LINSUBAUNABUFF
200 gr rauðar linsubaunir
600 ml vatn
2 stórar gulrætur, rifnar
1 stór laukur, smátt saxaður
4 msk heilhveiti
1 tsk timian
1/2 tsk múskat, cayenne pipar á hnífsoddi.
Hreinsið linsubaunimar og setjið í lítinn pott, hellið vatninu yfir og látið suðuna koma upp. Sjóðið við lágan hita í ca 20 – 25 mín. Kælið. Forhitið ofninn í 200°C. Setjið linsubaunimar í skál, bætið gulrótum, lauk, mjöli, timian, múskati og cayenne pipar útí. Blandið vel saman. Formið 8 buff, setið á smurða bökunarplötu og bakið í 15 – 20 mín.
TABOULI
1 b ( 2 DL) bulgur
2 b sjóðandi vatn
4 msk vorlaukur eða púrra
4 msk fersk steinselja
2 msk græn paprika, fínt söxuð
3 b tómatar, smátt skomir
3 b sellerí, smátt skorið
2 msk fersk mynta
4 msk ólífuolía
safi úr 1 sítrónu
Setjið bulgurið í skál og hellið sjóðandi vatni yfir og látið standa í 30 mín. Sigtið til að vera viss um að allt vatnið sé horfið. Blandið öllu saman, hægt er að nota agúrku í staðin fyrir sellerí o.s.frv. Gerið tilraunir með eigin útgáfu.
SALAT
1/2 iceberg höfuð, gróft rifið
1/2 fennikel „rót“, smátt skorin
1/4 blómkál, gróft rifið
1 kúrbítur (zuccini) skorinn í stöngla
1 pk radísur, hvert stk skorið í femt
Öllu blandað saman í skál.
KÖLD SÓSA
1 pk mjúkt tofu (290 gr), fæst í heilsubúðunum, hægt er að nota 3 dl AB-mjólk í staðinn
2 msk sítrónusafi
2 msk ólífuolía, jómfrúarolía
1 rif hvítlaukur, skorinn í smátt
Allt sett í matvinnsluvél (mixer) og blandað þar til silkimjúkt. Kælið.
ENGIFER OG VALHNETUKAKA
150 gr heilhveiti
1 tsk lyftiduft
21/2 tsk engiferduft
100 gr ósaltað smjör
2egg
50 gr valhnetur, saxaðar frekar smátt
Forhitið ofninn í 200°C. Blandið saman engifer, heilhveiti og lyftidufti. Hrærið smjörið þar til mjúkt, bætið þá eggjunum útí einu í einu, bætið restinni af uppskriftinni útí. Setjið í smurt svampbotnaform og bakið í 20 mín. Þekið kökuna með ferskum ávöxtum, t.d. kiví-sneiðum eða appelsínusneiðum, eða perusneiðum, áður en borið er fram.
Allar uppskriftirnar eru lausar við sykur, ger, hvítt hveiti og óæskileg aukaefni. Þetta er því upplagður matur fyrir þá sem hafa svokallað gersveppaóþol. Hvaða sveppur er þetta? Þetta er gersveppur, candida albicans, sem lifir í litlum mæli í þörmum okkar allra án þess að valda skaða því örverur og bakteríur, þ.e. heilbrigða þarmaflóran sér um að halda þeim í skefjum, svo lengi sem varnarkerfi líkamans virkar eðlilega. En síðustu áratugina hafa lifnaðarhættir okkar breyst.
Meðalaldurinn hefur lengst og lífsgæðin aukist. Sykurneysla hefur margfaldast og er vandfundin sú unna vara sem er sykurlaus með öllu. Ég held að Íslendingar komist nálægt heimsmeti í sykurneyslu. Einnig hefur fúkkalyfjaneysla aukist hér svo mikið undanfarin ár að nálgast met. Talið er að gersveppaóþol myndist m.a. vegna þess að vöxtur gersveppa (candida albicans) aukist í líkamanum t.d. vegna mikils sykuráts, en sykur er talinn ein af uppáhalds fæðutegundum gersveppsins, sem og af mikilli fúkkalyfjaneyslu.
Fúkkalyfin, sem hafa bjargað fjölda mannslífa, hafa þó þann ókost að þau drepa ekki einungis „slæmu bakteríurnar“ heldur einnig þær ,,góðu“. Einnig virðist neysla á geri og hvítu hveiti örva vöxt gersveppsins. Þegar vöxtur gersveppsins fer úr böndunum gefur hann frá sér eiturefni sem fara í gegnum slímhúðina og berast út í blóðið. Þar valda þau usla á ónæmiskerfinu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Þessi efni hafa ertandi áhrif á slímhúðina og þegar hún ertist myndast ýmis einkenni.
Helstu einkennin eru: ástæðulaus þreyta, órólegur ristill, höfuðverkur margskonar, minnisleysi, einbeitingarskortur, kvíði, þunglyndi, svefnleysi, vöðvabólga, sveppasýking í leggöngum, kláði við endaþarm, brjóstsviði, liðverkir, asma, exem, síþreyta sem ekki er hægt að sofa úr sér, þyngdarvandamál, ásókn í sveppafæði (allt sætt, gerkökur og brauð, alkóhól, hvítt pasta og ost) svo eitthvað sé nefnt.Ein áhrifaríkasta meðferðin er að breyta um mataræði. Þar ber hæst að taka allan sykur, allt ger og hvítar afurðir s.s. hvítt pasta, hvít hrísgrjón og hvítt hveiti út úr fæðunni.
Höfundur: Sólveig Eyríksdóttir 1996
Flokkar:Uppskriftir