Hér fara á eftir 7 stuttar greinar, fyrirsagnir eru:
Bór og liðagigt,
Beingisnun og K-vítamín,
Aðalbláber við augnsjúkdómum,
Ginkgo biloba (Musteristré),
Fróðleikur fyrir astmasjúklinga,
Ætisveppir tíl lækninga,
Bakteríur valda magasári.
Bór og liðagigt
Rannsóknir við Royal Melboume sjúkrahúsið í Ástralíu sýna að litlir skammtar af snefilefninu bór geta hjálpað mörgum sem þjást af liðagigt. Í tvíblindri frumrannsókn fengu tíu sjúklingar daglega 6 mg af bór í forminu bórax (natnum tetraborat). Tíu aðrir sjúklingar fengu óvirkt gervilyf. Af þeim sem fengu bórax löguðust eða batnaði 50% en úr hinum hópnum aðeins 10%. 71% þeirra sem luku við alla rannsóknina löguðust úr þeim hópi sem fékk bórax. Engra liðarverkana varð vart. 6 mg af bóraxi má fá með því að leysa 1 g af bóraxi upp í lítra af vatni og nota daglega 6 ml (=6 g) af lausninni, sem er nálægt einni matskeið. Ef einhver skyldi reyna þetta væri gaman að frétta af árangrinum. Þessar upplýsingar eru fengnar úr tímaritinu „Health Counselor“, sem gefið er út í Bandaríkjunum.
Beingisnun og K-vítamín
Lengi hefur verið vitað að K-vítamín er ómissandi fyrir eðlilega blóðstorknun. Vísindamenn eru nú að uppgötva að það er einnig mikilvægt fyrir heilbrigð bein og skiptir þar jafnvel e.t.v. meira máli en kalk samkvæmt upplýsingum úr Health Counselor. K-vítamín gegnir mikilvægu hlutverki í að breyta beina-próteininu osteocalcin úr óvirku formi í virkt form. K-vítamín veldur því að osteocalcin-sameindin, sem er aðalpróteinefnið í beinum að undanskildu kollageni, tengist kalki og byggir þannig upp heilbrigðan beinvef. Rannsóknir hafa sýntað skortur á K-vítamíni leiðir af sér ófullnægjandi upptöku steinefna í beinum. Sýnt hefur verið fram á að óeðlilega lítið er af K-vítamíni í blóðvatni fólks með beinbrot sem stöfuðu af beingisnun. Einnig hefur verið sýnt fram á að sé K-vítamíni bætt í fæðuna dregur úr því kalki sem tapast daglega með þvagi. Þetta bendir til að líkaminn nýti betur það kalk sem honum stendur til boða. K-vítamín fæst einkum úr dökkgrænu grænmeti, ýmiskonar kálmeti, spínati og grænu tei.
Úr sömu jurtum fæst einnig auðmeltanlegt kalk. Ýmsar nýlegar upplýsingar benda sterklega til að kalk úr fitusprengdri mjólk og mjólkurvömm nýtist mjög illa, því sé óráðlegt að treysta á mjólk sem kalkgjafa. Víst er um það, að þó að óvíða sé mjólkurneysla jafn mikil eða meiri en á Íslandi, þá er beinþynning einnig óvíða eins algeng meðalaldraðra. Talið er að þarmagerlar geti myndað K-vítamín, sé þarmaflóran í lagi. Sýklalyf og fleira getur truflað eða eyðilagt þarmaflóruna og orðið þannig óbeint orsök að skorti á K og fleiri vítamínum, auk fjölmargra annarra vandamála sem komið geta upp í sambandi við gáleysislega neyslu þannig lyfja. Eftir sýklalyfjakúr á ætíð að nota ab-mjólk eða taka frostþurrkaða gerla sem nú fást hér í heilsufæðubúðum. Með því móti má draga úr skaðlegum áhrifum sýklalyfjanna á þarmaflóruna.
Aðalbláber við augnsjúkdómum
Í Health Councelor er nýlega sagt frá því að aðalbláber hafi reynst vel við nokkrum augnsjúkdómum. Það eru einkum sjúkdómar sem stafa af hrörnum í hlutum augans, aðallega sjónhimnu eða nánar tiltekið þeim hlutum hennar þar sem sjónin fer fram. Sumir þeir sjúkdómar eru taldir ólæknanlegir eða engin lækning er þekkt við. Þar má telja: retinitís pigmentosa, skemmd í sjónhimnu augans vegna sykursýki, starblindu (cataracts) og einnig náttblindu Vísindamenn telja að lækningin stafi frá flavon-efnum í berjunum, sérstaklega efni sem nefnist anthocyanosid. Af því efni er mikið í aðalbláberjum. Í Evrópu er búið að staðla extrakt úr aðalbláberjum með 25% af þessu efni. Extraktinn er notaður til lækninga og er mælt með að nota 80-160 mg þrisvar sinnum á dag.
Ginkgo biloba (Musteristré)
Musteristré eða ginkgo biloba er sennilega það jurtalyf sem mesta athygli hefur vakið nú á seinni árum. Extrakt úr laufum þessa tres hefur sýnt sig að vera áhrifaríkt lyf fyrir eldra fólk með einkenni um trega blóðrás í heila. Einkenni sem fylgja því eru m.a. lélegt skammtímaminni, svimi, höfuðverkur, hljómur fyrir eyrum, kynferðislegt getuleysi og depurð. Þetta er oft nefnt einu nafni „ellimörk.“ Fjölmargar læknisfræðilegar rannsóknir hafa staðfest fullyrðingar um ágæti þessa jurtalyfs við öllum áðurnefndum einkennum. Aðeins Alzheimerssjúkdómur virðist ekki lagast við að nota extraktinn. Í musteristrénu höfum við því sennilega náttúrulyf sem bætt getur flest einkenni „elliglapa“ önnur en Alzheimerssjúkóm.
Fróðleikur fyrir astmasjúklinga
Margir þjást af astma og flestum astmalyfjum fylgja óþægindi og aukaverkanir sem erfitt er að komast hjá ef þau eru notuð á annað borð. Stundum er auk heldur ekki hægt að bæla einkennin að fullu, jafnvel þó að öll þau lyf séu notuð sem læknar ráða yfir. Sem betur fer er þó ýmislegt hægt að gera fleira, sem flestir læknar hafa ennþá ekki gert sér grein fyrir, eftir því sem bandarískur læknir, Alan Gaby segir í grein í tímaritinu Natural Medicine Update 2. tbl. 1993. Hann telur að yfir 95% af börnum og 40% fullorðinna, sem þjást af astma, séu haldin fæðuofnæmi sem ekki hefur verið uppgötvað en sé í raun orsök astmans. Hann varar við að treysta á húðprófanir sem hann telur ónothæfa aðferð til að greina fæðuofnæmi. Bestu aðferðina telur hann oftast vera að setja fólk á sérstakt fæði sem hann ráðleggur tímabundið til að komast hjá að fólk noti ofnæmisvaldinn sem oft er einhver algengur matur. Síðan er fólk látið prófa eina fæðu af annarri þar til þær fæðutegundir hafa fundist sem ofnæminu valda.
Þær fæðutegundir sem ekki má nota meðan á þessu stendur eru oftast: hveiti, maís, mjólkurvörur, egg, sítausávextir, kaffi, te, áfengi og öll kemísk íblöndunarefni sem oft eru látin í mat. Stundum getur þurft að leita ráða hjá næringarfræðingi til að forðast efnaskort meðan á þessari leit stendur, en eftir að sökudólgurinn (amir) hafa fundist má nota allan annan mat en þann sem valdið hefur ofnæmiseinkennunum. Dr. Gaby telur einnig að ýmis næringarefni hjálpi til og bendir á að oft dragi B6 vítamín úr astmaköstum. Einnig er gott að nota C-vítamín, nikótinamid (B3) og pantoþensýru (B5) auk magnesíums og kalks. Hann segir að séu þessi efni gefin í æð, hverfi oft astmaeinkennin á 30-60 sek., jafnvel þó að þau séu svo slæm að flytja hafi þurft sjúklinginn á neyðarvakt. Hann telur að þessi læknismeðferð sé ekki aðeins laus við óþægilegar hliðarverkanir, heldur sé hún fljótvirkari og öruggari en hefðbundin astmalyf geta boðið upp á. Þó vill hann ekki að fólk reyni að lækna sig sjálft, án læknisaðstoðar. Að lokum segir hann: „Hægt er að gera heilmargt annað fyrir astmasjúklinga en aðeins að gefa þeim hættuleg lyf.“
Ætisveppir tíl lækninga
Fjölmargir ætisveppir eru til. Vitað er að í nokkrum þeirra finnast áhugaverð efnasambönd sem hafa líffræðilega virkni. Eitraðir sveppir hafa lengi verið þekktir og má þar nefna sem dæmi berserkjasveppinn og sveppi sem valda ofskynjunum líkt og LSD. Austurlandabúar hafa lengi þekkt sveppi sem þeir hafa notað til lækninga. Hér verða aðeins nefndir tveir þeirra, reishi-swppwinn og shiitake-s’veppunim. Reishi-sveppurinn er ein mikilvægasta lækningajurt hefðbundinni kínverskri læknisfræði. Áður fyrr var hann mjög rómaður og eftirsóttur, vegna þess hversu sjaldgæfur hann var og erfitt að rækta. Með nútíma ræktunaraðferðum og aðferðum til að inna úr honum læknandi efnasambönd, hefur þó tekist að gera hann aðgengilegan fólki á vesturlöndum. Extrakt úr honum hefur verið notaður við lækningu á fjölda sjúkdóma og nýlegar rannsóknir staðfesta flest það sem hin aldna kínverska hefð hefur haldið fram um ágæti þessa svepps til lækninga. Talið er að sér- stakar fjölsykrur sem finnast í honum séu hin virku efni.
Extrakt úr honum hefur öflug áhrif á ónæmiskerfið með því að örva t.d. stórfrumur sem m.a. geta tortímt æxlisfrumum, veirum, bakteríum og sveppum. Auk þess er talið að stórfrumur geti „merkt“ aðrar ónæmisfrumur þannig að þær elti uppi og tortími æxlisfrumum. Rannsóknir staðfesta æxlishemjandi eiginleika mismunandi extrakta úr reishi-sveppum en japanskar tilraunir benda til að full verkun sveppanna náist ekki nema samhliða þeim séu notaðir stórir skammtar C-vítamíns. Besti árangur við krabbameini hefur náðst með mjög stórum skömmtum af sterkum extrakti af sveppunum. Hefðbundinn skammtur er 1,5 – 9 grömm af þurrkuðum sveppum á dag, soðnum í vatni og seyðið drukkið. Sá skammtur er of lítill fyrir krabbameinslækningar en sennilega mjög góður fyrir margt annað. Shiitake eða ganoderma sveppurinn er bragðgóður og nærandi. 1 honum eru einnig fjölsykrur sem verka á ónæmiskerfið og eru æxlishemjandi. Þessar fjölsykrur eru þekktar undir nafninu lentinan.
Í Japan er lentinan viðurkennt krabbameinslyf. Vegna lélegrar upptöku lentinans í meltingarfærunum þarf helst að gefa hreinsað lentinan sem sprautulyf. Verkanir lentinans em taldar líkar og reishi-sveppsins, það hemur stórfrumur. Komið hefur í ljós að lentinan hefur hemjandi verkanir á fjölmörg mismunandi krabbamein og nú eru í gangi tilraunir með lyf úr shiitake sveppum við eyðni. Það nýjasta í þessum efnum eru efni unnin úr sveppaþráðum shiitake-sveppsins, kölluð LEM og KS-2. LEM hefur virkni gegn nokkrum þekktum veirum, þ.a.m. herpes-, Epstein-Barr og HIV- (eyðni) veirum og virðist auk þess verka á lifrarbólguveirur og hækkaðan blóðþrýsting. KS-2 er alkahol extrakt úr sveppaþráðum shiitake-sveppsins. K.S-2 er að því leyti frábrugðið öðrum skyldum fjölsykrum, að sykurkeðjan er bundin við amínósýrur.
Þetta er kallað „peptídomannan“ og bætir mjög upptöku efnisins í meltingarfærunum, þannig að ekki þarf að gefa það í sprautuformi, heldur taka það inn. KS-2 hvetur einnig stórfrumur og fær ónæmiskerfið til að framleiða mterferon sem er öflugt boðefni sem ónæmiskerfið notar við að berjast gegn veirum og krabbameinsfrumum. Við tilraunir á músum þurfti aðeins 1 mg fyrir kg af líkamsþyngd til að stöðva algerlega æxlismyndun. Engra aukaverkana er vart við nein efni unnin úr shiitake-svepp- um, nema notaðir séu mjög stórir skammtar er stundum vottur af niðurgangi. Vel hefur gefist að nota með shiitake og reishi-sveppum ýmsar aðrar ónæmishvetjandi jurtir t.d. echinaforce, ginseng, mistiltein, hvítlauk, grænt te o.m.fl. Einnig önnur þekkt náttúrumeðul, t.d. hákarlabrjósk, C-vítamín, E-vítamín, karótín, zink, selen o.fl. Þessar upplýsingar eru fengnar úr Health Counselor, 3. og 4. tbl. 1993.
Bakteríur valda magasári
Sú tilgáta kom fram á læknaþingi í Brussel árið 1983 að magabólgur og magasár væri smitsjúkdómar sem sérstök baktería ylli. Ungur læknir frá Astralíu, Barry Marshall að nafni, hélt þar erindi um bakteríu sem samstarfsmaður hans Robin Warren hafði veitt athygli fjórum árum áður. Hann taldi að þessi baktería fyndist mjög oft í magabólgum og ævinlega væri um sár að ræða. Þegar læknirinn hafði lokið máli sínu reis einn fundarmanna á fætur og spurði: „Doktor Marshall. Hvað veldur þá magasári hjá þeim sem ekki eru með þessa bakteríu í maganum?“ Og Marshall svaraði að bragði: „Þeir sem ekki eru með hana fá ekki magasár.“ Mörgum fannst þetta glannalega mælt, hristu höfuðið og brostu í kampinn og kliður fór um salinn. Eftir daufar undirtektir á þinginu og nokkrar mislukkaðar dýratilraunir ákvað Marshall að gera tilraun á sjálfum sér. Til að byrja með fór hann í magaspeglun og lét taka allmörg sýni úr magaslímhúðinni til að ganga úr skugga um hvort þar fyndist sú baktería sem hann grunaði að ylli magasári en hún heitir „helicobacter pylori.“ Hún fannst hvergi og mánuði seinna drakk hann vænan slurk af vökva sem innihélt milljónir af lifandi helico-sýklum en áður hafði hann gengið úr skugga um að sýklalyf vinna á bakteríunni. Ekki leið nema vika þar til hann vaknaði að morgni með ógleði og kastaði upp. Næstu daga var hann þreklítill en hitalaus og þreyttist fljótt.
Hann varð andfúll og önugur í skapi. Nokkrum dögum síðar var hann speglaður á ný og sýni tekin. Í ljós kom að magaslímhúðin var bólgin og sýklar á hverju strái. Fjórum dögum síðar var hann aftur speglaður en þá fundust engir sýklar. Ónæmiskerfið hafi greinilega gripið í taumana. Sjúkdómseinkennin hurfu líka og hann styrktist í þeirri trú að helico-sýklarnir yllu magabólgu og/eða magasári. Líklega losna margir við bakteríuna hjálparlaust en hjá öðrum getur hún orðið langvinn og stundum þróast í magasár. Nú er dr. Marshall orðinn frægur og fluttur til Bandaríkjanna. Álit flestra sérfræðinga er nú að sýkillinn umræddi komi bólgunum af stað og þó að sýrubindandi lyf eða „sýruhemlar“ hjálpi oft heilmikið, koma gömlu einkennin oft þegar hætt er að nota þau. Þá er prófað hvort sýkillinn finnst og ef svo er má reyna að útrýma honum með sýklalyfjum þó að það sé engan veginn auðvelt. Oft þarf að nota mörg þannig lyf samtímis eigi árangur að nást og einnig þarf að velja réttu lyfin saman, sem er mikið vandaverk og læknar eru ennþá ekki sammála um hvernig best sé að gera. Þetta gæti skýrt hvers vegna viss náttúruefni hafa oft reynst vel við magabólgum.
Margir kannast við að kæstur hákarl er frábært magabólgulyf. Nýlega var skýrt frá því í fréttum að fundist hefði í hákarli efni sem dræpi fjölda baktería og verkaði um leið hemjandi á æxlisfrumur. Eins er vitað umjurtir sem hafa mjög góð áhrif á magabólgur og magasár. Þar má t.d. nefna.fjallagrös,litunarmosa, hvönn, haugarfa og ótal margt fleira. E.tv. á eftir að koma í Ijós að í þessum jurtum séu efnasambönd sem hindri viðgang eða drepi helicobacter pylori. (Heimild að mestu úr grein í Morgunblaðinu 28. nóv.’93 eftir Þórarinn Guðnason lækni)
Flokkar:Úr einu í annað, Greinar