Musteristré og Alzheimserssjúkdómur

Niðurstaðan úr tveimur könnunum sem birtar hafa verið nýlega, bendir til að extrakt úr musteristré (Ginkgo biloba) sé áhrifaríkur til að seinka og jafnvel snúa við sumum einkennum Alzheimerssjúkdóms, ef byrjað er að nota extraktinn í upphafi sjúkdómsferilsins. Í annarri könnuninni voru áhrif extrakts úr musteristré borin saman við áhrif fjögurra lyfja (tacrine, domepezil, rivastigmine og metrifonate), sem öll tilheyra lyfjaflokki sem nefndur er kólín-esterasahamlarar og eru sennilega einu lyfin, sem sýnt hafa teljandi árangur við Alzheimerssjúkdóm.

Enginn umtalsverður munur kom fram á árangri af að nota musteristré og eitthvert þessara lyfja, nema aukaverkanir voru langmestar af tacrine. Niðurstöður sem dregnar voru af þessari könnun voru að öll lyfin, að undanskildu tacrine, væru álíka áhrifarík og musteristré til að meðhöndla mild og í meðallagi alvarleg einkenni Alzheimerssjúkdóms.

Við hina könnunina koma fram sú tilgáta að í Alzheimerssjúkdómi stafi sú glötun á virkni boðefnisins (acelyl) kólíns í heilaberkinum, sem finnst í heila látins fólks, af sjúkdómi sem það hafi fengið fyrr á ævinni. Niðurstaðan var því sú, að eingöngu fólk með alvarlega heilabilun sé með skerta virkni kólíns í heilanum og að skortur á þeirri virkni sé ekki til staðar við mild einkenni Alzheimerssjúkdóms. Aðeins sjúklingar með alvarleg einkenni heilabilunar eiga því að nota kólín-exterasa-hamlara. Vegna þess að musteristré er ekki kólin-esterasa-hamlari en vinnur á allt annan hátt, er því sennilega miklu æskilegra að nota musteristré heldur en áðurnefnd lyf fyrir fólk með byrjunareinkenni Alzheimerssjúkdóms. Mælt er með að nota 120-240mg af extrakt úr musteristré daglega.

Heimild: Kery Bone, Townsend Letter for Doctors and Patients, janúar 2001.



Flokkar:Úr einu í annað

Flokkar/Tögg, , , , , ,

%d bloggers like this: