Þakklæti á tímamótum
Nú er rúmt ár síðan Ensímtækni ehf. setti á markað nýjan húðáburð með ensímum úr þorski,sem við köllum pensím. Húðáburðurinn hlaut hins vegar heitið PENZIM, gel (hlaup) og lotionlausn). Á þessum tímamótum er viðeigandi að minnast þess og þakka hversu góðar viðtökur áburðurinn hefur hlotið meðal notenda. Það hefur verið langt umfram vonir og væntingar. Þá ber einnig að þakka þeim fjölmörgu ánægðu notendum sem hafa skrifað bréf, sent tölvupóst eða hringt og sagt frá árangri af notkun áburðarins. Það hefur verið okkur mikil hvatning að fá fregnir af ágætri reynslu fólks af PENZIM áburðunum.
Er PENZIM húðáburðurinn undralyf?
Í þorrabyrjun hinn 8. febrúar rakst ég á lítinn pistil í DV sem heitir Dagfari og Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar. Heiti pistilsins var ,,Íslenskt undralyf“. Þar sem ég er áhugamaður um allt íslenskt og einnig um lyf, ekki síst undralyf, las ég pistilinn. Það vakti hjá mér undrun þegar ég las að undralyfið, sem blaðamaðurinn nefndi svo, var PENZIM húðáburðurinn. Að sjálfsögðu kalla ég PENZIM húðáburðinn ekki lyf og því síður undralyf. Hann er framleiddur og seldur sem snyrtivara eða náttúruvara. En samt virðist undursamlegt hvað PENZIM áburðurinn gerir, eins og frásögn blaðamannsins ber með sér, en hún segir eftirfarandi, hér í styttri útgáfu,:
,,Það heitir Pensím og vinkonan var búin að frétta um það, enda afar upplýst kona og langaði svo að prófa að það lá við að við bæðum um næturafgreiðslu í apóteki. Hún byrjaði á að maka þessu framan í sig þar sem fáeinar smábólur höfðu sest að. Ég var full efasemda í byrjun en þáði einn dropa og bar á hluta vinstri handarbaks sem búið var að vera til ófriðs í langan tíma, með roða, kláða og pirringi. Þegar við vöknuðum morguninn eftir merktum við báðar bata. Eftir að hún hélt til síns heima með Pensímglasið í farteskinu fjárfesti ég í öðru.
Þetta hljómar eflaust eins og skreytni, en ef einhver á heimilinu verður nú var við útbrot, þurrk í húð, exem eða aðrar ótryssur þá er gripið til Pensímsins og árangurinn lætur ekki á sér standa.“ PENZIM áburðurinn, sem hér um ræðir, inniheldur ensím úr þorski, sem nefnd eru trypsín og chymotrypsín í vísindasamfélaginu, en ég hef gefið þeim samheitið pensím eða „Penzyme“ á ensku. Nú er eingöngu notað hreinsað trypsín í PENZIM húðáburðinn. Frásögn Gunnþóru gladdi mig mjög í lok langrar og strangrar vinnuviku.
En ég get því miður ekki tekið undir með henni að PENZIM húðáburðurinn sé undralyf, þar sem hann fullnægir ekki skilgreiningu um lyf til formlegrar skráningar og markaðsleyfis. En ef til vill er þess ekki langt að bíða að til verði skráð lyfjaform sem innihaldi pensím, að undangengnum rannsóknum sem ábyrgjast verkan þess. Þangað til, að minnsta kosti, mega neytendur vonandi nota og njóta þessarar PENZIM snyrtivöru eins og þeim sýnist. Það gerði Víkverji, eftir lýsingu hans að dæma í Morgunblaðinu fyrir skömmu, en þar segir: „Athygli Víkverja var nýlega vakin á undrasmyrslinu PENZIM.
Exem hefur kvalið Víkverja í andliti í nokkur misseri, en með notkun smyrslisins hvarf þetta eins og dögg fyrir sólu. Víkverji mælir með því. ,,Skemmtileg er einnig frásögn bóndakonunnar á Húsatóftum á Skeiðum sem birtist í frétt í DV þann 11. febrúar, en hún segir þar: „nÉg fékk pensím first til að nota á eigin gigt en frétti þá að áburðurinn hefði dugað vel á múkk í hestum. Datt mér þá í hug að prófa áburðinn á júgurbólgu og nú má ekki á milli sjá hvort ég eða kýrnar eru ánægðari. Pensímið hefur einnig dugað vel á bjúg í kúnum, svo og stálma.“ Og þannig mætti lengi telja. Frásagnir þessara blaðamanna og bóndakonu eru samhljóma vitnisburðum þeirra innlendra sem erlendra notenda, sem prófað hafa PENZIM húðáburðinn, annað hvort í athugunum okkar eða á eigin vegum. Þetta er að sönnu gleðilegt og engin ástæða til að efast um sannleiksgildið, enda í samræmi við niðurstöður lífefnafræðilegra og ónæmisfræðilegra rannsókna í tilraunastofum.
Forsagan
Ég er oft spurður um tilurð hugmyndarinnar að pensím tækninni og PENZIM húðáburðinum. Það má segja að svarið sé fólgið í áratuga sambúð með ensímum, sérstaklega próteinkljúfandi ensímum, en það eru efnahvatar sjálfrar náttúrunnar, sem kalla mætti próteinkljúfa á íslensku. Þessi langa sambúð hófst í Bandaríkjunum árið 1973 með rannsóknum á próteinkljúfum úr skröltormseitri, en þar kom meðal annars í ljós hvernig þau ensím geta brotið sér leið um stoðvef og raunar milli vefja í gegnum þær himnur, eins og grunnhimnur, sem afmarka vefi. Það má segja að frá þessum rannsóknum hafi komið sú hugmynd að próteinkjúfar gætu hugsanlega smogið eða brotið sér leið í gegnum húðina inn að undirliggjandi vefjum.
Við heimkomuna til Íslands í ársbyrjun 1978 hófust rannsóknir mínar og góðra samstarfsmanna á próteinkljúfum úr sjávarfangi, einkum þorski. Ástæður valsins á þessu viðfangsefni voru í senn tengdar vísindalegri forvitni um náttúru Íslands og von um að mega einhvern tíma umbreyta verðlitlum úrgangi sjávarfangs í verðmæti, landi og þjóð til heilla. Í því sambandi var öðru fremur horft til notkunar lífefna, sérstaklega ensíma, í matvælavinnslu og öðrum iðnaði. Ekki taldi ég þá mjög líklegt að mátt fegrunar eða lækninga væri að finna í ensímum úr þorski. Með áhugaverðustu niðurstöðum rannsókna okkar á próteinkljúfum úr sjávarfangi voru þær að próteinkljúfandi ensím úr þorski eru kuldakær. Það má orða það svo að þau séu kuldavirk eða ofurvirk miðað við önnur ensím og hefðbundnari. Þetta átti eftir að skipta sköpum við þróun og hagnýtingu Pensím tækninnar.
Ensím verður pensím
Þó að grunnrannsóknir okkar á próteinkljúfum úr sjávarfangi og slöngueitri hafi gengið vel og niðurstöður vakið athygli á alþjóðavettvangi létu væntingar um hagnýtingu á sér standa. Ýmsar skýringar kunna að vera á því og verða ekki raktar hér, en margvíslegar aðstæður í íslensku atvinnulífi og samfélagi á níunda áratugnum og fyrri hluta þess tíunda eiga líklega hlut að máli. En það er eins og sérhver hlutur eigi sinn vitjunartíma. Árið 1996 stofnuðum við samstarfsfólkið fyrirtækið Norður ehf. til þess að þróa og framleiða bragðefni úr sjávarfangi með þorskaensímum.
Það er skemmst frá því að segja að þetta framtak hefur borið ríkulegan ávöxt í einkaleyfi okkar Bergs Benediktssonar verkfræðing. Fyrirtækið NorðueÍs hf. á Höfn í Hornafirði framleiðir hin fágætu náttúrlegu bragðefni ,,Norður Bragð“. Þetta sama haust árið 1996 hófum við samstarf við breska fyrirtækið Phairson Medical Ltd. Um rannsóknir, þróun og vinnslu á próteinkljúfum úr ljósátu frá Suðurskautshafinu (Antarctic krill), en fyrirtækið á einkaleyfi um notkun þessara próteinkljúfa til að græða sár. Ensímin úr ljósátu þóttu hafa yfirburði til slíkra hluta, m.a. eftir niðurstöðum margra ára klínískra rannsókna á Norðurlöndum að dæma.
Samstarf okkar við Phairson var farsælt og skilaði margvíslegum árangri, báðum til hagsbóta. Við höfum nú framleitt nokkrar lotur af þessu ljósátuensími til klínískra rannsókna á Bretlandseyjum, sem virðast vera að skila tilætluðum árangri. En annar var þó árangur samstarfsins við Phairson sem skilaði okkur hjá Ensímtækni ehf. afar mikilvægum niðurstöðum. Hann laut að þeirri spurningu hvort þau ensím úr þorski, sem við höfðum rannsakað um árabil, hefðu svipaða virkni og ljósátuensímin frá Phairson. Fengin var til þess verks sérfræðingur við rannsóknarstofnun í ónæmisfræði í Kanada. Niðurstöður hans sýndu svo ekki varð um villst að próteinkljúfar úr þorski eru mun Vor 2002 14.4.2009 15:50 Page 31 öflugri en úr ljósátu og öðrum þeim lífverum sem prófaðar voru. Þetta átti bæði við um hraða niðurbrots próteinanna og gerð þeirra próteina sem ensímin vinna á.
Enn áhugaverðara var þó, að próteinin sem þorskaensímin brjóta niður eru utanfrumuprótein, er finnast í óhóflegum styrk í vefjum þeirra sem þjást af ýmsum sjúkdómum. Hér er átt við prótein eins og TNF-alfa, (tumor necrosis factor alfa), cytokine eins og interleukin 1, MMP ensím og ýmis frumuhimnuprótein ónæmiskerfisins, eins og CD4, CD8, CD54 og fleiri. Prótein af þessum erðum eru talin af sumum tengjast gigtarsjúkdómum, bólgum, psoriasis, exemum og ofnæmisútbrotum, svo eitthvað sé nefnt. Þegar þessar niðurstöður lágu fyrir vöknuðu ýmsar spurningar. Væri þá hugsanlegt að þorskaensímin gætu hamið þessa sjúkdóma eða slegið á einkenni þeirra? Og ef svo væri, hvernig ætti að beita ensímunum, þ.e. koma þeim að þessum sjúkdómstengdu próteinhvarfefnum inni í lífverunni?
Þyrfti að taka ensímin í töfluformi og láta þau vinna kerfislægt (systemískt)? Eða væri hugsanlegt að þau gætu sem próteinkljúfar brotið sér leið í gegnum húðina að meininu? Ólíklegt og ótrúlegt, en ekki óhugsandi, einkum í ljósi þess sem próteinkljúfar úr slöngueitri virtust gera. Nú var forvitnilegt að láta á það reyna hvort Pensímin kæmust inn um húðina og hefðu tilætluð áhrif. Ekki virtist áhættan mikil þar sem próteinkljúfar sömu gerðar (trypsin og aðrir serín próteinkljúfar) höfðu verið notaðir í lyf um árabil til að græða sár eða teknir inn til meltingarbóta.
Þá er slíkum ensímum einnig sprautað í æð til að leysa upp blóðtappa, en í því getur verið fólgin nokkur áhætta. Það var hins vegar deginum ljósara að til mikils var að vinna, og ávinningurinn gæti orðið mikill fyrir stóran hóp fólks. Hugsanlega væri á ferðinni nýtt lyfjaefni án aukaverkana sem nota mætti til viðbótar við eða í staðinn fyrir stera og hefðbundin NSAID efni (Non Steroidal Anti InflammatoryDrugs). Ljóst þótti einnig að þorskatrypsin á húð hefði lítil eða engin skaðleg áhrif þar sem sjómenn hafa fengið það á húðina við að slægja fisk án skaða eins lengi og menn hafa veitt þorsk til matar.
Tilraunir á sjálfum mér og nokkrum sjálfboðaliðum hófust haustið 1997 með mjög góðum árangri. Af þeim mátti ráða að ensímið hlyti að fara inn í gegnum húðina. Þá varð til nafnið ,,Penzyme“ úr ensku orðunum ,,penetrating enzyme“, pensím eða djúpvirk ensím á íslensku, en einkaleyfið þar að lútandi heitir „Fish serine proteinases and their pharmaceutical and cosmetic use“ (alþjóðlegt einkaleyfi WO 00/78332 A2). Ekki höfum við þó enn sannað þessa djúpvirkni (penetration) með beinum mælingum, en nú stendur yfir undirbúningur slíkra rannsókna.
PENZIM húðáburður verður til
Eftir prófanir okkar á sjálfum mér og nokkrum sjálfboðaliðum með góðum árangri stóðum við frammi fyrir þeirri ákvörðun að hefja göngu á þeirri löngu, ströngu og dýru leið að þróa lyf með pensím ensímum eða hefja framleyðslu snyrtivara með sömu pensím ensímunum, en í lágum styrk. Ákveðið var að fara báðar leiðirnar. Fyrst snyrtivöruleiðina með þróun og framleiðslu á PENZIM húðáburðinum, en í framhaldi af því yrði ráðist í þróun lyfja með Pensím ensímum í viðeigandi styrk, klínískar rannsóknir, skráningu og um sókn m markaðsleyfi. Þetta ferli er þegar hafið með rannsókn á Ítalíu og annarri í Frakklandi í samstarfi við þarlend fyrirtæki.
Þá er hafinn undirbúningur að klínískum rannsóknum á Íslandi í samstarfi við Encode hf. og rannsóknum á djúpvirkni ensímanna í samstarfi við Lyfjaþróun hf. Þau einkenni sem einkum kemur til greina aðskoða í klínískum rannsóknum með tilliti til hugsanlegra áhrifa smyrsla með pensími eru eftirfarandi: Bólgur og verkir í tengslum við slitgigt, liðagigt, vefjagigt, fjölvöðvagigt, liðabólgur, vöðvabólgur, sinabólgur, festumein, bláæðabólgur, sogæðabólgur, æðahnúta og gyllinæð. Húðútbrot og exem eins og psoriasis, barnaexem, snertiexem, flösuexem, útbrot vegna fæðuofnæmis, þurr, sár og sprungin húð, andlitsbólur og kýli, líkþorn, vörtur, húðkláði og sviði, skordýrabit.
Sár og áverkar, eins og brunasár (t.d. eftir geislameðferð), skurðir og frunsur, sár vegna efnabruna (t.d. sýrubruna). Bólgur og íþróttameiðsl ýmis konar, vöðvaverkir og sársauki vegna meiðsla og slysa, svo sem tognana og beinbrota. Sveppasýkingar svo sem candidasýkingar og fótsveppir. Hér er margt talið til og ljóst að nauðsynlegt verður að velja aðeins fáein einkenni til klínískra rannsókna, að minnsta kosti til að byrja með. Líklegt má þó telja að slitgigt, psoriasis, barnaexem, andlitsbólur og sveppasýkingar verði þar ofarlega á blaði. Skylt er að taka það skýrt fram að hér er alls ekki verið að halda því fram að PENZIM húðáburðurinn geti haft áhrif á nokkurt þessara einkenna.
Viðtökur neytenda og heilbrigðisstétta, auk vitnisburða notenda, hafa verið með þeim hætti að ástæða er til nokkurrar bjartsýni um árangur á alþjóðamarkaði, bæði á sviði snyrtivara, náttúrurvara og lyfja. PENZIM húðáburðurinn, snyrtivaran sem nú er á markaði, hefur líkað afar vel sem mýkjandi, nærandi, græðandi og rakagefandi húðáburður fyrir allan líkamann. Nú er hafin þróun á andlitssnyrtivörum og nuddlegi með pensími. Líklega eru fáar eða engar snyrtivörur til í dag sem endurnýja húðina á jafn mildan en áhrifaríkan hátt og PENZIM húðáburðurinn.
Ef viðtökur erlendis verða álíka góðar og á Íslandi eða bara hóflegt brot af því, gæti hér verið á ferðinni einstök tækni og afurðir hennar sem skilað gæti Íslendingum umtalsverðum ávinningi með framleiðslu ensíma, náttúruefna, snyrtivara og lyfja úr úrgangi sjávarfangs. Hvað framtíðin ber í skauti sér veit enginn, en ef við berum gæfu til að leggjast á eitt og vinna að framgangi þessa máls, óttast ég ekki um útkomuna.
Flokkar:Kynningar