Kenningar Júlíu Völdan í hnotskurn

Blað Heilsuhringsins, Hollefni og heilsurækt hefur oftsinnis gert kenningum Júlíu Völdan góð skil. Fyrir mér eru kenningar Júlíu Völdan eitt það aðgengilegasta sem boðið er upp á innan náttúrulækningastefnunnar, þótt allt sé það gott á sinn hátt og hvert með öðru. Við þekkjum flest gronnkenningar Are Werlands og okkar eigin brautryðjanda Jónasar Kristjánssonar, sem hafa verið ómæld blessun, því ekki fer á milli mála að störf þessara manna á heimaslóðum hafa haft gjörbyltingu í för með sér til bættari heilsu og skynsamlegri lifnaðarhátta almennt. Sama má segja um ýmsa aðra brautryðjendur á þessum tíma í öðrum löndum, sem voru á sömu leið. En ekkert stendur kyrrt í heimi hér. Við bætum við, byggjum ofaná og leitum nýrra leiða. Sumir ná lengra en aðrir, með innsæi og skörpum skilningi.

Það vekur athygli ef við skoðum stöðu þessara mála í dag, að nöfn kvenna og störf þeirra eru áberandi máttarstólpar í heilsuhreyfingunni á ýmsum stöðum. Án þess að kasta rýrð á aðra langar mig til að nefna bandaríkjamanninn Ann Wigmor með áherslu á spírað kom og hrátt grænmeti. Svíann Lilly Johansen, með áherslu á mjólkurafurðalaust grænmetisfæði og föstu. Danann Ölmu Nissen með Werland og Jónas með grunn og hvítlauksföstuna frægu og síðast en ekki síst Júlíu Völdan, sem nú er nýlátin.

Kenningar Júlíu Völdan eru um margt talsvert frábrugðnar, ekki síst vegna þess hvað þær spanna breitt svið. Þegar ég um nokkurra ára skeið flutti fyrirlestra um kenningar Júlíu Völdan í hinum ýmsu samfélögum, varð ég fljótt vör við að fólki fannst erfitt að skilja, ef allir þættirnir voru teknir með, og svo er enn. Ef litið er á eina hlið málsins, sjálft mataræðið, er það þó afar aðgengilegt, en frábrugðið, því hrásalöt og kartöflur eru megin uppistaðan, ásamt heitum grænmetis- og eða baunarétti einu sinni á dag.

Í þversögn við sumar aðrar stefnur, sér í lagi síðustu árin, mælir Júlía eindregið með ferskri mjólk ógerilssneyddri, u.þ.b. eitt glas með hverri máltíð, þ.e. 3 sinnum á dag, með morgunhádegis og kvöldmat. Mjólkin er mjög lútargæf sagði Júlía og vegur því mjög vel upp á móti sýrunni, sem er yfirþyrmandi í mataræði fólks almennt. Súrmjólk, jógúrt og allir ostar eru að mestu bannvara, nema í undantekningartifellum. Íslenska skyrið taldi Júlía góða afurð, en sá væri gallinn á gjöf Njarðar að íslendingar eyðilegðu skyrið sitt með allt of miklum sykri.

Það vekur einnig athygli að brauð er ekki á boðstólnum nema í undantekningartilfellum þ.e. þegar börn eiga hlut að máli, fólk er að fara í ferðalag og þegar fólk á erfitt með að sofna á kvöldin, þá gjarnan hrökkbrauð með mysuosti. Fyrir utan tedrykkjuna, sem er snar þáttur í heilsufæði Júlíu Völdan, samanstendur morgunmaturinn af 1-2 hrásalötum og kartöflu“mús“. Hádegið 2-3 hrásalöt, heitur réttur, oft baunaréttur ásamt soðnum kartöflum. Kvöldmatur samanstendur af 1-2 hrásalötum og korngraut að ógleymdri mjólkinni, sem fylgir hverri máltíð eins og áður segir.

Á þessari upptalningu má sjá að ávextir fyrirfinnast ekki í eldhúsi heilsuskólans. Ekki er óeðlilegt að spurt sé, hvað veldur? Jafnan hefur verið lögð mikil áhersla á notkun ávaxta, tala nú ekki um síðustu árin, bæði austan hafs og vestan, þar sem gjarnan er ráðlagt að sleppa morgunmatnum alveg eða borða ávexti og drekka ríkulega ávaxtasafa fram til hádegis. Júlía telur að ræktunaraðferðir nútímans hafi þau áhrif að erfitt sé fyrir líkamann að breyta sýru ávaxtanna í lút.

Þess vegna sé mikil notkun ávaxta viðbót á allt sýruflæðið um líkamann, og ekki á bætandi, þar eða of mikil sýra sé einmitt megin orsök flestra sjúkdóma. Mig langar til að geta þess hér í leiðinni til gamans, að sjaldan hefi ég fengið betri veislumat en þann sem Júlía bar gestum sínum, og þá gjarnan sem eftirrétt ávaxtagraut á gamla mátann með þeyttum rjóma. Rúsínur og aðra þurrkaða ávexti notar hún en allt í hófi. Heilbrigt fólk getur að sjálfsögðu neitt ávaxta og sömuleiðis börn en þá meira sem sælgæti og punkt á tilveruna.

Ég sem þessar línur rita hefi allt frá unga aldri fylgst nokkuð grannt með því sem er að gerast í heilsuhreyfingunni hverju sinni og skoðað flest um lengri eða skemmri tíma. Allt hefur það gert mér gott þótt ekki fari á milli mála að mataræðiskenningar Júlíu Völdan, sem byggja á jafnvægiskenningunni milli sýru og lútar í líkamskerfinu, hafa skjótast áhrif á sjálfa mig bæði andlega og líkamlega. Þegar ég hefi notið þeirra forréttinda að dvelja á heilsunámskeiðum J.V. hafa örfáir dagar gjörbreytt líðan minni til hins betra, nokkuð sem hvergi gerist annarstaðar í líkum mæli.

Þess vegna finnst mér ég skulda Júlíu Völdan það að ég bendi hér á í hnotskrum matseðil hennar ef fleirum mætti verða sem mér. Að öðru leyti bendi ég til þess sem þetta blað flytur um kenningar Júlíu um gildi jafnvægis í líkamskerfinu, um gildi þess að hlusta á svefnþörfina og halda líkamanum hreinum hið innra. Ég bendi á dagskrá heilsuskólans, á blaðið Ny Tid og Vi og bókina Plus-minus-balansinn. Þetta má panta frá forlaginu í Fredriksborgvej 60, postbox 47- 3450… Alleröd Danmörku, síminn er 02 27 26 02 millikl.09.00ogl2.00. ( skrifað árið 1990)

Ég vil enda þessa hugleiðingu mína á orðum Svend Mikkelsen „Við náum ekki lengur til Júlíu Völdan, en hún heldur áfram að ná til okkar“. Sonur Júlíu Svend Olaf mun halda starfi hennar áfram og ég efast ekki um að dóttirin Sólveig, sem nú les læknisfræði, muni einnig verða sterk stoð í því að hjálpa fólki til heilsu og til betra og eðlilegra mannlífs.

Höfundur: Hulda Jensdótti ljósmóðir árið 1990Flokkar:Reynslusögur

%d bloggers like this: