Margar hliðar sveppasýkingar

Erindi flutt á haustfundi Heilsuhringsins 1993.

Fólk með langvarandi sveppasýkingu í meltingarfærum er oft haldið sjúkdómseinkennum sem talin eru eingöngu af sálrænum uppruna affólki sem lítið þekkir til þessara mála og jafnvel sumum læknum. Þessi einkenni eru margvísleg og mismunandi frá einum sjúklingi til annars og eru auk þess breytileg frá degi til dags og minna þar á ofan stundum á það sem í gamla daga var nefnt ímyndunarveiki eða móðursýki.

Í þessu stutta erindi ætla ég að ræða lítilsháttar um þessháttar vandamál og önnur nátengd því og jafnvel hvort tengsl gætu leynst milli langvarandi sveppasýkingar og misnotkunar á áfengi og fíkniefnum. Ýmislegt það sem ég segi hér er strangvísindalega séð ekki ,,sannað,“ að minnsta kosti ekki ennþá, en samt má færa þó nokkuð sterk rök fyrir því að þetta gæti verið og það brýtur engan veginn á bág við þekktar vísindalegar staðreyndir að mínu mati. Eins og fyrir löngu er vitað hafa candidasveppir tvö lífsform. Venjulega hegða þeir sér eins og aðrir gersveppir og eru þá kúlulaga í útliti.

Í því lífsformi lifa þeir í flestum einstaklingum og eru þá hluti heilbrigðrar þarmaflóru. Á meðan þeim fjölgar ekki um of valda þeir sjaldan neinum teljandi vandræðum og efni sem þeir mynda og berast út í þarmainnihaldið eru ekki í það miklum mæli að það trufli eðlileg efnaskipti líkamans. Aðrar örverur í meltingarfærunum halda þá fjölda þeirra í jafnvægi, ásamt framboði á heppilegri næringu fyrir þá, sem er einkum auðleyst kolhydröt, sérstaklega sykur.

Þáttur sýklalyfja
Við að nota sýklalyf í langan tíma drepum við ekki aðeins óvinveittar bakteríur, heldur einnig mikilvæga þarmagerla sem stuðla að heilbrigðu jafnvægi í þarmaflórunni. Candidasveppir eru ónæmir fyrir flestum sýklalyfjum og lifa því góðu lífi á meðan aðrar örverur í þörmunum eru drepnar. Þeim fjölgar því mjög og leggja stundum undir sig allan meltingarveginn frá munni og niður í endaþarm. Neysla sykurs og sætinda hjálpar þeim við þessa iðju. Einnig geta ónæmisbælandi lyf, t.d. sterar gert ástandið dl muna verra. Við vissar aðstæður breyta candida-sveppir um lífsform og mynda anga eða þræði sem festa sig við þarmaveggina og eru taldir geta sogið þaðan næringu til viðbótar þeirri næringu sem þeir fá úr þarmainnihaldinu.

Truflun á ónæmiskerfínu
Þetta getur valdið því að þarmarnir verða ,,lekir,“ þ.e.a.s. efni úr þarmainnihaldinu ná að síast ómelt út í blóðrásina þar sem ónæmiskerfið uppgötvar þau og setur í gang viðbrögð til að gera þau óvirk. Þessi viðbrögð geta komið fram víðs vegar um líkamann og valdið fjölþættum einkennum, t.d. húðútbrotum og ýmiskonar ofnæmiseinkennum á húð, e.t.v. astma eða astmalíkum einkennum, fæðuóþoli eða ofnæmi, ofnæmiseinkennum frá meltingarfærum og jafnvel sálrænum einkennum af ýmsum toga. Þetta er þó aðeins önnur hliðin á vandamálinu.

Eitruð efnasambönd
Hin hliðin snýr að eitruðum efnum sem sveppirnir mynda og síast út í blóðrásina. Bandaríski læknirinn C. Orian Tmss sem manna mest hefur rannsakað sveppasýkingu  og áhrif hennar á heilsufar og hefur m.a. skrifað um það fjölda tímaritsgreina og að minnsta kosti eina bók ,,The Missing Diagnosis,“ fullyrðir að sveppirnir framleiði  ýmis eiturefni sem berist út í blóðið. Einnig er hugsanlegt að ofnæmi fyrir einhverju þessara efna myndist. Í þeim tilfellum er  ekki nóg að minnka álagið á ónæmiskerfið  með því að fækka sveppunum, heldur verður helst að útrýma þeim algerlega í einhvern tíma á meðan ónæmiskerfið er að jafna sig.

Dr. Truss talar sérstaklega um eitt efna samband sem candida-sveppir myndi í miklum mæli en það er eiturefnið acetadehyd. Öfugt við gersveppi sem notaðir eru við gerjun áfengra drykkja og til að gerja brauð mynda flest afbrigði candida-sveppa lítið áfengi. Þó eru dæmi þess að áfengi hafi mælst í blóði vegna gerjunar í meltingarfærum. Í þess stað framleiða þeir mikið af acetaldehyd, sem er fyrsta efnið sem myndast við niðurbrot á áfengi í lifrinni eftir að áfengis hefur verið neytt. Þetta leiðir af sér að í líkama fólks með mikla sveppi í meltingarfærum skapast líkt ástand og við stöðuga neyslu áfengis. Viss ensím í líkamanum brjóta acetaldehyd niður í skaðlaus efni en sé magnið sem berst að of mikið fer það að mælast í blóði.

Sveppasýking og vímuefni
Allmiklar rannsóknir eru til á verkunum  acetaldehyds á líkamann í sambandi við neyslu áfengis. Talið er að acetaldehyd í blóði berist til heilans og tengist þar taugaboðefninu  ,,dropamín.“ Við það myndast nýtt efnasamband með mjög líkar verkanir og morfín. Sennilega veldur þetta efni ávanafíkn líkt og morfín og sumir telja að fíkn í áfengi stafi af þessu. Sé það rétt hlýtur acetaldehyd sem myndast í candida-sveppum einnig að tengjast dopamíni með sömu afleiðingum. M.ö.o., fólk með langvarandi candida-sýkingu getur smátt og smátt orðið háð þessu heimatilbúna fikniefni á líkan hátt og áfengi. Mér sýnist þetta passa furðu vel við raunveruleikann.

Þegar farið er að lækna sveppa sýkingu fylgir því venjulega mikil vanlíðan fyrstu dagana og jafnvel í margar vikur.  Reynt hefur verið að skýra þessa vanlíðan  með svokallaðri ,,dye off reaction,“ þ.e. að svo mikið af eiturefnum komi úr dauðum sveppum að um eitrunaráhrif sé að ræða. Vel getur verið að svo sé einnig í sumum tilfellum en hluti vanlíðanarinnar getur þó vel verið sama eðlis og vanlíðan eftir áfengisneyslu, nokkurskonar timburmenn. Þannig vanlíðan lagast að öllum líkindum nokkuð í bili við glas af áfengi. Þetta þýðir m.ö.o. að hægt er að verða eins konar alkóhólisti, án þess að hafa nokkurn tíma smakkað áfengi.

Einnig þýðir það, að ekki er neinn grundvallarmunur á áfengisfíkn og t.d.  morfínfíkn, heldur aðeins stigsmunur. Fíkniefni sem líkist morfíni myndast í öðru tilfellinu úr áfengi en í hinu tilfellinu er morfínið notað beint. Afleiðingin er næstum því sú sama.  Standist þessi kenning dóm reynslunnar leiðir það hugann að því hvort sveppasýking eigi kannski stærri þátt í áfengis- og eiturlyfjavandamáli nútímans en margan grunar. Sveppasýkingunni fylgja nefnilega vanlíðunareinkenni sem lagast í bili við að nota áfengi eða fíkniefni, eins og vitað er af reynslunni að á sér stað hjá lyfja- eða áfengisfíklum þegar þeir hætta að nota vímuefnið.

Erum við og börnin okkar kannski sum orðin nokkur skonar ,,áfengisfíklar“ án þess að vita um það og því auðveld bráð fyrir þá sem græða á því að selja áfengi eða sterkari efni? Getur verið að gáleysisleg í notkun á sýklalyfjum og sætindaát sé að einhverju leyti undirrótin að áfengis- og fíkniefnavandamáli nútímaþjóðfélaga? Ég reyni ekki að svara þessum spurningum í þessu erindi, enda sennilega ekki hægt á þessu stigi málsins. Hlustendur geta því hugleitt svörin í ró og næði heima hjá sér.

Bætiefni draga úr vanlíðan
Ég vil þó benda á að sennilega má draga verulega úr vanlíðan þegar farið er að drepa sveppi með lyfjum með að nota bætiefni í nokkuð stórum skömmtum. Þar er um að ræða sömu bætiefni og notuð eru við afleiðingum af ofnotkun áfengis. Rétt er að nota C-vítamín 1/2 – 1 gramm á dag og blönduð B-vítamín í meðalstórum skömmtum. Til viðbótar því þarf að taka stóra skammta af B-3 vítamíni, allt að 500 mg á dag í nokkurn tíma en síðan má smá minnka þann skammt.

Ástæðan fyrir að nota stóra skammta af B-3 er sú að það myndar í líkamanum kóensímið NAD. 1 heilafrumum em viðtakar sem geta bundist NAD. Þessir viðtakarar geta einnig bundist morfíni og skyldum efnum og gera það ef þannig efni er til staðar. Standi þessir viðtakarar auðir fylgir því mikil vanlíðan, sem lagast þegar þeir bindast aftur. Vegna þess að þeir geta bundist NAD má nota NAD til að bindast þeim í stað morfín-líka efnasambandsins sem myndast, t.d. við neyslu áfengis. Við það hverfa vanlíðunareinkennin að mestu og um leið löngun í áfengi.

Til þess að tryggja að ekki sé skortur á NAD þarf að taka minnst 500 mg af nikótinamid á dag til að byrja með. Nikótinamid ætti því að minnka vanlíðan við lækningu sveppasýkingar á sama hátt og væri um alkóhólisma að ræða. Ég hef orðið vitni að því, að þetta hrífur við áfengisfíkn. Fróðlegt væri að fá vitnesku um hvort hið sama gerist við lækningu á candidavandamálum. Hið mikla álag sem langvarandi sveppasýking veldur á ónæmiskerfið getur vafalítið orsakað ýmiskonar bjögun á því sem e.t.v. kemur fram t.d. í hættu á sjálfónæmissjúkdómum, auk ofnæmissjúkdóma. Ég ætla ekki að ræða það mál hér, enda efni í miklu lengra erindi sem ég er heldur ekki nægilega fróður um.

Blóðsykurstruflanir
Þó er eitt atriði sem mig langar að drepa á í lokin. Það eru tengsl candida-vandamála og truflana á blóðsykri. C. Orian Tmss sagði fyrir nokkrum árum að von væri á skýrslu frá honum um það atriði. Ég hef ekki getað séð að sú skýrsla sé ennþá komin út. Mín reynsla er sú að truflanir á blóðsykri, sér í lagi lágur blóðsykur, sé nánast ófrávíkjanlegur fylgifiskur candidasýkingar. Um ástæðuna get ég lítið sagt en vitað er að óeðli- leg lækkun blóðsykurs kemur oft eftir mikla neyslu sætinda. Neysla sætinda örvar einnig vöxt sveppagróðurs í þörmunum. Hvort það er ástæðan fyrir blóðsykurslækkuninni er erfitt að fullyrða. Hvað sem því líður eru næstum örugglega einhver tengsl þar á milli.

Breyttar fæðuvenjur
Margir hafa talað við mig og beðið um einhver ráð við geróþoli og candida-vandamálum. Því miður þekki ég enga ,,patentlausn“ til að kenna fólki. Ég held að varanleg lausn hljóti að felast í breyttum lífsvenjum, sér í lagi breyttu mataræði. Án þess að draga úr sætindaneyslu held ég að vonlaust sé að hjálpa fólki með þessi vandamál. Sveppalyf  t.d. ,,mycostatin“ eða “ fungoral“ eða bæði saman eru ágæt til að  hjálpa fólki ef breytt eru um mataræði um  leið. Að öðrum kosti sígur fljótlega á ógæfuhliðina, þegar hætt er að nota lyfin.

Náttúrleg sveppalyf
Sérstakar fitusýrur í fæði eru taldar hindra sveppina í að breytast úr ,,kúlusveppum“ í ,,angasveppi.“ Fitusýran ,,capryl-sýra“ hefur sérstaklega verið nefnd í því sambandi. Hér á landi hefur ekki fengist leyfi til að flytja hana til landsins. Nokkurt gagn er talið að  því að nota ,,olíusýru“ sem einkum finnst í ólífuolíu en einnig í smjöri og lýsi. Þá er talið að gnægð ákveðinna vítamína úr B-flokknum dragi úr líkum á að angasveppir verði til. Sérstaklega hefur „biótín“ verið nefnt í því sambandi.

Nýlega er farið að selja í Bandaríkjunum efni sem unnið er úr kjörnum sítrus ávaxta, t.d. greipaldina eða appelsína. Þetta efni, sem nefnt er á ensku ,,sitms-seed extract,“ er sagt frábært sveppalyf, auk þess sem það er talið vinna á ýmsum sýklum og óheppilegum þarmabakteríum. Eini ókosturinn er sagður að það sé viðbjóðslega vont á bragðið. Efnið er blandað með vatni og drukkið þannig. Þetta efni hefur ennþá ekki fengist á  Íslandi. Auk þessara efna má nefna: spilantes, la pacho-börk, hvítlauk, cayenne-pipar, fjallagrös, litunarmosa og ætihvönn  Vafalítið eru margar fleiri jurtir nothæfar til að hindra sveppavöxt í meltingarfærum  en þetta verður að duga í bili.

Höfundur: Ævar JóhannessonFlokkar:Greinar

%d bloggers like this: