Óþol fyrir rafmagni og geislun tölvuskjáa

Flestir félagar í samtökum fólks með skaða af völdum rafmagns  og  tölvuskjáa,  FEB, greina svo frá að óþægindi komi fram við vinnu við tölvuskjá. Samkvæmt upplýsingum FEB eru algengustu einkenni: Hiti, sviði eða brunatilfinning í húð, oftast í andliti. Oft fylgir roði á húð, stingir, oftast á andliti. Dofi og pirringur í höndum og fótum. Munnþurrkur, þurr og sár augu og önnur óþægindi í augum. Einnig  hraður  hjartsláttur,  svimi, ógleði, þreyta, liðverkir og skortur á einbeitingu. Póstfang og sími FEB samtakanna er:  Föreningen för El- och Bildskármsskadede, Box 15126, 10465 Stockholm. Sími 08-712 9065. Þýtt og endursagt úr sœnska blaðinu Halsa 6/1995. JBÁ,

Vefjagigt – Fibromyalgia
Einkenni vefjagigtar em langvarandi liða-og vöðvaverkir. Auk þess er fólk venjulega viðkvæmt fyrir þrýstingi á svo nefnda eymslapunkta (tender points, triggerpunkta). Þeir mikilvægustu em á öxlum, mjöðmum, hnjám, kálfum, olnbogum og hnakka. Heilbrigður einstaklingur finnur ekki til þegar þrýst er á þessi svæði. Önnur almenn einkenni eru þreyta, sviði, dofi, þrotatilfinning, langvarandi höfuðverkur, svefntruflanir og morgunþreyta. Líkja má verkjum vefjagigtar við beinverki sem fylgja inflúensu. Algengt er að verkirnir séu mismiklir og þeir koma og fara á víxl. Þeir koma á einn eða fleiri staði og hverfa svo og koma annars staðar. Verkirnir versna við kulda, streitu, sýkingu og mikla áreynslu. Álitð er að 10% Svía þjáist af vefjagigt. Þar af átta af hverjum tíu eru konur. Innskot þýðanda: Gigtarfélag Íslands gaf út bækling um vefjagigt árið 1992.

Síþreyta  Chronic Fatigue Syndrome
Einkenni síþreytu er sífelld þreyta í a.m.k. sex mánuði, sem lagast ekki við hvíld, og dregur úr vinnuhæfni. Síþreyta getur fylgt mörgum öðrum sjúkdómum. Því er nauðsynlegt að aðrar sjúkdómsorsakir séu kannaðar og útilokaðar, svo sem sýkingar, sjálfsofnæmissjúkdómar og krabbamein. Til að greina síþreytu þurfa fjögur eða fleiri eftirfarandi einkenni að vera til staðar: Verkir í hálsi, aumir sogæðakirtlar, verkir í vöðvum, verkir í nokkrum liðum án þess að roði eða bólgur fylgi, langvinnur höfuðverkur, svefntruflanir og að vakna óhvíldur, sjúkleikatilfinning í meira en 24 tíma eftir líkamsþjálfun eða aðra áreynslu. Skammtímaminnið og einbeitngin versnar það mikið að við eigum erfitt með að gera það sem við áttum áður auðvelt með. Póstfang og sími landsambands sænskra ME sjúklinga (myalgisk encefalomyelit er annað heiti á síþreytu) í Svíþjóð er: Riksföreningen för ME-padenter c/o Birgitta Berglund, Tennisvágen 48, 191 77 Sollentuna. Sínú 08-754 25 01. Innskot þýanda: Margir semfengu Akureyrarveikina hafa þjáðst a fsíþreytu.

Kvikasilfurseitrun
Kvikasilfur lekur stöðugt úr amalgamfyllingum í munni og við öndum því að okkur. Það hefur verið sannað að það berst í ýmiss líffæri með blóðinu. Grunur leikur á að ákveðinn hópur fólks fái sjúkdómseinenni af völdum kvikasilfurs, en það er þó ekki fyllilega vitað ennþá. Sænska tannsjúkdómasambandið, samtök fólks sem veikst hefur af völdum amalgams, álítur að ekki undir 1% af þeim sem eru með amalgam í tönnum fái einkenni sem setja má í samband við amalgamfyllingar. Samkvæmt upplýsingum Tannsjúkdómasambandsins  eru  séreinkenni  kvikasilfurseitrunar mikill fjöldi sjúkdómseinkenna, svo sem: Liða- og vöðvaverkir, svimi, þreyta, höfuðverkur, mígreni, náttblinda, að sjá tvöfalt, maga- og meltingartruflanir, óreglulegur hjartsláttur, lélegt skammtímaminni, suð fyrir eyrum og lakari heyrn.  Póstfang og sími í Svíþjóð er: Tannvardsskadeförbundet, Katarina Bangata 56, 116 39 Stockholm. Sími 08-640 61 19.

Þýtt og endursagt, Sigurður HelufsenFlokkar:Umhverfið

%d