Börn á rítalín og fullorðnir á prozac

Mikið hefur verið rætt að undanförnu um geðræna sjúkdóma svo sem ofvirkni barna, þunglyndi og sjálfsvígshugleiðingar. Umræðan er af hinu góða. Við erum farin að skilja að þetta eru sjúkdómar sem hver sem er getur fengið sé hann ekki á varðbergi. En eru geðlyf lausnin? Já þau eru það fyrir flesta lækna, því sjóndeildahringur þeirra nær varla út fyrir þeirra lyfjavæna og takmarkaða háskólanám. Hvað okkur sjálf varðar þá ættum við að vera það vel upplýst að geta leitað okkur betri og öruggari úrlausna.

Við verðum bara að opna augun og hætta að fylgja straumnum og krjúpa á kné fyrir óupplýstum læknum sem hafa ekki önnur úrræði en lyf. Lyf eru skyndi- og bráðabirgðalausn, en ef uppræta á vandann, hver sem hann er, þarf ætíð að leita að orsökinni og uppræta hana. Þegar við andlega sjúkdóma er að etja, er það yfirleitt margþætt og sýnist mér nú læknar gjarnan átta sig á því. Það, sem flestir þeirra hafa hinsvegar komist upp með að hundsa, er sú staðreynd að andlegir sjúkdómar geta stafað af efnaskorti eða óþoli.

Ofvirknihegðun hjá börnunum t.d. ber að líta á sem hróp þeirra á hjálp eða vísbendingu um að eitthvað sé að hjá þeim sem þarfnast leiðréttingar. Sérfræðingar, sem hafa gert rannsóknir á ofvirkum börnum, segja að ofvirkni stafi mestmegnis af óþoli í heila fyrir ákveðnum fæðutegundum. Algengasta óþolsvaldinn telja þeir: Hvítan sykur, koffíndrykki, fitusprengda mjólk, mikið saltaðan mat, litar- og rotvarnarefni. Þau börn sem hafa verið mikið á fúkkalyfjum eru gjarnari á að vera haldin óþoli en önnur börn.

Talið er að það sé fjórum til fimm sinnum algengara að drengir séu ofvirkir en stúlkur. Ástæðuna fyrir því telja sérfræðingar m.a. geti verið vangetu drengja til að mynda ákveðið prostaglandín, en nútímafæði inniheldur yfirleitt verulegt magn transfitusýra, sem hindra myndun glandíns úr ákveðnum fæðutegundum. Þar getur verið komin skýringin á því hvers vegna breytt mataræði og aukin bætiefnagjöf geta oft læknað þessi börn. B3-, B6-, C-vítamín, zink, magnesíum og kvöldvorrósarolía, sem inniheldur mikið magn glandíns, hefur læknað mörg börnin af ofvirkni og vansælu. Talið er að drengir þurfi sérstaklega á glandíni að halda. Spurningin er hvort það er möguleiki á samhengi milli tíðra sjálfsmorða ungra karlmanna og skorts þeirra á prostaglandín E.1.

Rítalín stórvarasamt
Læknar hafa stundað það að ávísa rítalíni, sem er stórvarasamt og ávanabindandi lyf, til saklausra barna sem geta ekki borið hönd fyrir höfuð sér. Í P.D.R. (sem er tímarit fyrir fagaðila í lyfjagjöfum) eru skráðar 25 aukaverkanir vegna notkunar þess. Alvarlegustu aukaverkanirnar sem komið hafa fram eru ofsóknaræði og ofskynjanir. Eftir að töku þess hefur verið hætt: Þunglyndi, svefnleysi, kvíðatilfinning, geðofsi og sjálfsmorðshugleiðingar. Bandaríska lyfjaeftirlitið – F.D.A. – hefur varað við lyfinu og flokkar það með morfíni og opíum, sem eru vanabindandi fíkniefni, enda er lyfið afbrigði amfetamíns. Það er því vítavert kæruleysi lækna að ávísa þessu fíkniefni á börn og unglinga og hvet ég foreldra til að vakna til ábyrgðar og leita annarra úrlausna ef ekki á að hljótast stór skaði af.

Ætluðum við ekki að vinna að forvörnum fíkniefna? Geðlyfjaneysla er orðin að nokkurs konar lífsstíl í hinum vestræna heimi í dag og erum við þar á toppnum. Prózac er vinsælast hjá fullorðnu fólki. Þótt það sé ekki eins hættulegt og rítalín, er það engin framtíðarlausn fyrir fólk sem þjáist af þunglyndi eða kvíðaköstum. Það virðist í mörgum tilfellum heldur ekki nægja eitt og sér. Rannsóknir hafa sýnt að sennilega stafi þunglyndi og aðrir geðrænir sjúkdómar oftast af því að eitthvað fer úrskeiðis í þeim efnaferlum sem verða við röskun á myndun og flæði ákveðinna ensíma eða boðefna í heila, sérstaklega boðefnanna serotóníns og noradrenalíns, þá á maðurinn það á hættu að fara úr andlegu jafnvægi. Noradrenalín tengist lífsorku og virkni einstaklingsins. Hrapi noradrenalín líkamans undir eðlileg mörk stuðlar það að því að viðkomandi skortir kraft, frumkvæði og áhuga á lífinu, sem oft eru birtingamyndir þunglyndis.

Streita eyðir bætiefnum
Væri ekki skynsamlegast fyrir lækna að benda skjólstæðingum sínum á að líta á geðlyf sem skyndilausn og athuga hvað það geti verið sem raskar myndun þessara boðefna og vinna þannig með orsökina fyrst og fremst til að geta upprætt hana. Það er margt sem getur verið orsök þess að eitthvað fer úrskeiðis í efnaferlum í heila. Við langvarandi streitu, álag, koffein-, áfengis- og lyfjaneyslu eða efnaskort og óþol gagnvart ákveðnum fæðutegundum myndast t.d. adrenalín og noradrenalín í miklu magni og þessi efni valda eitrun ef of mikið er af þeim. Við streitu, álag og óreglu göngum við á forða ákveðinna bætiefna sérstaklega B3-, B6-, C-, E vítamíns og protaglandins.

Komið hefur í ljós við rannsóknir að séu nægjanleg oxunarvarnarefni (áðurnefnd bætiefni) til staðar, sem styrkja varnarkerfið, verður lítil röskun á boðefninu noradrenalíni, þó um streitu sé að ræða. Aminósýran tryptófan sér einnig um að viðhalda eðlilegu serótínmagni í heilanum og hefur þannig róandi áhrif á heilann. Tryptófan er hægt að auka með fiskneyslu auk bætiefna. Þau efni sem komið hefur í ljós að virki vel til þess að viðhalda andlegu jafnvægi eru auk áðurnefndra efna þessi: Kvöldvorrósarolía, picnogenol, inositol, zink, magnesíum ásamt jurtunum jónsmessurunna, kava kava og garðabrúðu, en þær eru stranglega bannaðar á Íslandi. Börnin á rítalín og fullorðnir á prózac; og að meina okkur svo um upplýsingar um hvaða virkni bætiefni og jurtir hafa eða banna þau, er algjör járntjaldsstefna, sem spurningin er hverjum er í hag?

Grein þessi birtist áður í Morgunblaðinu 4. mars 2000.   Höfundur: Birna Smith árið 2000Flokkar:Fjölskylda og börn, Greinar

%d bloggers like this: