraftur, chi, prana, Lebensenergie, allt eru þetta hugtök úr mismunandi tungumálum og menningarheimum sem túlka þó allt það sama,lifandi orku sem glæðir alla sköpun lífsanda. Sú hlið okkar nútímamenningarheims, sem þróar stöðugt af sér nýjar sjúkdómssmyndir er því algjör andstæða þessarar lifandi orku, aftrar flæði hennar og heldur henni niðri. Orsakavaldar eru oft á tíðum fjölmargir; s.s. of mikið andlegt álag, röng næring, hreyfingarskortur, umhverfismengun, rafsegulóþol og geislar, ýmiskonar bakteríur, vírusar, sveppir, svo og þungmálmar, sem safnast fyrir og hamla orkuflæði og starfsemi líkamans.
Afleiðingar þessa verða oft sjúkdómsmyndir á borð við síþreytu, lélegt ónæmiskerfi með stöðugum sveppasýkingum og síendurteknum flensum og kvefpestum, fjölmörg einkenni óþols og ofnæmis, svefntruflanir, depurð, og svo mætti lengi telja. Svo virðist sem sjúkdómseinkenni á þessu stigi verði oft ekki greind með hefðbundnum aðferðum læknavísindanna. Sjúklingur, sem af ofangreindum einkennum þjáist hefur jafnvel gengist undir margvíslegar rannsóknir, án nokkurra niðurstaðna.
Líforkulegar lækningar (Bioenergetische Medizin)
Í Þýskalandi var byrjað fyrir 30 árum að framleiða tæki sem í dag eru með hátæknibúnaði og geta greint sjúkdóma út frá ýmsum orkukenningum , einkum þeim sem byggja á nálastungum og smáskammtalækningum. Upphafshugmynd af slíku tæki var í samvinnu milli lækna og náttúrulækna og var talað um að með tilkomu slíks tækis, væri hægt að byggja brú milli læknavísindanna og náttúrulækninganna. Vísindalegar undirstöðurannsóknir fóru aðallega fram við Heidelbergháskólann og aðrar stofnanir í eigu Landssamtaka um velferð og heilbrigðismál.
Tæki þessi hafa síðan smán saman rutt sér rúm og eru í dag notuð af faglærðu fólki í heilbrigðisstétt í meir en 32 löndum. Þessi tæki ná oft að greina ofangreindar truflanir á byrjunarstigi þar sem einkennin liggja þá fyrst og fremst í trufluðu orkuflæði líffæra og líffærakerfa. Í þessum lækningum er leitast við að finna rót vandans þannig að hægt sé að meðhöndla orsakavaldinn en ekki einkennin, sem í náttúrulækningum er litið á sem hróp líkamans um hjálp. Engir tveir eru eins og lífeðlisþarfir hvers og eins eru einstaklingsbundnar. Þrátt fyrir að sjúklingar kvarti undan sömu einkennum getur rótin verið mismunandi, t.d. að baki stöðugt stíflaðri nefslímhúð og kinnholsbólgum sem síendurtekið hafa verið meðhöndlaðar með pensilíni, geta legið ýmsar ástæður eins og fæðuóþol, rafsegulóþol, sveppasýkingar, rykóþol, uppsöfnun þungamálma í líkama svo eitthvað sé nefnt.
Óþol
Eitt af því sem oft greinist í þessum líforkulegu lækningum eru óþol af ýmsu tagi . Þar koma óþol á borð við fæðu- og rafsegulóþol oft við sögu. Rafsegulóþol er vaxandi vandamál í nútímaþjóðfélagi með ófyrirsjáanlegum afleiðingum ef ekki verður að gáð. Tilkoma Gsm-síma, gervihnattadiska og ljósleiðara gera vandamálið viðameira en fyrr. Rafsegulóþol getur valdið kvillum af ýmsu tagi og var undirritaðri kennt í námi sínu í Þýskalandi að aðeins sá óreyndi hefði slíkt að spotti. Rafsegulsviðsmengun hefur oft verið gerð mjög góð skil í greinum hér í þessu tímariti, og fjalla ég því ekki nánar um það nú.
Fæðuóþol er einn þeirra kvilla sem ekki virðist vera hægt að sjúkdómsgreina í blóði eða staðfesta eftir öðrum hefðbundnum sjúkdómsgreiningarleiðum. Fæðuóþol er þó talsvert almennur vandi og veldur oft talsverðum vandkvæðum. Slíku óþoli er oft skipt í þrjú stig. Á fyrsta stigi (alarmreaktion) sýnir líkaminn oft viðbrögð á borð við niðurgang, kláða, væg útbrot, sviða og roða. Tengi viðkomandi ekki ofangreind viðbrögð við neyslu ákveðinna fæðutegunda og heldur ótrauður áfram að neyta þeirra fer óþolið inn á annað stig. Á öðru stigi óþolsins fer líkaminn inn í aðlögunartímabil, hann reynir að mæta þessu nýja áreiti og mynda „nýtt normal ástand“ (resistenzstadium). Meðan viðkomandi er á þessu stigi sýnir hann jafnvel sterka fíkn í óþolsvaldandi efni og myndar oft ákveðið þol gagnvart því.
Óþægindin sem af óþolinu hljótast brjótast út í mismunandi myndum eftir hverjum og einum, þannig að oft er erfitt fyrir viðkomandi að tengja þau beint við ákveðna fæðu neyslu. Doktor H. Rinkel frá Kansas í USA rannsakaði hjá sjúklingum á þessu stigi fæðuóþols sem t.d. höfðu óþol fyrir eggjum hvort aukin neysla eggja hefði áhrif á kvilla þeirra og fann að svo var ekki, en komst að þeirri niðurstöðu að með því að fjarlægja tímabundið ofnæmisvaldinn úr fæðu þeirra minnkuðu líkamlegu óþægindin sem þau ollu, og væri eggja síðan neytt á ný eftir 12-14 daga sýndi líkaminn sterk óþolsviðbrögð, jafnvel á borð við 1. stigið.
Á 3. stigi óþols fer líkaminn inn í stöðugt þreytuástand (fatigue -symptom) þ.e.a.s. hann nær ekki lengur að aðlagast og einkennin verða stöðugt meir viðvarandi. Það fer síðan eftir því í hvaða lífærum eða lífærakerfum óþolið á sér stað hvers konar kvillum sjúklingur kvartar yfir. Sé það í meltingarvegi er það ýmist niðurgangur eða hægðatregða, þemba, loftgangur,verkir og kyngingarörðugleikar. Í öndunarvegi lýsir það sér oft með bjúgmyndun í hálsi, bronkítis, krónísku kvefi og kinn- og ennisholsbólgum. Á húð sem eksem, útbrot og kláði. Í taugakerfi sem höfuðverkur þreyta, depurð, kvíði, og einbeitingarskortur. Í stoðkerfi sem vöðva- og liðverkir. Það gefur því auga leið að þegar hér er komið sögu er ónæmiskerfi líkamans orðið veikara en ella og aðgangur fyrir sjúkdóma og ofnæmisvalda orðinn greiður.
Orsakir
Hvað getur svo hugsanlega valdið slíku óþoli? Ástæður þess geta vissulega verið fjölmargar og áreiðanlega ekki allar þekktar. Í fyrsta lagi geta þær komið innan frá (endogen) legið í of lítilli framleiðslu eða skorti á ákveðnum meltingarvökvum s.s. hjá maga, brisi, galli eða smáþörmum, þannig að niðurbrot og þar af leiðandi upptaka fæðu sé ófullnægjandi. Orsökin getur líka legið í því að viðkomandi fæðutegund sé beinn orsakavaldur og er þá oft áberandi að eftir því sem fæðan er meira unnin er hún meiri óþolsvaldur, t.d. vínberjasafi en ekki vínber, eða gerilsneydd fitusprengd mjólk en ekki lífrænt ræktuð mjólk og áberandi er einnig að lífrænt ræktaðar vörur yfir höfuð mælast miklu sjaldnar sem óþolsvaldar. Þar með er ekki úr vegi að leiða hugann að hvaða áhrif uppsöfnun þungamálma í líkamanum geti haft.
Austuríski læknirinn Dr. Alfred Schneider komst að þeirri niðurstöðu í rannsóknum sínum að ákveðnir málmar gætu ýmist verið orsakavaldar að fæðuóþoli eða ýtt undir það. Til að mynda að baki óþoli fyrir kúamjólk og mjólkurpróteinum er oft of mikil kvikasilfurssöfnun í líkamanum og jafnframt leiddi þessi söfnun oft til vanstarfsemi í skjaldkirtli. Kadmín er oft valdur að óþoli fyrir hveiti með einkennum á borð við einbeitingarskort, þembu, niðurgang, svefntruflunum og migreni.
Of mikil blýsöfnun veldur oft óþoli fyrir gæsafiðri eða dúni sem leiðir til krónískra kinnholsbólgna, asthma og jafnvel depurðar. Flúorsöfnun getur leitt til óþols gegn dýrahárum, og kopar til óþols gegn húsryki og rykmaurum. Kadmín og kvikasilfur saman valda oft húðkvillum. Aðrar málmbindingar s.s. blý, kadmín, kvikasilfur, nikkel o.fl. geta valdið andlegum breytingum á borð við árásargirni, depurð og uppstökka skapgerð. Styrkur þungamálma og annarra þrávirkra lífrænna efna í líkamanum er vissulega þáttur sem huga þarf vel að. Svo virðist sem bakteríur, vírusar og sveppir stuðli oft að ýmis konar óþoli í líkamanum
Íslenskar aðstæður
Í MBL. þann 11. mars 2003 er greint frá því að samkv. matvælarannsóknum í Keldnaholti fyrirfinnist tiltölulega mjög lítill styrkur þungamálma og geislavirkra efna í íslenskum landbúnaðarafurðum, og er slíkt fagnaðarefni. En á Íslandi verða því miður ekki öll matvæli framleidd og margt því flutt inn frá frá löndum sem hafa hærra hlutfall bæði geislavirkra efna og styrkur ólífrænna snefilefna hærri en hér gerist. Það er því óneitanlega verðugt verkefni að auka framleiðslu á lífrænt ræktaðri vöru ekki hvað síst með æsku landsins í huga.
Lokaorð
Vanlíðan stafar af óþoli hjá mjög Þessir aðilar hafa oft á tíðum leitað lækninga árangurs. Óþolsprófanir sem að framan um hafa hjálpað mörgum til að finna úrlausn vandkvæða, og geta jafnframt greint rót Það er því mín von og trú að innan með velferð sjúklings að leiðarljósi, myndist samvinna milli óhefðbundinna og hefðbundinna lækninga þessu sviði, þar sem óþolsmælingar byggðar á háþróuðum aðferðum.
Höfundur: Matthildur Þorláksdóttir Heilpraktiker Á að baki 3ja ára nám í náttúrulæknungum Þýskalandi.
Flokkar:Ýmislegt