Bandaríski blaðamaðurinn Paul Brodeur vakti athygli á hættunni af asbesti nú í byrjun sjöunda áratugarins. Árið 1989 gaf hann út bókina: ,,Dauðastraumar“ (Current of Death) sem inniheldur ákveðna en umdeilda gagnárás á rafmagnsframleiðendur. Í lok bókarinnar segir hann: ,,Sjónarmiðin um það, að háspennustrengir, rafmagnsteppi og tölvuskjáir eigi að teljast skaðlausir uns sekt þeirra er sönnuð verður allt skynsemi gætt fólk að vísa á bug. Geri maður það ekki, erum við að viðurkenna ástand, þar sem milljónir manna eru tilraunadýr í líffræðilegri tilraun, en niðurstöður hennar verða áfram óþekktar“.
Hér fyrir neðan eru teknir þættir úr bók Paul Brodeur: Dr. Nancy Wertheimer rannsakar faraldurs sjúkdóma. Vordag nokkurn árið 1974, var hún við vinnu sína við að kortleggja hvítblæðisútbreiðslu hjá börnum í útbæ í Denver Colorado. Þegar hún steig út úr bíl sínum til þess að heimsækja foreldra slíks barns fékk hún á tilfinninguna að hún kannaðist við eitthvað sem hún sá útundan sér. Þegar hún hafði gengið úr skugga um hvað það gæti verið, sem tengdist þessum heimsóknum hennar, rann upp fyrir henni ljós; Rafmagnsmastur fyrir utan húsið.
Efst á því var spennubreytir fyrir umliggjandi hús. Samskonar spennubreyti hafði hún séð nálægt öllum hús unum sem hún hafði heimsótt í sambandi við vinnu sína síðustu mánuði. Hún ákvað að rannsaka málið nánara: „Og síðan þá er riðstraumur ekki aðeins rafmagnsorka sem menntaði heimurinn sækir út úr innstungunum til þess að samfélagið geti virkað. Riðstraumurinn hefur breytt sér í mögulega áhættu í mínum huga“. Áhættan heitir: Krabbamein. Brjóstkrabbi og þvagrásarkrabbi eru aðalsviðin sem liggja undir grun, eftir að tækni- og vísindamenn um allan heim hafa rannsakað málið í 15 ár. Og í áhættuhópnum eru persónur sem búa eða vinna langtímum saman á svæðum, þar sem ósýnileg hliðarverkun riðstraumsins er: Rafsegulsviðið.
Hættuleg tíðni
Upplýsingar um tækni og vísindi virðast oft flóknari en þær eru í raun. Lítum aðeins á skiltin á ryksugunni, rakvélinni eða þvottavélinni. Þar stendur oftast 220VAC/50 Hz auk tölu sem sýnir notkun tækisins á rafstraumi mælt í wöttum. Fyrstu tvær tölumar eru áhugaverðar: Vélin verður að fá 220 volt til þess að virka. AC stendur fyrir riðstraum og Hz talan, nefnd eftir Þjóðverjanum Heinrich Herz, segir hversu oft riðstraumurinn sveiflast á sekúndu. Kjarninn í þeim snjóbolta, sem Nancy Wertheimer rúllaði af stað 1974, er að riðstraumur sveiflast 50 sinnum á sekúndu. Með öðrum orð um: Á tímalengdinni 1/50 úr sekúndu sveiflast riðstraumurinn frá plús til mínus og aftur til baka. Og þetta á sér stað alls staðar í netinu alveg frá rafalnum í orkuverinu að dósinni í stofunni.
Leiðin frá veitunni til notendanna liggur gegnum háspennulínur, hengdar upp í möstur, sem standa í landslaginu. Þær innihalda mjög háa spennu, þ.e. 400 þúsund volt sem líka nefnist 400 kíló volt. Á notendaendanum er svo spennan minnkuð niður í 220 volt, venjulega húsastraum. Þetta á sér stað í spennustöðvunum oft með nokkrum þrepum niður á við. 400 kílóvolt breytast í 220 volt en enda þótt spennan lækki er sveiflutíðnin sú sama eða 50 Hz, fika er þú ryksugar stofuna þína. Án þess að vilja verða of tæknilega óskiljan legur, þá verð ég að segja hér að þegar straumur fer í gegnum línu, þá skeður tvennt, sem er áhugavert:
Fyrst er það, að í kringum línuna myndast rafsvið, en stærð þess er háð stærð spennunnar. Í rigningu neistar frá oddinum á regnhlíf, þegar maður stendur með hana upp í loft undir háspennulínu og flúrósentperur lýsa ef maður heldur þeim andspænis leiðslunum. Þetta eru algeng og hættulaus fyrirbrigði sem margir hafa upplifað. Hitt er það að líka myndast rafsegulsvið, en stærð þess er háð notkunarstærð rafmagnsins í kerfinu. Þegar allir steikja jólagæsina í einu þá er notkunin og þar með rafsegulsviðið stórt. Þegar allir eru í sumarleyfi þá er það hins vegar lítið. Sviðið er ósýnilegt og við verðum ekkert vör við það nema með aðstoð mælitækja. En það sveiflast með 50 Hz tíðni á sekúndu og það er einmitt hingað sem grunurinn um skaðlega virkni beinist.
Aðalkenningin er að haldi maður sig í slíku rafsegulsviði, þá muni öll mólekúl líkamans einnig sveiflast með 50 Hz tíðni en við það eyðileggjast mólekúlin eftir lengri eða skemmri tíma. Þau brotna niður rétt eins og mólekúl málms í flugvélavæng sem að titrar, en það köllum við málmþreytu. Ónæmiskerfi líkamans eyðileggst og maður verður veikur. Grunsemdirnar beinast aðallega að sveiflutíðninni frá -0 til 120 Hz. Tíðni riðstraumsins liggur nokkurn veginn þar mitt á milli. Þessi sveiflutala er í neðsta hluta svokallaðs rafseguls spektrúms og þess vegna talar maður um ELF (extreme low frequency) mjög-lág-tíðni. Lengi hefur verið vitað að þessi ELF tíðni hefur sérstaka virkun.
Hættumerki
Þegar Nancy Wertheimer hafði fundið samhengið milli spennubreyta og barnahvítblæði fékk hún óvænta hjálp frá ameríska flotanum. Hann var á þessum tíma að leita að öruggri leið til þess að hafa samband við kafbáta. Við Clam Lake í Michigan var byggður mjög stór útvarps sendir og sendi hann bylgjur upp í jónosferuna hátt yfir jörðinni, sem síðan endurköstuðust á hafið. Notast var við tíðnina 45 Hz og 72 Hz vegna þess að þær komast í gegnum saltvatn og ná því niður til kafbáta. En alveg óvænt aukaverkun við þetta varð að 90% af mannskapnum við tilraunina varð veikur, með einkenni, sem orsökuðust að truflun í starfsemi hvítu blóðkomanna. Blóðprufur, sem teknar voru sýndu mikla aukningu í Triglycerid vökva, sem er þekkt hættumerki, sem venjulega orsakast af stressi. Tilraunadýr voru notuð við að rannsaka málið og þau sett í sama tíðnisvið. Aparnir sem notaðir voru misstu strax alla hæfileika, sem þeir höfðu getað lært. Rottur misstu þyngd og farfuglar misstu ratvísina. Mýs, sem notaðar voru, hættu að fjölga sér og fengu krabbameinsæxli.
Og fleiri hættumerki komu í ljós: Á sjöunda áratugnum sendi risastór radarskermur í Pave Paw í Cape Cod Massachussets merki sín út í geiminn til þess að hafa auga með eldflaugaskotum Sovétmanna. Geislinn var svo sterkur að hann gat fundið tennisbolta í 4000 km fjarlægð. Loftnetið starfaði á tíðninni 18.5 Hz. Hlutar af geislanum snertu svæðið í kringum stöðina og árið 1986 sýndi rannsókn, að konur í fjórum nærliggjandi bæjum, dóu 4 sinnum tíðar út hvítblæði en annar staðar í fylkinu og að sömu bæir sýndu tölur yfir krabbamein í lifur, blöðru og nýrum sem voru ekki minna en 61% tíðari en bandarískar meðaltalstölur. Loftherinn neitaði lengi að þarna væri nokkuð samhengi en benti í stað þess á umhverfismengun og sagði að stöðin væri ekki hættulegi en ein 60 watta pera.
En míkróbylgju sveiflumar í kringum þennan litla skaga urðu fremur öðru til þess að nú hófst kerfisbundin rannsókn á málinu almennt. Samræmdar voru rannsóknir á faraldurssjúkdómum, ónæmisfræði frumulíffræði og tölfræði, á þessu sviði. Það er stökk frá Cape Cod til þorpsins Mejrup við Holsterbro, en íbúrarnir hafa sömu vandamál.
Í Mejrup hefur Gunnar Strömgaard og fjölskylda hans umsjón með stóru minnka búi beint undir 400 kílóvalta háspennulínu ELSAM, orkuframleiðanda í Danmörku. Línumar hanga úr möstrum sem ELSAM hefur sett á jörð Strömgaard eftir lagaheimild. En hann hefur ekki verið ánægður með þetta og nú hefur dómsmálaráðuneytið danska veitt honum leyfi til málaferla í landsréttarmáli höfðað gegn samgöngumálaráðuneytinu. Það er ekki vegna þess, að Strömgaard málið sér sérstakt, að því leiti að aðilarnir séu ósammála um bætur fyrir notkun á landi.
Hins vegar er þetta í fyrsta sinn, sem danskur landsréttur á að taka afstöðu til deilumáls sem fjallar um rafsegulsvið. Lögmaður Strömmgaard, Dorthe Horsman ætlar að styðja mál sitt með vísindalegum niðurstöðum, en innihald þeirra er nær óþekkt í Danmörku enn sem komið er. Hún hefur fengið leyfi Vestri-Landsréttar til þess að hafa til ráðgjafar í réttinum tæknimann, sem á að leiða réttinn í gegnum hin flóknu smá atriði vísindahliðarinnar. Strömgaard fullyrðir að hafa orðið fyrir beinu rekstrartapi vegna rafsegulssviðs, sem umlykur eign hans og minkabúrin þar með.
Minkahvolpar hans deyja og Strömgaard veit af hverju þeir deyja. Hann hefur kostað til einni milljóna króna til krufninga á dauðum hvolpum og niðurstaðan er að þeir deyja úr krabbameini vegna skorts á hvítum blóðkomum og hann getur líka sannað að eðlilegur fæðingarfjöldi hvolpa hefur minnkað vegna fósturláta hjá minkatíkunum. Einkabörn Strömgaard hafa einnig undir höndum sjúkrahússkýrslur um stórkostlega minnkun á hvítum blóðkomum þeirra. Gunnar Strömgaard hefur nú flutt frá bóndabæ sínum til þess að verða ekki fyrir meiri skaða af háspennulínunum. Og ef þetta er ekki nóg getur Strömgaard bent á nágranna sinn sem vitni. Kristen Fröjk í Naur hefur kýr, sem ganga til beitar undir háspennukaplana með 400 kílóvoltspennu og hann getur lagt fram myndir af vansköpuðum kálfum, sem voru meðal þeirra, sem yfirhöfuð lifðu fæðinguna af. ELSAM hefur verið mjög andsnúið í þessu máli en við því er raunar ekkert að segja.
ELSAM er nefnilega meðlimur í Félagi danskra rafmagnsframleiðenda og meðlimir í því félagi hafa til umráða kapla vítt og breitt um Danmörku, sem hefur bein áhrif á um 250 þúsund manns með segulsviði. Það er ekki mögulegt að verjast ELF. Tíðnin fer í gegnum hvað sem er. Fjarlægð er eina ráðið sem hingað til hefur dugað sem vörn. Alls staðar sem rafmagn er notað eru ELF (mjög-lág-tíðni) fyrir hendi. Oft er áhættan ekki mikil t.d. þegar bormaskína er notuð, en þá er það vegna þess að slík verkfæri eru einungis notuð í stuttan tíma. Annað sem minnkar áhættuna er að veik ELF svið hafa tilhneigingu til þess að upphefja sig sjálf í tækjum, sem hafa tvær samliggjandi leiðslur frá innstungunni að mótornum.
En ýmis rafmagnstæki eftir því sem erlend neytendasamtök segja eru hins vegar svo hættuleg að það er ástæða til þess að hugsa sig um áður en maður notar þau. Þetta á t.d. við um hina vinsælu örbylgjuofna. Sérlega ef ofninn er gamall þá ætti maður að halda sig í fjarlægð meðan hann vinnur og það verður að halda ofninum í fullkomnu lagi. Ö11 spurning um rafvædd heimilistæki er þess vegna flókin og náttúrulega segulsvið jarðar- innar spilar hér greinilega inní. En hér erum við á þekktara sviði, þar sem segulsvið jarðarinnar er löngu þekkt og kortlagt á mjög mörgum stöðum.
Hernaðarrannsóknir
Hingað til hafa lang stærstu upphæðirnar til rannsókna á ELF sviðinu komið frá hernaðarsjóðum. Það að geta stjórnað lágtíðnisviðinu er mjög áhugavert fyrir vopnaþróendur, sem stefna að því, með hjálp hreyfanlegra ELF véla, að geta stjórnað hneigð og geðlagi hjá stórum hópum fólks. Sagt er að Sovétríkin hafi verið komin langt á leið með það. Sérhver stuttbylgju áhugamaður þekkir eina af tilraununum: Woodpecker-tíðninnar í stuttbylgjubandinu. En það fól í sér að 7 stærstu útvarpssendar heims sendu út merki allan sólarhringinn árum saman á tíðninni 10 Hz. Merkið var unnt að heyra um allan heim, en þó ekki í Sovétríkjunum.
Margir vísindamenn telja að hér hafi verið á ferðinni fálmkennd tilraun til þess að breyta skoðunum fólks, ekki aðeins hjá þeim sem hlustuðu á tíðnina heldur hjá okkur öllum, því að tíðnin er til staðar hvort heldur við hlustum eða ekki. Slökkt var á Woodpecker sendinum á Gorbchew tímabilinu. Ástandið er breytt í dag. Mikið er rannsakað á sviðinu af ríkisvaldi eða af rafmagnsframleiðendum. Það vakti þó nokkra athygli er breska orkumálaráðuneytið neitaði að birta mikla skýrslu á þessu sviði. Gagnrýnendur þess fullyrtu að það væri vegna neikvæðra niðurstaðna, sem gæti haft áhrif að sölu hlutabréfa í rafmagnsframleiðslu, en unnið er að því í Bretlandi að einkavæða hana. 12-15 lönd í Evrópu og USA vinna í dag að minnst 25 mismunandi rannsóknarverkefnum til þess að fínna út áhrif ELF sviðsins á mannslíkamann. Þó hefur það valdið nokkrum ruglingi að í ljós hefur komið að á einstaka sviði innan læknisfræðinnar virðast ELF bylgjur vera mjög gagnlegar.
Dæmi: Staðfest hafa verið áhrif ELF bylgja á framleiðslu húðfruma hormóninu Parathyroid, sem stjórnar beinavexti. Flókin beinbrot gróa fljótar í ELF sviði. Þá var endurgerð fingurkjúka á konu í ensku sjúkrahúsi en hún klipptist af er bílhurð var skellt á höndina. Í 8 mánuði var fingur hennar settur reglulega í ELF svið. Nýja kjúkan varð að vísu 2 mm styttri en hin gamla, en hún var fullkomin með fingraförum, nögl og hreyfanleika. Þekktur sænskur skurðlæknir við Karólínska sjúkrahúsið í Stokkhólmi hefur lagt fram röntgenmyndir, sem sanna að brjóstakrabbaæxli hvarf, þegar það var sett í veikt ELF svið, með aðstoð 6 volta þurrrafhlaðna og fjögurra smárra skauta. Hér læknaði sem sagt rafsegulsviðið en gleymum ekki því að brjóstakrabbi er 5 sinnum algengari í vestræna heiminum en t.d. í Asíu þar sem varla eru til rafsegulsvið búin til af mönnum.
Mest rannsakaði hluti líkamans í þessu samhengi er væntanlega Kogelkirtillinn í heilanum. Hann framleiðir Melatonin, sem líkaminn notar í ónæmiskerfinu. Framleiðslan stýrist af öðru efni: Norepinephrin- og í dag vitum við að systur-efnið Epinephrin eyðileggst í ELF sviðinu. Ef unnt er að sanna að sama eigi við um Norepinephrin, komust við töluvert áfram með þá kenningu að við fáum öll krabbamein oft á ævinni. Lítil æxli myndast en ónæmiskerfið finnur þau og eyðileggur, en þó aðeins ef mólekúl ónæmiskerfisins eru ekki eyðilögð af langtíma dvöl í rafsegulsviði, sem er af 0-120 Hz tíðni.
Athuga Fleira varðandi þetta mál má lesa í bókinni: Electromagnetic Man, Health and Hazards in the electrical environment Cyril W Smith & Simon Best-St. Martins Press New York 1989.
Þýtt og nokkuð stytt w Samvirke Nr 811992 af Einari Þorsteini Ásgeirssyni í ágúst 1992