Reynsla okkar af rafsegulsviðsmengun.

Bréf frá þremur lesendum

Á aðalfundi Heilsuhringsins  1992 hélt Brynjólfur  Snorrason  erindi un orkuhjúp mannsins og áhrif umhverfisins á hann. Síðan hafa okkur borist margar fyrirspurnir og nokkur bréf frá lesendum varðandi rafsegulsviðsmengun. þar sem margir hafa sagt frá hvernig heilsa þeirra breyttist þegar komist var fyrir mengunina í hýbýlum þeirra. Þær frásagnir sem birtar eru hér eru frá aðilum sem hafa notið hjálpar Brynjólfs og Þorsteins Guðlaugssonar,(hann er látinn). Við erum fimm í fjölskyldunni og höfum búið á þessum stað í níu ár. Fljótlega eftir að við fluttum hingað fóru veikindi að ágerast hjá sumum okkar, sem kom út í ofnæmi, ruglingi á hormónastarfsemi, svefnleysi, höfuðverk og alls konar sleni. það var eins og við spenntumst upp þegar við fórum að sofa.

Tíminn leið og við fórum í sumarfrí, en þá vildi konan helst ekki fara heim vegna þess að henni leið mikið betur þar en þegar hún var heima og heilsan breyttist til batnaðar. Þá fór hún að velta því fyrir sér hvort eitthvað væri í húsinu okkar sem orsakaði fyrrgreind veikindi.

Áfram leið tíminn og hún las bók þar sem sagt var frá Brynjólfi Snorrasyni. Nokkrum mánuðum seinna höfðum við upp á Þorsteini. Þegar hann kom sagði ég honum að ég hefði fundið fyrir sterkri jarðáru skáhallt yfir íbúðina og fór hún þvert yfir rúm eldri dóttur okkar. Hann mældi og staðfesti það. Niðurstaða hans var að allveruleg rafsegulsviðsmengun væri frá hitakerfi íbúðarinnar og var þar skýring fundin á því hve þeir er sváfu nærri ofnum voru alltaf meira og minna veikir. Hann athugaði næst sjónvarpið, sem gaf mikið segulsvið frá sér enda kom í ljós að tengt var í sömu leiðslu rafmagn og loftnet. Útvarpsvekjarar með FM bylgjum gáfu mikið frá sér og einnig sumir lampar ásamt koddum og sængum með gerviefnafyllingum. Þegar við leituðum til lækna, raffræðinga eða rafmagnseftirlits ypptu allir öxlum og sérfræðingar sögðu að þetta væri húsasótt, sem ekkert ráð væri við nema að flytja úr íbúðinni.

Því ýtti ég strax til hliðar og hófst handa við að jarðtengja hitakerfið, sjónvarpið, lampa, útvörp og laga hluti sem ekki voru í lagi. Eldri dóttir okkarsvaf í járnrúmi sem var staðsett við miðstöðvarofn og þar að auki voru þar margir púða úr gerviefnum. Við hentum öllum púðum og sængum úr gerviefnum og jarðtengdum rúmið. Þá var komið að jarðárunni,við reyndum að brjóta niður áhrif hennar með jarðsambandi, settum niður í jörðina þykka steyputeina þvert á jarðáruna og að endingu gátum við girt fyrir áhrif hennar á íbúðina. Nú erum við endanlega laus við rafsegulsvið, sem hefur truflað okkur.

Fyrst eftir breytingarnar sváfum við mikið en líðan fjölskyldunnar var ekki nógu góð, fráhvarfseinkenni hrjáðu okkur, sem komu fram í höfuðverk og þreytu. Eftir um það bil tvær vikur fór líðan okkar að batna. Nú er ofnæmi og magaverkur á undanhaldi, þreyta í fótum og höfuðverkur horfin og áberandi friður á heimilinu. Loftið í íbúðinni hefur mikið breyst, það er ekki dautt og þungt eins og það var alltaf áður.

Sigurður Sveinn Jónsson og fjölskylda,

Heilsan breyttist á einum degi
Það er ótrúlegt að segja frá því en fyrir rúmu ári síðan breyttist heilsa mín til hins betra á einum degi. Ég hafði margt reynt til að ráða bót á miklum verkjum í baki, mjöðmum og niður í báða fætur. Mígreni hafði ágerst hin seinni ár og ég átt erfitt um svefn frá því ég flutti þangað sem ég bý. Það var því rnikið lán fyrir mig er ég las viðtal við Brynjólf Snorrason í bókinni Neistar frá sömu sól og í kjölfar þess fékk mælt rafsegulsviðið í húsinu mínu. Það reyndist segulsviðsmengað og var sett ,, spóla “ frá Brynjólfi dl að breyta því. Eins og áður var sagt þá gjörbreyttist heilsa mín við þetta t.d. var það alveg nýtt fyrir mig, frá því að ég flutti í þetta hús að geta sofið vel, en það hef ég gert síðan breytingin var gerð. Það er greinilega margt í kringum okkur sem getur truflað bæði menn og dýr, en sjálfsagt erum við mis næm fyrir því. Veru því þakklát fyrir þessa uppgötvun og þá vinnu sem að baki liggur.

Guðrún Brynja.

Hátíðnihljóð og brengluð skynjun
Ég fluttist í þessa íbúð fyrir rúmum þremur árum og kunni strax ágætlega við mig . Var í mikilli vinnu utan heimilis og kom þar af leiðandi heim mest t.d. að slappa af og hafa það gott. Ég tók samt strax eftir því að ,,sónninn “ var töluverður hér. Þetta er hátíðnihljóð sem ég hef heyrt frá því ég var krakki, mismikið eftir búsetu og alltaf haldið að væri bara í höfðinu á mér. Fyrir um það bil ari síðan (í jan. ’93 ) var þetta hljóð farið að pirra mig enda hafði það aukist talsvert, jafnvel gat ég oft staðsett það í einu horni stofunnar. Mér fannst þessu hljóði fylgja gustur eða bylgjuhreyfing í loftinu. Einnig olli það mér stundum óþægindum í höfði og ógleði. Á þessu tímabili var ég mikið heima og eignaðist barn í maí 1992.

Barnið vakti mikið um nætur og því fylgdu miklar vökur sem ég kenndi um vanlíðan mína. Tæpu ári seinna er ég var að hefja aftur störf utan heimilis var þetta ástand óbreytt. Þá tók ég eftir því að ég varð alltaf svo yfirgengilega þreytt og ómöguleg þegar ég kom heim. Jafnframt tók ég eftir því, og taldi óræka sönnun þess að ég væri að ganga af göflunum, að mér fannst einn milliveggurinn hér í íbúðinni vera orðinn óhugnanlega fyrirferðarmikill, hefði bæði þykknað og hækkað.

Einnig fannst mér hafa tognað hressilega úr eldhúsinu og hornið í stofunni sem sónninn kom úr\artist teygjast út úr húsinu. Nú dettur einhverjum í hug hvort ég hafi kannski verið á slóðum Lísu litlu í Undralandi, jafnvel bitið í sama sveppinn og hún. Ég reyndi að finna skýringar á þessu ástandi og kenndi um álagi og öllu öðru sem tiltækt var en gat ekki skilið hversvegna mér fannst eins og orkan væri úr mér sogin hér heima þó að yfirleitt fyndi ég ekki fyrir því annarsstaðar.

Svo var það síðastliðið haust að ég heyrði í útvarpinu viðtal við Einar þorstein Ásgeirsson um segulsviðsmengun í húsum. Ég kannaðist við lýsingar hans á líðan fólks sem hefur þjáðst vegna ýmis konar umhverfisþátta. Eftir nokkrar hringingar komst ég í samband við Þorstein Guðlaugsson sem mældi segulsviðið í íbúðinni, hann komst að því að mikið rafsegulsvið var við vegginn ,,ógurlega “ og umrætt horn í stofunni. Um leið og hann hafði gert viðeigandi ráðstafanir t.d. jarðtengt hitaveituinntakið og inniloftnet sjónvarps fann ég mikla breytingu. Ég vil taka það skýrt fram að ég vissi ekki fyrirfram við hverju ég mátti búast en það sem ég tók fyrst eftir var að mér fannst verða tærara, kyrrara, sónninn og suðið hvarf og mér fannst ég bæði sjá og heyra betur. Veggurinn skrapp aftur saman og önnur hlutföll fóru í samt lag. Trúi hver sem vill, en fjölskyldan fór líka að sofa betur.

Klara Þorsteinsdóttir, hjúkrunarfræðingur árið 1994.



Flokkar:Rafmagn, Umhverfið