Kona elfdu styrk þinn

Dr. Farida Sharan hvetur konur til að nota náttúrlegar aðferðir

Dr. Farida Sharan hefur yfir 20 ára reynslu í náttúrulegum heilunaraðferðum. Hún er fædd í Kanada árið 1942, en bjó í áratug í Englandi  þar sem hún starfaði á kvensjúkdómadeild og öðlaðist mikla reynslu í meðferð kvensjúk dóma og vandamála tengdum tíðahvörfum. Árið 1987 var hún heiðruð sem Doctor of Medicine af Mediciana Altemativa í Kaupmannahöfn, gerð að heiðursfélaga hjá Joumal of Complimentaty and Altemative Medicine í London og þáði The Gold Medal of Merit frá Intemational Open University of Compliment ary Medicine árið 1988. Eftir hana hafa m.a. komið út bækurnar Creatíve Menopause og  Herbs of Grace sem fáanlegar verða hjá Heilsuhúsinu.

Breytingarskeiðið er ekki sjúkdómur
Dr. Sharan flutti fyrirlestur um breytingarskeiðið í Gerðubergi í september síðastliðnum. Nýr andblær fylgdi kenningum hennar um tíðahvörf og kom greinilega fram andúð hennar á hefðbundnum hormónalyfjum, sem svo mikið hefur verið mælt með af vestrænum læknum á undanförnum árum. Hún ráðlagði konum eindregið að taka ábyrgð á eigin lífi og læra að nota lyf náttúrunnar, þau hafi sjaldan aukaverkanir af því að líkaminn geti betur nýtt sér þau. Í náttúrunni sé að finna öll þau lyf sem  konan þarfnist jafnt hormóna sem annars.

Þörf  sé fyrir konur að átta sig á því, að því fyrr á ævinni sem þær nái jafnvægi á líkama og sál verði árin sem á eftir komi betri. Ungum konum bendir hún á að aukaverkanir fylgi inntöku P-pillumar og hún hamli eðlilegum þroska konunnar og auki þörf hormónalyfja á breytingaskeiði, vegna þeirra hormóna sem líkaminn venjist við notkun þeirra. Notkun pillunnar hafi neikvæð áhrif bæði á sálarlíf og líkama konunnar. Þörf sé fyrir konur á öllum aldri að vanda vel til næringar sinnar og gæta þess að hlutfall basískrar (lútargæfrar) fæðu sé í meirihluta dag hvern. Til eru náttúrulegar getnaðarvarnir, sem ekki breyta lífshrynjanda líkama og sálar.

Einnig telur hún tilefni til að karlmaðurinn axli ábyrgð sína hvað varðar getnaðarvarnir. Hún sagði að eftir tíðahvörf byrjaði yndislegur tími breytinga, margar konur væru þá búnar að koma upp sínum börnum og gætu snúið sér óskiptar að nýjum hugðarefnum. Þær væru orðnar reyndar og þroskaðar og nytu virðingar samferðafólksins, ýmsar væru á hátindi velgengni sinnar í starfi. Það væri því fráleit bábilja, að konur á þessum aldri væru einskis virði og að við breytingaraldurinn yrðu þær uppþornaðar og hrukkóttar. Hvort kona eltist vel eða illa, færi mest eftir hugarfari hennar og því hvernig hún færi með líkama sinn.

Hún kvað það algengan misskilning að tíðahvörf væru sjúkdómur. Sennilega ættu læknar þátt í þeim hugsunarhætti, þeir kenndu gjarnan breytingaraldrinum um alls kyns sjúkdóma sem ekkert kæmu honum við. Það eina sem gerðist væri að blæðingar hættu. Hún benti á að mikið sé til af jurtum og náttúrulegum aðferðum til að koma í veg fyrir óþægindi sem oft fylgdu tíðahvörfum og reyndust þessar aðferðir í flestum tilfellum betur en hefðbundin hormónalyf, sem að hennar mati væru í fáum tilvikum æskileg og gerðu það eitt að fría konuna við því að takast á við andlegar og líkamlegar breytingar, breytingar sem hún telur hverri konu til góðs taki hún rétt á þeim.

Umbreytingartímabilum ævinnar þurfi að mæta með því að vinna úr tilfinningum og öðrum er tengist þeim. Það fari eftir því hvar konan sé stödd tilfinningalega, andlega og líkamlega úr hverju hún þurfi að vinna hverju sinni og sé það ekki bundið aldri. Sjálf segist hún aldrei hafa notað hormónalyf, þess í stað hafi hún notað náttúrulyf og græðandi grös, sem auðvelt sé hverri konu að læra að nota. Einnig megi þakka því heilnæma mataræði og drykkjum, sem hún hafi alla tíð tamið sér. Hún segist kenna konum að hreinsa líkamann með heitum og köldum bökstrum, gufubaði og burstun.

Áföll valda veikindum
Það er undirstaða heilbrigðis að eiturefni setjist ekki að í líkamanum, eins er með neikvæðar tilfinningar og óuppgerðar sakir þær má ekki byrgja inni, ætli fólk að halda heilsu. Nauðsyn er að leyfa hræðslu, reiði og vonbrigðum að koma uppá yfirborðið strax og láta tilfinningamar flæða, vinna þannig úr þeim um leið og atvikin koma fyrir. Ekki loka þær niðri í ruslpoka, þá er hætta á að þær gerjist og komi upp seinna og valdi alvarlegum sjúkdómum. Af því hefur Farida eigin reynslu, því 25 ára fékk hún krabbamein í annað brjóstið og vildu læknar taka það af. Hún afþakkaði uppskurð og geislameðferð því að hún gat ekki hugsað sér að missa brjóstið. En ákvað þess í stað að takast á við vandamál sín með náttúru legum aðferðum.

Orsökina fyrir krabbameininu kvað hún hafa verið innibyrgða reiði og vonbrigði vegna misheppnaðs hjónabands. Af þeim sökum hafi hún misst lífslöngunina og helst viljað deyja. En þegar hún fékk úrskurð um lífshættulegt krabbamein og horfðist í augu við vanheilsu eða jafnvel dauða, fékk hún lífslöngunina aftur og ákvað að finna leið til heilbrigðis. Hún segir að innri rödd hafi leitt sig áfram og að lokum hafi sigur unnist á sjúkdómnum með andlegum iðkunum, heilnæmu mataræði, jurtalækningum og föstum. Til að forðast sjúkdóma út frá hugsana- og tilfinninga munstri segir hún að best sé að útiloka neikvæðar hugsanir eins og; áhyggjur, ótta, reiði, slúður, græðgi, öfund og eigingirnd. Slíkar hugsanir veiki andlega- og líkamlega mótstöðu. Þar sem nú á tímum eru þekktar margar leiðir sem hjálpa fólki að komast yfir tilfinningaáföll, ráðleggur hún öllum að leita hjálpar, sem ekki finni sína eigin leið út úr slíkum vanda.

Læknandi dans
Dr. Sharan segir að komið hafi í ljós að ekkert sé eins heilsusamlegt og dans, en hún á ekki við hefðbundinn dans heldur hreyfingar eftir sérstakri tónlist, sem hún hefur samið og þróað  fyrir hverja einstaka orkustöð líkamans. Þá er  hljóðfall náttúrunnar ávallt notað sem undirtónn. Bæði dansinn og tónlistina tók mörg ár að þróa, en aðferðin hefur á undanförnum  árum sannað ágæti sitt sem árangursrík heilunaraðferð og öflug leið til að leysa stíflur úr  orkustöðvunum, sem hafa myndast við tilfinningaáföll í lífinu. Hún segir þennan dans vera undirstöðu í þeim náttúrulegu aðferðum, sem hún kenni konum til sjálfshjálpar. Við dansinn notar hún einnig marglitar silkislæður, en silkier talið leiða vel lífsorkuna og er því ráðlagt að ganga í silkiklæðnaði.

Orkustöðvar mannsins tengjast frumefnunum fimm: jörð, vatni, eldi, lofti og orku (tilfinninga- og hugarorka). Það skýrir tengsl mannverunnar við alheiminn að hún er úr sömu frumefnum og hann, þess vegna finnast réttu efnin í náttúrunni til að viðhalda lífi hennar. Vitað er að máttur lita við lækningar er mikill og talið skipta máli hvaða litum við klæðumst. Hverri orkustöð tilheyrir ákveðinn litur, sem þó er breytilegur eftir þörfum einstaklingsins.

Ef val lita á klæðnaði er í samræmi við liti orkustöðvanna er það talið hjálpa til að halda þeim íjafnvægi. Það eru frumskilyrði fyrir heilbrigði að orkustöðvamar séu í lagi. Oft þarf margar aðferðir til að lagfæra það sem aflaga hefur farið  í líkamanum, því að um leið og orkustöð truflast fer samtímis svo ótalmargt annað úr skorðum í líkamanum. Eitt kröftugasta ráðið til að bæta þar um er það að brjóta upp gamlar neikvæðar tilfinningar og hugsanir, við slíka vinnu er dansinn afar hjálplegur.

Þessi greinin var áður birt í l.tbl. Vikunnar 1996 en er hér aðeins stytt.

Höfundur: Ingibjörg Sigfúsdóttir. skrifað árið 1996.Flokkar:Greinar og viðtöl, Meðferðir, Næring

%d bloggers like this: