Erindi Guðjóns Arnarsonar á haustfundi 1995 birt í vorblaði 1996
Saga lífrænnar ræktunar í nútíma skilningi hófst hér á landi á Sólheimum í Grímsnesi um 1930 og upp úr 1955 á Heilsuhæli N.L.F.Í. Hveragerði. Með nútíma skilningi á ég hér við að ræktun fyrir aldamót var lífræn, það var ekkert val, annað kom ekki til greina. Ræktun með tilbúnum áburði var fyrst gerleg hér milli 1920-30 þegar þessi undraefni komu til sög unnar.
Ástæðurnar fyrir lífrænni ræktun á fyrrgreindum stöðum er sem sagt ekki hægt aðrekja til þess að þar hafi menn verið með slík uppátæki úr neyð. En hvað skyldi þá hafa orðið til þess að þessir staðir urðu hallir undir lífræna ræktun frekar en þá grósku sem hin nýju tilbúnu efni virtust búa yfir. Frumkvöðlar að stofnun Sólheima og Heilsuhælisins voru hugsjónamanneskjur. Þær hugsjónir sem viðkomandi báru í leik og starfi grundvölluðust fyrst og fremst á annarri sýn á manneskjuna og lífið en tíðkaðist, víðara tilliti.
Lífssýn tíðarandans má glögglega sjá á gömlum gluggaútstillingum apótekanna frá fyrstu áratugum þessarar aldar, þar sem líffærastarfsemi mannsins er líkt við verksmiðju, allt mjög einfalt og klárt. Þetta tækni-módel hefur reynst ótrúlega lífseigt, það er enn við lýði þó það hafi verið fært í önnur peysuföt lífefnafræði, lífeðlisfræði o.s.frv.
Jónas Kristjánsson og Sesselía Sigmundsdóttir náðu bæði tvö ótrúlegum árangri í starfi út frá hugmyndum, þó á öðrum grunni en hugmyndafræðilegum, um virkan kraft í skjólstæðingum sínum og umhverfinu. Ræktunin sem slík, þó viðamikil hafi verið, var þó aldrei annað en óbein afleiðing hugmyndanna. Öll mannvirki, skipulag, skriflegar heimildir o.fl. bera því vitni að ræktunin tak markaðist við rekstur stofnananna, borin uppi af einum garðyrkjumanni. Aðalatriðið var að koma með nóg af káli og gulrótum, vandræði með eldhúsið o.fl. í þeim dúr.
Engu að síður höfum við flest sem vinnum í þessum málum stigið okkar fyrstu skref á þessum stöðum. Íslendingar voru langt fram á þessa öld fyrst og fremst bændur, síðan sjómenn, en á sama tíma voru flestar Evrópuþjóðir að byggja upp sterkan iðnað sem hvíldi á þróun handverks síðustu 200 ára. Það er eins og vanti þennan millikafla hjá okkur. Við viljum afla, en þróun krefst tíma og þolinmæði, það bítur ekki á agnið strax. Allar draumsýnir um iðnað, nýsköpun, aukabúgreinar o.s.frv. virðist ætíð skorta fótfestu þegar til kastanna kemur.
Nú er farið að „delera“ á fullu um að „hreina“ Ísland eigi ótakmarkaða möguleika með vist- og lífrænar afurðir á stóm mörkuðunum úti í heimi. En hverjir eiga að rækta svona? Jú, gömlu bændurnir, þetta er allt næstum því lífrænt, þeir eiga bara aðeins að gera svona og svona og útlendingarnir, þeir fatta ekki neitt, ha, ha… rosa möguleikar. Enn sem komið er, er hvorki boðið upp á menntun á sviði lífrænnar ræktunar hér á landi, né hefð fyrir henni.
Í Evrópu er þó nokkuð skýr greinarmunur gerður á 7-8 meginaðferðum í lífrænni ræktun. Ég fjalla hér eingöngu um eina þeirra sem á íslensku gengur undir heitinu lífefld ræktun eða bíódýnamísk ræktun á öðrum tungum. Það eru u.þ.b. 10-12 Íslendingar sem hafa menntast í lífefldri ræktun, og mér er ekki kunnugt um að Íslendingar hafi formfast í öðrum lífrænum ræktunaraðferðum, heldur syngur þar hver með sínu nefi. ö11 kunnátta byggir á þekkingu eða reynslu. Það mun þó síst eiga við lífeflda ræktun að nokkrum tíma verði hægt að beita henni sem uppskrift. Lífefld ræktun er meira í ætt við viðleitni.
Grundvallarhugmyndirnar í lífrænni ræktun er að finna í skráðri fyrirlestraröð sem Rudol fSteiner hélt í Póllandi árið 1924. Þetta fyrirlestranámskeið um Landbúnað leitast við að vekja meðvitund um lifandi alheimsferli í náttúruríkjunum fjórum, þ.e. steina-, jurta-, dýra- og mannríkinu. Innsæið í þetta ferli vex með samkennd mannsins með árstíðunum. Þessi lífgjöf er grundvallaratriði í Landbúnaðarnámskeiðinu. Steiner er ekki að reyna að blása lífsanda rómantíska skólans í hinar nýju vísindalegu aðferðir. Námskeiðið fjallar ítarlega um þá samsvörun sem hver og ein manneskja getur fundið milli innra lífs síns og lögmála alheimsins við dagsbirtu raunvísindalegrar hugsunar.
er ekki fólgin í gáfum eða lærdómi heldur fordómaleysi og virðingu fyrir viðfangsefninu Okkur lífafls-ræktendum hefur löngum verið bríxlað um að vaða allmikinn rcyk þegar farið er að tala út fyrir lotukerfið og ljóstillífun. En sannleikurinn er sá að það þarf ekki snefíl af skyggnigáfu til að sjá í hvað stefnir með strangtrúaraðferðum efnishyggju-vísindanna. Það er svo merkilegt að flestar raunvísindagreinar innan æðri menntastofnana biðja um lög og reglur varðandi lífið.
Aðferðirnar eru svo afmarkaðar við dauðann að þær leita eftir siðferðislegri aðstoð utanfrá. Slík aðstoð víðsfjarri viðfangsefninu hlýtur að missa marks. Hvers konar þekking er það sem hefur ekkert innbyggt siðferði eða ábyrgð á gjörðum sínum gagnvart lífinu? Hvers konar framtíð er það sem byggist á slíkum grunni? Mannssálin verður að öðlast meðvitund um þróun jarðarinnar, hún á engra annarra kosta völ ef hún óskar eftir einhverri framtíð. Við sjáum tunglið öðru hvoru en Merkúr, Venus, Mars, Júpíter og Satúmus eru okkur dauðir og ómerkilegir hnettir.
Látum það vera, en árstíðirnar standa okkur nær, þær búa yfir sínu eigin lífi. Manneskjan hlýtur að vera alger rati ef hún skynjar ekki þá þræði sem tengja hana við þann heim sem hún hefur fæðst inn í. Þannig búin virðist hún líka vera orðin í dag ef marka má skrif dr. Kristjáns Kristjánssonar við Háskólann á Akureyri eða Jóns Torfa Jónassonar próf. í uppelis- og sálarfræði við Háskóla Íslands. Víðtæk skynjun hlýtur að vera hverjum einstaklingi mikil stoð.
Ef umhverfið á ekki að vera græn eða grá leikmynd, þá verður manneskjan að vera sálarlega virk. Umhverfið verður að segja henni eitthvað, en náttúran er ekki með neinar predikanir. Það er það stórkostlega við hana. Náttúran gengur ekki á manninn, innprentar honum ekki siðferði, manneskjan er frjáls gagnvart náttúrunni, en náttúran segir manni jafnframt ekkert nema skynhæfileikarnir séu nýttir til fulls. Við höfum 5 grunnskynfæri, sjón, heyrn, snertingu, lykt og bragð.
Á þeim hvíla tal og heyra gæðin í stökkleika, gleðjast yfir litum, góðri lykt, bragði o.s.frv. Við eigum að geta sungið fyrir hvern eplabita ef því er að skipta, það gera mörg börn og dingla tánum, þar sem þau njóta þess með öllum líkamanum og sálinni að borða góðan mat. Það er hinsvegar spurning hvað verið er að næra með pillufargani. Næringin hlýtur að verða einhverskonar ómeti. Höfuð manneskjunnar er mest mótað við fæðingu, á það getum við minnst áhrif haft, öllu meiri áhrif er hægt að hafa á brjóstholslíffæri, og mest á kviðarholslíffærin.
Þetta vitum við líka út frá viðbrögðum líkamans við áverkum, mesta endurnýjun á sér stað í neðri hluta hans. Það að næring er svona einstaklingsbundin helgast af því að engir tveir einstaklingar hafa eins eggjahvítu frekar en útlit. Hún er einstaklingsbundin, þess vegna verður hver og einn að finna hvernig hin eða þessi fæðutegund leggst í hann. Mótun líffæranna er svo ör á uppvaxtarárunum að erfitt kann að reynast að venda fæðuvalinu í gagnstæðar áttir. Mikill munur er á dýraeggjahvítu og plöntueggjahvítu.
Einstaklingur sem er alinn upp á hefðbundnu íslensku fæði getur sett allt úr skorðum með því að gerast jurtaæta. Jurtir eru að öllu jöfnu ekki mjög eggjahvítuauðugar samanborið við kjöt/fisk, fyrir utan baunir. Innri uppbygging eggjahvítunnar er einnig gjörólík. Ef manneskja gætir þess að taka mið af svörun líkama og sálar þá kemst hún fljótt á sporið varðandi það hvað hæfir henni. Fæða úr dýraríkinu getur staðið henni fyrir þrifum, verið sálarlífinu byrði, en getur líka verið nauðsynleg.
Jurtafæða krefúr manneskjuna um meiri eigin kraft, við það að umbreyta jurtaenzymum í dýraenzym, en ef hún getur ráðið við það þá á hún jafnframt mun virkari innrimöguleika út frá ýmsum forsendum, hún verður miklu kosmískari en sennilega linari við að grafa skurði. Eggjahvíta hefur að sjálfsögðu mest að gera með vöxt og viðhald líkamans, hún er á vissan hátt umbreytt köfnunarefni. Barnafólk verður að hafa í huga að það er fleira en skrokkurinn sem á að dafna. Ef eggjahvítumagn fæðunnar er óhóflegt þá hindrar það börnin á öðru sviðum. Það er eins og að rækta kál á fjóshaug.
Kolvetni stendur fyrir arkitektúr líkamans og nú er það þannig að líkaminn meltir fæðuna eftir að vessar og vökvar frá munnvatni, pepsín, briskirtils emsím og allt það, hafa alveg sundurhlutað hana. Með hina innteknu fæðu sem fyrirmynd endurskapar meltingin blóðmegin þarmaveggjanna eigin efnivið. Ef ég borða svínakjöt, ólífur eða kartöflur þá get ég ekki fundið í blóðinu svínaprótein/fitu, ólífuolíu eða kartöflukolvetni. Ekkert náttúrlegt efni kemst óumbreytt í gegnum þarmaveggina nema alkóhól og ýmis eitur, og þau eru eitur vegna þess að ekkert ytra efni má fara óumreytt í gegnum þarmaveggina.
Gæði fæðunnar hljóta því að skipta verulegu máli. Hvaða fyrirmynd meltingin hefur. En kolvetnið ákvarðar sem sagt arkitektúrinn og þá er reginmunur á því hvort við erum að tala um rúg eða kartöflu. Rúgur getur orðið um 3 metrar á hæð og nær annað eins niður í jörðina, en þá er stráið eða yfirvöxturinn um 1 cm að gildleika. Þetta mótsvarar súlu sem er 1 metri í þvermál og 30 metra há, leiki það einhver eftir. Þetta gefur til kynna ótrúlegan strástyrk og reisn og ljósi baðað axið er guðdómleg næring miðað við kartöfluna, sem er að jarða okkar menningu í sléni …og af hressilegu kartöfluáti er maður einhvern vegin svona alveg ofaní jörðinni. Inn í þau form sem kolvetnið skapar flæðir fitan, bólstrar okkur upp.
Kolvetni og fita eru mjög samverkandi, til að ná að melta kolvetni þarf fitu, fer þó eftir því í hvaða formi kolvetnið er. Fita getur verið mjög margbreytileg, smjörið er ekkert endilega það besta, en hentugt í húshaldi sökum þess hvar bræðslumarkið liggur. Söltin sjá um næringarflutning innan líkamans. Allur efnaflutningur er bundinn hinum ýmsu söltum eins og íjarðvegi. Ég ætla ekki að hafa þessi orð um næringu eða næringarfræði fleiri. Þetta er vítt svið. Það sem vakti fyrir mér var að lýsa nokkrum atriðum sem búa að baki lífefldri ræktun og næringarfræði.
Nú er til staðar í landinu þekking og reynsla sem fer lítið fyrir í umræðunni um lífræna ræktun. Við sem höfum lagt stund á lífeflda ræktun munum leitast við að koma henni á framfæri, gera hana sýnilega fyrir leikmenn. Til að svo megi verða þurfa neytendur að koma til móts við framleiðendur. Sveitirnar eru að tæmast af bændum sem stunda sauðfjár-hjarðbúskap og því lífi sem því fylgdir.
Eftir standa stór bú í verksmiðjuanda og fámenni. Svipaða sögu er að segja um rækt un, margir garðyrkjubændur vildu helst hafa gluggatjöld á gróðurhúsum svo nábúum sé ekki kunnugt um framleiðsluna. Það er ekki hægt að skýra út að nokkru gagni ræktun og húsdýrahald nema á staðnum þar sem slíkt starf fer fram. Við munum leitast við að skapa tækifæri fyrir neytendur þar sem þeir geti deilt með okkur hugmyndum um hvernig steinefni, jurtir, dýr, fólk, jörð og himinn eru ein heild án þess að við viljum kristna þá með gulrótum og Gunnars á Hlíðarenda-eggjum. Í framhaldi af því væri tímabært að byggja hús næringarinnar í þéttbýli.
Höf: Guðjón Arnarson Garðyrkjufræðingur