Townsend Letterfor Doctors des. 1994 er bréf frá lesanda sem upplýsir skelfilegan sannleik um mengunarvarnarbúnað sem í flestum nágrannalandanna er lögboðinn á allar bifreiðar og er oft nefndur „hvarfakútar“ en í enskumælandi löndum skammstöfuninni ,,CAT.“ Höfundur bréfsins, læknirinn dr. Hans ‘Á. Nieper við læknadeildina við Paracelsus Silbersee sjúkrahúsið í Hannover í Þýskalandi, útskýrir þar hvernig eitraðar lofttegundir sleppa í gegnum kútana eða myndast í þeim og geta valdið alvarlegum og jafnvel ólæknandi sjúkdómum. Í því bensíni sem nú er framleitt og notað á bíla með hvarfakúta eru um 5% af eiturefninu benzen (sjá grein í H.h. 1-2 tbl. -95). Benzen er m.a. þekktur krabbameins valdur). Þó að meirihluti þess brenni að vísu í vélinni er þó viss hluti þess óbrunninn út í umhverfið. Dr. Nieper segir að benzen hafi jafnvel fundist í sælgætispinnum sem voru til sölu í bensínafgreiðslu.
Í þéttbýli er þannig mengun algerlega óviðunandi og er jafnvel ennþá skaðlegri en gamla blýmengunin sem tók hálfa öld að fást viðurkennd af heilbrigðisyfirvöldum. Þetta er þó aðeins toppurinn á ísjakanum. Dr. Nieper segir að hvatinn í hvarfakútunum myndi eiturefnið fosgen ef klóríð er í bensíninu. Samkvæmt upplýsingum frá bensínframleiðanda eru klórsambönd notuð í bensín. Fosgen er eiturefni sem notað var í fyrra stríðinu og hefur eituráhrif á lungun. Sagan er þó ekki öll sögð. Bensín fyrir vélar með hvarfakúta inniheldur mikið magn af methyl-tertbuthyl-ether (MTBE), sem notað er í stað blýsambanda til að hindra „bank“ þ.e. forkveikingu í eldsneytisblönduninni, m.ö.o.hækka oktantölu bensínsins. Afsömu ástæðu er 5% benzen notað í bensínið. Þetta gildir í Evrópu.
Í Bandaríkjunum er bannað að nota meira en 1% benzen. Í smurolíur sem notaðar eru á bíla er látið efnasambandið zink itiofosfat (ZDTP) til að tryggja endingu hennar. Ef þetta efni kemst í snertingu við MTBE í heitu umhverfi gerist nokkuð mjög ískyggilegt. Við það myndast m.a. fosfor esterar og fosfín, sem eru í ætt við taugagas og enolar sem hindra mikilvæg ensím, jafnvel meira en brennisteinsvetni, sem er mjög eitruð og illaþefjandi lofttegund. Í bílvélum kemst alltaf eitthvað af smurolíu í snertingu við eldsneytisgasið, sér í lagi ef vélin er orðin slitin. Þetta efni, segir dr. Nieper, að komi í miklu magni út úr hvarfakútunum. Hann segir frá einfaldri tilraun sem gerð var og allir geta endurtekið ef þeir vilja. Veiddar voru húsflugur í net og þeim haldið 50 cm aftan við tvo bíla í gangi. Annar var gamall og án mengunarvarnarbúnaðar.
Hinn var nýr og með hvarfakút. Eftir 110 sek. voru allar flugurnar sem voru aftan við nýja bílinn dauðar en flugumar aftan við gamla bílinn voru allar lifandi þó að þær virtust frekar ringlaðar.
Dr. Nieper segir að árið 1991 hafi verkfræðingur frá Mercedes Benz hringt í sig og sagt: „Læknir, hjálpaðu okkur. Það kemur heilmikið af eitruðum lofttegundum út úr hvarfakútunum, sérstaklega eftir að búið er að nota þá í 15.000 km.“Þrem dögum seinna heyrði hann í útvarpinu viðvörun frá Mercedes Benz um eitraðar hliðarverkanir af hvarfakútum, sérstaklega eftir 15.000 km notkun. Dieselbílar virðast vera lausnir við þetta vandamál, að mati dr. Niepers.
Dr. Nieper álítur að margs háttar heilsutjón hljótist af þessu og að alls ekki sé ennþá séð fyrir endan á þeim vandamálum. Hann grunar að síþreytueinkenni (chronic fatigue syndrome) séu tengd eiturverkunum frá hvarfakútum, þó að fleira komi vafalaust til. Hann álítur að eitruð efnasambönd, m.a. frá mengunarvarnabúnaði, bæli ónæmiskerfið svo mikið að „tækifærissýklar“ t.d. sveppir, herpesveirur eða bakteríur eigi auðvelt með að leggja undir sig líffæri eða jafnvel allan líkamann. Afleiðingin getur verið síþreyta eða aðrir langvinnir sjúkdómar. Hann segir að síðan 92 hafi blóðrauðinn í fólki frá iðnaðarlöndum farið hækkandi, úr 13 eða 13,5 til 16 eða 17.
Einnig hefur fjöldi hvítfruma í blóði aukist. Þessi aukning hefur ekki fundist í fólki úr strjálbýlum svæðum eða eyjum fjarri þéttbýli. Aukning blóðrauða bendir til skorts á súrefni. Líkaminn reynir að bæta úr því með því að auka súrefnisupptöku blóðsins með meiri blóðrauða. Sama á sér stað ef við búum í mikilli hæð yfir sjávarmál. Þá eykst blóðrauðinn til að bæta upp skort á súrefni í þynnra lofti. Öðru hafa vísindamenn veitt athygli, en það er minnkun þvagefnis (urea) í blóði. Dr. Nieper telur að æskilegasta magn þess í blóðvatni sé nálægt 37 mg/100 ml. Verði það miklu meira getur það valdið nýrnaskaða. Sé það hinsvegar miklu lægra skapast hætta á margskonar sjúkdómum m.a. krabbameini, beingisnun, MS og ýmsum sjúkdómum í ónæmiskerfinu.
Urea er miklu meira en efni sem myndast við niðurbot á próteinum í próteinefnaskiptum. Það er efni sem tekur þátt í stjórnun fjölda annarra efnasambanda og líffræðilegra ferla í líkamanum, sem hér verða ekki nánar rædd. Dr. Nieper telur sig hafa veitt því athygli að fólk með aukinn blóðrauða sé einnig með sér lega lítið þvagefni í blóðvatni. Einnig að fólk með ALS (amyotrophic lateral sclerosis) er með óvenjulega lítið þvagefni í blóðvatni og lítið af ensíminu SOD (superoxid dismutasi) sem líkaminn notar til að eyða hættulegum stakeindum (sindurefnum).
Sambandið þarna á milli þyrfti að athuga miklu betur með langtímarannsóknum því að ALS, sem er mjög alvarlegur lömunar- og taugasjúkdómur, er lang algengastur þar sem bílar með hvarfakúta eru notaðir, segir dr. Nieper. Ástandið er svo alvarlegt að óhjákvæmilegt er að gera eitthvað nú þegar að mati dr. Niepers. Hann vill að allir hvarfakútar verði strax teknir úr bílum. Í framhaldi af því ætti að hætta að nota MTBE í bensín en setja í þess stað lítilsháttar af blýi á nýjan leik.
Einnig ætti að hætta að blanda í það leysiefninu benzen. Auk þess leggur dr. Nieper til ýmsar breytingar í bílvélum sem hér verða ekki tíundaðar, þó að þær séu í sjálfu sér athyglisverðar. Hann hvetur til að nota díeselbíla sem mest, þar til aðrir mengunarlitlir eða/lausir bílar koma á markaðinn. Að lokum mælir hann með að fólk noti bætiefni, blöndu af kalíum-magnesíum aspartat í urea lausn og colamín fosfat, (Mi vítamín) ásamt steinefnunum Ca, Mg, K og A, E og P vítamíni í töflum, þangað til búið er að fjarlægja alla hvarfakúta úr bílum og taka í notkun minna eitrað bensín.
Þýtt og endursagt af Æ.J.
Heimild; Læknaritið Townsend Letterfor Doctors December 1994.
Flokkar:Greinar