Lífsgæði matvæla

Að læra að þekkja þau öfl sem virk eru í alheiminum og í ríkjum náttúrunnar, og að læra hvernig við getum ,,virkjað“ þau, er undirstaða þess að geta ræktað góð matvæli. Umhverfis okkur upplifum við tvo heima, annars vegar hinn lifandi heim og hins vegar hinn líflausa. Hinum lifandi heimi – lífríkinu – tilheyra jurtir, dýr og menn, en hinum líflausa heimi allt það sem við nefnum ólífrænt – steinefnin.

Flestir vísindamenn innan hinna hefðbundnu náttúruvísinda nútímans álíta að enginn grundvallarmunur sé milli þeirra efnaferla, sem eiga sér stað í lifandi verum og þess sem gerist efnafræðilega í tilraunastofum. Sömu lögmál gildi á báðum stöðum og megi skýra  þau á sama hátt. En samræmist sú skýring því sem við getum komið auga á úti í náttúrunni? Við skulum bera saman annars vegar krystal og hins vegar jurt og sjá hvaða mun við finnum, annan en þann er liggur í sjálfu efnainnihaldi og byggingu efnis ins. Við sjáum fljótt að ýmislegt er ólíkt. Flest  steinefni brotna hægt og sígandi niður, veðr ast, meðan jurtaríkið einkennist af stöðugri  umbreytingu.

Steinaríkið er undirlagt lögmál um þyngdaraflsins, en jurtir lyfta sér í gagn stæða átt. Efnið í jurtinni er á valdi lögmála  lífsins, efninu er lyft upp á svið lífsins. Við  þurfum að sjá að hér höfum við með tvö svið   að gera. Á sviði hins dauða efnis ríkir lögmál efnisins, en á hinu lifandi sviði er efninu lyft upp úr hinu lífvana til hins lifandi sviðs. Líkt og áttavitanálin bendir alltaf á hina andstæðu póla, norður og suður, þá stendur jurtin einnig milli annarra andstæðra póla: jarðar og sólar. Við þurfum að þekkja þá orkustrauma sem beina segulnálinni í ákveðna átt til að skila hvers vegna hún hagar sér þannig. Einnig þurfum við að þekkja þá orkustrauma sem bera jurtina. Í jurtinni er efnið á valdi æðri lögmála  en ríkja í steinaríkinu, og það afl, sem er skipuleggjandi á lífssviðinu, er hið eteríska. Við getum sagt að jurtin sé efnisleg – eterísk lífvera.

Dýrin hafa eitt svið enn, sem ekki er að finna hjá jurtum, – svið sálarinnar. Skynfærin bera hinn ytri heim inn á innra svið og skynhrifin hafa áhrif á hvatir og girndir þeirra. Þetta sálræna svið er einnig nefnt astralsvið – komi  af astra sem þýðir stjarna. Sem menn höfum við efnislíkama. Sá líkami  hefur líf, hann vex, hann myndar efni og efna- sambönd, hann getur fjölgað sér, en þann hæfileika hafajurtir og dýr einnig. Maðurinn á einnig tilfinningalíf, sálrænt svið, þar sem við kennum gleði og sorgar, höfum hvatir og þrár, samúð og andúð o.s.frv. Þetta er ið sálræna, eða astrala svið, sem einnig er að finna hjá æðri dýrum.

En það er áberandi munur milli manna og dýra. Dýrin eru ánægð þegar líkam legum þörfum þeirra ásamt girndum og hvöt augnabliksins, njóta dagsins í dag, þau gera engar áætlanir, eða hafa nokkra sköpunarþörf umfram það sem hvatir þeirra og girndir boða þeim. Dýrin hafa enga þörf á að bæta sig eða stefna að einhverju markmiði. Við mennirnir höfum einnig líffræðilegar/líkamlegar þarfir og einnig þarfir á hinu sálræna/astrala sviði. Séum við svöng eða þreytt, þá er okkur erfitt að hugsa um nokkuð annað en mat og hvíld. En við mennirnir þurfum meira, við höfum þörf fyrir að vera skapandi, þörf fyrir að stefna að einhverju æðra markmiði, þörf til að þroska okkur sjálf. Slíkar þarfir eru andlegar, því maðurinn býr yfir einum þætti enn, sem er ,,ég“ okkar.

Nú skulum við telja upp þessa fjóra þætti og athugum hvar þá er að finna:

Efnislíkami…….. steinefni, jurtir, dýr, maður.
Eterlíkami……. (lífslíkami, formlíkami) jurtir, dýr, maður
Astrallíkami ……. dýr, maður
Ég ……………………. maður

Í lífefldum landbúnaði er gengið út frá því að fæðan geti haft áhrif á alla þessa fjóra þætti mannsins. Í heimsmynd þeirri er liggur til grundvallar lífefldri ræktun, þ.e. antroposofi, eða mannspeki, er litið svo á að heimurinn hafi orðið til við markvissa þróun, sem hafi tilgang, andstætt þeirri skoðun hinna almennu vísinda, að heimurinn  hafi orðið til fyrir tilviljunarkennda þróun án ákveðins markmiðs.

Hið eteríska – skipuleggjari allra lífsforma
Í hinni lifandi náttúru upplifum við ýmislegt sem ekki virðist vera hægt að skýra út frá efn inu einu saman. Hinu kyrrstæða, líflausa efni er lyft hér upp og tekið í þjónustu þeirrar lífsheildar sem hver lífvera er. Hin eteríska orka, lífsorkan í matjurtunum og þar með matvælunum, er mikilvægasta undirstaða næringarinnar. Næringargildið er háð bæði efnainnihali og eterískri byggingu. Styrkur hins eteríska verkar á heilsu okkar og vellíðan. Hin eteríska orka er breytileg eftir því hvenær sólarhringsins er, hún rís og hnígur líkt og hafið í takt við gang sólarinnar, hún er mest snemma morguns og að kvöldi, veikust um miðjan dag. Rís að morgni upp í efri hlutajurtanna, dregur sig niður í rótina að kveldi.

Hún er meiri að vori og fyrri hluta sumars í efri hluta jurtanna og meiri að hausti og síðdegis í rótum þeirra. Einnig hafa ræktunaraðferð, veðurfar og jarðvegur sín áhrif. Dæmi um hvernig þessi orka kemur fram er t.d. í geymsluþoli grænmetis og ávaxta. Blaðjurtir, eins og t.d. kryddjurtir, ilma mest snemma morguns. Rótarávextir eru bestir séu þeir uppskornir síðdegis. Ef við lítum aðeins á hvar við finnum einstök efni og ferli hjá lifandi verum, þá kemur eftirfarandi í ljós:

Öndunin hjá manninum á sína samsvörun hjájurtunum í ljóstillífuninni:

Jurt: Maður
inn koltvísýringur ……….inn súrefni
út súrefni …… …………… út koltvísýringur

Í litarefni blóðsins, hemoglobin, er að finna nánast sömu efnasamsetningu og við finnum í blaðgrænunni hjá jurtunum. Hjá manninum geta einstök ferli orðið yfirgnæfandi eða ríkjandi og er afleiðing þess ójafnvægi og sjúkdómar. Það gerist einnig hjájurtum að einstök ferli verða ríkjandi og þar finnum við lækningajurtirnar.

Hið astralíska
Jurtin: Efnisleg – eterísk – lífvera án skynfæra, hún nær hápunkti sínum í blómgun og fræmyndun. Snýr aftur til jarðarinnar er hún hefur myndað fræ og visnar sjálf. Lífsrytmi jurtanna er beint háður rytma alheimsins. Jurtin er hluti af hinum stóra alheimi.
Dýrin: Athafnir ,,dýranna stjórnast mest af hvötum sem koma beint frá líffærum þeirra eða verka beint gegnum líffærin. Jurtin er beint háð sólarvarma og ljósi og umhverfi því er hún stendur í. Hærri dýr eru meira óbeint háð þessu. Það sem snýr meira út á við hjájurtinni, það snýr inn hjá dýrunum.

Dýrin eru smáheimur (mikrokosmos). Margar dýrategundir eru mjög tengdar gangi tungls og reikistjarna. Hjá manninum má einnig finna ýmsa ferla er fylgja gangi himinhnatta, skýrasta dæmi þess er tíðahringur kvenna.

Dýrin hafa skynfæri til að endurspegla hinn ytri heim á innra sviði. Þetta innra svið, svið sálarinnar, er einnig nefnt astralsvið. Hjá dýrunum er leiðin stutt frá skynjun til athafnar. Kýr, sem sér safaríkan gróður, er fljót að flytja sig þangað til að éta hann. Maðurinn hefur auk hins eteríska og astrala sitt „ég“, og þar með hæfileikan til að vega og meta.

Það sem einkennir eterkraftana er miðflóttaaflið. Þeir vilja bera líf út í allar áttir – vaxa og stækka. Astralkraftarnir einkennast af mið.sóknarafli, samþjappandi, afmarkandi – halda til baka, takmarka. Að maðurinn lætur ekki stjómast eingöngu af hvötum sínu og löngunum, líkt og við sjáum í dýraríkinu er vegna þess að hann hefur enn einn þátt í sér sem nefndur var hér á undan. Það er „ég“ hans. Þetta „ég“ er okkar andlegi þáttur, sem gerir m.a. að við höfum þörf fyrir að þroska okkur sjálf, að vera skapandi, að stefna að einhverju markmiði. Það er þetta „ég“ okkar sem gerir að við getum t.d. hugsað og gegnum hugsun okkar verkað skapandi. Það er þessi andlegi þáttur okkar, þessi hugsun mannsins sem hefur byggt brýr, lagt vegi, fundið upp tölvur og svo mætti lengi telja.

Gegnum hugsun okkar getum við breytt umhverfi okkar, breytt heiminum, a.m.k. okkar nánasta umhverfi á jörðinni. Til að stunda landbúnað sem er í fullu samræmi við umhverfi okkar þá er nauðsynlegt að hafa í huga þessi atriði sem að framan em talin. Þannig byggir sú landbúnaðarstefna, sem nefnd er lífefldur landbúnaður, á þessum grunni.

Í lífefldum landbúnaði er litið á bújörðina sem lifandi veru, þar sem hver þáttur gegnir sínu mikilvæga hlutverki, jarðvegur, jurtir, dýr og menn. Hverjum þætti má líkja við líffæri í líkama lifandi vera. Því verður framleiðslan að vera fjölbreytt: búfjárrækt, akuryrkja og garðrækt. Búfénaðurinn gegnir því stóru hlutverki, auk þess að gefa okkur matvæli, gefur búféð áburð, sem mikilvægasti þátturinn, búfjáráburður, stuðlar að myndun gróðurmoldar. Hann kemur frá lífheiminum, eykur lífið í jarðveginum og gefur lífshvöt.

Lífrænt köfnuna efni ber með sér eiginleika lífheimsins. Góður rétt meðhöndlaður búfjáráburður örvar t.d. köfnunarefnisbindandi örverur í jarðvegi. lífeHdum landbúnaði em notaðir sérstakir hvatar sem unnir eru úr þekktum lækningajurtum, lögð er áhersla á sáðskipti og fjölbreytni í ræktun, reynt er að fylgja hrynjandi alheimsins við sáningu og uppskeru. Framleiðsla, sem hefur það markmið eitt að framleiða sem mest magn með sem minnst um tilkostnaði, hlýtur fyrr eða síðar að leiða af sér rányrkju og örbirgð. Við þurfum að læra að lifa í sátt og samlyndi við móður jörð, sem bæði fæðir okkur og klæðir, gefur okkur af auðlegð sinni matvæli, hráefni til iðnaðar, byggingarefni og orku. Við verðum að reyna að skila af okkur betri jörð til bama okkar, en ekki ógreidda víxla.

Höfundur, Guðfinnur Jakobsson er garðyrkjubóndi árið 1996

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 



Flokkar:Næring

%d bloggers like this: