Hér fara á eftir 8 stuttar greinar fyrirsagnir þeirra eru eftirfarndi:
- Náttúrlegt kvíðastillandi efni,
- Er hægt að lækna eyðni með rafstraumi?,
- Pycnogenol við eyðni,
- Bætir B3-vítamín svefn?,
- Er hægt að hjálpa ALS-sjúklingum?,
- Um bólusetningar smábarna,
- Getur zink átt þátt í Alzheimerssjúkdómi?,
- Er keisarinn í nokkrum fötum?,
Náttúrlegt kvíðastillandi efni
Í desemberhefti Townsend Letter for Doctors and Patients ’95 er löng grein um taugaboðefnið GABA (gamma-amíno-smjörsým). Þetta efni verkar í heilanum og er vörn náttúrunnar gegn óeðlilegum kvíða og spennu. Langvarandi streita, áhyggjur eða mótlæti og óheppilegt mataræði getur valdið skorti á þessu boðefni í heilanum. Það lýsir sér sem sjúklegur kvíði, spenna og jafnvel skyndileg óttatilfinning eða ástæðulaus hræðsluköst. Læknar hafa venjulega gefið lyf eins og valíum eða önnur lyf af benzodiazepin-ættinni við þessum einkennum. Sá galli fylgir þó þessum lyfjum að þó að þau slævi einkennin í bili fylgir þeim alvarleg ávanahætta og að stöðugt þarf að auka skammtinn af þeim svo að þau verki gegn kvíðanum.
Þau geta því gert ástandið hjá þeim sem byrja að nota þau ennþá verra þegar til lengri tíma er litið. GABA er náttúrlegt efni, taugaboðefni sem líkaminn framleiðir sjálfur, þó að í vissum tilfellum geti orðið skortur á því eins og áður var skýrt. Því fylgir engin ávanahætta að nota það og í mörgum tilfellum má hætta því aftur að nokkrum tíma liðnum, þegar sigrast hefur verið á streitunni eða breytt hefur verið um mataræði eða lífstíl. Einnig er miklu auðveldara fyrir fólk að venja sig af róandi lyfjum ef GABA er notað á meðan. GABA róar taugakerfið og hefur þannig líkar verkanir og róandi lyf án allra þeirra aukaverkana sem fylgir að nota þau. Höfundur veit ekki hvort hægt er að fá GABA hér á Íslandi og ekki heldur hvort leyft yrði að flytja það til landsins, ef það væri reynt, en í Bandaríkjunum er nú hægt að fá það, ef einhver sem er þar á ferð hefði áhuga á að kaupa það þar. Efnið heitir á ensku Gamma-amino-butyric-acid, skammstafað GABA.
Er hægt að lækna eyðni með rafstraumi?
Undirritaður er með í höndunum ljósrit frá Bandaríkjunum um nýlega uppgötvaða aðferð til að vinna bug á eyðni og mörgum öðrum veirusjúkdómum. Aðferðin byggist á því að hleypa veikum rafstraumi gegnum sýkt blóð. Við það breytist yfirborðspróteinlag veiranna þannig að þær geta ekki fest sig við T4 eitilfrumumar í ónæmiskerfinu og verða því skaðlausar og deyja von bráðar. Þetta hefur verið gert í tilraunaglösum og sagt frá í þekktum vísinda- og læknaritum. Bent hefur verið á að taka mætti blóð úr sjúklingum, meðhöndla það með rafstraumi og setja það síðan í sjúklinginn aftur.
Einnig að taka mætti hugsanlega sýkt blóð í blóðbönkum, meðhöndla það og nota síðan án áhættu og jafnvel ætti að gera þetta við allt blóð í blóðbönkum, því að aðferðin er nothæf við marga aðra sjúkdóma en eyðni, t.d.lifrarbólgu B, Epstein-Barr-veirusýkingu og jafnvel kvef. Það nýjasta og e.t.v. mest spennandi er þó það að svo virðist sem hægt sé að gera þetta inni í líkamanum á einfaldan og öruggan hátt. Rafskaut em sett yfir æðum, t.d. á báðum fótum og veikum riðstraumi með lágri tíðni, t.d. 3-4 riðum á sek. er síðan hleypt milli skaut- anna. Straumurinn er hafður svo veikur að hann valdi sjúklingunum ekki teljandi óþægindum.
Hluti straumsins fer inn í blóðrásina og gerir veirur sem þar eru skaðlausar án þess að líkaminn bíði af því tjón. Þetta er gert í 60 mín. daglega í t.d. einn mánuð. Að þeim tíma liðnum er talið að meiri hluti veiranna í líkamanum sé úr sögunni. Lengri tíma tekur þó að T4 frumunum fjölgi aftur, jafnvel fækkar þeim allra fyrst, því að sýktar frumur deyja, en að nokkrum mánuðum liðnum fjölgar T4 frumunum aftur mjög hratt. Meðferðina getur þurft að endurtaka aftur ef ekki hefur tekist að vinna bug á öllum veirunum í líkamanum t.d. í sogæðaeitlum. Sérstök aðferð til að ná til slíkra veira er útskýrð í þeim upplýsingum sem undirritaður hefur, en hér verður þó ekki farið nánar út í þá sálma.
Lýsing á tæki til að framleiða rafstraum sem hentar við þessa lækningu fylgir einnig með, ásamt tilvitnunum í ýmsar greinar þar sem sagt er frá rannsóknum sem taldar eru sanna að veikur rafstraumur hafi veirueyðandi verkanir. Eftir að hafa lesið þessar upplýsingar finnst mér alls ekki rétt að afskrifa þær hugmyndir sem þar em kynntar sem tómt mgl að órannsökuðu máli, þó að mjög líklegt sé að margir geri það. Nokkurn veginn öruggt er að lyfjaframleiðendur taka því þó ekki með neinum sérstökum fögnuði, ef hægt er að sigrast á eyðni og fleiri sjúkdómum með jafn einföldum og ódýrum hætti og hér er lýst. Tæki til þess kostar nefnilega varla meira en nokkur þúsund krónur og lækningin getur farið fram heima hjá sjúklingnum, án neinnar utanaðkomandi aðstoðar. Sennilega fáum við að heyra meira um þetta í náinni framtíð.
Pycnogenol við eyðni
Í desemberhefti Townsend Letter for Doctors 1994 er bréf frá lesanda um að nota efnið ,,pycnogenol“ við eyðni, jafnvel á lokastigi. Áður en lengra er haldið er rétt að segja með örfáum orðum hvað pycnogenol er. Pycnogenol tilheyrir efnaflokki sem nefndur er flavonar eða bioflavon-efni (bioflavonoid). Það er unnið úr berki furu sem vex við Miðijarðarhafið og e.t.v. víðar. Skyld efni finnast víða í jurtaríkinu t.d. í bókhveiti (rutin), innri berki sítrusávaxta (sítrin), rauðvíni og ýmsum berjum. Sérstaklega er mikið af efni sem er náskylt pycnogenol í aðalbláberjum en extrakt úr aðalbláberjum er seldur hér í heilsufæðubúðum undir nafninu ,,Strix“. Flavonarnir em öflugir oxunarvarar, flestir sennilega töluvert öflugari en vítamínin A, C og E, t.d. er pycnogenol talið allt að því 20 sinnum betri oxunarvari en C-vítamín. Best vinna þessi efni saman með öðrum oxunarvarnarefnum.
Galli er að margir flavonar komast ekki yfir blóð-heila þröskuldinn (blood-brain barrier) og koma því ekki að notum í miðtaugakerfinu. Pycnogenol og sennilega efnin úr aðalbláberjunum sleppa þó auðveldlega gegnum þessa hindrun og gagnast því hvar sem er í líkamanum. Vegna þess hversu öflugur oxunarvari pycnogenol er minnka líkurnar á að stakeindir, sem ýmsir telja að myndist í auknum mæli hjá eyðnisjúklingum, valdi skaða. Erfiðlega hefur gengið að skýra hvernig HIV-veiran getur valdið þeim usla í ónæmiskerfinu sem verður hjá eyðnisjúklingum. Viss kenning gerir ráð fyrir að það sé ekki veiran sjálf sem skaðanum veldur, heldur stakeindir sem myndast vegna HIV-veirunnar eða hugsanlega að HIV-veiran sitji í gang einskonar sjálfsónæmisviðbrögð sem hvetji myndun stakeinda sem síðan skaði ónæmiskerfíð og aðra hluta líkamans.
Með því að eyða þessum stakeindum eins hratt og mögulegt er mætti því bæta ástand eyðnisjúklinga umtalsvert. Sé þessi tilgáta rétt skýrir hún hvernig HIV-veiran, jafnvel þó að hún hafi aðeins sýkt til þess að gera fáar frumur, getur brotið niður ónæmiskerfið. Gnægð oxunarvarnarefna í fæðu ætti því að bæta ástand eyðnisjúklinga. Tilraunir með pycnogenol benda til að tilgátan standist dóm reynslunnar. Þrír eyðnisjúklingar sem reyndu efnið sýndu allir batamerki á skömmum tíma. Hér læt ég fylgja stutta lýsingu á hvernig efnið verkaði á einn þeirra: Fyrstu viðbrögðin eftir að hafa tekið inn 80 mg af pycnogenol vom, að eftir nálægt 30 mín. þurfti sjúklingurinn nauðsynlega að kasta af sér þvagi. Hann veitti því þá athygli að þvagið var dökkt og gruggugt, sem hann sagði að aldrei hefði verið áður. Skömmu síðar sótti á hann mikill þorsti, sem einnig var óvanalegt. Næsta hálftímann endurtók sama sagan sig.
Hann losaði sig við mikið af gruggugu þvagi og drakk heil ósköp af vatni og ávaxtasafa. Síðar um daginn tók hann aftur 80 mg af pycnogenol með líkum afleiðingum. Um kvöldið veitti hann því athygli að hann var miklu minna þreyttur en venjulega, enda þótt hann hefði verið allan daginn á ferðalagi í bíl. Um nóttina svaf hann í einum dúr, öfugt við það sem hann var vanur, og vaknaði endurnærður um morguninn. Þá tók hann aftur inn pycnogenol og sama sagan endurtók sig nema þvagið var ekki alveg eins gruggugt og hann var töluvert hressari og orkumeiri. Eftir að hafa notað pycnogenol í nokkurn tíma veitti hann því athygli að sjónin hafði batnað umtalsvert, sem síðar var staðfest af augnlækni. Hann var einnig miklu hressari og orkumeiri og svaf allar nætur eins og steinn. Blóðpróf sýndu smátt og smátt betri útkomu.
Áður var blóðmyndun mjög slæm og engar NK (Natural Killer Cells) eða B eitilfrumur fundust. Eftir nokkurn tíma fóru báðar þessar frumur að finnast í blóðsýnum, þó að fjöldi þeirra væri ennþá ekki mikill. Þess má geta að sami sjúklingur hafði fengið ozon meðhöndlun nokkru áður svo að verið getur að það hafi hjálpað til. Hinir sjúklingarnir sem rætt er um hafa líka sögu að segja en ennþá er þó of snemmt að fullyrða neitt um hvort bati þeirra er varanlegur. Skammturinn sem mælt er með að nota er tvisvar sinnum 80 mg á dag eða ca. 2 mg fyrir hvert kg af líkamsþyngd. Pycnogenol fæst ekki að flytja hingað til Íslands en eyðnisjúklingar gætu reynt að nota „Strix“ aðalbláberjaextrakt. Sennilega þyrfti að nota 8-10 töflur á dag. Líklega ætti samtímis pycnogenol eða Strix að nota C og E-vítamín, ásamt karótini og e.t.v fleiri oxunarvarnarefnum.
Bætir B3-vítamín svefn?
Margt bendir til þess að B3-vítamín (pyridoxin) sé gagnlegt til að bæta svefn. Ekki þarf að nota neina risaskammta, heldur meðalstóra, 20-80 mg fyrir svefn. Gott er einnig að nota samtímis önnur vítamín úr B-flokknum, sérstaklega B (riboflavin) og B3 (nikótínamid), vegna samvirknis þessara vítamína. Verkanir Bg tengjast boðefnunum melatonin og serotonin sem bæði eru nátengd svefni og slökum. Með hækkuðum aldri dregur oft úr virkni þessara boðefna og fylgja því gjarna svefnörðugleikar og depurð. Áðurnefnd vítamín lengja svokallaðan REM-svefn eða draumsvefn, sem virðist algerlega ómissandi. Einnig man fólk betur drauma sína og draumarnir verða meira lifandi og stundum í litum. Ekki verður hér farið nánar út í hvernig haldið er að áðurnefnd bætiefni hafi þessi áhrif en fólk með vægt svefnleysi gæti vel prófað hvernig þetta verkar á það.
Er hægt að hjálpa ALS-sjúklingum?
ALS (Amyotrophic Lateral Sclerosis, Lou Gehrig’s sjúkdómur) er mjög alvarlegur sjúkdómur í miðtaugakerfinu. Talið er að hann leiði flesta til dauða á innan við 6 árum. Einkenni hans eru að sumu leyti keimlík MS en ALS er miklu alvarlegri. Flestir lamast næstum algerlega áður en þeir deyja en geta stundum lifað þannig árum saman. Engin lækning er þekkt við þessum sjúkdómi og tíðni hans hefur aukist umtalsvert á Vesturlöndum síðustu áratugina. Nýlegar rannsóknir frá Massachusetts General Hospital hafa sýnt að ALS stafar oft (ef ekki alltaf) af skorti á ensíminu SOD (superoxid dismutasi) sem líkaminn framleiðir til að eyða sindurefnum (stakeindum) m.a. í miðtaugakerfinu. Stakeindir eru alltaf að myndast í líkamanum við ýmsa líffræðilega ferla og þær geta orðið til úr fæðu ef oxunarvarnarefni vatnar.
Vítamín A, C og E, ásamt mörgum öðrum efnum eyða stakeindum, bæði í fæðu og inni í líkamanum. Því miður komast mörg þessara efna ekki til heilans yfir blóð-heila þröskuldinn og því er heilinn illa varinn fyrir stakeindum ef þau ensím sem líkaminn notar til að gera þær óskaðlegar eru ekki í lagi. Nokkur náttúrleg oxunarvarnarefni ná þó til miðtaugakerfisins, m.a. það öflugasta sem vitað er um, sem er flavonefnið pycnogenol. Læknirinn David Perlmutter ráðleggur í Townsend Letterfor Doctors, des. ’94 að nota pycnogenol ásamt hormónunum DHEA (dehydro-epi-androsteron) og amínósýrunum L-leucin, L-isoleucin og L-valin. Hann vitnar í dæmi úr læknablaðinu The Lancet og fleiri læknaritum þar sem notkun þessara efna hægði á eða jafnvel snéri við þróun sjúkdómsins. Ekki er líklegt að hægt sé á þessu stigi málsins að lækna ALS, en raunhæft sýnist að hægt sé að hægja á eða jafnvel stöðva framvindu ‘sjúkdómsins og e.t.v. bæta að einhverju marki. Mikilvægast er þó að þetta gefur ALS sjúklingum von sem þeir höfðu ekki áður.
Um bólusetningar smábarna
Á liðnum árum hafa oft komið fram raddir sem gagnrýnt hafa að taka heilbrigð smábörn og bólusetja aðeins nokkurra vikna gömul. Bent hefur verið á að ónæmiskerfi þeirra sé þá engan veginn orðið fullþroskað og því sé alls ekki nægilega vel vitað nema bólusetningin geti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar fyrir frekari þróun ónæmiskerfisins. Einnig að venjulega sé bólusett fyrir mörgum sjúkdómum í einu og það sé allt of mikið álag fyrir óþroskað ónæmiskerfi smábarns að glíma. Samtímis við marga ólíka sjúkdóma og mynda gegn þeim ónæmi. Þá sé og of mikill hluti B- eitilfruma barnsins ,,tekinn frá“ vegna sjúkdóma sem bólusett er gegn og því sé of lítið eftir af eitilfrumum til að glíma við ýmsa aðra sjúkdóma síðar.
Ofnæmissjúkdómar hafa aukist á síðari árum tugum. Sumir vilja halda að barnabólusetningar eigi þar hlut að máli. Tímarit bandarísku læknasamtakanna Journal of the Medical Association skýrði frá því að astma væri nálægt því 6 sinnum algengara hjá börnum sem Bólusett væru gegn kíghósta, heldur en hjá börnum sem ekki fengu þannig bólusetningu. Einnig hefur sýkingum í öndunarfærum fjölgað og uggvænleg aukning hefur orðið á sýkingum í innra eyra á börnum. Næstum því öruggt er að ofnæmi er ein aðalástæðan fyrir þessum sjúkdómum, þó að sýklar komi inn í myndina síðar og eru þá meðhöndlaðir og þá oft taldir frumorsökin. Þegar ég var að alast upp fyrir meira en hálfri öld, man ég ekki til þess að ég heyrði talað um eyrnabólgu í börnum. Nú eru flest börn meira og minna hrjáð af henni og sum hljóta varanlegan skaða á heyrn. Annar sjúkdómur sem áður fyrr var mjög fátíður er svokölluð ofvirkni í börnum.
Þó að ég vilji alls ekki kenna barnabólusetningu einni um ofvirknina, þá er hitt þó fullkomlega ljóst, að ofnæmi og/eða óþol, sérstaklega fyrir ýmiskonar fæðu, á þar hlut að máli. Þetta leiðir hugann enn einu sinni að ónæmiskerfinu og hvort einhvers konar bjögun á starfsemi þess gæti átt upptök sín í ótímabærum ónæmisaðgerðum á smábörnum. Vitað er að náin tengsl eru á milli taugakerfisins og ónæmiskerfisins. Þetta gæti skýrt frásagnir foreldra sem tala um persónuleikabreytingar sem orðið hafi á börnum þeirra eftir bólusetningu. Erfitt er að sjá nauðsyn þess að bólusetja svo ung smábörn. Meðan þessi mál eru ekki ljósari en nú er, væri því að minnsta kosti ekki óskynsamlegt að bíða með allar bólusetningar þar til barnið kemst á annað ár og bólusetja þá aðeins fyrir einum sjúkdómi í einu. Heimild að mestu úr Townsend Letterfor Doctors, des. 1994.
Getur zink átt þátt í Alzheimerssjúkdómi?
Tímaritið Science birti í febrúar 1994 grein sem leiðir líkur að því að snefilefnið zink geti átt þátt i Alzheimerssjúkdómi hjá vissum einstaklingum. Vísindamenn við Massachusetts General Hospital uppgötvuðu að væri snefill af zinki settur út í próteinlíkt efnasamband sem oft finnst í heila aldraðs fólks, þá hleypur það saman í kökk sem nefndur er amyloid. Það er einmitt amyloid sem finnst í heila Alzheimerssjúklinga og annarra með alvarlega hrörnun í heila. Þessi rannsókn var aðeins gerð í tilraunaglösum svo að engar raunverulegar sannanir eru fyrir því að zink valdi Alzheimerssjúkdómi, en allur er varinn góður í þessu sem öðru.
Því er skynsamlegt að nota zink í hófi og alls ekki meira en 30 mg á dag. Einnig ætti fólk með Alzheimerssjúkdóm ekki að nota fæðubótarefni sem innihalda zink á meðan málin eru að skýrast. Sama má segja með nána ættingja þeirra sem fengið hafa Alzheimerssjúkdóm. Vegna þess hversu mikilvægt zink er, t.d. við sjúkdóma í blöðruhálskirtli og til að hjálpa til við að sár grói, er ekki rétt á þessu stigi málsins að ráðleggja fólki að hætta algerlega að nota zink sem fæðubótarefni, heldur að nota það með gætni og fylgjast með rannsóknum á hugsanlegu sambandi zinks við þennan óhugnanlega sjúkdóm.
Er keisarinn í nokkrum fötum?
Nýlega kom út í Bandaríkjunum bók um hjarta- og æðasjúkdóma staðreyndir og bull. (Coronary Heart Disease: Sense and Nonsense). Greinarhöfundur hefur ekki séð bókina sjálfa, aðeins ritdóm um hana í Townsend Letter for Doctors. Nokkrir vísindamenn skrifa þar sjálfstæðar greinar og þó að þeir séu ekki allsstaðar sammála eru þeir þó sammála um eitt: Kolesterol og mettuð fita er ekki ástæðan fyrir þessum sjúkdómum. Bent er á að engin sómasamlega unnin rannsóknarskýrsla sýni að kolesterol í fæðu sem slíkt, auki líkur á kransæðasjúkdómum, jafnvel þvert á móti það frekar dragi úr líkum á kransæðasjúkdómum. Sama er að segja um mettaða fitu ef hún er „náttúrleg“. Öðru máli gegni um hertar fitur og sér í lagi ,,trans“-fitur.
Þannig fitur eru að mati höfunda stórvarasamar. Þær hækka kolesterol í blóði og hindra um leið að líkaminn geti unnið á réttan hátt úr því. Í Bandaríkjunum er neysla á mettuðum fitum og kolesteroli lík nú og hún var um síðustu aldamót. Neysla á afurðum úr hertum fitum og transfitum hefur aftur á móti tekið við allri aukningunni á fituneyslunni, sem nú er ein sú mesta í heimi. Á sama tíma hefur tíðni kransæðasjúkdóma margfaldast svo að líkja má við sprengingu. Fjölómettaðar olíur eru, að mati bókarhöfunda, heldur ekki góðar, sé þeirra neytt í óhófi. Þær oxast mjög auðveldlega og mynda þá eitruð fituperoxid sem trúlega stuðla að oxun kolesterols sem er sú eina tegund kolesterols sem er hættuleg hjarta og æðakerfi (sjá grein í H.h. 3-4 tb. ’91. Sennilega má þó að nokkru draga úr hættu af því með því að nota meira af oxunarvarnarefnum í fæðu eða fæðubótarefnum. Þýð.).
Þeir gagnrýna að nota kanínur sem tilraunadýr við að reyna að sanna skaðsemi kolesterols. Þær hafa öðruvísi kolesterol efnaskipti en menn, t.d. minnka þær ekki eigin framleiðslu á kolesteroli í lifrinni þó að þær fái meira kolesterol í fóðri. Það gerir fólk aftur á móti ef það fær aukið kolesterol í fæðu. Einnig gagnrýna þeir að við dýratilraunir sé stundum notað oxað kolesterol (oxysterol), sem sé eitur fyrir æðakerfið og ósambærilegt við ferskt og óskemmt kolesterol úr dýraafurðum. Ástæðan fyrir að „kolesterol-kenningin“ hefur orðið svo lífseig segja þeir að sé fyrst og fremst hagsmunaleg – hagsmunir matvæla framleiðenda og hagsmunir heilbrigðisstétta og háskóladeilda. Kolesterolkenningin er hin viðurkennda skýring á kransæðasjúkdómum og vei þeim sem draga hana í efa. Fáir þora það og gjama er gert lítið úr rannsóknum þeirra og rannsóknarstyrkir fara frekar til þeirra sem fylgja hinni viðurkenndu „línu“. Þessu er líkt við „Nýju fötin keisarans“ í ævintýri H.C. Andersens, þegar aðeins barnið þorði að segja: „En keisarinn er ekki í neinum fötum“.
Höfundur : Ævar Jóhannesson vor 1996
Flokkar:Úr einu í annað