Við sem byggjum hinn vestræna heim, virðumst nú vera að komast á endastöð í þeim lífsstíl neyslu og græðgi sem við höfum tamið okkur. Við horfum á afleiðingamar allt í kringum okkur, því jörðin þjáist og við manneskjurnar sem byggjum hana þjáumst. En það eru breytingar í nánd, því stöðugt fleiri komast að þeirri niðurstöðu að hamingjan fáist ekki með því að eignast dýrari bíla eða fallegra sófasett. Það er ekki einfalt að snúa við blaðinu og ekki til nem einföld eða algild uppskrift að því hvernig best er að bera sig að. En fyrir þá sem kæra sig ekki lengur um að eyða lífinu í eftirsókn eftir vindi, eru ýmis jákvæð teikn á lofti. Fyrir fjórum árum komst ég að þeim niðurstöðu að lif mitt væn ekki eins og ég vildi hafa það. Ég var í mjög góðu og á margan hátt gefandi starfi, og hafði góð laun. En það vantaði eitthvað. Það var eins og hluti af sjálfri mér væri vannærður og innra með mér hljómaði rödd sem kallaði á breytingar. Þegar ég loks fór að hlusta á þessa rödd, varð það til þess að ég ákvað að segja upp starfi mínu. Á þeirri stundu vissi ég ekkert hvað við tæki, ég vissi bara að ég var að sækjast eftirjákvæðum breytingum. Ég byrjaði á því að fara á jógakennaranámskeið og hef síðan aðallega unnið að ýmsum lausaverkefnum, ásamt með jógakennslunni. Hægt og sígandi lærist mér að beina kröftum mínum í þá farvegi sem standa hjarta mínu næst, þannig að mér finnst ég vera að gera eitthvað sem skiptir máli. Nýtt og betra líf, þó það sé stundum fjárhagslega óöruggt. efnislega uppskeran hafi semsé rýrnað til muna, hefur sú andlega margfaldast. Nýr lífsstíll hefur kallað á breyttar áherslur, nýja forgangsröðun og einföldun. Núna hugsa ég stundum til áranna þegar ég keypti flest það sem mig langaði í og horfi þá á öll fötin og skartgripina, sem ég er löngu hætt að nota. Innanum eru hlutir sem ég kannski notaði sáralítið, en kostuðu stórar upphæðir. Reyndar hef ég í seinni tíð gert í því að losa mig við óþarfa hluti, gefa, selja og henda, og ég finn hvað það fylgir því mikill léttir. Í dag er ég í raun mun þakklátari fyrir það sem ég hef, en ég var þegar ég hafði miklu meira.
Uppreisn gegn ameríska draumnum
Fyrir stuttu las grein í blaðinu Yoga Joumal, sem bar titilinn sem ég hef fengið að láni á þessa grein, eða „Living Simply in a Comp lex World“. Það er skemmst frá að segja að þetta varð mér algjör hugljómun. „Frábært“ hugsaði ég, „ég er þá ekki eini sérvitringurinn í þessum heimi?“. Undirtitill greinarinnar segir allt sem segja þarf: „Ný kynslóð er að finna auðveldar leiðir til að skapa meiri tíma, merkingu og gleði í tættu þjóðfélagi“. Nú er semsé svo komið í landi ameríska draumsins, að það er orðið í tísku að stoppa við og neita að taka þátt í lífsgæðakapphlaupinu. Stöðugt fleiri hafna lífsstíl sem þeir hafa uppgötvað að gerir þá ekki hamingjusamari. Í dag er það ekki lengur uppakynslóðin sem setur mestan svip á bæinn, heldur svokallaðir „domos“, sem á ensku stendur fyrir „downwardly mobile professionals“. Eða með öðrum orðum fag (menntað) fólk sem færir sig niður metorðastigann í stað þess að stefna upp eftir honum, eins og við eigum að venjast. Og nánar, þá segir skilgreiningin að þetta sé gjarnan“ „fólk undir fertugu, sem yfirgefur starfsbundna velgengni eða starfsferil sem lofar góðu, til að geta einbeitt sér frekar að andlegri uppbyggingu og hlutum sem skipta það meira máli.“Samkvæmt könnun sem gerð var fyrir Merck Family Fund, og kölluð var „Þrá eftir jafnvægi“, eru í þeim hópi sem geta talist „domos“, fjöldinn allur af fyrrum uppum og sögðust 72% aðspurðra á aldrinum 40-49 ára, vera sammála fullyrðingunni: „Ég myndi vilja einfalda lífi mitt“. Þar með er ekki sagt að allt þetta fólk hafi stigið slík skref, en margir virð ast vera að færast í þá átt. Af þeim sem svöruðu könnuninni, sögðust 28% hafa valið að einfalda líf sitt á síðustu fimm árum og hefðu þar með dregið úr fjárráðum sínum. Þarna eru ekki taldir með þeir sem höfðu farið á eftirlaun.
Peningar
Kjarni málsins, þegar við tölum um einfaldara líf, eru peningar. Hugmyndin um að draga saman seglin, þýðir fyrir flestum það sama og að búa við fátækt. Það á hins vegar ekki við um þá sem velja sjálfir að draga úr peninga eyðslu vegna þess að þeir vilja einfalda líf sitt. Galdurinn felst í því að velja og hafna meðvitað í hvað peningunum er varið. Í greininni er mælt með að byrja á því að skrá alla eyðslu niður í litla vasabók. Já, alla eyðslu, hversu smáar sem upphæðirnar eru. Með þessu móti sérðu hvað þú ert raunverulega að eyða miklu á mánuði. Ef þú eyðir meira en þú aflar, áttu um tvo kosti að velja, draga úr eyðslu, eða vinna meira til að hækka tekjumar. Aðrir valkostir, s.s. að taka lán, eða spila í lottói, eru ekki raunveruleg lausn, þó þeir standi íslensku þjóðarsálinni nokkuð nærri. Reiknaðu út hvað þú hefur nákvæmlega í laun á klukkustund, eftir skatta og önnur gjöld. Síðan geturðu spurt þig þegar þú stendur fyrir framan nýjustu uppfinninguna í heimilis eða nuddtækjum, hvort þér finnst hluturinn þess virði að eyða hálfri vinnuviku i að vinna fyrir honum. Þegar þú opnar peningaveskið þitt ertu að afhenda tíma úr lífi þínu. Sá tími er dýrmætur og því eru peningarnir þínir það líka og það skiptir máli hvernig þú notar þá. Fyrsta boðorðið þegar þú ferð að einfalda líf þitt er að byrja á því að borga skuldir. Það er ekki einfalt í þjóðfélagi eins og okkar, þar sem viðhorfin eru þau að „maður eignist aldrei neitt nema með því að taka lán“. En ef skuldirnar eru þér klafi og þér finnst þú ekki geta notið lífsins af því að þú ert alltaf að vinna fyrir einhverju sem þú ert þegar búin(n) að eyða, þeim mun frekar er ástæða til að staldra við og sjá hverju má breyta. Stefndu að því að byrja alltaf á því að leggja 10% af tekjum þínum fyrir. Varasjóður gefur þér frelsi. Leggðu greiðslukortunum. Athugaðu hvernig þér líður ef þú hugsar um að klippa í sundur kortið. Hætta alveg að nota það.
Hvað með öryggistilfinninguna sem fylgir því að geta gripið til þess þegar þannig stendur á? Ég veit að þetta er allt annað en auðvelt. Ég skal játa, að ég nota kortið oftast þegar mig langar skyndilega til að kaupa eitthvað sem ég á ekki fyrir í reiðufé. Enn sem komið er hef ég ekki treyst mér til að klippa það í sundur og leggja því alveg. En ég hef verið að prófa að geyma það ekki í veskinu, heldur hafa það í lokaðri skúffu heima, til þess að taka að minnsta kosti meðvitaðar ákvarðanir um hvenær ég nota það. Ég finn að ég er að taka eitt skref í átt til meðvitaðri meðferðar á fjármunum og þar með tíma mínum og tilfinningum. Ég held að þetta sé hægt, en það byrja allar ferðir á einu skrefi. Þegar þú þarft á korti að halda notaðu þá debetkort, en gættu þess að halda gott yfirlit yfir notkun þess. Vertu annars ein göngu með reiðufé. Prófaðu að kaupa sem mest inn stórum einingum. Það er ódýrara og er háttur sem kemur mun betur út til lengri tíma. Í hvert sinn sem við förum að versla er beint að okkur skilaboðum um allt sem okkur vantar. Þegar við fækkum verslunarferðum og erum vel birg, getum við betur ræktað með okkur þá tilfinningu að við höfum nóg til alls. Eitt er að einfalda líf sitt fyrir sig, en það getur orðið flóknara ef börn eru á heimilinu. Það er alls ekki víst að þau séu jafn tilbúin til að slaka á kröfunum.
En það er mikilvægt að þú ræðir málið við þau og segir þeim hvers vegna þú velur svona. Síðan getur fjölskyldan komið sér saman um hvernig hægt er að samræma forgangsröðun einstakra meðlima. Losaðu þig við sjónvarpið. Samkvæmt tölum frá Bandaríkjum árið 1994, var 30.000 auglýsingum í sjónvarpi beint að börnum. Þó sjónvarpið hafi marga kosti, eru ókostirnir margir, kannski aðallega vegna þess hversu illa við kunnum að stjórna notkun okkar á því. Með minni sjónvarpsnotkun, græðum við meiri tíma til annars. Það skapast meiri tími til að vera með fjölskyldunni, lesa góða bók, fara í heimsóknir, eða sinna öðrum uppbyggjandi hugðarefnum. Eyddu tíma úti í náttúrunni með börnunum og kenndu þeim skapandi hluti, eins og að gera eitthvað með höndunum. Það er erfitt að skera sig úr, og börn finna fljótt fyrir því. Þá er mikill stuðningur að því að eiga sem mest samskipti við aðrar fjölskyldur sem eru eins þenkjandi. Það er ekki alltaf auðvelt að einfalda líf sitt í heimi þar sem er stöðugt áreiti. En það er lífsnauðsyn að eiga reglulega einhverja stund í kyrrð. Til dæmis má slökkva á útvarpinu í bílnum, hætta að fara með vasadiskóið í gönguferðir og sleppa útvarpi eða sjónvarpi á matartímum. Þegar við erum óvön þögninni getur hún orðið ógnvekjandi. En hún er líka uppspretta sjálfsþekkingar. Með nýjum lífsstíll kynnumst við sjálfum okkur upp á nýtt og þurfum að sleppa takinu af ýmsu sem við höfum haldið í úr fortíðinni. Þær hugmyndir sem við höfum hingað til haft um okkur sjálf, breytast, og við uppgötvum og ræktum nýjar hliðar á okkur, sem geta oftar en ekki komið bæði sjálfum okkur og öðrum þægilega á óvart.
Græni þríhyrningurinn
Allt er samofið, og í bók sinni „Living Cheaply with Style“, talar Ernest Callenbach um græna þríhyrninginn, þ.e. peninga, heilsu og umhverfi. Það vísar til þess að allt sem við gerum á einu þessara sviða skilar sér á hinum tveimur. Ef ég vel að eiga ekki bíl en nota almenningssamgöngur, eða hjóla, er það ódýrara og umhverfisvænna og getur líka skilað mér betri heilsu. Þetta er aðeins eitt dæmi, en hægt væri að nefna ótalmörg fleiri.
Hvað vinnst?
Í stuttu máli sagt þýðir einfaldara líf betri líðan, bæði andlega og líkamlega. Ella væri ekki jafn mikill fjöldi fólks farinn að hugsa í þessa átt og raun ber vitni. Og flestum ber saman um að þetta sé virkilega skemmtilegt verkefni. Í Bandaríkjunum hefur verið gefin út fjöldi bóka um leiðir til einfaldara lífs, og það eru fimm samtök nefnd í greininni í Yoga Joumal, og tvö fréttabréf, auk þess sem hægt er að finna upplýsingar á veraldarvefaum. Þegar ytri aðstæður þínar einkennast ekki lengur af óreiðu, þá finnurðu fyrir meiri kyrrð innra með þér og það er eins og með hænuna og eggið, erfitt að gera greinarmun á hvort kemur á undan. Boðskap um einfalt líf er að finna í flestum trúarbrögðum. Kristur talaði um að maðurinn skyldi ekki safna sér fjársjóðum á jörðu, og Taoistinn Lao-tzu kenndi að „Sá er ríkur, sem veit að hann hefur nóg“. Ef þú vilt finna sjálfa(n) þig, þá gerist það ekki fyrr en þú hægir á og leitar gæða sem gefa þér raunverulega vellíðan innra með þér. Þá fyrst finnurðu eiginleg lífsgæði. Að stíga skref í átt til einfaldara lífs er skref í átt til betri framtíðar fyrir þig, þína nánustu og fyrir jörðina sem við öll byggjum. Heimild:m.a. byggt á greininni „Living Simply in a Complex World“, eftir W. Bradford Swift, í Yoga Journal, ágúst 1996.
Flokkar:Greinar og viðtöl