Hverju hefur nýtt og breytt mataræði skilað okkur?

Að því er látið liggja, að kostnaður af heilbrigðisþjónustu hækki svo mjög að í óefni stefni. Fjárveitingar em skertar æ meir og sú áhætta tekin, að á rétt sjúkra, örkumla og aldraðra er svo freklega gengið, að venjulegt fólk fer að halda að eitthvað hljóti að vera að siðferðiskennd og greindarstigi þeirra, sem við kusum yfir okkur sjálf lýðraeðislega. En við berum öll saman ábyrgð gagnvart þjóð sem bjó í þúsund ár við ystu voga, þjóðinni okkar. Brennandi hugsjónaeldur ungmennafélaganna sem báru Ísland fram til frelsis má ekki slokkna.

Hann á að vera okkar Ólympíueldur alla daga. Sumir álíta að háleitar hugsjónir séu úreltar og „lummó“. Slíkum er vorkunn, af því að þeir eru eiginlega ekki lifandi. Svo mun komið, að hætt er við að við lendum í hópi vanþróaðra þjóða í heilbrigðismálum „föllum niður í aðra deild“ eins og það kallast á íþróttamáli. Ráðaleysi ráðamanna fer fyrir brjóstið á mörgum, en þegar dýpra er skoðað megum við sjálfum okkur um kenna. Það er búið að gefa fyrir. Boltinn er við fætur þér, landi góður! Markið beint fyrir framan, opið tækifæri til að skora fyrir Ísland!

Hvað er til ráða?
Spamaðarleiðirnar eru í aðalatriðum tvær: Önnur er að ganga þvert á þörf og skera niður þjóftustu. Leiðin sem margir verða fyrir barðinu á þessa dagana. Hin er að draga úr þjónustuþörfinni Heilsuleiðin.  Þar verðum við sjálf að sýna hvað í okkur býr. Þar erum við ekki þolendur, heldur skapendur. Það sem hér verður skráð miðar að bættu heilsufari þjóðarinnar. Þannig verður hlutfallslega meira fé handbært til að sinna þeim sem óhjákvæmilega þurfa á faglegri hjálp að halda á fyrsta flokks hátæknispítölum og öðrum þjónustustöðvum heilbrigiðskerfisins.

Áratuga stöðnun varð í manneldismálum um allan hinn vestræna heim, sprottin meðal annars af tilgátu (hypothesu) um ótvíræða skaðsemi kólesteróls. Hypothesan reyndist haldlaus, en lengi var hangið í henni, er reyndar enn. Menn trúðu án fullnægjandi sannana, trúlega af því að frægir vísindamenn höfðu ánetjast. Þeir verða oft átrúnaðargoð sem trúað er í blindni. Bara það að við Islendingar lifðum hér um aldir lausir við þá sjúkdóma, sem kólesteróli vom eignaðir samkvæmt þessari tilgátu, ber því glöggt vitni að tilgátan gat ekki verið rett.

Svo seint sem á árunum 1952-57 var ég sem þetta rita, héraðslæknir á Kirkjubæjarklaustri. Þar var lítið um sjávarfang, en svo mikil fituefni í fæðu, að samkvæmt kólesteróltilgátunni hefðu hjarta og æðasjúkdómar átt að vaða uppi. Svo var þó ekki. Ég sá engan sem þannig var komið fyrir á þeim ámm ,,milli Sanda“. Svipaða sögu hef ég heyrt eftir öðrum gömlum héraðsæknum. Fljótlega eftir að mjólkursala hófst í mínu gamla héraði fóru þessir sjúkdómar að skjóta upp kolli.

Eitthvað breyttist til hins verra sem áður var farið að gæta víða um land og þó einkum í þéttbýli. Því nefni ég þetta, að nú er þekkingin komin á það stig, að aftur má úr bæta, stórfækka hjarta- og æðasjúkdómum, fækka dauðsföllum og draga úr útgjöldum af þeim sökum. Þetta er þó aðeins eitt af mörgu, sem gera má fyrir heilsuna. Ég ætla að byrja á að kynna grein sem að stofni til er rituð af Joseph Hattersley, en stytt og þýdd af undirrituðum, með ofarituðu forspjalli, ásamt innskotum og viðbótum til glöggvunar.

Egg eru úrvalsfæða
Að vísu er til fyrirbrigði sem nefnt er óþol í daglegu tali, en þá i er átt við fólk sem sker sig úr að því leyti að því verður eklki gott af því sem öðrum er heilnæmt. Í eggjum eru öll þau næringarefni sem þarf til að úr skuminni komi kjúklingur, sem getur hlaupið um guðsgrænajörðina bráðlifandi. Egg bjóða líka upp á margt sem þarf til að halda góðri heilsu.

Að draga úr hóflegri neyslu þeirra er líklegra til að vinna heilsutjón fremur en stuðla að heilsubót. Egg innihalda allar átta amínósýmrnar, sem nauðsynlegar em til að byggja upp fullgild prótín, og auk þess eru þau auðug af þeim fitu sýrum sem líkamanum eru mikilvægastar. Þessar tvær tegundir næringarefna eru mikilvægar í fæðunni vegna þess að likami okkar býr þær ekki til sjálfur. Hágæðafitusýmr, einkum omega3-sýrur (sem líka em í lýsi) veita nokkra vörn gegn astma, háþrýstingi, liðagigt og fleiri sjúkdómum sem sækja á margt fólk. Of lítið er af þeim í mataræði flestra Vesturlandabúa.

Fóður alifugla fullkomnara en mannamatur
Verksmiðjuframleitt hænsnafóður er með staðlað innihald næringarefna miðað við þörf fuglanna samkvæmt því sem vitað er. Þar með er ekki sagt að það sé hollara en það sem hænsnin tína upp í sig úti í náttúmnni þar sem skilyrði em til að þau geti farið um frjáls og nært sig á ormum og Öðru hænsnagóðgæti vappandi uitt í sólskininu. Ljósið er líka þáttur í fullgildum lífsskilyrðum. Kjúklingar aldir við sólarljós skiluðu í ákveðinni tilraun 5% Heiri eggjum, sem auk þess voru þyngri, en innihéldu 22% minna kólesteról, borið saman við annan kjúklingahóp sem ekki naut fullgildrar birtu.

Samkvæmt bandarískum lögum ber framleiðanda skylda til að fóðra sitt fiðurfé á fullgildu fóðri sem inniheldur nauðsynleg steinefni, sem tryggja meðal annars að ensím séu virk. Jörðin hefur að verulegu leyti verið svipt snefilefnum með einhliða áburðargjöf, þannig að ekki er hægt að treysta því að afurðirnar séu fullgild fæða fyrir mannfólkið. Þannig er sú staða upp komin að í rauninni stendur dýrafóðrið mannfóðrinu framar um næringargildi og heilnæmi. Steinefnaskortur er vafalítið miklu algengari meðal Bandaríkjamanna en vítamínskortur, t.d. hörgull á magnesíum, og lífrænum krómsöltum.

Eldi húsdýra er hér (í Bandaríkjunum) í betra lagi en fólksins sem fóðrar þau. Fyrir bragðið má mæla með neyslu kjúklingakjöts, þrátt fyrir leifar af hormónum og fúkkalyfjum sem eru óæskilegar, en varla verður hjá komist. Fullgild fæða þar sem náttúrieg efni vinna saman með samræmdum hætti er æskilegust fyrir líkama okkar. Slíkt góðmeti er vandfengið. Matvælaiðnaðurinn horfir fremur á geymsluþol en hollustuna, og alls konar aðskotaefnum er blandað í saman við náttúrlegu hráefnin án þess að fullnaðarsannanir liggi; fyrir um skaðleysi efnanna.

Efhafræðilega sérgreind steinefhi í bædefni, sem sett eru saman í tilgreindum hlutföllum, og seld í pillum eða hylkjum sem „fæðubót“ (supplements) koma aldrei í staðinn fyrir hið besta úr nægtabúri náttúrunnar. Hér er þó engan veginn fram haldið að þessar vörur séu gagnslausar. Þær geta vissulega bætt úr ýmsu sem á vantar um hollustu fæðunnar á öld tæknivæddrar matarframleiðslu sem miðar að fjárhagslegum  ávinningi fremur en viðhaldi lífs og heilsu.

Um kólesteról
Hækkar ekki kólesteról í blóði við eggjaneyslu? Engan veginn! Maður nokkur, 88 ára að aldri hafði t.d. etið 25 egg á dag í 15 ár. Samtmældist kólesteról eðlilegt og æðamar voru alveg óskemmdar. Hvemig má það vera? Jú, helmingur þess kólesteróls, sem er í eggjum, er þeirrar gerðar að það oxast ekki, spillist ekki fyrir súrefnisáhrif. Innan við 1% fólks á Vesturlöndum hefur arfgenga tilhneigingu til hækkaðs kólesteróls. Eldi húsdýra er hér (í Bandaríkjunum) í betra lagi en fólksins sem fóðrar þau. Fyrir bragðið má mæla með neyslu kjúklingakjöts, þrátt fyrir leifar af hormónum og fúkkalyfjum sem eru óæskilegar, en varla verður hjá komist.

Fullgild fæða þar sem náttúrleg efni vinna saman með samræmdum hætti er æskilegust fyrir líkama okkar. Slíkt góðmeti er vandfengið. Matvælaiðnaðurinn horfir fremur á geymsluþol vörunnar en hollustuna, og alls konar aðskotaefnum er blandað í saman við náttúrlegu hráefnin án þess að fullnaðarsannanir liggi fyrir um skaðleysi efnanna. Efhafræðilega sérgreind steinefhi og bædefni, sem sett eru saman í tilgreindum hlutföllum, og seld í pillum eða hylkjum sem „fæðubót“ (supplements) koma aldrei í staðinn fyrir hið besta úr nægtabúri náttúrunnar. Hér er þó engan veginn fram haldið að þessar vörur séu gagnslausar. Þær geta vissulega bætt úr ýmsu sem á vantar um hollustu fæðunnar á öld tæknivæddrar matarframleiðslu sem miðar að fjárhagslegum ávinningi fremur en viðhaldi lífs og heilsu.

Um kólesteról
Hækkar ekki kólesteról í blóði við eggjaneyslu? Engan veginn!
Maður nokkur, 88 ára að aldri hafði t.d. etið 25 egg á dag í 15 ár. Samt mældist kólesteról eðlilegt og æðamar voru alveg óskemmdar. Hvemig má það vera? Jú, helmingur þess kólesteróls, sem er í eggjum, er þeirrar gerðar að það oxast ekki, spillist ekki fyrir súrefnisáhrif. Innan við 1% fólks á Vesturlöndum  hefur arfgenga tilhneigingu til hækkaðs kólesteróls.

Okkur þykir leitt að hér hefur dottið út setning við uppfærslu síðunnar 12.11.2018.

,,Frying eggs or anything else in trans (transformed) fatty acid (TFA) laden, partially hydrogenated, polyunsaturated vegetable oil is truly harmful“). Á eftir fer í greininni ítarleg útlistun á skaðsemi transfitu, sem myndast við hitun, á fjölómettuðum fitusýrum og einnig við herðingu þeirra, sem er undirstaða smjörlíkisframleiðslu. Heppilegra þykir að fara sérstaklega í saumana á þeirri heilsuvá í annarri grein, sem fjallar um mistök sem þar hafa orðið, án þess að framleiðendum, sem voru í góðri trú, sé um að kenna.

Miklu fremur mætti segja að vísindamenn og læknar hafi ekki áttað sig á því ferli, sem býr að baki þeim sjúkdómum sem nútíma mönnum verða helst að fjörtjóni. Það er sárt aðþurfa að viðurkenna óviljandi mistök, en þó  heiðarlegra að reyna að hindra að meira tjón verði en orðið er. Þar verða læknar, vísindamenn og framleiðendur að taka höndum saman. Reynsla þýðandans er samt ekki góð, ábendingum er þannig tekið að vísindamenn þegja, en framleiðendur herða söluáróðurinn fyrir vöm sinni án þess að horfast í augu við manntjónið. Hins vegar ætti allt fólk með fullu viti að geta lært að vara sig sjálft núna þegar málið liggur Ijósara fyrir. (Meira um þetta síðar, þegar efnið hefur verið sniðið að skilningi ósérmenntaðs fólks.Vísindagreinar til úrvinnslu em mýmargar, en málið það flókið að nauðsyn ber til að gera það auðmeltara. Innskot þýðandans).

Neytið eggjanna soðinna
Einfaldast og ömggast er að sjóða eggin í 5-6 mínútur. Með því er að vísu ensímum fóm að, en þau hafa það hlutverk í sambandi við frásog og nýtingu allra næringarefna, að þú ert það sem þú nýtir, ekki það sem þú lætur ofan í þig. En nauðsynin á að losna við sóttkveikjur verður samt að ráða gerðum, þegar skynsemin krefst þess. Gagnstætt því sem á við um unna fæðu og  soðna, inniheldur ósoðið grænmeti, ber og  ávextir ensím sem þörf er á til að næringarefni frásogist úr meltingarveginum og nýtist sem best. Ensím í fæðubótarefnum sem fást í heilsubúðum geta orðið að liði. (Síld mun vera mjög fýsilegur valkostur hér á landi og t.d. graflax.

Þar eru ensímin  væntanlega vel varðveitt.Innskot þýð.). Það er ólíklegt að tiltölulega lítið innihald eggja af pyridoxíni, sem er sama og B3-vítamín, standist suðu. Hins vegar skila hin næringarefnin sér vel og þau em undirstöðuefni í næringunni. Egg innihalda átta sinnum meira lecitín en kólesteról, en það hjálpar einmitt líkamanum til að halda kólesteróli í upplausn og hindrar þá um leið að það setjist í æðarveggi. Lecitín er mikilvægur þáttur í gallinu. Það er í hverri frumu líkamans og finnst í ríkum mæli í heilanum.

Það er gott fyrir nýrun og lifrina og hamlar gegn öldmn að talið er. Það vinnur með vítamínum og andoxurum, þar með töldum heilnæmum samböndum brennisteins, sem em í eggjum. Og undir lokin þetta: Hvítan í egginu vemdar gegn innrás sóttkveikja. Hlutverk hvítunnar er að halda frá kjúklingafóstrinu sóttkveikjum og vímsum. Hvítan inniheldur það sem nefna mætti gleypiefni (chelator moleculegrabber), ovotransferrín er það nefnt. Efni þetta grfpur og heldur föstum lífrænum jámsamböndum. Allir gerlar sem reyna að komast inn í eggjarauðuna eru sviptir sínum jámsamböndum og veslast þá upp.

Heildarútkoman verður eitthvað á þessa leið: Læknar sem leggjast gegn neyslu eggja, sem em náttúrleg, fjölþætt og heilnæm fæða, hafa augljóslega ekki kafað nógu djúpt í brunn nútímalegustu þekkingar á eðli málsins. Flestum, sem neyta eggja soðinna að hætti genginna kynslóða, færa þau heilsubót. Að draga úr neyslu eggja getur ekki aðeins valdið lakari heilsu, heldur virðist auka hættu á hjarta- og æðasjúkdómum, alveg öfugt við það sem fóki hefur verið talin trú um síðustu áratugina á gmndvelli kenningalegs glundroða, sem þá villti mönnum sýn. Joseph G. Hattersley, 7031 Glen Terra Court S.E., Olympia, Washington 98503, USA.

Rannskóknir eða áróður?
Grein Hattersley fylgja 54 úlvitnanir í nýjar og nýlegar rannsóknir sem gerðar hafa verið á því sem hún fjallar um. Allar eru þær handbærar ef óskað er. Reynslan sýnir því miður að tiltölulega mjög fáir gefa sér tíma til að fara ofan í fmmheimildir og kjósa að hanga í því sem að þeim var haldið á námstíma, þó svo að annað hafi komið til síðar, sem sannara reyndist.  Islenska þjóðin situr undir skefjalausum sefjunaráróðri, einkum fyrir mjólkurvörum, sem heilbrigðisyfirvöld láta óátalin. Væri þó hægt að spara of fjár fyrir ríkiskassann með því að hyggja betur að manneldi og mgla fólk ekki í ríminu með þeim hætti sem augljóslega er gert út frá fjárgróðasjónarmiðum.

Nýþróuðum vörum er slengt inn á markaðinn undir freistandi nöfnum, svo sem „fjörmjólk“ og „sælu- mjólk“ án þess að nokkur rök hnígi til þess að vörumar auki á lífsfjör eða unaðarsælu neytenda. Gæti verið að þeirra eigið fjör og sæla magnist þegar peningarnir taka að detta í kass an með æðislegu hringli? Sjálfsagðasta sparnaðarleiðin af heilbrigðisyfirvöldum, sjálfgefin og ódýr leið sem dregur úr hvoru tveggja í senn: óþarfri þjáningu margra og fjárútlátum vegna veikinda og hefur þannig heppileg áhrif á afkomu einstaklinga og þjóðfélags.

Þetta er leiðin sem þjóðin á að kjósa og heilbrigðisyfirvöld mættu koma auga á í ráðleysi sínu. Heilsuleiðin! Grun hef ég þó um að fólk verði sjálft að gera sér grein fyrir hvað helst sé hægt að gera til að lifa við góða heilsu til frjórrar elli. Til þess þarf framtak, sem ungir eiga að grípa til. Aldraðir þurfa lítið annað en hverfa aftur til hátta, sem tíðkuðust á þeirra æskuárum: Borða einfalda fæðu, soðna en ekki brasaða, velja fremur fisk en kjöt. Hverfa aftur að hafragraut og skyri, neyta soðinna eggja í svipuðum mæli og fyrrum var gert.

Kornið í brauðmat á í sem ríkustum mæli að vera lífrænt ræktað. Og þá er ekki síður mikilvægt að viðbitið sé holl og góð fita, t.d. ósvikið smjör. Fátækraviðbitið „bræðingur“, sem var lýsi og flot saman, gaf smjörinu sennilega ekkert eftir um hollustu, en hætt er við að fáir gimist það núna. Þó er aldrei að vita hvað falla kann að þróuðum smekk innlifaðra matmanna. En fyrir alla muni látið smjörlíkið eiga sig. Omettaðar fitusýrur hertar með þeim hætti sem gerist við smjörlíkisgerð, eru ekki til í náttúrunni og mannslíkamann er ekki skapaður til að vinna úr þeim.

Sterkar líkur benda til að þær séu skæðar með að setjast í æðarnar og valda þar stíflum, sem geta reynst banvænar. Smjörlíkisframleiðendur ættu að huga að því í tíma að flytja sig í lífvænlegri atvinnugrein áður en í algera klípu er komið. Atvinnugreinin hlýtur að leggjast af fyrr en síðar. Það bjargar engu að vera með öfugmæli um að varan sé góð fyrir hjartað. Hver veit nema okkar góðhjartaða ríki borgi þeim fyrir að bregða búi. Hvers vegna ekki? Þetta er óæskilegri búskapur en sauðfjárrækt í þéttbýli.

Þorramatur og grös
Slátur er æskilegt súrt eða ósúrt, einkum lifrarpylsa.  Það  sem nú er almennt nefnt „þorramatur“, – súrmeti úr dýraríkinu, er ef rétt er að verkun staðið, mjög holl fæða og auðmelt. Getur hver sem er gengið úr skugga um hið síðamefnda með því að fylgjast með innvortis líðan eftir þorrablót. Súrsun er viðurkennd geymsluaðferð, hvort heldur er um að ræða kál eða kjötmeti. Þjóðverjar hafa margir uppáhald á ,,Sauerkraut“, og halda því sumir fram, að í súrkálinu felist vörn gegn krabba. Gæti það átt við gamla súrmatinn okkar líka? Sjálfsagt mætti bæta íslenskumjurtum út í súrinn, þannig að hollustan yrði enn meiri. Bæta má við fæðuna grænmeti og ávöxtum, sem hollusta er í.

Þjóðin lærði aldrei að nota sér ,,grasnytjarnar“ sem skyldi, og er þá átt við jurtimar í haganum, sem búa yfir miklum heilsumætti eins og séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal benti á í stórmerkri bók, sem Íslendingar hafa ekki enn lært að meta að verðleikum, þó að hún hafi verið gefin út á tíma Skaftáreldanna. Auðvitað ber svo að rækta hér heima hefðbundið grænmeti, helst í heimilisreitum með lífrænum áburði, þar sem því mætti við koma. Læðist að nokkrum grunur um, að ekki væru allirjafnhrifnir í heilbrigðisstéttum, ef atvinnutækifæmm fækkaði, ekki vegna niðurskurðar, heldur vegna ,,ofheilsu“ þjóðarinnar!

Góð tíðindi Þegar ég hafði lokið við grein þessa, sem ekki er samin af öðrum hvötum en þeim, að ég vil lifa í friði við samvisku mína, bámst mér eins og af hendingu upplýsingar um, að erlendur maður í Húnavatnssýslu sé farinn af stað með lífræna framleiðslu eggja. Ég hafði ekki hugmynd um þetta, en lít á það sem merki um að vit sé að færast í málin og firringin hjaðni. Mér var sagt að maðurinn heiti Raimund Brockmeyer-Urbschat, til heimilis að Litla -Búrfelli (541 Blönduós, sími 452 7132). Honum er hér með óskað til hamingju með framtakið, sem ég hygg að sé enn eitt merkið um að íslenskur landbúnaður rétti úr kútnum.

Að síðustu þetta: Látið ekki nægja að lesa um heilsuvemd. Þið verðið að temja ykkur það sem þarf til að misbjóða ekki meðfæddum hæfileikum ykkar til að viðhalda heilsu til líkama og sálar. Læknar eru að vísu til að bjarga því sem bjargað verður, ef heilsan fer úr skorðum, en miklu fremur ber þeim að benda á lifnaðarhætti sem halda heilsunni í horfi svo lengi sem ævin varir.

Dagarnir allir eyðast, alltaf er dauðinn jafn hress. En láttu þér aldrei leiðast. Lífið er ekki tíl þess!

Úlfur Ragnarsson, læknir.  Þessi grein birtist í Lesbók Morgunblaðsins þann 9. mars 1996. Endurbirt hér með leyfi höfundar.  Úlfur Ragnarson lést í janúar 2008.



Flokkar:Næring