Úr einu í annað – Haust 2000

Hér eru birtar 13 áhugaverðar stuttar greinar . Fyrirsagnir þeirra eru :

  • Tæki sem finnur krabbameinsfrumur. 
  • Tæki sem finnur krabbameinsfrumur. 
  • C-vítamín og barnabólusetningar. 
  • Langvarandi nef- og ennisholusýkingar stafa af sveppum. 
  • Rafsvið tengist sjálfsvígum. 
  • Mjólkurdrykkja hindrar ekki beinbrot. 
  • Áhrifaríkt vörtumeðal. 
  • Lyf fækkar krabbameinum og blóðtöppum. 
  • Lítið kólesteról í blóði veldur depurð. 
  • Östrógen fækkar ekki hjartaáföllum. 
  • Fitusýra í lýsi við geðveiki. 
  • C-vítamín og háþrýstingur. 
  • Cordyceps-fjölhæft jurtalyf. 

Áhugavert jurtalyf
Jurtalyf frá Tíbet, sem nefnt er ,,Padma 28″ var prófað á 34 sjúklingum með langvarandi lifrarbólgu B. Sex töflur voru notaðar á dag, gefnar einni klukkustund fyrir máltíðir. Prófunin stóð í eitt ár. Einhver eða mikill bati varð hjá 26 sjúklinganna (76,5%). Þessi frumkönnun bendir til að töluvert gagn sé af þessu jurtalyfi gegn þessum sjúkdómi sem oft er mjög erfitt að lækna með hefðbundnum aðferðum. Padma hefur einnig reynst vel við heila og mænusigg (MS) og sjúkdóma í æðakerfinu. Ekki er vitað, efni sem nefnt er ,,Padma Basic“ fæst þar. Heimild: Alan R. Gaby, læknir. Townsend Letter for Doctors and Patients, júlí 2000.

Tæki sem finnur krabbameinsfrumur
Lítið tæki sem er grundvallað á leysigeisla getur fundið krabbameinsfrumur á nánast andartaki segir í smágrein í Townsend Letter for Doctors and Patients¸ júní 2000, eftir Joseph M. Mercola lækni. Tækið er þróað hjá U.S. Department of Energy (Orkustofnun Bandaríkjanna). Tækið sem enn er í þróun, á að geta aðstoðað skurðlækna, meðan á aðgerð stendur, við að þekkja illkynja frumur frá heilbrigðum og þannig koma í veg fyrir að meira af heilbrigðum frumum séu teknar úr krabbameinssjúklingum um leið og æxlið er tekið heldur en nauðsynlegt er. Krabbameinsfrumur innihalda meira prótein en heilbrigðar og eru því lítið eitt þéttari eða minna gegnsæar en aðrar frumur. Örmjór leysigeisli smýgur gegnum frumurnar og mælir þéttleika þeirra á örlitlu sekúndubroti.

Tækið getur mælt allt að 100 þúsund frumur á sekúndu. Skurðlæknirinn getur því á sekúndubroti séð hvort sár er laust við meinfrumur. Búist er við að tækið kosti „aðeins“ 10 – 50 þúsund dollara, sem er miklu lægri upphæð en flókin lækningatæki kosta oft. Þó að skurðlækningar verði örugglega ekki lokasvarið við krabbameinsvandamálinu er þó tæki eins og hér er lýst gagnlegt og kemur til með að hjálpa skurðlæknum við að skemma ekki heilbrigða vefi meira en óhjákvæmilegt er, sé þörf á að skera burt krabbamein.

C-vítamín og barnabólusetningar
Læknirinn C. Alan B. Clemetson ræðir í Journal of Orthomolecular Medcine um barnabólusetningar og  hvort megi e.t.v. koma í veg fyrir vandamál sem stundum koma fyrir í sambandi við þær með því að gefa börnunum C-vítamín á undan og eftir bólusetningunni. Hann segir að þessi vandamál séu að vísu ekki al- geng en veit þó um dauðsföll og alvarleg eftirköst sem rekja má til þannig bólusetninga. Yfirleitt, segir hann fá börnin nægilega mikið af C-vítamíni og þá veldur bólusetningin oftast engum slæmum eftirköstum. Í nokkrum tilfellum hafa börnin þó ekki fengið nægilega mikið af þessu vítamíni. Það getur t.d. stafað af því að barnið sé með kvef eða sé nýstaðið upp úr einhverri sýkingu.

Þá eyðist upp varaforði líkamans af C-vítamíni og við það að bólusetja gegn mörgum sjúkdómum í einu skapast oft alvarlegur skortur á því. Þessi skortur getur komið fram með ýmsu móti. T.d. verður oft mikil losun á histamíni, sem getur m.a. valdið flogum, sem hugsanlega geta leitt til skyndilegs dauða. Sýnt hefur verið fram á að þetta gerist í dýratilraun- um á naggrísum (sem ekki mynda sjálfir C-vítamín). Sé nægjanlegt C-vítamín gefið losnar miklu minna histamín og dýrin lifa, en annars deyr um helmingur þeirra. Sannanir eru taldar fyrir því að börn með lág- marks C-vítamín í blóði hafa minna viðnám gegn aukaverkunum af bólusetningum. Fyrst var bent á þetta árið 1971 af A. Kalokerinos og G.C. Dettman 1973. Í bók sinni ,,Every Second Child“ (Annaðhvort barn) skrifar Kalokerinos um reynslu sína meðal frumbyggja Ástralíu og hvítra manna þar.

Hann varð vitni að vo mörgum dauðsföllum sem fylgdu í kjölfar bólusetningar gegn barnaveiki, kíghósta og stífkrampa að hann var kominn á fremsta hlunn með að hætta lækningum, þar til að hann uppgötvaði ástæðuna. Flest börnin sem bólusett voru hjá honum komu þangað vegna einhverra veikinda, t.d. sýkinga í öndunarfærum. Hann bólusetti þau svo vegna þess að hann óttaðist að hann fengi ekki annað tækifæri til að gera það. Þessi börn skorti öll C-vítamín, sem var afleiðing af sýkingunni. Þegar þau svo voru einnig bólusett minnkaði C-víta- mínið ennþá meira og það þoldu þau ekki. Þegar hann fór að gefa þeim C-vítamín dóu ekki fleiri börn en því miður voru aðeins fáir læknar sem vissu af þessari uppgötvun.

Minniháttar sýking eins og kvef minnkar C-vítamínið í hvítum blóðfrumum um helming á innan við sólar-hring segja R. Hume og E. Weyers (Scot. Med. Journal, 1973) og jafnvel örlítið af kopar í drykkjar- vatni eða að taka járnpillur við blóðleysi getur valdið því að C-vítamín glatist. Sumir kunna að ímynda sér að C-vítamínskortur sé aðeins til meðal frumbyggja Ástralíu. Þetta er þó alger fásinna að halda og þessvegna þurfi aðrir ekki að hafa áhyggjur af að bólusetja börn sín. Félagsskapur er starfandi í Bretlandi, Banda- ríkjunum og víðar, sem aðstoðar og fræðir fólk sem telur sig hafa orðið fyrir skaða á börnum sínum vegna bólusetningar.

Bók hefur verið gefin út af H.L. Coulter og B.L. Fischer: A Shot in the Dark. New York. Avery Publishing Group. Inc. 1991. Þessi bók segir frá miklum fjölda barna sem talið er að hlotið hafi  heilaskaða sem afleiðingu bólusetningar gegn barnaveiki, kíghósta, stífkrampa, rauðum hundum, misling- um eða hettusótt. Ég hef áður rætt um barnabólusetningar og ætla ekki aftur að endurtaka það sem nýlega hefur verið birt í Heilsuhringnum um þær. Höfundur þeirrar greinar sem hér er verið að vitnað til, leggur þunga áherslu á að grundvallaratriði sé að gefa börnunum C-vítamín, bæði fyrir og eftir bólusetninguna, og bólusetja aldrei börn sem ekki eru vel frísk og helst ekki að bólusetja gegn mörgum sjúkdómum í einu. Heimild: C. Alan B. Clemetson, Journal of Orthomolecular Medicine, 14. árg. 3. ársfj. 1999.

Langvarandi nef- og ennisholusýkingar stafa af sveppum
Sennilega valda sveppir meirihluta allra bólgusjúkdóma í nef- og ennisholum. Svo er að minnsta kosti álitið í stuttri grein í Towsend Letter for Doctors and Patients í júní 2000. ,,Þetta er byltingarkennd hugmynd sem gefur milljónum einstaklinga sem þjást af þessu vandamáli nýja von“, segir dr. Jens Ponikau sem stjórnaði hópi rannsóknarmanna við Mayo sjúkrahúsið í Rochester, Minnesota í Bandaríkjunum. ,,Þartil nú hefur orsök þessa sjúkdóms ekki verið þekkt“.

Með nýrri tækni við að safna og rannsaka slím úr nefgöngum gátu vísindamennirnir sýnt fram á, að 202 sjúklingar af 210 með króniskar nef- eða ennisholusýkingar voru með sveppi í slíminu frá þessum stöðum. Til viðbótar fundu þeir hvítar blóðfrumur sem nefndar eru  eósenfílur  frá næstum öllum sjúklingum sem fóru í aðgerð vegna sepa (polyps), sem taka þurfti úr nefholi.Eósenfílur eru hvítar blóðfrumur sem sérstaklega finnast í vefjum og blóði sem verður fyrir ónæmishvatningu, t.d. af ofnæmi eða sníkjudýrasýkingu.

Ályktunin sem rannsóknarmennirnir drógu af þessu var að „sveppir séu sennilega ástæðan fyrir næstum öllum þessum vandamálum“. Þeir bættu við að þetta væru í sjálfu sér ekki ofnæmisviðbrögð. Frekar mætti kalla það ónæmisviðbrögð. Þessi uppgötvun var birt í septemberhefti tíma- ritsins Mayo Clinic Proceedings, 1999. Áður hafði verið talið að minna en 10% sjúklinga með sýkingar í nefholi væru ofnæmir fyrir sveppum. Þó að eósenfílur fyndust í næstum öllum sýnum úr nefholi sjúkling-anna, fundu vísindamennirnir samt ekki ónæmisglobúlin E, sem er talið merki um ofnæmi.

Þeir drógu þá ályktun af þessu, að ,,ýkingin“ væri ónæmisviðbrögð líkamans gegn sveppum en ekki eiginlegt ofnæmi. Þetta gæti skýrt hversvegna and-histamín-lyf gagnast ekki, því að þau gagnast fyrst og fremst gegn ofnæmiseinkennum en ekki gegn ónæmisviðbrögðum af öðrum ástæðum. Sennilega mætti í ljósi þessarar uppgötvunar nota viðeigandi sveppalyf til að lækna þannig sýkingar í nefholi, en greinin segir ekkert um hvaða sveppir vísindamennirnir telja að oftast valdi þessum ónæmisviðbrögðum.

Rafsvið tengist sjálfsvígum
Bandarískir vísindamenn hafa uppgötvað óvenjulega tíð sjálfsvíg meðal manna sem unnu í sterku Rafsegul- sviði. Það er einkum rafsegulsvið með mjög lágri tíðni sem virðist valda þessu. Rannsóknarmennirnir báru 5000 starfsmenn hjá rafveitum og skyldum fyrirtækjum, sem að jafnaði dvöldu í sterku rafsegulsviði, saman við jafnstóran hóp sem stundaði önnur störf. Í ljós kom að tvisvar sinnum fleiri sjálfsvíg voru hjá hópnum sem starfaði í rafsviðinu heldur en í hinum hópnum. Ályktanirnar sem af þessu voru dregnar, voru að sannanir séu fyrir að uppsöfnuð áhrif af lágtíðni rafsegulsviði auki tíðni sjálfsvíga. Ungt fólk, sem dvaldi í mesta rafsegulsviðinu hafði hæsta tíðni sjálfsvíga.

Tilgátur hafa komið um að rafsegulsviðið trufli myndun á hormóninum melatonin í heilakönglinum en sennilega er þó ekkert sannað í þeim efnum. Fróðlegt væri að kanna hér á Íslandi, hvort sjálfsvíg eru tíð meðal starfsmanna í kerskálum álverksmiðja, en í kerskálunum er mjög sterkt flöktandi segulsvið en sennilega ekki mjög mikið rafsvið. Heimild: Journal of Occupational and Environmental Medicine, 15. mars 2000.

Mjólkurdrykkja hindrar ekki beinbrot
Alan R. Gaby, læknir segir í Townsend Letter for Doctors and Patients í október 1998 frá könnunsem gerð var á 77.761 konum, 34 – 59 ára gömlum og stóð í 12 ár. Könnunin var gerð til að sjá hvort beinbrot hjá konum sem drukku tvö eða fleiri glös af mjólk á dag væru fleiri eða færri hlutfallslega heldur en hjá konum sem notuðu minna en tvö mjólkurglös á dag. Niðurstaðan var nokkuð önnur en búist hafði verið við, því að beinbrot hjá þeim konum sem drukku meira af mjólkinni voru 45% fleiri hlutfallslega en hjá þeim sem notuðu minna en tvö glös á dag.

Enda þótt þetta væri ekki talinn marktækur munur af þeim sem að könn- uninni stóðu er þó augljóst að sá áróður, sem rekinn hefur verið víða, að það aða drekka tvö glös á dag af mjólk verji konur fyrir beinþynningu, styðst illa við staðreyndir. Frekar mætti segja að það auki líkur á beinbrotum að drekka tvö mjólkurglös á dag. Þetta leiðir hugann að því sem haldið hefur verið fram að steinefni úr fitusprengdri mjólk nýtist lítið sem ekkert. Kannske er þarna komin skýring á þessari þver- stæðu, sem margir eiga erfitt með að skilja. Enginn rengir að mikið kalk sé í mjólk.

Það segir þó lítið um hversu mikið af því nýtist og hvort fitusprenging og gerilsneyðing kunni að spilla annars hollri matvöru. Bæði erlend og innlend reynsla hefur þrásinnis sýnt að kálfar þrífast ekki á gerilsneyddri og fitusprengdri mjólk. Fái þeir ekki mjólkina beint úr kúnni, án þess að hún sé meðhöndluð eins og við og börnin okkar verðum að gera okkur að góðu, veslast kálfarnir upp og drepast að lokum. Ástæðan fyrir því er að miklu leyti eða oftast alvarleg beinkröm.

Nýlega talaði við mig bóndakona utan af landi. Meðal annars sem hún sagði við mig var að hún yrði alltaf að halda eftir heima nægilega mikilli mjólk til að gefa kálfunum, því að annars dræpust þeir, ef þeir þyrftu að drekka sömu mjólk og fólkið. Eru líkur til að við getum frekar nýtt steinefnin úr verksmiðjuunninni mjólk heldur en kálfarnir? Á höfuðborgarsvæðinu hefur fengist mjólk sem ekki er fitusprengd, undir nafninu ,,Lífræn mjólk“. Sennilega er hún til muna hollari en venjuleg fernumjólk en er ennþá töluvert dýrari. Venjulegur rjómi er heldur ekki fitusprengdur og má blanda í undanrennu u.þ.b. 1:10 og fá þannig ófitusprengda mjólk.

Ekki má þó nota ,,Kaffirjóma“, sem svo er nefndur, því að hann er fitusprengdur. Sennilega nýtast steinefni betur úr skyri, mysu, undanrennu, áfum og ostum heldur en úr fitusprengdri mjólk, þó að greinarhöfundur hafi raunar engar vísindalegar kannanir til að styðjast við í þeim efnum. Trúlega er heldur ekki neitt sérlega skynsamlegt að nota mikið af kalktöflum einum sér, eins og konum er stundum ráðlagt. Önnur steinefni, t.d. magnesíum og kísill eru sennilega ekki síður mikilvæg og stórir skammtar af kalki geta truflað upptöku annarra steinefna. Þannig geta kalktöflurnar jafnvel verkað öfugt við það sem til er ætlast og stuðlað að beingisnun.

Einnig þarf D-vítamín, t.d. úr lýsi, að vera nægilegt svo að kalkið nýtist. Mjólkurofnæmi eða óþol getur auk þess valdið því að fólk nýti illa steinefni úr mjólk. Vitað er og viðurkennt að fitusprengingin eykur líkur á ofnæmi fyrir mjólk. Þetta er enn ein ástæða þess að fitusprengingin skaðar hollustu mjólkurinnar og gerir hana að vafasamri næringu, t.d. fyrir börn sem oft fá eyrnabólgu. Það er þó utan þess efnis sem ég er hér að ræða um og því læt ég staðar numið.

Beinþynning eða beingisnun er sjúkdómur sem einkum hrjáir eldra fólk, einkum konur. Mikill áróður hefur verið rekinn fyrir því að fólk drekki daglega mjólk til að verjast þessum ófögnuði. Greinarhöfundur dregur reyndar í efa að mjólkurdrykkja ein sér geti bætt þar miklu um. Frekar væri að undanrenna og/eða mysa gagnaði eitthvað, því að kannanir benda að kalk úr fitusprengdri mjólk nýtist mjög illa. Stór könnun sem gerð var í Mexíkó fyrir meira en áratug sýndi til muna meiri beinþynningu í fólki sem notaði daglega mjólk heldur en þeim sem aldrei notuðu mjólk.

Sagt var frá þessari könnun í bandaríska  tímaritinu Vegetarian Times, en því miður fann ég ekki blaðið og get því ekki sagt nr. eða árgang þess, en það var fyrir 1990. Það var þó ekki þetta sem ég ætlaði að ræða um, heldur að vekja athygli lesenda á öðru sem lítið hefur verið rætt hér á landi. Eins og kunnugt er þurfa efnin kalk, fosfór og sennilega magnesíum að vera í jafnvægi í fæðunni ef vel á að fara. Þetta hefur lengi verið vitað og þarf því ekki nánari rökstuðning. Sé of mikill fosfór, eða nánar sagt fosfórsýra, í matnum er kalk og magnesíum tekið annarstaðar í líkamanum, sérstaklega úr beinum, til að binda umfram fosfórsýru úr fæðunni.

M.ö.o. getur mjög fosfórsýruríkt fæði valdið úrkölkun í beinum. Þetta er þekkt og viðurkennd staðreynd sem ekki er líklegt að neinn sem kynnt hefur sér þessi mál muni reyna að mótmæla. Annað sem færri hafa sennilega gert sér ljóst er að kóladrykkir eru sýrðir með fosfórsýru. Þó að ekki sé beinlínis hægt að segja að þessir drykkir séu eitraðir er þó augljóst að mikil kóladrykkja krefst stóraukinnar neyslu á kalki og magnesíum til að binda fosfórsýruna úr kóladrykkjunum. Að öðrum kosti verður líkaminn að taka þessi efni úr beinunum, sem hann vafalaust gerir oft. Því má segja með almennum orðum, að mikil kóladrykkja valdi úrkölkun beina, nema samtímis sé notað kalk og magnesíum í stórum skömmtum.

Fyrir allmörgum árum var greinarhöfundur á fyrirlestri um ,,beingisnun“ hjá þekktum sérfræðingi. Hann talaði m.a. um að mikil fosfórsýra í mat, t.d. kjötvörum gæti stuðlað að beingisnun. Nokkrar umræður urðu á eftir og spurði greinarhöfundur hann þá hvort ekki væri eins mikil ástæða til að hafa áhyggjur af öllum þeim kóladrykkjum sem þjóðin drekkur árlega hér á Íslandi. Sérfræðingurinn eins og vaknaði af draumi. ,,Þetta hefur mér bara aldrei dottið fyrr í hug. Líklega þyrfti að athuga þetta sérstaklega“. Þó að þetta hafi ekki ennþá verið athugað, svo að greinarhöfundur viti til, finnst honum þó ekki ólíklegt að mikil kóladrykkja sé ein höfuðástæðan fyrir aukinni tíðni beingisnunar á Íslandi.

Sennilega er dólómít einna besta kalk- og magnesíum- uppspretta sem fáanleg er og örugglega sú ódýrasta. Dólómít nýtist þó ekki þeim sem skortir magasýrur og reyndar ekki heldur calcíum- eða magnesíum-oxid eða – hydroxid. Best er þó sennilega að drekka sem minnst af kóladrykkjum, þó að ég segi ekki með þessu að ekki megi smakka þessa drykki stöku sinnum. Fólk með beingisnun ætti þó aldrei að drekka kóladrykki nema taka um leið nokkrar dólómíttöflur eða aðra kalk- og magnesíumgjafa. Áður birt í haustblaði Hh 1999.

Beinþynning eða beingisnun er sjúkdómur sem einkum hrjáir eldra fólk, einkum konur. Mikill áróður hefur verið rekinn fyrir því að fólk drekki daglega mjólk til að verjast þessum ófögnuði. Greinarhöfundur dregur reyndar í efa að mjólkurdrykkja ein sér geti bætt þar miklu um. Frekar væri að undanrenna og/eða mysa gagnaði eitthvað, því að kannanir benda að kalk úr fitusprengdri mjólk nýtist mjög illa. Stór könnun sem gerð var í Mexíkó fyrir meira en áratug sýndi til muna meiri beinþynningu í fólki sem notaði daglega mjólk heldur en þeim sem aldrei notuðu mjólk.

Sagt var frá þessari könnun í bandaríska tímaritinu Vegetarian Times, en því miður fann ég ekki blaðið og get því ekki sagt nr. eða árgang þess, en það var fyrir 1990. Það var þó ekki þetta sem ég ætlaði að ræða um, heldur að vekja athygli lesenda á öðru sem lítið hefur verið rætt hér á landi. Eins og kunnugt er þurfa efnin kalk, fosfór og sennilega magnesíum að vera í jafnvægi í fæðunni ef vel á að fara. Þetta hefur lengi verið vitað og þarf því ekki nánari rökstuðning.

Sé of mikill fosfór, eða nánar sagt fosfórsýra, í matnum er kalk og magnesíum tekið annarstaðar í líkamanum, sérstaklega úr beinum, til að binda umfram fosfórsýru úr fæðunni. M.ö.o. getur mjög fosfórsýruríkt fæði valdið úrkölkun í beinum. Þetta er þekkt og viðurkennd staðreynd sem ekki er líklegt að neinn sem kynnt hefur sér þessi mál muni reyna að mótmæla. Annað sem færri hafa sennilega gert sér ljóst er að kóladrykkir eru sýrðir með fosfórsýru. Þó að ekki sé beinlínis hægt að segja að þessir drykkir séu eitraðir er þó augljóst að mikil kóladrykkja krefst stóraukinnar neyslu á kalki og magnesíum til að binda fosfórsýruna úr kóladrykkjunum.

Að öðrum kosti verður líkaminn að taka þessi efni úr beinunum, sem hann vafalaust gerir oft. Því má segja með almennum orðum, að mikil kóladrykkja valdi úrkölkun beina, nema samtímis sé notað kalk og magnesíum í stórum skömmtum. Fyrir allmörgum árum var greinarhöfundur á fyrirlestri um „beingisnun“ hjá þekktum sérfræðingi. Hann talaði m.a. um að mikil fosfórsýra í mat, t.d. kjötvörum gæti stuðlað að beingisnun. Nokkrar umræður urðu á eftir og spurði greinarhöfundur hann þá hvort ekki væri eins mikil ástæða til að hafa áhyggjur af öllum þeim kóladrykkjum sem þjóðin drekkur árlega hér á Íslandi.

Sérfræðingurinn eins og vaknaði af draumi. „Þetta hefur mér bara aldrei dottið fyrr í hug. Líklega þyrfti að athuga þetta sérstaklega“. Þó að þetta hafi ekki ennþá verið athugað, svo að greinarhöfundur viti til, finnst honum þó ekki ólíklegt að mikil kóladrykkja sé ein höfuðástæðan fyrir aukinni tíðni beingisnunar á Íslandi. Sennilega er dólómít einna besta kalk- og magnesíum- uppspretta sem fáanleg er og örugglega sú ódýrasta. Dólómít nýtist þó ekki þeim sem skortir magasýrur og reyndar ekki heldur calcíum- eða magnesíum-oxid eða – hydroxid. Best er þó sennilega að drekka sem minnst af kóladrykkjum, þó að ég segi ekki með þessu að ekki megi smakka þessa drykki stöku sinnum. Fólk með beingisnun ætti þó aldrei að drekka kóladrykki nema taka um leið nokkrar dólómíttöflur eða aðra kalk- og magnesíumgjafa. Áður birt í haustblaði Hh 1999.

Áhrifaríkt vörtumeðal
Áttatíu og fimm sjúklingar með vörtur voru valdir tilviljunarkennt til að fá annaðhvort sprautu með mótefnisvaka gegn candida-sveppum inn í rót vörtunnar eða samskonar sprautu með saltvatni sem notað var sem lyfleysa (placebo). Notaður var 0,1 ml af 1:1000 blöndu af mótefnisvakanum. Meðferðin var endurtekin að mánuði liðnum. Hjá þeim sem fengu mótefnisvakann hurfu vörturnar í 85% tilfella en í 25% hjá þeim sem fengu saltvatnið. Þrjátíu og sex prósent þeirra sem fengu mótefnisvakann losnuðu við vörturnar eftir fyrri meðferðina eina sér.

Síðar fengu þeir sem áður var gefið saltvatnið einnig mótefnisvakann. Þá hurfu vörturnar af 76% þeirra. Engar teljandi hliðarverkanir fylgdu meðferðinni nema nokkrir töluðu um lítilsháttar sviða kringum stunguna í einn til tvo daga. Þessi könnun bendir til að sprautun með candida mótefnisvaka sé áhrifarík aðferð til að lækna vörtur. Þó að ekki sé ennþá vitað hvernig þetta verkar er þó álitið að um einhverskonar ónæmisvirkni sé hér að ræða. .  Heimild: Alan R. Gaby. læknir. Townsend Letter for Doctors and Patients, febr./ mars 2000

Kólesteróllækkandi lyf valda taugaskaða
Lyf af ,,statin“ lyfjaflokknum, t.d. lovastatin  (mevacor), og simvastatin, sem notuð eru til a minnka kólesteról í blóði, geta auk annarra hliðarverkana valdið taugaskaða í útlimum. Þessar aukaverkanir geta lýst sér sem brunasviði á fótum sem lagast fljótlega eftir að hætt er að nota lyfið en kemur á nýjan leik ef farið er að nota það aftur. Þessi lyf verka þannig að þau hindra ensím í lifrinni sem myndar efni sem lifrin síðan notar til að búa til úr kolesterol. Þetta sama efni notar lifrin einnig til að búa til kóensím Q-10, svo að um leið og dregið er úr myndun kolesterols dregur einnig úr myndun Q-10.

Sennilega stafa flestar aukaverkanir sem ,,statin“- lyfin valda af þessu og má trúlega oftast komast hjá þeim með því að nota kóensím Q-10 samhliða lyfjunum. Ég ráðlegg því öllum sem nota þessi lyf að nota einnig Q-10, 30 – 60mg á dag. Sé það ekki gert kann að vera að þessi lyf geri meira illt en gott og að aukaverkanirnar geri meira en vega upp á móti hugsanlegu gagni af að nota þau.
Heimild: J.M. Mercola, læknir. Townsend Letter for Doctors and Patients, október 1998.

Lyf fækkar krabbameinum og blóðtöppum
Wayne Martin segir í bréfi til Townsend Lette for Doctors and Patients í maí 2000 frá því að lyfið Dipyridamole geti sennilega fækkað þeim sem deyja úr krabbameini umtalsvert og hindrað meinvörp. Þetta lyf er notað til að draga úr líkum á að blóðflögur límist saman og myndi blóðtappa sem loka æðum og valda t.d. hjarta- og heilaáföllum. Aspirín hefur verið notað í sama tilgangi með takmörkuðum árangri. Í The Lancet, 12. des. 1987 kom skýrsla frá European Stroke Prevention Study. Þar var rætt um að ófullnægjandi árangur væri af asperíni einu sér fyrir fólk sem fengið hefði aðkenningu af heilaáfalli. Í könnun sem skýrt var frá, var 300 mg af dipyridamole daglega bætt við aspirínið sem fólkið fékk. Árangurinn var frábær. Á tveggja ára tímabili fækkaði heilaáföllum um 50% (helming), hjartaáföllum um 38% og dauðsföllum úr krabbameini um 25%.

Eigi krabbameinsfrumur að geta borist með blóðrásinni til fjarlægra líffæra og valdið meinvörpum, verða meinfrumurnar að geta límt sig fastar við innra borð æðanna og fjölgað sér þar og orðið upphaf nýs æxlis. Svo virðist sem dipyridamole hindri þetta með því að varna blóðflögum að límast saman. Þannig hindrar það samtímis að blóðtappar verði til og að meinvörp nái að myndast. Vel má vera að krabbameinshindrandi verkanir dipyridamole megi allar skýra með þessu en fleira gæti þó komið til. Eva Bestida o.fl. við Háskólann í Barcelona sögðu í skýrslu í Cancer Research í september 1985, frá krabbameinshindrandi verkunum dipyridamole. Efnið hindraði viss efnasambönd (ademosin, thymidin og uridin), sem eru krabbameinsfrumum nauðsynleg, um meira en 80%. Þetta gæti bent til að dipyridamole vinni gegn krabbameini á fleiri en einn veg.

Árið 1958 samdi P.A.Q. O´Meara, prófessor við Trinity College í Dublin á Írlandi skýrslu um blóðkekkjun og krabbamein, sem birtist í Irish Journal of Medical Science. Þar taldi hann að kekkjunarefni (clotting factor), sem krabbameinsfrumur gefa frá sér, valdi því að þær séu húðaðar með fibrini, sem er prótein-efni. Hann taldi að þessi fibrin húð verji þær fyrir árás ónæmisfruma sem annars mundu tortíma þeim (sjá Hh. vor 2000).

Tilhneiging krabbameinsfruma til að gefa frá sér blóðkekkjunarefni veldur því að krabbameinssjúklingar eru í miklu meiri hættu að fá blóðtappa í æðar en annað fólk, t.d. hjarta- eða heilaáföll. Í tímaritinu The Lancet 1964 var skýrsla eftir L. Michaels um sjúklinga sem fengu læknismeðferð til að hindra blóðkekkjun í æðum. Á þessum tíma voru næstum allir sem höfðu fengið blóðtappa í kransæðar eða heila látnir fá lyfið Warfarin, sem leysir upp fibrin. Michaels gerði könnun á fjölda sjúklinga. Aðeins einn hafði dáið úr krabbameini, lungnakrabba sem átt hafði upptök í lunganu.

Samkvæmt líkindareikningi hefðu átta átt að vera dánir úr krabbameini. Um 1970 var hætt að nota Warfarin, vegna þess að sýnt þótti að það lengdi ekki líf sjúklinga og að höfuðorsök blóðtappa í æðum var samloðun blóðflaga en ekki blóðkekkir úr fibrin. Þá var farið að nota asperín, því að það hindrar að vissu marki myndun thromboxan A-2, sem er efni skylt prostaglandinum og eykur samloðun blóðflaga. Síðan þá hafa verið gerðar þrjár stórar kannanir í Englandi og tvær í Bandaríkjunum, hvort gagn sé af að nota asperín til að hindra blóðtappa í æðum. Aðeins ein þeirra sýndi jákvæðar niðurstöður. Hinar virtust benda til að ekkert gagn væri af að nota asperín til að hindra blóðtappa. Í einu könnuninni, sem sýndi að gagn væri af aspiríninu, var asperínið blandað magnesíum (bufferin). Þannig asperín er kallað magnyl á Íslandi.

Ýmsir draga þá ályktun af þessu að það hafi verið fyrst og fremst vegna magnesíumsins í töflunum sem þær gögnuðust. Wayne Martin segir að það séu fleiri ástæður fyrir því að nota dipyridamole heldur en þær sem hér hafa verið nefndar. Í mars 1999 birti Cancer Research skýrslu frá B. Nieswandt o.fl. við Regenburg Háskólann í Þýskalandi, um kekkjun blóðflaga og krabbamein. Prófaðar voru þrjár mismunandi „frumulínur“ á músum.

Þar var sýnt fram á að æxlisfrumur geta sett af stað kekkjun í blóðflögum og að kekkjaðar blóðflögur gera óvirkar NK-drápsfrumur (sjá grein í Hh. vor 2000) sem líkaminn notar sérstaklega sem vörn gegn krabbameini. Dipyridamole er að áliti Wayne Martin skaðlaust meðal sem getur í 300mg skömmtum á dag fækkað bæði hjarta- og heilaáföllum umtalsvert eða allt að 50%. Auk þess telur hann, þó að ennþá hafi hann ekki handbærar viðurkenndar kannanir nema við sortuæxli, að efnið sé ekki síður áhugavert við aðrar tegundir æxla og gæti þá hindrað myndun meinvarpa. Meinvörp eru líka oft, eins og vitað er, erfiðari viðfangs en sjálft móðuræxlið.  Heimild: Wayne Martin, Townsend Letter for Doctors and Patients, maí 2000

Lítið kólesteról í blóði veldur depurð
Hollenskir rannsóknarmenn hafa fundið auknar sannanir fyrir því að lítið kólesteról í blóði er fylgifiskur þunglyndis og depurðar. Þeir mældu kólesteról í blóði 30 þúsund karlmanna og báru saman við ýmis einkenni sem fylgja depurð og þunglyndi hjá sömu mönnum. Í ljós kom að menn með óeðlilega lítið kólesteról í blóði voru kerfisbundið í meiri hættu að þjást af ýmsum þunglyndiseinkennum. Talið er að kólesteról hafi áhrif á efnaskipti boðefnisins serótonins, sem álitið er að stjórni skapgerð. Komið hefur í ljós að lítið kólesteról í blóði veldur því að serótonin er einnig lítið. Spurningin er þá: Hvað á kólesteról í blóði að vera mikið?

Dr. Mercola svarar því þannig að kólesteról sé í sjálfu sér ekki slæmt. Sennilega er ekki gott að það sé minna en 160mg/100ml og trúlega,heldur ekki æskilegt að það sé meira en 200mg/100ml. Kólesteról er forefni fyrir alla sterahormóna t.d. pregnenolons, kortisons, DHEA (dehydro-piandrosterons), prógesterons, testósterons og östrógens, sem allt eru mjög mikilvægir hormónar. Mjög lítið kólesteról í blóði getur hæglega komið fram sem truflun á myndun þessara hormóna, sem gæti lýst sér sem þunglyndiseinkenni í viðkvæmum einstaklingum.

Östrógen fækkar ekki hjartaáföllum
Margir trúa því að það minnki líkur á að eldri konur fái hjartaáfall ef þær nota östrógenhormóna, sem oft eru ráðlagðir til að draga úr vanlíðan sem stundum fylgir tíðahvörfum. Könnun sem nýlega var birt niðurstaða úr, „Heart and Estrogen-Progestin Replacement Study“, HERS, sýndi þó ekki að þessi meðferð gagnaði neitt til að fækka hjartaáföllum hjá eldri konum. Þessi niðurstaða var birt eftir fjögurra ára notkun á östrógen og prógestin pillum hjá konunum. Þetta leiðir hugann að því að einu sinni var okkur tjáð að östrógen minnkaði líkur á Alzheimersjúkdómi.

Nokkrum árum seinna kom í ljós að það var blekking eða óskhyggja. Nú er það sama að gerast með hjartasjúkdómana. Dr. Joseph Mercola, sem segir frá þessu í Townsend Letter for Doctors and Patients, júní 2000 segist ekki mæla með östrógenmeðferð, nema í skamman tíma og þá aðeins til að draga úr hitakófi sem sumar konur fá á breytingaskeiðinu. Oft reynist þó prógesteronkrem sem borið er á húðina 1/4 – 1/2 g á dag miklu betur. Það fæst þó aðeins í Bandaríkjunum og er auk þess að draga úr einkennum breytingarskeiðsins, talið af sumum, minnka líkur á brjósta- og móðurlífskrabbameini (Dr. John Lee o.fl.)

Fitusýra í lýsi við geðveiki
Á ráðstefnunni „Nutritional Medicine Today“, sem haldin var í Vancouver í Kanada, flutti hinn heimskunni vísindamaður og rannsakandi á fjölómettuðum fitum, David Horrobin, athyglisvert erindi um að nota fitusýru úr lýsi, EPA (eicosa pentaensýru), til að lækna geðklofa hjá fólki sem engin önnur ráð höfðu dugað við. Þessi læknismeðferð grundvallast á alveg nýrri kenningu um geðklofa sem Horrobin kallar „fosfólípíð-kenningu“. Rétt er að árétta það hér að sennilega á þessi kenning ekki við allar tegundir geðklofa, heldur einungis við þá tegund sem veldur varanlegum skaða á heilafrumum og geðlyf hafa lítil áhrif á til bóta. Horrobin telur að þessi tegund geðklofa sé sjúkdómur í fosfólípíðum í frumuhimnum heilafrumanna.

Fosfólípíð eru meginefni frumuhimnanna og í heilanum eru þau meira en 60% af þurrefnisinnihaldi hans. Þegar taugaboðefni hittir viðtaka í taugafrumu gerir það ensímið fosfólípíð A2 (PLA2) virkt, sem lýfur fosfólípíð í tvo hluta, lyzofosfólípíð og háfjölómettaða fitusýru. Það eru þessar tvær sameindir sem framkvæma ýmiskonar störf innan frumunnar, t.d. hreyfa kalkjónir, ,,kveikja“ eða „slökkva“ á vissum genum (erfðavísum) o.m.fl. Annað ensím, FACL, gerir PLA2 óvirkt og tengir aftur saman lyzofosfólípíð og fitusýruna og myndar fosfólípíð á ný.

Horrobin telur að hjá geðklofasjúklingum sé PLA2 ensímið of mikið virkt en FACL of lítið virkt, sem svo veldur taugahrörnun og glötun á taugaefni. Þetta virðist falla vel inn í sjúkdómsmynd vissra geðklofasjúklinga. Lækning væri þá í því fólgin að finna leið til að gera virkni þessara tveggja ensíma eðlilega. Horrobin uppgötvaði að fitusýra í lýsi EPA (eicosapentaensýra) hefur einmitt næstum nákvæmlega þessa æskilegu eiginleika. Hún er óeitruð, hindrar PLA2 en örvar FACL ensímið. Horrobin kynnti rannsóknarniðurstöður frá þremur nýjum könnunum sem gerðar voru á geðklofasjúklingum sem hefðbundin lyf verkuðu lítið á.

Notuð voru daglega nokkur grömm af hreinsuðu EPA. Athuguð var þörf sjúklinganna fyrir geðlyf, hliðarverkanir, sálrænt ástand og hvort þeim sjálfum fannst ástand sitt hafa batnað. Nokkra undrun vakti að fitusýran bætti ástand sjúklinganna meira en lyf sem þeir höfðu áður notað, án neinna hliðarverkana. Svo virðist að hæfilegt magn af fitusýrunni sé tvö grömm á dag og að árangurinn batni ekki við að auka magnið fram yfir það. Undrun vöktu myndir af heila geðklofasjúklinga sem teknar voru með sérstakri tækni, ,,kjarnsegulómunar- myndum“ (neuclear-magnetic-resonance imaging). Þar sást að heilinn smá rýrnaði í sjúklingum með geðklofa.

Við það að gefa þessum sjúklingum EPA hætti þessi rýrnun og heilinn fór jafnvel að jafna sig aftur og verða eins og áður en sjúkdómurinn fór að valda heilaskaðanum. Gaman væri að vita hvort fosfatidyl serin, sem er fosfólípíð, sem talið er bæta heilastarfsemina, sérstaklega hjá öldruðu fólki, kynni að gagna með EPA til að lagfæra geðklofa einkenni. Þetta efni er nú fáanlegt á Íslandi en ég sagði lítilsháttar frá því í Heilsuhringnum í vorblaðinu 1997 undir nafninu ,,Tauganæring úr lesitíni“. Heimild úr kanadíska tímaritinu Nutrition and Mental Health, sumar 2000.

C-vítamín og háþrýstingur
Fjörtíu og fimm sjúklingar með hækkaðan blóðþrýsting voru tilviljanakennt látnir fá annaðhvort 500mg daglega af C-vítamíni eða lyfleysu við tvíblinda prófun. Byrjað var á því að gefa fólkinu einn 2000mg skammt af C-vítamíni sem ekki virtist hafa nein áhrif á blóðþrýstinginn. Síðan fengu þeir 500mg á dag í 30 daga. Eftir þann tíma hafði blóðþrýstingurinn hjá C-vítamínhópnum lækkað að meðaltali úr 155mmHg í 142mmHg samanborið við enga breytingu hjá lyfleysuhópnum.

Lægri mörk blóðþrýstingsins lækkuðu einnig, þó að í minna mæli væri, hjá C-vítamínhópnum. Sennilega má draga þá ályktun af þessu að Cvítamín lækki blóðþrýsting töluvert, en að taka verði það í dálítinn tíma svo að umtalsverð breyting mælist (nokkra daga eða vikur). Æskilegt væri að endurtaka þessa prófun á fleira fólki í lengri tíma og að eingöngu væri valið í könnunina fólk sem ekki notaði C-vítamín áður, því að vitanlega gæti það truflað niðurstöðuna. Heimild: Alan R. Gaby, læknir. Townsend Letter for Doctors and Patients, júlí 2000

Cordyceps-fjölhæft jurtalyf
Cordyseps eða ,,tólffótungs-sveppurinn „(caterpillar fungus) er lækningajurt sem er þekkt fyrir eiginleika sinn til að auka lífsþrótt, hreinsa lungun og bæta úthald þeirra sem nota hana. Besta cordyceps er talið koma frá Tíbet og nágrenni og vaxa hátt til fjalla, dæmigert í 9.000 feta hæð (ca 2.700m) yfir sjávarmáli. Hefðbundin notkun er að nota jurtina sem matjurt eða krydd með ýmsum mat t.d. andakjöti, kjúklingum eða svínakjöti, eða nota seyði af henni eins og te.

Í kínverskri læknisfræði er hún sögð næra nýrna Yin og Yang og varðveita lungun. Í nútíma lækningum er hún notuð við nýrnabilun, hjartveiki, lifrarbólgu, lungnasjúkdómum, kynferðislegu getuleysi og ýmsum sjúkdómum frá ónæmiskerfinu, þ.m.t. krabbamein, sykursýki og síþreytu, auk þess að íþróttafólk notar jurtina til að bæta árangur sinn. Tilraunir á rannsóknarstofum sýna að cordyceps örvar virkni interferons, hindrar bakteríur og sumar veirur, t.d. lifrarbólgu B, örvar nýrnahetturnar og róar taugakerfið.

Auk þess eykur cordyceps myndun ATP í mitókondríunum hvatberunum, og eykur þar með þá orku sem frumurnar ráða yfir um allt að 50%. Áhrifin á hjartað koma fram sem betri og öflugari dælukraftur, minnkun á samloðun hjá blóðflögum og minni blóðfita, bæði kolesterol og þríglyseríð. Á kínverskum sjúkrahúsum og meðferðarstofnunum hefur cordyceps verið notað við langvarandi lungnakvefi, astma, hjartveiki, berklum og öðrum öndunarsjúkdómum. Í einni könnun sem gerð var við læknaháskólann í Peking (Beijing Medical University) var 65 astmasjúklingum sem ekki hafði tekist að hjálpa með vestrænum læknisaðferðum gefinn kostur á að taka þátt í könnun á hvort cordyceps gæti eitthvað hjálpað þeim. Rúmlega 81% þeirra fengu bata. Flestir innan 5 daga, án hliðarverkana. Cordyceps hefur reynst vel við ýmiskonar krabbameini.

Í mörgum tilfellum varð minnkun á æxlum og hjá næstum öllum batnaði líðanin. Flestir fengu ýmsa aðra krabbameinsmeðferð auk cordyceps svo að erfitt er að meta hvað var því að þakka og hvað var öðru að þakka, t.d. lyfja- eða geislameðferð, sem margir fengu einnig. Svo virðist að cordyceps hvetji eða virki NK frumur (NK, natural killer cells, sbr. grein í vorblaði Hh 2000 um ónæmisvirkni og krabbamein, MGN-3). Í Kína er hefð fyrir að nota cordyceps við nýrnabilun og getuleysi.

Einnig sýnir kínversk könnun að 5g dagleg neysla lækkaði blóðþrýsting um 15% að meðaltali. Venjulegur skammtur er oftast á bilinu 1-3g. Best er að taka jurtalyfið á fastandi maga. Komi fram einkenni frá meltingarfærum t.d. loftmyndun eða uppþemba er þó betra að taka cordyceps með máltíð. Full virkni næst venjulega á einum til þrem vikum. Varað er við því að sett hefur verið á markað (í Bandaríkjunum) eitrað cordyceps, blandað blýi til að auka þyngd þess. Heimild: Andrew Gaeddert, Townsend Letter for Doctors and Patients, júlí 2000.

Höfundur Ævar Jóhannesson árið 2000



Flokkar:Úr einu í annað

%d bloggers like this: