Nýjar leiðir í krabbameinslækningum haust 1996

Nýtt bóluefni við krabbameini
Fyrir nokkrum árum (Heilsuhringurinn 1-2 tbl. ’93) sagði ég frá hugmyndum bandaríska vísindamannsins Heman Acevedo og hvernig hann hugsaði sér að e.t.v. mætti búa til nokkurs konar bóluefni gegn krabbameini. Í tímaritinu Newsweek 23. okt. sl. var grein um þetta sama efni og hvað gerst hefur og er að gerast í þessum málum. Fyrir þá sem ekki lásu greinina í H.h. verð ég að segja í örstuttu máli hvað hún fjallaði um og síðan bæta við upplýsingum úr greininni í Newsweek.

Þegar kona verður barnshafandi ætti ónæmiskerfi móðurinnar fljótlega að ráðast gegn fóstrinu og eyða því, vegna þess að fóstrið hefur ekki einungis erfðaefni frá móðurinni, heldur einnig frá föðurnum og það er ónæmiskerfi móðurinnar framandi. Þetta hafa menn vitað í næstum heila öld og einnig að fóstrið framleið r efnasamband, hormón sem nefndur er hCG (Human Chorionic Gonadotropin) sem ver  fóstrið fyrir því að ónæmiskerfið eyðileggi það. Bandaríksi vísindamaðurinn Hernan Acevedo fékk fyrir meira en tuttugu árum þá hugmynd að krabbameinsfrumur notuðu þetta sama hormón til að verjast árásum ónæmis kerfisins.

Vissulega er það furðulegt að engum öðrum skyldi hafa dottið þetta fyrr í hug, því að þekkt hefur verið í nokkra áratugi að sum krabba mein, að minnsta kosti, mynda þetta hormón og það er jafnvel notað til að segja til um hvort einhver gengur með eitthvert þessara krabbameina, finnist það í blóði. Dr. Acevedo telur að hCG verji krabbameinsfrumur á sama hátt og það ver fóstrið í móðurkviði með því að valda því að fóstrið (eða æxlið) fái sterka neikvæða rafhleðslu, en ónæmisfrumur hafa einnig neikvæða hleðslu. Eins og vitað er úr rafmagnsfræðinni hrinda samkynja rafhleðslur hvor annarri frá sér.

Fóstrið (og æxlið) hrindir því ónæmisfrumunum frá sér og það getur því vaxið óhindrað og án þess að ónæmiskerfið geti rönd við reist. Þetta fellur vel inn í kenningar sænska prófessorsins Bjöms Nordenström, sem notar pósitífa rafspennu á krabbameinsæxli til að eyða þeim og sagt var frá í H.h. fyrir nokkrum árum. Acevedo taldi að hægt væri að búa til mótefni eða einskonar bóluefni gegn hCG sem bæði mætti nota sem krabbameinslyf og einnig sem vörn gegn þungun.

Margir krabbameins-sérfræðingar hafa verið efagjarnir og telja t.d. að ósannað sé að hCG myndist í öllum krabbameinsæxlum og einnig sé ósannað að hCG hafi neitt með krabbamein að gera. Acevedo og samstarfsmenn hans hafa nú sannað að fjölmargar ,,frumulínur“, sem þeir rannsökuðu, mynduðu raunverulega hCG og þeir hafa leitt að því sterkar líkur að hCG sé aðalvopnið sem illkynja frumur verji sig með. Einnig að aukið magn hCG myndist eftir því sem æxlisvöxturinn þróast og nái hámarki í  frumum sem losna frá aðalæxlinu og valda  meinvörpum annars staðar í líkamanum.

Málin standa nú þannig að aðeins er eftir að prófa hvort kenningar Acevedo og samstarfs manna hans standist dóm reynslunnar. Hjálp til þess barst úr annarri átt. Dr. Vemon  Stevens við Ríkisháskóla Ohio-ríkis hefur tekist að búa til bóluefni gegn hCG til að nota sem getnaðarvörn. Þetta bóluefni er örlítið af hCG-próteini tengt við sameind sem veldur sterkri ónæmissvörun. Það hindrar nýmyndað fóstur í að mynda hCG og þá eyðir ónæmis kerfið því. Spurningin er hvort hið sama gerist við krabbameinsfrumur. Tilraunir á dýrum lofa góðu og krabbameinsfræðingurinn dr. Pierre Triozzi við Ríkisháskólann í Ohio hefur fundið að krabbameinssjúklingar mynduðu mótefni gegn hCG ef þeir voru bólusettir með bóluefni Stevens.

Nú er verið að undirbúa tilraunir á fólki og ,,ef allt gengur að óskum“ segir Triozzi, „verður hægt að setja bóluefnið á markaðinn innan þriggja ára“. Ólíkt öðrum bóluefnum, sem reynd hafa verið gegn krabbameini, má nota þetta bóluefni við öllum krabbameinum. Það er fremur ódýrt í framleiðslu og auðvelt í notkun og án teljandi aukaverkana. Jafnvel mætti nota það sem fyrirbyggjandi meðferð fyrir einstaklinga í áhættuhópum. Hvers er frekar hægt að óska sér af krabbameinslyfi? Kannski verður nafn dr. Heman Acevedos, sem nú er lítið þekktur vísindamaður, innan tíðar eitt þekktasta nafn í læknisfræði samtímans. Heimilidir: Newsweek, 23. otk. 1995  Heilsuhringurinn, 1-2 tbl. 1993.

Urea við krabbameini í lifur
Í Townsend Letter for Doctors í apnl 1995 er bréf frá lækni sem ræðir þar um allóvanalega lækningu á krabbameini í lifur, sem hann upplýsir að sagt hafi verið frá í Clinical  Oncology, The Lancet og fleiri læknaritum. Hann nefnir þar ýrrús dæmi máli sínu til stuðnings. Í sama tbl af T.L.f.D. er einnig bréf frá lesanda sem þjáðist af lifrarkrabbameini og hlaut undraverðan bata með þeirri læknismeðferð sem lýst er í bréfinu. Læknismeðferðin byggir á því að nota urea  (þvagefni, carbamid). Í bréfinu er útskýrt  hvernig efnið brýtur niður bindingar sem halda  æxlinu saman og það missir tengsl við æðakerfið sem myndast hefur og veslast upp eða frumur ónæmiskerfisins sjá um að eyða því. Ekki er gagn að þessu nema við krabbameini í lifur, vegna þess að lifrin umbreytir  þvagefni í önnur efnasambönd. Sé aftur á móti efnið að gagni hvar sem er í líkamanum.

Þetta efni er Kreatín (creatin). Æskilegt er að urea í blóði sé mælt reglulega. Best er að magn þess í blóði sé kringum 35-40 mg/100 ml. Það má helst ekki fara mikið yfir 40 því að það getur valdið nýmaskaða. Mælt er með að nota 15 g af urea á dag, blönduðu saman við ca. 750 ml af ávaxtasafa og tekið í mörgum smáum skömmtum yfir allan daginn.

Nái urea í blóði ekki 35 mg/100 ml máauka skammtinn en minnka ef það fer yfir 40. Eigi að nota urea við krabbameini annars staðar en í lifur þarf einnig að nota creatin hydrat 25 g á dag.  Urea er mjög ódýrt efni sem best er að kaupa í kílóatali. Hér á landi fæst það þó sennilega ekki í lausasölu. Creatín hydrat fæst í heilsufæðubúðum í hylkjum ætluðum fyrir íþróttafólk. Það mun vera alldýrt í því magni sem mælt er með að nota.Í bréfinu er sagt að sé innan við 30% af lifrinni sýkt af krabbameini séu miklar líkur á aðbjarga megi sjúklingnum. Greinarhöfundur tekur vitanlega enga ábyrgð á þessum upplýsingum en fannst þó rétt að lesendur fengju að kynnast þeim hugmyndum sem þarna koma fram.

Heimildir sem vitnað er í: Clinical oncology, 1977, 3. hefti, bls. 319-320  Clinical oncology, 1983, 9. hefti, bls. 89-94  The Lancet, 26. jan. 1974

Er hægt að fyrírbyggja krabbameín?
Í Townsend Letterfor Doctors and Patients,des. ’95, er bréf frá þýska lækninum dr. Hans A. Nieper sem er fyrrverandi forseti þýska krabbameinsfélagsins. Hann segir þar frá efni sem Þjóðverjar hafi notað í mörg ár til að hjálpa M.S. sjúklingum með töluvert góðum árangri, nálægt 82%.  Það var þó ekki þetta sem ég ætlaði að fjalla hér um, heldur það að dr. Nieper segir að eftir að búið var að nota efnið í nokkur ár af 2-3 þúsund M.S. sjúklingum, veittu læknar því athygli að engin ný krabbameinstilfelli höfðu orðið hjá þeim M.S. sjúklingum, sem fengu þessa meðferð.

Efnið sem þeir notuðu fyrir M.S. sjúklingana er calcium 2-amino ethyl fosfat (Ca EAP). Árið 1989 var byrjað að gefa öðrum en M.S. sjúklingum efnið, fyrst og fremst til að hindra  að meinsemdin tæki sig upp aftur í sjúklingum sem gengið höfðu undir meðferð við ýmsum krabbameinum, t.d.í brjóstum, blöðruhálskirtli og ekki síst ristli. Þetta fólk er ennþá í tilraunameðferð og á eftir að vera í tvö ár eða  lengur. Árangurinn er enn sem komið er mjög athyglisverður. Við ristilkrabbamein, sem margsinnis höfðu tekið sig upp aftur með sífellt styttra millibili, hættu sjúklegar breytingar að myndast í ristlinum hjá öllum þeim sex sem tóku þátt í tilrauninni. Sama má segja um „ristilsepa“ (polyps). Þeir hættu að myndast.

Enn sem komið er má segja hið sama um aðrar tegundir krabbameina, sem athugaðar hafa verið (brjósta- og blöðruhálskrabbamein), þó að lengri tíma þurfi til að draga af því endanlegar ályktanir. Dr. Nieper segir að í þau 40 ár sem hann hefur unnið við krabbameinslækningar hafi hann aldrei orðið vitni að neinu því líku og nefnir þar ýmislegt sem notað hefur verið við slíkar lækningar undanfarið til samanburðar.

Magnið af Ca EAP sem nota þarf er 1,5-2,5 grömm á dag. Ca EAP er einnig nefnt Mivítamín eða ,,Membran Integríty Factor“. Dr. Nieper segir að Ca-1-dl-aspartat 350-700 mg á dag virðist hafa líkar verkanir, að minnsta kosti á brjóstakrabbamein, en það hefur verið notað í þýskalandi við góðkynja þrymlum í brjóstum (fibrocystic breast) til að draga úr verkjum. Hann segir að af 78 konum sem fengu efnið á 30 ára tímabili hafi aðeins ein fengið brjóstakrabbamein. Venjulega eru konur með þannig brjóstaþrymla í 1,9 sinnum meiri hættu  að fá brjóstakrabbamein en aðrar konur. Dr. Nieper er með tilgátu um að þessi efni breyti ,,rýmd“ (capacitance) frumuhimnanna í  frumum líkamans, sem hann telur að minnki  við illkynja sjúkdóma og að það megi jafnvel  mæla.

Hann birtir línurit hvernig rýmdin eykst  eftir að farið var að nota Ca EAP og aðra mynd  til að sýna hvernig rýmdin er miklu minni í  sjúkum brjóstum en heilbrigðum. Hann telur  að rýmd í heilbrigðum brjóstum eigi að vera  0,18 microfaröd (pF). Engin útskýring er á hvernig eða hvaða aðferð hann notar til að mæla rýmdina, en það er grundvallaratriði ef hægt á að vera að nota þessa aðferð til að sjúkdómsgreina eða meta  árangur meðferðar. Hann endar bréfið með því að segja að  krabbameinslækningar séu nú að sigla inn í hugmyndaheim þar sem rúm/sviðs eðlisfræði ræður ríkjum og áríðandi sé fyrir krabbameinslækna að gera sér þær staðreyndir ljósar. Ca EAP (vítamín Mi í Belgíu) fæst í Evrópusambandslöndum sem fæðubótarefni (OTC nutrients).

Ginseng minnkar líkur á krabbameini
Rannsókn við sjúkrahúsið „Cancer Center Hospital “ í Kóreu sýnir að fækka má umtalsvert krabbameinstilfellum með því að nota ginseng reglulega. Þeir sem tóku þátt í rannsókninni voru teknir úr hópi sjúklinga sem lagðir voru inn á sjúkrahúsið. Tekin var af þeim skýrsla og rætt var við þá af þremur þjálfuðum spyrjendum. Reynt var eftir föngum að hafa hóp þess fólks sem var með krabbamein sem líkastan hinum  hópnum sem ekki var með krabbamein, með tilliti til aldurs, kynferðis og fleiri atriða sem  hugsanlega gætu haft áhrif á niðurstöðuna.

Spurt var m.a. um matarvenjur, drykkjusiði og efnahag, auk þess að spurt var hvort viðkomandi notaði ginseng, hvaða tegund, hversu oft og hversu mikið. Auk þess var spurt um hversu lengi hann eða hún hefði notað ginseng og hvenær allra fyrst.   Fjöldi þeirra sem þátt tók í rannsókninni var alls 3.870, 2.040 karlar og 1.830 konur. Þegar farið var að vinna úr þessum upplýsingum kom ýmislegt athyglisvert í ljós. Þeir sem voru með krabbamein notuðu að öðru jöfnu miklu síður ginseng heldur en þeir sem ekki voru með krabbamein. Þetta átti við flestar tegundir krabbameina.  Þó var ekki marktækur munur á brjósta-, legháls-, þvagblöðru og skjaldkirtilskrabbameini en á öllum öðrum tegundum sem athugaðar voru kom fram mikill munur.

Sé tekið meðaltal af öllum krabbameinum voru nálægt helmingi færri tilfelli hlutfallslega í þeim hópi sem notaði ginseng heldur en í samanburðarhópnum. T.d. minnkuðu líkur á eggjastokka- og barka- og raddbandakrabbameini 5-6 falt. Sama gilti með  reykingafólk. Krabbameinstilfellum hjá þeim fækkaði einnig. Ekki skipti höfuðmáli hvaða tegund Kóreu  ginsengs notað var. Þó virtist sex ára rautt ginseng koma einna best út. Sneiðar og safa úr fersku ginsengi og te úr hvítu ginsengi virtist  þó gagnlítið að nota.  Magn þess sem notað er af ginsengi skiptir einnig máli og líka í hversu langan tíma það  hefur verið notað.  Svo virðist að hér sé um samansöfnuð áhrif að ræða og þeir sem notað höfðu ginseng í allt að 20 ár voru með fæst krabbameinstilfelli. Sérstaklega var þetta greinilegt fyrstu 5 árin.

Vísindamenn í Kóreu vita ekki ennþá hvað það er í ginsenginu sem hefur þessi verndandi áhrif. Þeir vinna þó að því að finna það, þó að ólíklegt sé að eitthvert eitt efni eigi eftir að finnast sem skýrir allar læknandi verkanir  þess. Vitað er að ginseng hefur áhrif á ónæmiskerfið á einn og annan hátt. Einnig getur verið að efni sem gera stakeindir (free radicals, sindurefni) óskaðlegar finnist í ginsengi. Þá getur og verið að um samspil margra ólíkra þátta sé að ræða og sú tilgáta finnst mér jafnvel sennilegust. Sú rannsókn sem hér er sagt frá er ein sú viðamesta og best unna sem ég veit til að gerð hafi verið á jurtalyfi.

Ég hef undir höndum skýrslu um þessa rannsókn sem birt var í ,,Cancer  Epidemology,  Biomarkers  and Prevention, “ 4. árg. júní 1955

Höfundur:  Ævar Jóhannesson árið 1996



Flokkar:Krabbamein, Skrif Ævars Jóhannessonar

%d bloggers like this: