Þegar velja skal kalk: fyrir bein og tennur og gegn beinþynningu

Hér eru tilgreind nokkur mikilvæg atriði, þegar velja skal kalk. Margar gerðir af kalki eru fáanlegar á markaðnum í dag. Náttúrlegar auðlindir kalks eru kalsíumsítrat, kalsíumlaktat og dólómít kalk. Þessar náttúrulegu kalk-tegundir nýtast misvel sem fæðubót, ekki síst hjá fólki með lágar magasýrur. Auk þess er hætta á að náttúrlegar kalktegundir innihaldi málma, s.s. blý og ál, sem getur haft skaðleg áhrif. (heimild: Aluminium and Lead Absortion from Dietary Sources in Women Ingesting Calcium Citrate. Nolan, Charles R. M.D. et al, Southern Medical Journal. Sept.1994; (9): 894-898)

Kalsíumkarbónat er verksmiðjuframleitt og inniheldur ekki málma, s.s. ál og blý. Margar rannsóknir hafa verið gerðar á virkni ofangreindra kalktegunda, hversu góð og hröð upptaka líkamans á kalkinu er. Flest bendir til að kalsíumkarbónat sé þar fremst í flokki, þ.e. nýting til beina að jafnaði best. Beinþynning er að verða eitt stærsta og dýrasta heilsufarsvandamál hins vestræna heims. Forvarnir felast í neyslu kalkríkrar fæðu, hreyfingu, auk þess sem holdafar, þ.e. fáein aukakíló, virðast hafa áhrif til góðs gegn beingisnun.

Uppalendur unglinga í dag, sér í lagi unglingsstúlkna, ættu að gæta vel að kalkneyslu þeirra. Mjólkurneyslu þeirra er ábótavant, og því þarf að hvetja börn og unglinga til neyslu t.d. fjörmjólkur, léttmjólkur og undanrennu. Þá má geta þess að sesamfræ eru afar kalkauðug. Fólk með mjólkuróþol, þarf að athuga vandlega hvernig velja skal kalk. Styrkleiki hinna ýmsu kalktegunda er misjafn og oft mjög misvísandi. Fáanlegt er kalk, þar sem segir að hver tafla innihaldi 500 mg af kalsíumlaktati, en ráðlagður dagsskammur kalks er 800-1200 mg. Í þessu kalsíumlaktati eru aðeins nýtanleg 45 mg og þyrfti því 18 – 26 töflur til að sinna dagsþörfinni. Þessi misvísun er alvarlegt mál fyrir neytandann.

Heilbrigðisyfirvöldum ætti að vera kappsmál að bæta úr þessu, þar sem jöfn kalkneysla getur dregið verulega úr beinþynningu og þar með sparast háar fjárhæðin í heilbrigðiskerfinu, til lengri tíma litið. Neytendur eiga að geta keypt kalk með réttri innihaldslýsingu um raunverulegt nýtanlegt kalkinnihald. Skylda ætti framleiðendur og innflytjendur kalks, að upplýsa um raunverulegt nýtanlegt kalkinnihald á umbúðum.

Íslendingar hafa mjög öflugt lyfjaeftirlit og væri e.t.v. ráð að setja reglugerð um þessa sjálfsögðu upplýsingaskyldu. Gott ráð er að spyrja t.d. sérfræðing í versluninni, hversu mikið kalsíum Ca2+ (elemental) sé í hverri töflu, en það þýðir nýtanlegt kalk. Ekki má gleyma þegar velja skal gott kalk, að í það sé blandað D-vítamíni, magnesíum og zinki, sem er nauðsynlegt svo nýtingin skili sér í beinin. Við neytendur og framtíðarfólk þessa lands eigum að vera vakandi og velja vel þá næringu sem við notum, bæði í fæðu og bætiefnum. Þá má minna á að regluleg hreyfing er okkur bráðnauðsynleg. Líkaminn launar þér alla reglu.+

Höfundur:  Þuríður Ottesen árið 1999Flokkar:Fæðubótarefni

Flokkar/Tögg, , , , ,

%d bloggers like this: