Nýjar leiðir í krabbameinslækningum haust 1994

Jurtalyfið Essiac
Nýlega kom út í Bandaríkjunum bók með nafninu „Calling of an Angel“, eftir dr. Gary L.Glum, sem er kírópraktor frá Kalíforníu. Bókin segir frá kanadískri hjúkrunarkonu, Rene Caisse, og jurtalyfi, Essiac, sem hún notaði í Kanada og víðar í hartnœr hálfa öld. Essiac er nafn Caisse skrifað afturábak. Þetta jurtalyf var einkum notað til að hjálpa krabbameinssjúklingum, þó að einnig mætti nota það við ýmsu öðru.

Upphaf Essiac
Sagan hófst árið 1922, en þá var Rene Caisse hjúkrunarkona í Ontario í Kanada. Þar komst hún í kynni við sjúkling sem hafði verið með krabbamein en læknast. Sjúklingurinn hafði notað jurtalyf sem fengið var frá Ojibwa indíána sem fékkst við lækningar þar í nágrenninu. Caisse fékk áhuga á þessari lækningu og fór sjálf að gera tilraunir með uppskrift sem hún er talin hafa fengið frá indíánanum. Árangurinn var ótrúlega góður og árið 1922, en það ár var Rene Caisse þrjátíu og þriggja ára gömul, fluttist hún til Bracebridge í Ontario og fór að búa tiljurtaseyðið fyrir alla krabbameinssjúklinga sem leituðu til hennar.

Meiri hluti þeirra sem komu til hennar voru með vottorð frá lækni sínum um að vera haldnir „ólæknandi“ krabbabeini og að gefist hefði verið upp á frekari lækningatilraunum af hálfu læknanna. Þessa sjúklinga fékk Caisse til meðferðar. Seyðið sem hún sauð í eldhúsinu heima hjá sér, gaf hún sjúklingunum og tók aldrei greiðslu fyrir. Stundum voru sjúklingarnir látnir taka það inn en í sumum tilfellum fengu þeir það í sprautuformi. Allir sem fengu Essiac töldu sig hafa af því eitthvert gagn.

Sumir læknuðust fullkomlega og lifðu í marga áratugi á eftir heilbrigðu lífi. Aðrir hlutu nokkrum bata, lifðu lengur og leið til muna betur en búist hafði verið við. Þriðji hópurinn var einkum fólk þar sem sjúkdómurinn og læknismeðferð sem notuð hafði verið, höfðu unnið óbætanlegt tjón á líkamanum. Þessu fólki var ekki hægt að bjarga en þrátt fyrir það bætti jurtaseyðið líðan þessa fólks og gerði því kleyft að heyja dauðastríðið þjáningalítið.

Höfundur: Ævar Jóhannesson haust 1994Flokkar:Krabbamein

%d