Orkuhjúpur mannsins og áhrif umhverfis á hann

Brynjólfs Snorrasonar flutti erindi á aðalfundi Heilsuhringsins í Norræna húsinu 30. apríl 1992.

Ég þakka fyrir að hafafengið tækifæri til þess að skýra frá reynslu minni í sambandi við orku-streymi mannslíkamans hér hjá Heilsuhringnum. Ég vil byrja á aðfjalla almennt um þessa orku og fara svo yfir í orkuna í fæðunni, svo og fjalla um ýmis efni sem að hafa áhrif á okkur .

Margir hérna inni hafa án efa kynnt sér árur líkamans, með öðrum orðum orkuhjúpinn sem umlykur mannslíkamann. Margir skynja þennan orkuhjúp sem litbrigði, aðrir geta lesið sjúkdómssögu viðkomandi í árunni, sem og ýmsa aðra þætti í fari viðkomandi aðila. En áran er ekki bara upplýsingasvið, hún er líka varnarkerfi líkamans. Hún ver okkur eins og fötin. Vörnin beinist gegn bylgjum úr umhverfi mannsins. Þannig er mikilvægt að áran sé stór, jöfn orka í henni og að hún hylji líkamann vel. Í dag ráðum við yfir tækni, sem getur myndað þessar árur og sýnt þær á tölvuskjá svo að ekki fer lengur milli mála hvað hér er um að ræða. Þessa tækni hefur Harry Oldfield, eðlisfræðingur í London hannað Ég mun sýna ykkur lítið eitt af því á eftir. Á þessum myndum kemur m.a. fram hvernig orkan er í hverri orkustöð eða shökru mannslíkamans.

Það er mitt álit að of mikið sé gert af því að skoða shökrurnar sem eru fyrir ofan mitti manns líkamans. Vissulega þjóna þær þýðingarmiklum líffærum. Hins vegar er rótarstöðin einnig mjög  þýðingarmikil og henni of lítið sinnt. Margir  hafa þá skoðun að henni eigi lítið að sinna vegna þess að frá henni koma ýmsar hvatir sem eru óæskilegar. En á móti vil ég spyrja: Hvað verður um blóm sem við klippum rótina af? Er líklegt að það skili fallegu blómi? Nei það þarf líka að virkja líkamann neðan við mitti. Og þar komum við að jörðinni. Hún er tengiliður okkar við orkusviðin. Hún er skilyrði fyrir því að við getum náð hærra upp í orkusviðinu, upp í himingeiminn. Sé undirstaða okkar ekki góð þá fer okkur að fatast því hærra sem við rísum. Með nýju myndatækninni okkar geta allir séð að líka jörðin er hjúpuð ám, sem er frá 29 til 70 cm frá yfirborði jarðar. 1 samræmi við það er orka jarðarinnar mikil og lítil eftir útgeislun hennar.

Í jörðinni eru þess utan náttúrulínur, jarðspennulínur sem innihalda spennu og em þær ævafornt fyrirbæri. Þær færa ýmsar upplýsingar langa vegu svo og kraft og næringu af sérstöku tagi. Hjúpur jarðarinnar stýrir einnig bylgjum sem koma utan úr himinhvolfinu. Þannig að þær fari aftur upp eftir snertingu við jarðarsviðið. Sína réttu boðleið. Ef hjúpurinn er orðinn of þunnur virðast bylgjumar geta gengið ofan í jörðina og borist eftir náttúrulínunum. Við höfum mælt slíkt allt að 7 km leið. Okkur ætti að vera ljóst að jafnvægi  verður að  vera hér á milli.

Ef bylgjusendingamar raskast og lenda ofan í jörðina þá verður samspil bylgna og hjúps ekki rétt. Ég hugsa oft til þess, er ég minnist barnanna okkar, hvers konar jörð við erum að skilja eftir fyrir þau. Erum við virkilega að kreista síðustu líftóruna úr henni og skilja hana eftir sviðna? Það er of lítið hugsað um það hvernig jörðin virkar fyrir líkama okkar. Hún er eins konar orkugjafi eða hvati, skilyrði þess að við getum haldið heilbrigði. Við þurfum því að tengja okkur við jörðina og bera fulla virðingu fyrir henni. Fara að skynja þann kraft sem hún gefur okkur til uppbyggingar.

Mælingar okkar sína að líkamar okkar hafa svo kallaða 40% orku. Nú skulum við setja sem svo að kartöflugarður sem við notuðum við fæðuöflun væri með 29% orku, þ.e. jörðin undir honum. Þegar við borðum svo kartöflumar úr garðinum sem hafa þá einnig 29% orku, töpum við þessari tegund af orku, enda þótt við fáum vissulega úr kartöflunum aðra tegund af orku í formi kaloría. Með öðrum orðum þurfum við að fá orku að láni einhvers staðar frá til þess að líkaminn geti umbreytt kartöflunni í efni og hvata.

Þetta em slæm býtti. Venjulega eru þó íslenskar kartöflur með 60% orku svo að full næring fæst úr þeim. Þessi orkuhlutföll eru ekki bara í jarðávöxtum, heldur líka í dýrunum því að þau borða plöntur jarðarinnar. Séu notuð kemísk efni við ræktunina þarf líkaminn af afla sér enn meiri orku til þess að eyða áhrifunum frá þeim. Það er því ekki nóg að borða grænmeti, ef það er orkudautt er við leggjum okkur það til munns. Þessi orka er grundvöllurinn að öllu lífi. Ástand í þessum málum er því miður orðið slæmt víða um heim, en sem betur fer er því ekki eins til að dreifa hérlendis.

Með mælitækni okkar og myndatækni er unnt að sjá hvernig orkulítil fæða hefur bein áhrif á orkuhjúp þess manns sem neitir hennar og öfugt hvernig orkurík fæða bætir orkuhjúp manns sem hefur orkulítinn hjúp. Auðvelt er að skoða orkuhjúp jarðarinnar án mælitækja, t.d. með því að skoða tré úr náttúrunni. Krankleikar koma fram eftir því sem orkan lækkar í jörðinni. Þetta er dæmigert úti í Evrópu en ekki svo áberandi hér á landi. Menn hafa fundið þar geysimikla sýru í jarðveginum og er hún talin vera komin tíl vegna súrs regns.

Margt bendir þó til að þessi kenning sé ekki alveg rétt. Ég vil segja smá dæmisögu um það: Við mældum eitt sinn 14 ha skóglendi erlendis. Skógurinn var býsna reisulegur á kafla, eins konar þríhyrnd svæði. Það mældum við líka og í ljós koma 45-55% orka íjörðinni. Svo einkennilega vildi til að þetta svæði varð líka fyrir súru regni en þó fannst þar engin sýking í jörðu vegna súrs regns. Sú hugmynd kom þá fram hvort hér væri eins konar forhreinsikerfi náttúrunnar á ferðinni. Bletturinn þríhyrndi gæti bægt frá bæði þeim bylgjum sem koma úr himinhvolfinu svo og þeirri mengun sem við blásum útí andrúmsloftið og fellur síðan niður sem regn. Það er næsta draumaverkefni hjá mér að fullrannsaka þetta.

Ég nefni annað dæmi um það hvernig jarðárur geta haft áhrif á vöxt trjáa: Ég var að skoða skóglendi hjá bónda einum og tók eftir því að öll trén hölluðu í sömu átt. Aðspurður tjáði bóndinn mér að það væri undan vindi. En að betur skoðuðu máli reyndist það ekki vera. Höfuðvindáttin var ekki þannig á staðnum. Það kom svo í ljós að neikvæð orkulína lá upp skóglendið og trén teygðu sig öll undan henni. Fyrir nokkrum árum rannsakaði ég tilfelli í Noregi sem tengdist neikvæðum orkulínum eða jarðgeislum. Þannig var að til mín leitaði kona sem var með svo illa farinn fót að það átti að taka hann af.

Fóturinn var svartur langt upp fyrir ökkla. Við sömdum við lækninn að fresta aðgerðinni í tvær vikur og sjá til hvort ég gæti eitthvað gert. Eftir tvær vikur varð nokkur árangur og fresturinn var framlengdur, sama skeði eftir næstu tvær vikur. Við leituðum dag og nótt að orsökinni fyrir sjúkdómi hennar. Umhverfið þar sem hún bjó var íbúðarhverfi í námunda við skóglendi. Við athugun kom í ljós að í skóginum höfðu ekki sprungið út blóm í mörg ár, þar voru engin dýr hvorki fuglar né skordýr.

Í hverfinu var að finna  risastóra spennustöð og voru þetta óbein áhrif frá henni, þ.e. vegna staðsetningar hennar og samsetningu jarðvegsins á staðnum. Þetta hafði verið mýriendi en var fyllt upp með málmgrýti, þ.e. leiðandi efnum. Þar að auki var þarna stór sjónvarpsskermur fyrir gervihnattamóttöku. Hann virtist safna til sín alls kyns bylgjum úr nágrenninu þar á meðal frá spennustöðinni og dreifa þeim síðan þvers og kruss. Fólkið í hverfinu var sitt úr hvorri áttinni, eins  og oft í nýjum hverfum og þekktist lítið innbyrðis.

Það var þó með öll sömu vandamálin á heilsusviðinu: Asmi, síendurteknar slímhimnubólgur, erfiðleikar í augum, hjartaverkur og sviti á nóttu. Eftir athugun okkar voru gerðar ráðstafanir, sem urðu þess valdandi að ástandið batnaði. Sjónvarpsdiskurinn var t.d. fjarlægður. En þó var það eitt og sér ekki aðal ástæðan. Efnin í jarðveginum voru í kristallaformi, en þeir taka við og senda ýmsar bylgjur, sem geta reynst hættulegar okkur. Konan fékk fullan bata og heldur fætinum. Hún er reyndar að koma að heimsækja mig í sumar.

Til þess að svo mætti verða byrjuðum við að hreinsa  áhrifin í íbúðinni hennar og síðan  meðhöndlaði ég hana með „electric-crystal þerapíu“ sem Harry Oldfield hefur hannað. Læknirinn sem meðhöndlaði hana tjáði mér að hann  hefði starfað 15 ár í Þýskalandi við að aflima fólk, en aldrei sé tilfelli sem þetta. Þetta er  fremur skuggaleg saga og fór ekki vel fyrir öll um. Spennustöðin var ekki fjarlægð heldur  stækkuð um helming. Og nú er flest allt þetta fólk sem ég kynntist þarna flutt í burtu. Það eru e.t.v. ekki eins slæm dæmi til hér á  landi og þó.

Spurningin er bara: Hversu leng eigum við að þegja yfir því að þetta eru staðreyndir og gerist í raun og veru. Ég vil ekki hræða ykkur með þessu heldur fá ykkur til þess að gefa að þessu gætur, svo að komið verði í veg fyrir svona harmsögur hér á landi. Með mér vinna bæði rafvirkjar, radíóvirkjar og fleiri.

Við Harry Oldfíeld höfum unnið saman í nokkur ár, en hann er mikill uppfinningamaður á þessu sviði og viðurkenndur í heimalandi sínu, Englandi. Mér sýnist svo að það séu fleiri vandamál af þessu tagi erlendis en hér. Satt að segja eigum við hér nokkra gullkistu, sem við höfum ekki nýtt okkur ennþá. Dæmi um það er íslenski landbúnaðurinn, því hann gefur af sér orkuríka framleiðslu. Mun meira en sá erlendi og samt vilja menn leggja hann niður og flytja inn orkusneydda framleiðslu. Þetta er afar heimskulegt mál. Í landinu okkar er ekki heldur svo þéttriðið kerfi háspennulína eins og gerist erlendis, en það veldur ómældum skaða. Þetta er reyndar mikið feimnismál hjá opinberum aðilum. Nú síðustu ár eru nefnilega að koma æ fleiri bækur út erlendis um þessi mál, sem benda á  samhengi hlutanna og umræðan er farin á stað þar, þó að enn hafi raunar ekki borið mikið á henni hér. Það væri hægt að halda áfram endalaust, en ég vil gefa ykkur tækifæri til þess að spyrja spurninga svona í lokin.

 Spurningar úr sal :

Hvað þurfa íbúðarhús að vera langt frá spennistöðvum?  Það fer mikið eftir jarðveginum. Í Rússlandi og nú nýverið í Bandaríkjunum segja reglumar 500 metrar almennt frá háspennilínum, 1000 metrar væri betra. Í Þýskalandi er nú t.d. búið að loka 200 barnaleikvöllum vegna þess að eins og hér eru spennustöðvar yfirleitt staðsettar þar. Hérlendis hefur ávallt verið farið eftir niðurstöðum annars staðar frá og engar sjálfstæðar opinberar rannsóknir farið fram. Engin stofnun er ábyrg fyrir þessum málum.

Sp: Hvernig fer þessi myndatækni við jarðgeislun fram? Videó-myndavél tekur venjulega mynd. Hún er síðan færð inn í tölvu með þar til gerðu forriti. Tölvan les alla punkta á myndfletinum, ekki út frá ljósmagni heldur út frá svokölluðum „interferens“ sem er svið sem myndast er t.d. tveir ljósgeislar skella saman. Myndin sem birtist á tölvuskjánum er því ekki ljósmynd heldur rafspennumynd og litir hennar segja til um hversu mikil eða lítil spenna er á hverjum hluta myndarinnar. Sem dæmi er hér mynd af vegg, sem ekkert markvert er á. En hinum megin á veggnum er tengibox og kaplar. Þeir koma allir fram á myndinni, vegna þess að í þeim er spenna. Sem sé þeir „sjást“ með þessari aðferð í gegnum vegginn. Á sama hátt koma fram allar jarðlínur úti í náttúrunni eða inn í húsum. Hjá sjúklingum með langvarandi óskýranlega sjúkdóma, má oft finna orsökina fyrir veikindunum sem afbrigðilega spennu í vissum líkamshlutum. Hér er sem dæmi um það mynd af konu: Hún var með fituæxli á handlegg og var það fjarlægt. Þar á eftir myndaði ég hana og fann annað æxli undir því sem tekið hafði verið.

Sp: Getur jarðorkan veríð neikvæð í sjálfri sér?  Vatnsárur í jörðinni sem við byggjum hús ofan á geta valdið okkur skaða. Sérstaklega ef svefnherbergi er nákvæmlega ofan á henni.

Sp: Geta útvarpsbylgjur og tölvur virkað jafn sterkt og jarðgeislar?  Já. T.d. getur lítill útvarpsvekjari með FM bylgjum virkað mjög illa á þann sem sefur. Ég tala nú ekki um ef hann sefur í vatnsrúmi. Það er álíka og að blanda saman koníaki og vodka.

Sp: Er þetta orkusvið tengt húsasótt?
Já. Skemmdir á húsum er mjög oft orsakaða r  af jarðspennulínum. En litlir hlutir eins og t.d.  koddar í rúmum með gerviefnum í geta byggt  upp spennu sem veldur óþoli.

Sp: Eru íslensk stjórnvöld meðvituð um þessa  hættu t.d. vegna spennustöðva?
Sennilega ekki. Það féll dómur fyrir u.þ.b. þremur árum síðan í svona máli. Bóndi nokkur höfðaði mál gegn Landsvirkjun vegna þess að allar ær hans fengu fósturlát og því tapaði hann öllum lömbum sínum það árið. Það eina sem hafði breyst við fjárhús hans var það að háspennulína hafði verið lögð skömmu áður framhjá því. Dómurinn var á þá leið að vísindalega væri þetta ekki sannað og þar með enginn ábyrgur. Bóndinn tapaði málinu.

Sp: Ef að þrjár spennustöðvar eru með stuttu millibili í húsahverfi, koma þær einhverju líku krossspennu afstað? Þær virðast búa til eins konar takt sem gæti haft einhver aukaáhrif en þetta er svo nýtt fyrir mér að ég vil ekki fullyrða neitt um það hér og nú.

Sp: Hvaða áhrif hafa heimilistæki eins og sjónvarp, vídeó og græjur?
Bætum afruglurum við. Allt þetta má ekki standa þétt saman eða ofan á hvort öðru . Það veldur varasamri spennu inni í íbúðum.

Sp: Geta föt haft einhver spennuáhrif  Já t.d. nælonsokkar/ gervisokkar. Þeir safna mikilli spennu og einangra svo viðkomandi frá jarðtenginu. Maður verður pirraður, fær í magann.

Sp: Getur þú sagt okkur nánar frá jarðlínunum? Vita byggingaverktakar af þeim?
Nei, varla. Alla vega eru engar ráðstafanir gerðar hér. Þetta er ekki komið lengra en það, að vera áhugamál viss hóps fólks, sem tengist málefninu eftir ólíkum leiðum. Á okkar ágæta landi  þarf þetta að vera fullsannað ef eitthvað á að gerast. Því að þetta hefði miklar breytingar og umbætur í för með sér eins og dæmið um fjárbóndann sannar. Og allar breytingar kosta peninga. Það er tregða í kerfinu almennt, jafnvel þó  að heilsufar margra sé beinlínis í hættu. Í Svíþjóð er fyrirbærið „sjúk-hús“ viðurkennt af opinberum aðilum. Áður en varir verða þar komnar  reglugerðir sem gera fólk skaðabótaskylt ef það  byggir hús sem reynast síðan sjúk, sýkja íbúana. Þar á eftir tekur þetta 5 ár að berast hingað.

Sp: Hvað með legu jarðspennulínanna, getur þú skýrt það nánar?
Það er mismunandi eftir svæðum. Tökum t.d.  fjallshlíð. Eftir henni gætu legið svona línur upp  og niður. Meginlínur og á milli þeirra er svona  svipuð fjarlægð. Allt frá 40 til 100 metrum. Þær  eru um 30 cm breiðar. Þetta er í raun neðanjarðar  orkukerfi jarðarinnar. Síðan myndast orkustöðvar þar sem fleiri en ein lína liggja yfir sama  punkt. Vel má sjá slíkar sem munstur í vexti grass á stórum túnum. Kalblettir eru oft tengdir þessu. Stærðin á blettunum eru frá 3-9 metrar í þvermál. – Nú vatnslínumar/vatnsæðarnar liggja misjafnt og eins og flytjast til. Þess vegna er ekki  svo auðvelt að stoppa þær við hús. Þannig getur  lína sem hefur angrað Jón og hans fjölskyldu bara færst yfir til Kalla nágranna ef að gerðar eru ráðstafanir við hús Jóns.

Við þessar línur bætast svo þverlínur eða hæðalínur. Það er of langt mál að fara út í þetta allt hér. Eitt er athyglisvert við línumar. Hundar leggjast gjarna við þær. Ef þeir eru 3ja ára þá liggja þeir með hausinn í rennsli átt línunnar. En yngri hundar leggjast hins vegar þeim megin sem vatnsáran er. Kettir vilja ekki sofa á þessum línum. Með lagningu rafkapla yfir náttúrulegt svæði raskast jarðspennulínumar og fara þá t.d. gegnum hús þar sem þær voru ekki áður. Það er unnt að færa þær aftur í sína upprunalegu farvegi með nokkrum tilfæringum.

Nú er komið að lokum fundarins. Ég gæti svo sem talað hér í alla nótt vegna þess að þetta er mitt stærsta áhugamál. Ég vona að ég hafi getað upplýst ykkur eitthvað og sömuleiðis vona ég að hafa ekki dregið upp of dökka mynd af málinu. Ég vil ekki að okkar fagra land og okkar fagra mannfólk sem hér býr lendi í því sem ég hef séð hjá öðrum þjóðum. Ég tel að við höfum frekar aðstöðu til þess að geta stutt nágrannaþjóðir okkar til þess að leiðrétta vandamál sín á þessu sviði, ef við könnum þessi mál af alefli hér og gerum þekkingu okkar svo að eins konar útflutningsvöru. Ég þakka öllum fyrir komuna og Heilsu- hringnum fyrir að leyfa mér að koma hér og býð góða nótt.

Ræðumaður Brynjólfur Snorrason 1992



Flokkar:Rafmagn, Umhverfið

%d