Kolbrún Björnsdóttir flutti erindi á haustfundi Heilsuhringsins 1995 Vorblað 1996
Frjósemi er eitthvað sem þarf til að við halda öllu lífi ájörðinni. Flest viljum við vera frjósöm en það lánast því miður ekki öllum. Til hvers þarf að vera frjósamur? Jú það er til að ala af sér nýjan einstakling og viðhalda mannkyninu.
Er hægt að gera eitthvað til að auka frjósemi?
Já, en það getur oft verið erfitt og stundum verður að láta nægja að byggja upp líkama kvenna fyrir glasafrjóvgun, og í flestum tilfellum tekst það. Í aðeins fáum tilfellum verður maður að játa sig sigraðan. Hvað er það svo sem hægt er að gera? Í fyrsta lagi þarf að byggja upp heilbrigt ástand líkamans og verður nú rætt um helstu þættina þar að lútandi.
a) Hreyfing er auðvitað mikilvægt atriði í þessu sambandi eins og í öllu öðru, en það er aldrei of oft ítrekað. Finna þarf þá líkamshreyfingu sem hentar hverjum og einum best, en fyrir einstakling, sem er mjög hrjáður af streitu og lætur umhverfið hafa mjög truflandi áhrif á sig, eru jógaæfingar eða aðrar æfingar á þeim nótum besta hreyfingin.
b) Gott og heilbrigt mataræði er nauðsynlegt til að undirbúa tilurð nýs einstaklings, þetta á við bæði karlinn og konuna. Æskilegast er að hafa fæðið eins fjölbreytt og unnt er til að fá sem mest af öllum nauðsynlegum næringarefnum, og eins laust við kemísk aukaefni og hægt er.
Borða þarf mikið af grænmeti og ávöxtum, helst ferskum. Einnig mikið af fræjum og hnetum vegna mikillar fjölbreytni af næringarefnum í þeim og nauðsynlegum fjölómettuðum fitusýrum. Borða á meiri fisk heldur en kjöt og nota af og til baunir í staðinn fyrir kjöt og fisk. Sleppa öllu sem er búið að dauðhreinsa allt lifandi úr svo sem hvítu hveiti og sykri. Best er að búa til sem mest af matnum sjálfur; það tekur meiri tíma en það er þess virði. Mataræði af þessu tagi er einnig hægt að nota til að byggja upp líkama konu og karls fyrir frjóvgun ef þau eru búin að ákveða að nú vilji þau geta nýjan einstakling. Notið þá mataræðið sem ég lýsti hér á undan í 3-4 mánuði. Eftir það er mjög gott að fasta, en það fer eftir því í hvaða ástandi líkamann hefur verið hversu lengi þess þarf.
Ef fólk er að fasta í fyrsta skipti þá er gott að gera það í 4 daga eða jafnvel bara í einn dag. Fyrir suma hentar líka vel að fasta í einn dag í hverri viku. Ef ykkur finnst skrýtið hvernig þetta geti skipt nokkru máli þá er svarið að það þarf einfaldlega heilbrigt sæði og heilbrigt egg til að búa til heilbrigðan einstakling. Sennilega er ástæðan fyrir ofnæmi og kvillum meðal ungra barna, sem gætir oft jafnvel strax eftir fæðingu, sú að foreldrar hafa ekki verið eins heilbrigðir og þeir hefðu getað verið. Þetta eru atriði sem flestir hafa sennilega aldrei hugleitt en ég held að við verðum bara að fara hugsa okkar gang ef við ætlum ekki að halda áfram að eignast börn með lélegt ónæmiskerfi.
Það er auðvitað margt fleira sem þarf að hafa í huga til að bæta okkar heim svo að úr verði heilbrigt fólk. Við þurfum bara að standa saman og gera allt sem við getum sem einstaklingar og sem heild. Það er heilnúkið sem hægt er að gera sem einstaklingar, því margt smátt gerir eitt stórt. Það er ekki nóg að Jón í næsta húsi geri það sem þig mundi langa til að gera. Hættu nú að láta þig dreyma og gerðu eitthvað.
c) Næg hvíld og svefn eru nauðsynleg til að viðhalda og byggja upp hverja manneskju.
d) Það þarf auðvitað ekki að nefna að reyking um og alkahóli er langbest að sleppa ef fólk er að hugsa um heilbrigðan líkama.
e) Okkur þarf auðvitáð líka að líða vel andlega og til þess er heilmargt hægt að gera, t.d. getum við nært andlega líkamann með listum eins og tónlist, bókum, náttúrunni, hugleiðslu, jógaæfingum, myndlist og leiklist. Þegar við erum búin að sinna öllum þessum þáttum má fara að ,,spá í“ jurtir til að auka frjósemina. Jurtir sem eru notaðar í þessum til gangi innihalda flestar mikið af næringarefnum sem auka enn á hreysti líkamans.
Margar jurtir eru sagðar góðar til að auka frjósemi, en sumar eru ekkert alveg öruggar. Ég vil taka skýrt fram að ekki er ráðlegt að nota aðrar jurtir en þær sem ég nefni hér nema hafa spurt einhvern sem hefur vit á þessum hlutum, svo sem grasalækni. Það þýði ekkert að spyrja lækna því að þeir þekkja ekki jurtirnar; þeir geta aðeins ráðlagt að taka þær ekki því þá er þeir öruggir.
Ástæðumar fyrir ófrjósemi geta verið margar og mismunandi. Oft getur verið ótrúlega auðvelt að byggja upp frjósemi hjá konu sem ef til vill hefur verið að reyna að verða frjó í mörg ár án árangurs. Hægt er að flokka jurtirnar sem hjálpa í nokkra flokka eftir því hvaða áhrif þær hafa á okkur:
1) Jurtir sem að næra og styrkja legið sjálft.
2) Jurtir sem næra allan líkamann.
3) Jurtir sem róa taugakerfið.
4) Jurtir sem koma reglu á hormónakerfíð.
5) Jurtir sem að örva kynhvötina.
RAUÐSMÁRI: það er sú jurt sem gerir mest gagn. Hún inniheldur hátt hlutfall vítamína sem hafa mjög góð áhrif á legið sjálft, og hátt hlutfall próteina sem styrkja líkamann al mennt. Einnig er hátt hlutfall af kalki og magnesíum sem er mjög auðupptakanlegt, getur róað taugakerfið og örvað frjósemi, og auk þess mikið af öðrum steinefnum sem hafa góð áhrif á kynkirtlana og jafna hormónastarfsemina. Rauðsmári er basísk jurt og hjálpar því við að leiðrétta sýru- og basastig í líkamanum. Rauðsmári getur jafnvel hjálpað til að jafna sýru- og basastig í leggöngum og legi og þann ig stuðlað að því að mynda réttar aðstæður fyrir frjóvgun.
BRENNINETLA: Hún styrkir legið sjálft og er auk þess almennt styrkjandi fyrir líkamann þar eð hún inniheld mikið magn af steinefnum og chlorophyll, sem næra og styrkja hormónakerfið. Hún styrkir einnig nýru og nýrnahettur. Hægt er að blanda Rauðsmára og Brenninetlu saman í te, 1-2 msk í 1 bolla af soðnu vatni og hafa hlutföllin jöfn af báðum jurtum. Brenninetla inniheldur mikið af járni og kalki sem er mjög auðupptakanlegt.
HINDBERJALAUF: Það er hægt að taka til að styrkja leg fyrir frjóvgun svo að slímhimnan í leginu taki á móti frjóvgaða egginu ef að frjóvgun verður. Þessi jurt inniheldur einnig mikið af kalki og virkar mjög vel með Rauðsmára. Nota má sama skammt og af brenninetlu og látið jurtirnar standa í að minnsta kosti 15 mínútur fyrir notkun. Þessar jurtir þarf í rauninni að taka í nokkra mánuði jafnvel upp í á ár.
MUNKAPIPAR: Hann er stundum gott að nota til að jafna hormónastarfsemina. Hann virkar á heiladingulinn og jafnar forhormónasendingu frá heiladingli. Slíkt getur hjálpað þegar um of mikla mjólkurhormónaframleiðslu er að ræða eða hverskonar ójafnvægi í hormónakerfinu. Þetta gildir bæði um konur og karlar. Hér er notuð l/2 tsk í 1 bolla vatns, suðan látin koma upp og jurtin látin standa yfir nótt og blandan drukkin á fastanda maga á morgnana.
MARÍUSTAKKUR: Gott er að gefa Maríustakk þegar ójafnvægi er komið á estrogen
framleiðsluna. Maríustakkurinn inniheldur jurtaestrogenlíka hormóna. Þetta eru þær fimm jurtir sem hægt er að nota til að auka frjósemi. Þær eru allar mjög öruggar í notkun og eiga ekki að geta valdið neinum skaða, en fólk sem er að hugsa um að taka jurtir ætti að hafa samráð við reyndan grasalækni áður til að vera öruggt um að það sé að nota réttu jurtirnar. Ekki að það geti valdið einhverjum skaða heldur til að ná sem bestum árangri.
Ég ætla hér að nefna ráð sem sagt er að hjálpi til að örva frjósemi en engar vísindalegar sannanir eru fyrir því að það virki. Það felst í að stjórna egglosi með ljósi. Ljós er látið loga í svefnherberginu þrjár nætur í röð um miðjan tíðahringinn en algjört myrkur haft allar aðrar nætur (sem þýðir að best er að gera þetta á veturna á Íslandi), og konan mun hafa egglos þegar ljósið er á. Á þeim tíma, þessum þrem ljósanóttum, eru mestar líkur á því að frjóvgun verði. Þessi aðferð virkar víst mjög vel ásamt jurtunum.
Þau næringarefni sem nauðsynlegt er að taka á þessu tímabili eru kalk og magnesíum. Það eru tvö mikilvægustu steinefnin fyrir konuna til að auka líkur á frjóvgun og viðhalda þungun. Þess vegna er svona gott að nota hindberjalauf og brenninettlu þar eð þær jurtir innihalda hátt hlutfall af þessum steinefnum. Fyrir karlmanninn er mjög gott að taka E vítamín til að styrkja kynæxlunarkerfið. Hann getur líka notað jurtir sem innihalda jurtatestosteronlíka hormóna eins og jurtina
TURNERA eða FREYSPÁLMi, örvar framleiðslu testosterons í líkamanum.
Eftirfarandi ber að forðast á meðgöngu:
1) Reykingar
2) Alkóhól
3) Hrátt kjöt eða kjöt sem hefur ekki verið eldað í gegn
4) Geisla
5) Koffín (kaffi, svart te, kók, súkkulaði og mate vegna koffíns)
6) Aspirín
7) Antihistamín (líka jurtina ma huang eða ephedra)
8) Flestar laxerandi jurtir
9) Lyf gegn sýru í maga
10) Vatnslosandi lyf og jurtir ( buchu, klóelfting og einiber)
11) Hárlitunarefni
12) Örvandi efni og þunglyndislyf
13) Jurtir og lyf sem innihalda steralík efni eins og ginseng, lakkrís, humal og salvíu. Flestar þessar jurtir draga hvort sem er líka úr mjólkurframleiðslu sem segir að vissu marki hvernig jurtin virkar.
14) Of mikið af A og D vítamíni, og einnig C vítamín. Vítamín sem finnast í jurtum eru langtum öruggari heldur en þau sem við fáum úr pillum. Það er nefnilega oft sem náttúruleg vítamín eru fyllt með kemískum vítamínum.
15) Sterk efni eins og málningu, leysiefni, lakk, lím, þurrhreinsunarefni, sumt plast og gúmmí.
16) Kattaskít.
17) PCB.
18) Eftirfarandi kryddjurtir, sem geta komið af stað fósturláti og er því best að sleppa alveg á meðgöngu: Basil, kúmen fræ, sellerý fræ, engifer, fersk piparrót, savory, marjoram, múskat, rósmarý, saffron, steinselja, estragon og timian. Þessar jurtir þarf að forðast fyrstu þrjá mánuðina þegar mesta hættan er á fósturláti, en eftir það er í lagi að taka þær.
Hvað er svo hægt að gera til styrktar á meðgöngu?
Til að viðhalda heilbrigðri meðgöngu þarf auk góðrar, fjölbreyttrar næringar, sem þegar hefur verið rætt um, að læra rétta öndun, fá nægt ljósmagn, vera úti þegar sólin er á lofti, drekka mikið vatn, kærleiksríkt samband við maka, fegurð og jafnvægi í daglegu lífi, og verajákvæður gagnvart lífinu. Flest vandamál sem upp koma á meðgöngu má fyrirbyggja með góðu mataræði, til dæmis morgunógleði og geðsveiflur, sem stafa af ójafnvægi í blóðsykrinum og hægt er að jafna með grófu komi, grænmeti, og með því að borða oft en lítið í einu.
Bakverkur, of hár blóðþrýstingur og miklir verkir á meðgöngu stafa af kalkskorti, og æðahnútar, gyllinæð, hægðatregða og blóðleysi stafa af skorti á sértökum vítamínum. Það er kannski ekkert skrýtið þó að upp komi næringarskortur þegar haft er í huga að það eru að vaxa ný líffæri í nýjum einstaklingi og blóðmagnið í konunni þarf að aukast um 50%. Meðal þeirra jurta sem ráðlegt er að taka á meðgöngu til að styrkja leg og koma í veg fyrir að ýmsir kvillar komi upp er
HINDBERJALAUF, eins og þegar er búið að nefna. Jurtin inniheldur mikið af C, E, B og A vítamínum og mjög auðupptakanlegu kalki og járni, fosfór og kalíum. Áhrif hennar eru:
1) Eykur frjósemi hjá konum og körlum
2) Kemur í veg fyrir fósturlát og blæðingar
3) Mildar morgunógleði
4) Minnkar fæðingarverki
5) Jurtin hefur einnig þau áhrif að í fæðingunni gefur legið auveldlegar eftir þannig að það myndast ekki spenna og verkir verða minni. Þetta eykur ekki krampana heldur leyfir leginu að vinna betur og fæðingin gengur léttar fyrr sig. Þá komum við aftur að brenninetlunni, en hún gagnast fyrst og fremst vegna steinefnanna. Kona sem áður hefur fengið bjúg ætti að nota brenninetlu vegna þess að hún styrkir nýrun. Áhrifin eru þessi:
1) Minnkar krampa í fótum
2) Kemur í veg fyrir mikla blæðingu eftir fæðingu
3) Minnkar líkur á gyllinæð og æðahnútum
4) Örvar mjólk í brjóstum kvenna Jurtir gegn ÓGLEÐI: kamilla, piparmynta, hindberjalauf, anis og fennelte. Ef líkur eru á fósturláti ætti kona að forðast að nota engifer. Það hefur verið notað við ógleði á meðgöngu en slíkt ætti að láta ógert fyrstu 3 mánuðina. Það eru til jurtir sem hægt er að nota þegar svona stendur á en ég nefni þær ekki því þær fást ekki.
Vallhumall er jurt sem hægt er að nota við ýmsum kvillum á.meðgöngu, svo sem æðahnútum og gyllinæð. Best að nota hana að staðaldri sem fyrirbyggjandi því hún er svo mild að það tekur hana nokkra mánuði að virka.
Höf: Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir
Flokkar:Fjölskylda og börn, Greinar