Vayne Martin sendir Townsend Letter for Doctors and Patients bréf sem kom í janúarhefti þess árið 2000. Þar ræðir hann um að bakteríur eru sífellt að verða ónæmar fyrir fleiri og fleiri sýklalyfjum og að e.t.v. sé sá dagur ekki langt undan egar ekki finnist neitt sýklalyf sem ræður við lífshættulegar bakteríusýkingar. Full ástæða sé því til að leita nýrra ráða. Síðan fer hann að rifja upp heimildir frá fyrra stríðinu og verk læknisins Burr Ferguson frá Birmingham í Alabama (USA). Hann var skurðlæknir í styrjöldinni í Frakklandi og háði mikla baráttu við sýkingar hjá særðum hermönnum.
Þar fékk hann þá hugmynd frá öðrum lækni, dr. Granville Hains að gefa sjúklingunum mikið þynnta saltsýru beint í æð. Dr. Ferguson fór nú að nota þessa aðferð við margskonar sýkingar, sem ekki tókst að ráða við með öðrum þekktum aðferðum. Hann notaði 10 ml af 1:1000 saltsýru eða 10 ml af blöndu af 1 ml saltsýru í lítra af vatni. Hann taldi sig ná athyglisverðum árangri með þessari aðferð og ætlaði að fá grein um þetta birta í viðurkenndu læknariti.
Þá uppgötvaði hann að ekkert þannig tímarit fékkst til að birta um þetta grein svo að hann endaði með að fá hana birta í tímariti um óhefðbundnar lækningar sem nefnt var „The Medical World.“ Nokkrir læknar sem ekki voru of „rétttrúaðir“ lásu greinina og staðfestu það sem Ferguson hélt fram. Hann sagði að fljótlega eftir að sjúklingarnir fengu saltsýrublönduna í æð fjölgaði hvítu blóðfrumunum umtalsvert. Einnig jókst súrefnið í rauðu blóðfrumunum og Ferguson taldi að það yrði jafnvel meira heldur en þó að sjúklingurinn væri í súrefnistjaldi.
Dr. Ferguson sagðist í skýrslum sínum hafa læknað lekanda með blöðruertingu á aðeins tveim dögum, þannig að engir sýklar fundust við smásjárrannsókn. Jafnvel ennþá fyrr hurfu sjúkdómseinkennin. Wayne Martin segir frá einu lækningadæmi sem birtist í The Medical World. Þar segir læknirinn William Howell frá litlum bæ, Lexington í Tennessee fylki. Hann hafði náð sér í saltsýru blandaða 1:1500 með vatni en var hálf hræddur við að nota hana. Tækifærið kom svo 18. ágúst 1931. Fimm dögum áður hafði hann fengið til meðferðar 15 ára stúlku eftir langvarandi erfiðleika við barnsburð. Allar mögulegar varnir gegn sýkingu voru viðhafðar, sem á annað borð voru framkvæmanlegar í bjálkahúsi úti í skógi.
Barnið sem var stórt en móðirin lítil (aðeins 90 pund, ca. 42 kg) lifði aðeins í tvær klukkustundir. Þrem dögum síðar fékk hann skilaboð um að móðirin hefði köldu og mjög mikinn sótthita. Vegna þess að langt var heim til hennar og erfitt að fara sendi hann henni kínín (malaríulyf) því að hann bjóst við að hún hefði fengið malaríu. Á fimmta degi fékk hann önnur skilaboð sem tjáðu honum að ástandið hefði enn versnað og yrði hann að koma samstundis. Þegar hann kom inn í herbergið sá hann strax að sér hefðu orðið á mistök. Stúlkan var með óráði og sótthitinn var 106°F, púlsinn 140 og andardrátturinn 40 á mínútu.
Vilsa sem kom frá leggöngum var daunill og allt benti til að hún myndi deyja fljótlega úr sýkingunni. Upp á von og óvon gaf hann henni 10 ml af 1:1500 saltsýrublöndunni. Næstu mínúturnar var hann þjakaður af kvíða. Hann sagðist eiginlega ekki hafa vitað hverju hann mætti búast við. Aldrei áður hafði nokkur reynt að nota saltsýru við sýkingu eftir barnsburð. Hún hafði aðeins verið notuð við sýkingum í skotsárum á vígvellinum eða eftir aðra áverka. Hann sat við rúm sjúklingsins og hélt í hönd hennar og tók púslinn.
Meðan hann beið streymdu minningarnar fram, ein af annarri, hvernig honum hafði verið kennt að snöggur dauðdagi fylgdi því að sprauta sýru inn í æðakerfið. Á meðan hann hugsaði um þetta tók hann eftir svita á hálsi og enni sjúklingsins g um leið varð púlsinn ekki eins hraður. Nokkrum mínútum seinna varð allur sjúklingurinn baðaður í svita og næstum samtímis hætti óráðið. Hálftíma eftir að hún fékk sprautuna spurði læknirinn hana hvernig henni liði og hún sagði að sér liði miklu betur og langaði til að reyna að sofna. Sótthitinn var fallin niður í 103°F, púlsinn í 100 og andardrátturinn í 22 á mínútu.
Til að gera langa sögu stutta hresstist stúlkan og læknirinn gaf henni eina sprautu á dag í næstu daga og hún náði fullri heilsu á til þess að gera skömmum tíma. Lesendur verða að gera sér ljóst að þetta var fyrir daga sýklalyfjanna og sýkingar líkar því sem hér var sagt frá leiddu næstum alltaf til dauða. Howell læknir segir einnig frá nokkrum dæmum af lekanda með sýkingu í eistum og víðar sem læknuðust fullkomlega með saltsýrublöndunni. Einnig að lungnaberklar séu læknanlegir með sömu meðferð. Þá verður að halda meðferðinni áfram í margar vikur eða jafnvel mánuði. Líkt má segja um að nota saltsýrublönduna til að lækna krabbamein, en það var einnig reynt um svipað leyti.
Þá var saltsýru-vatnsblandan gefin mánuðum saman. Æxlin smá minnkuðu eftir því sem meðferðin varaði lengur en óvíst var hvort þau hurfu alveg eða urðu aðeins mjög lítil. Einhver bati kom þó mjög fljótt, stundum innan fárra daga. Wayne Martin leggur til, nú þegar mikið er rætt um lyfjaþolnar bakteríur, m.a. berkla sem engin lyf vinna á, að einhver læknir eða læknar prófi þessa ódýru og einföldu lausn til að lækna marga erfiða og hættulega sjúkdóma. Þannig má ganga úr skugga um, hvort þessi læknismeðferð er eins áhrifarík og gömlu lækningaskýrslurnar benda til.
Hödundur: Ævar Jóhannesson
Flokkar:Annað